Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 08:01 Aron Pálmarsson er í sóttkví vegna smits í herbúðum Barcelona en nær nokkrum æfingum með spænska liðinu áður en hann mætir til Íslands til móts við íslenska landsliðið. EPA/ANDREAS HILLERGREN Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. Engar miðasölutekjur verða af leikjunum tveimur sem framundan eru í Laugardalshöll, í undankeppni EM. Þá felst umtalsverður aukakostnaður í því að hafa íslensku leikmennina og starfsmenn íslenska liðsins á hóteli, öfugt við það sem venja er. Þeir þurfa að vera í vinnusóttkví líkt og gestaliðin, en Ísland mætir Litháen 4. nóvember og Ísrael 7. nóvember. Æfingar og keppni í íþróttum með snertingu er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en það er hluti af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. „Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra er þá er keppni heimiluð eftir 3. nóvember. Fyrri landsleikurinn er 4. nóvember þannig að hann er í raun leyfður samkvæmt reglugerð. Reglugerðin tekur gildi [í dag] og við munum þá senda inn undanþágubeiðni um að fá að hefja landsliðsæfingar með snertingu fyrr. Við reiknum með að byrja æfingar 2. nóvember,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Því miður verða engir áhorfendur á komandi landsleikjum.vísir/andri marinó Róbert segir að auk þess sem koma þurfi landsliðunum fyrir á hóteli, með meira rými en ella til að uppfylla kröfur um sóttvarnir, þá þurfi að skipta Laugardalshöll upp í sóttvarnahólf og tryggja að leikmenn séu ekki í snertingu við aðra. Engar tekjur af miðasölu og aukakostnaður við að hýsa leikmenn Róbert segir reglugerð heilbrigðisráðherra nokkuð afdráttarlausa með það að áhorfendabann sé í gildi til 10. nóvember. Ætla megi að HSÍ verði af 2-2,5 milljónum króna á hvorum leik vegna þess og við það bætist að dýrara en vanalega er að hýsa landsliðin. „Það eru engar áhorfendatekjur af leikjunum og einnig mikil aukakostnaður við hótel og uppihald. Við þurfum að láta búa til sóttvarnarými á hótelunum. Við þurfum að hafa allt íslenska liðið og starfsmenn þess á hótelinu, sem við erum ekki með vanalega, þannig að það fellur til töluverður aukakostnaður,“ segir Róbert, en íslensku landsliðsmennirnir sem koma að utan eiga margir eigin íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eða hafa dvalið hjá sínum nánustu. „Við höfum ekki tekið kostnaðinn saman í heildina, og erum að ganga frá samningum í tengslum við þetta. Miðað við fyrstu sýn er þetta töluvert dýrara en vanalega. Kostnaðurinn hleypur á milljónum.“ Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. Engar miðasölutekjur verða af leikjunum tveimur sem framundan eru í Laugardalshöll, í undankeppni EM. Þá felst umtalsverður aukakostnaður í því að hafa íslensku leikmennina og starfsmenn íslenska liðsins á hóteli, öfugt við það sem venja er. Þeir þurfa að vera í vinnusóttkví líkt og gestaliðin, en Ísland mætir Litháen 4. nóvember og Ísrael 7. nóvember. Æfingar og keppni í íþróttum með snertingu er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en það er hluti af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. „Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra er þá er keppni heimiluð eftir 3. nóvember. Fyrri landsleikurinn er 4. nóvember þannig að hann er í raun leyfður samkvæmt reglugerð. Reglugerðin tekur gildi [í dag] og við munum þá senda inn undanþágubeiðni um að fá að hefja landsliðsæfingar með snertingu fyrr. Við reiknum með að byrja æfingar 2. nóvember,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Því miður verða engir áhorfendur á komandi landsleikjum.vísir/andri marinó Róbert segir að auk þess sem koma þurfi landsliðunum fyrir á hóteli, með meira rými en ella til að uppfylla kröfur um sóttvarnir, þá þurfi að skipta Laugardalshöll upp í sóttvarnahólf og tryggja að leikmenn séu ekki í snertingu við aðra. Engar tekjur af miðasölu og aukakostnaður við að hýsa leikmenn Róbert segir reglugerð heilbrigðisráðherra nokkuð afdráttarlausa með það að áhorfendabann sé í gildi til 10. nóvember. Ætla megi að HSÍ verði af 2-2,5 milljónum króna á hvorum leik vegna þess og við það bætist að dýrara en vanalega er að hýsa landsliðin. „Það eru engar áhorfendatekjur af leikjunum og einnig mikil aukakostnaður við hótel og uppihald. Við þurfum að láta búa til sóttvarnarými á hótelunum. Við þurfum að hafa allt íslenska liðið og starfsmenn þess á hótelinu, sem við erum ekki með vanalega, þannig að það fellur til töluverður aukakostnaður,“ segir Róbert, en íslensku landsliðsmennirnir sem koma að utan eiga margir eigin íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eða hafa dvalið hjá sínum nánustu. „Við höfum ekki tekið kostnaðinn saman í heildina, og erum að ganga frá samningum í tengslum við þetta. Miðað við fyrstu sýn er þetta töluvert dýrara en vanalega. Kostnaðurinn hleypur á milljónum.“
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30
HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46
HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01