Körfubolti

Góðar mínútur hjá Tryggva í sigri

Ísak Hallmundarson skrifar
Tryggvi Hlinason.
Tryggvi Hlinason. getty/Oscar J. Barroso

Tryggvi Hlinason átti góðan leik fyrir Zaragoza í heimasigri gegn Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Lokatölur leiksins 98-86 fyrir Zaragoza.

Tryggvi skoraði tíu stig og tók níu fráköst á 25 mínútum og var með fullkomna skotnýtingu.

Þetta var annar sigur Tryggva og félaga í deildinni þetta tímabilið eftir fjóra tapleiki í röð. Liðið er í 14. sæti með tvo sigurleiki úr sex fyrstu leikjunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.