Gunnar Örlygs: Ekkert nema náungakærleikur að leyfa Stefan Bonneau að vera hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 15:37 Stefan Bonneau. Vísir/Ernir Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni. Stefan Bonneau ætlaði sjálfur að ná úrslitakeppninni með liðinu en flestum þótti það ekki raunhæfur möguleiki. Gunnar Örlygsson ræddi um veru og stöðu Stefan Bonneau í viðtali á karfan.is. „Eins og allir vita þá meiddi hanns sig alvarlega rétt áður en samningurinn tók gildi í haust og staða hans persónulega var bara slæm. Hann er tveggja barna faðir og hafði í raun í engin hús að venda því hann var kannski ekki með sterkasta baklandið í Bandaríkjunum," sagði Gunnar Örlygsson um Stefan Bonneau í viðtali við Skúla Sigurðsson á karfan.is.Sáu aumur á honum „Okkur var orðið vel til vina, mér og honum og öðrum í klúbbnum. Við sáum aumur á honum og ákváðum að taka hann að okkur í vetur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en þetta er bara náungakærleikur og ekkert annað sem veldur því að við höfum tekið hann að okkur," sagði Gunnar en hvað fær Stefan Bonneau frá Njarðvík? „Hann hefur fengið gistingu, afnot að bíl, hann hefur fengið mat og eitthvað af peningum. Við höfum hjálpað honum með sjúkraferlið. Hann brosir allan hringinn," sagði Gunnar. „Bataferlið er á mjög góðri braut og hann virðist vera að ná sér, furðu hratt meira að segja miðað við hversu alvarleg þessi meiðsli voru. Það er ekkert ólíklegt að hann verði kominn í lag, fyrr frekar en seinna, þó svo að ég geti ekki sagt nákvæmlega til um það," sagði Gunnar. Mun Stefan Bonneau þá spila með Njarðvík í úrslitakeppninni?Vísir/StefánFlestir klúbbar hefðu sent hann heim „Hann er skráður í liðið og hann er í Njarðvíkingur. Hann er bara meiddur og á sjúkralista og auðvitað væri það ekki verra fyrir okkar litla klúbb sem er búið að gera mikið fyrir hann. Flestir klúbbar hefðu bara sent hann heim en ekki sinnt meiddum leikmanni utan samnings. Í flestum tilfellum hefur það verið svoleiðis í gegnum árin þegar svona mál hafa komið upp. Við ákváðum að fara aðrar leiðir og kannski fáum við það einhvern veginn til baka. Þetta er samt ekki gert með þeirri hugsun," sagði Gunnar. „Ef hann er kominn í lag á yfirstandandi tímabili þá er þessi maður ekkert að fara að spila mikið fyrir klúbbinn okkar. Þetta eru það alvarleg meiðsli að ég efast um að hann muni spila mikið ef nokkuð í úrslitakeppninni," sagði Gunnar. Gunnar er ekki á því að Stefan Bonneau trufli Njarðvíkurliðið með því að vera mikið í kringum strákana og svo með því að ýta undir von stuðningsmannanna um að hann snúi aftur í vor með því að vera að skjóta og sýna sig í kringum leiki liðsins.Stefan er skemmtikraftur af guðs náð „Stefan er skemmtikraftur af guðs náð og við sáum það á síðasta tímabili. Ég þori að fullyrða það að enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hafi skemmt áhorfendum jafnmikið og hann gerði í þessum fáu leikjum sem hann spilaði á Íslandi á síðasta tímabili. Hann er með undraverða hæfileika og þetta er bara í honum. Hann er eitt stórt bros, jákvæður og það er með ólíkindum hvernig hann hefur staðið sig í gegnum allt bataferlið. Það eru margir sem mættu taka hann sér til fyrirmyndar í jákvæðninni. Það er aldrei væl eða nokkur skapaður hlutur í þá áttina," sagði Gunnar. „Strákarnir í liðinu læra bara hvernig á að takast á við mótlæti með því að sjá hvernig hann fer í gegnum ferlið. Ungu strákarnir í liðinu, þeir alla yngstu sem eru framtíð okkar Njarðvíkinga, þeir koma sterkari út eftir samskiptin við Stefan í vetur. Þeir læra af