Fleiri fréttir

Grindavíkurkonur sluppu við 25 daga frí en Stjarnan ekki

Bikarmeistarar Grindavíkur í kvennakörfunni fá tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni 13. febrúar næstkomandi en það kom í ljós eftir að liðið vann Stjörnuna í undanúrslitunum í gær.

Dregið um leyfi í Elliðaánum á fimmtudaginn

Næstkomandi fimmtudag, 28. janúar, verður dregið um veiðileyfi í Elliðaánum fyrir sumarið 2016. Eins og í fyrra þá fer útdrátturinn fram á bökkum Elliðaánna í húsnæði SVFR að Rafstöðvarvegi 14 og hefst stundvíslega klukkan 20:00.

Gunnar Örlygs: Ekkert nema náungakærleikur að leyfa Stefan Bonneau að vera hérna

Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni.

NFL: Cam Newton og Peyton Manning mætast í Súper Bowl 2016

Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.

NBA: Toronto Raptors nú búið að vinna átta leiki í röð | Myndbönd

Toronto Raptors er á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en kanadíska liðið vann sinn áttunda sigur í röð í nótt. Brooklyn Nets stoppaði aftur á móti sjö leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og James Harden var með þrennu þegar Houston Rockets vann Dallas Mavericks.

Stefni á Ólympíuleikana

Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt Íslandsmet í langstökki á Reykjavíkurleikunum um helgina. Árangurinn kom henni á óvart en hún stefnir hátt og ætlar sér að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó.

Sex stórlið í Evrópu á eftir John Stones

Að minnsta kosti sex stórlið í Evrópu eru á eftir John Stones, miðverði Everton, ef marka má Jonthan Northcroft, blaðamann Sunday Times, en hann var í viðtali í Sunday Supplement þættinum á Sky Sports í morgun.

Sigurganga Juventus heldur áfram

Juventus vann sinn ellefta leik í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Roma í stórleik umferðarinnar í ítalska boltanum.

Real tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni

Real Madrid hefur farið vel af stað Real Madrid missti af mikilvægum stigum í toppbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið náði einungis jafntefli gegn nýliðum Real Betis, 1-1.undir stjórn Zinedine Zidane og skorað grimmt.

Leiknir skellti ungu strákunum hjá KR

Leiknir rúllaði yfir KR í A-riðli Reykjaíkurmótsins, en lokatölur urðu 5-1. Lið KR var mest megnis skipað leikmönnum úr öðrum flokki þar sem KR tekur þátt bæði í Reykjavíkurmótinu og Fótbolta.net mótinu.

David Gill: Verðum að halda ró okkar

David Gill, fyrrum stjórnarformaður Manchester United, segir að stuðningsmenn verði að halda ró sinni þrátt fyrir að gengi liðsins sé langt undir væntingum.

Æsispennandi sigur Þýskalands

Þýskaland er á toppi milliriðils tvö eftir sigur á Rússlandi í æsispennandi leik, 30-29. Þjóðverjar eru í góðri stöðu að komast í undanúrslitin, en þeir mæta Danmörku í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudag.

Selfoss með stórsigur

Selfoss vann öruggan sigur á Fjölni í öðrum leik dagsins í Olís-deild kvenna, en lokatölur urðu 39-22 eftir að Selfoss hafi leitt 20-8 í hálfleik.

Fylkir rúllaði yfir norðanstúlkur

Fylkir vann afar auðveldan sigur á KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag, en lokatölur urðu sextán marka sigur Fylkiskvenna, 33-17.

Enn vinnur Hellas ekki leik

Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn fyrir Hellas Verona sem gerði sitt tíunda jafntefli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hellas gerði nú jafntefli við Genoa 1-1.

Fjórtán stiga tap Svendborg

Svendborg Rabbits tapaði með fjórtán stiga mun gegn Bakken Bears, 97-83, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Tveir Íslendingar eru á mála hjá Svendborg.

Sjá næstu 50 fréttir