Óheflaði Eyjapeyinn Kári Kristján: „Töpum aldrei í vítakeppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2024 20:01 Kári Kristján skoraði sex mörk úr sjö skotum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Já ég myndi nú segja það,“ sagði Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson einfaldlega aðspurður hvort sigur ÍBV á FH í Vestmannaeyjum í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta væri einn ótrúlegasti leikur á hans ferli. Leikurinn var tvíframlengdur en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Sigur ÍBV tryggði liðinu oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar árið 2024. „Fórum í þetta á móti Fram fyrir 20 árum síðan, þú getur Google-að þetta sko. Fórum í vítakeppni og unnum þá, við töpum aldrei í vítakeppnum þannig við unnum aftur núna,“ sagði Kári Kristján skælbrosandi í leikslok. FH vann fyrstu tvo leiki einvígisins sannfærandi en ÍBV sneri bökum saman og hefur nú tryggt sér oddaleik. Hvað breyttist eftir leik númer tvö í serínni? „Ég verð að segja að eins mikil lumma og það er þá var það bara stilling á hugarfari. Vorum ekki með þessa Eyjageðveiki, þetta Eyjahugarfar, þennan óheflaða peyja sem við erum allir. Hann kom í síðasta leik og kom aftur núna.“ „Fólkið er líka búið að stíga upp með okkur, það var ekki alveg klárt í bátana en nú eru allir klárir og leikur fimm, sunnudagur, getum ekki beðið.“ Eyjan mætti og lét í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Um leik kvöldsins „Þetta var geðveikt. Segi það aftur, það er svo ótrúlega fallegt og gaman að geta verið heima hjá sér að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Fullt hús, þetta eru forréttindi. Að allir leggist á eitt í svona lítilli byggð, þetta er geðveikt. Maður finnur það og fólk finnur það, það unnu allir saman. Það unnu allir í Vestmannaeyjum.“ Fannst Kára Eyjaliðið skulda áhorfendum eitthvað eftir tapið í Eyjum í öðrum leik? „Algjörlega. Það var ömurlegur leikur sem við buðum fólki upp á hérna heima, töpuðum með einhverjum sex eða átta mörkum. Ekki boðleg frammistaða. Það kemur bara ekkert annað til greina þegar við erum komin svona langt að við séum að fara loka þessu á sunnudaginn.“ „Það eru allir á leiðinni upp á land á sunnudaginn. Það er frí í vinnu á mánudaginn, ég er búinn að hringja í öll fyrirtæki í bænum þannig það eru allir að mæta í Krikann,“ sagði Kári að lokum. Handbolti Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira
Leikurinn var tvíframlengdur en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Sigur ÍBV tryggði liðinu oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar árið 2024. „Fórum í þetta á móti Fram fyrir 20 árum síðan, þú getur Google-að þetta sko. Fórum í vítakeppni og unnum þá, við töpum aldrei í vítakeppnum þannig við unnum aftur núna,“ sagði Kári Kristján skælbrosandi í leikslok. FH vann fyrstu tvo leiki einvígisins sannfærandi en ÍBV sneri bökum saman og hefur nú tryggt sér oddaleik. Hvað breyttist eftir leik númer tvö í serínni? „Ég verð að segja að eins mikil lumma og það er þá var það bara stilling á hugarfari. Vorum ekki með þessa Eyjageðveiki, þetta Eyjahugarfar, þennan óheflaða peyja sem við erum allir. Hann kom í síðasta leik og kom aftur núna.“ „Fólkið er líka búið að stíga upp með okkur, það var ekki alveg klárt í bátana en nú eru allir klárir og leikur fimm, sunnudagur, getum ekki beðið.“ Eyjan mætti og lét í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Um leik kvöldsins „Þetta var geðveikt. Segi það aftur, það er svo ótrúlega fallegt og gaman að geta verið heima hjá sér að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Fullt hús, þetta eru forréttindi. Að allir leggist á eitt í svona lítilli byggð, þetta er geðveikt. Maður finnur það og fólk finnur það, það unnu allir saman. Það unnu allir í Vestmannaeyjum.“ Fannst Kára Eyjaliðið skulda áhorfendum eitthvað eftir tapið í Eyjum í öðrum leik? „Algjörlega. Það var ömurlegur leikur sem við buðum fólki upp á hérna heima, töpuðum með einhverjum sex eða átta mörkum. Ekki boðleg frammistaða. Það kemur bara ekkert annað til greina þegar við erum komin svona langt að við séum að fara loka þessu á sunnudaginn.“ „Það eru allir á leiðinni upp á land á sunnudaginn. Það er frí í vinnu á mánudaginn, ég er búinn að hringja í öll fyrirtæki í bænum þannig það eru allir að mæta í Krikann,“ sagði Kári að lokum.
Handbolti Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira