Fleiri fréttir

Krísa í Kaupmannahöfn

Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi.

Tuchel segir United hafa fengið heimsklassa fram­herja

Thomas Tuchel, þjálfari PSG, hefur þjálfað Edinson Cavani en nú er hann á mála hjá mótherjum PSG annað kvöld er PSG og Manchester United mætast í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Aron í tíu daga sóttkví

Aron Pálmarsson og félagar hans í liði Spánarmeistara Barcelona eru komnir í sóttkví eftir að þrír meðlimir liðsins greindust með kórónuveirusmit.

Hermann áfram í Vogunum

Hermann Hreiðarsson verður áfram þjálfari Þróttar Vogum en hann hefur náð góðum árangri með liðið.

Mílanóbúar með guð en ekki kóng

Zlatan Ibrahimovic skoraði tvennu á fyrsta korterinu sem hann spilaði eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann skaut á Lukaku eftir sigurinn í Mílanóslagnum.

Framlengt í Grímsá og Hafralónsá

Veiðifélagið Hreggnasi hefur framlengt leigu í Grímsá og Hafralónsá en árnar hafa lengi verið með þeim vinsælustu hjá félaginu.

Golfið fær grænt ljós

GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október.

Carragher segir titilbaráttuna galopna

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og einn af álitsgjöfum á Sky Sports Football, segir titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni galopna í kjölfar meiðsla Virgil van Dijk hjá Liverpool.

Góðar mínútur hjá Tryggva í sigri

Tryggvi Hlinason átti góðan leik fyrir Zaragoza í heimasigri gegn Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Lokatölur leiksins 98-86 fyrir Zaragoza.

Formaður FH vonar að handboltinn snúi aftur sem fyrst

„Við vonumst til þess að það verði hægt að byrja sem fyrst. Auðvitað eru þetta krefjandi tímar og óvissan töluverð en við vonum það besta og ég vonast til þess að það verði hægt að byrja að æfa kannski um mánaðarmótin og svo byrja að spila viku eða tíu dögum seinna,“ segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH um framhald Íslandsmótsins í handbolta sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.

Sjá næstu 50 fréttir