honum," sagði Gunnar og útskýrir svo nánar. „Hann er stanslaust að tala við þá og gefa þeim punkta. Þessi maður hefur mikið vit á körfubolta og það eru ungir leikmenn í okkar liði sem njóta góða að því," sagði Gunnar.Vísir/ValliMenn mega hlæja að því og gera grín að því Eru Njarðvíkingar hugsa um Stefan Bonneau sem framtíðarleikmann liðsins og jafnvel um að sækja um ríkisborgararétt fyrir hann? „Eins og allir sem fylgjast með körfuboltanum vita þá hefur Njarðvík verið í vandræðum undir körfunni þangað til að Jeremy kom fyrir örfáum dögum síðan. Ef reglan breytist ekkert með erlenda leikmenn þá stöndum við frammi fyrir því vali hvort við eigum að halda Stefan eða taka stóran leikmann inn. Ég held að það skilji það allir sem hafa vit á körfubolta að þetta sé mjög erfitt val," segir Gunnar. „Það sem við erum búnir að gera fyrir Stefan er ekki gert til að tryggja það að hann verði hjá okkur um aldur og ævi. Þetta var bara í rauninni náungakærleikur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en við gerum það ekki," sagði Gunnar. „Hann er með samkomulag við okkur út þetta tímabil en það er ekkert fast í hendi með næsta ár. Við skulum bara vona að eitthvað gerist í þeim efnum sem allra fyrst. Framtíðin er óráðin þarna og erfitt fyrir mig, eins og allir skilja, að segja eitthvað til um það," sagði Gunnar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Vísir/Valli Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni. Stefan Bonneau ætlaði sjálfur að ná úrslitakeppninni með liðinu en flestum þótti það ekki raunhæfur möguleiki. Gunnar Örlygsson ræddi um veru og stöðu Stefan Bonneau í viðtali á karfan.is. „Eins og allir vita þá meiddi hanns sig alvarlega rétt áður en samningurinn tók gildi í haust og staða hans persónulega var bara slæm. Hann er tveggja barna faðir og hafði í raun í engin hús að venda því hann var kannski ekki með sterkasta baklandið í Bandaríkjunum," sagði Gunnar Örlygsson um Stefan Bonneau í viðtali við Skúla Sigurðsson á karfan.is.Sáu aumur á honum „Okkur var orðið vel til vina, mér og honum og öðrum í klúbbnum. Við sáum aumur á honum og ákváðum að taka hann að okkur í vetur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en þetta er bara náungakærleikur og ekkert annað sem veldur því að við höfum tekið hann að okkur," sagði Gunnar en hvað fær Stefan Bonneau frá Njarðvík? „Hann hefur fengið gistingu, afnot að bíl, hann hefur fengið mat og eitthvað af peningum. Við höfum hjálpað honum með sjúkraferlið. Hann brosir allan hringinn," sagði Gunnar. „Bataferlið er á mjög góðri braut og hann virðist vera að ná sér, furðu hratt meira að segja miðað við hversu alvarleg þessi meiðsli voru. Það er ekkert ólíklegt að hann verði kominn í lag, fyrr frekar en seinna, þó svo að ég geti ekki sagt nákvæmlega til um það," sagði Gunnar. Mun Stefan Bonneau þá spila með Njarðvík í úrslitakeppninni?Vísir/StefánFlestir klúbbar hefðu sent hann heim „Hann er skráður í liðið og hann er í Njarðvíkingur. Hann er bara meiddur og á sjúkralista og auðvitað væri það ekki verra fyrir okkar litla klúbb sem er búið að gera mikið fyrir hann. Flestir klúbbar hefðu bara sent hann heim en ekki sinnt meiddum leikmanni utan samnings. Í flestum tilfellum hefur það verið svoleiðis í gegnum árin þegar svona mál hafa komið upp. Við ákváðum að fara aðrar leiðir og kannski fáum við það einhvern veginn til baka. Þetta er samt ekki gert með þeirri hugsun," sagði Gunnar. „Ef hann er kominn í lag á yfirstandandi tímabili þá er þessi maður ekkert að fara að spila mikið fyrir klúbbinn okkar. Þetta eru það alvarleg meiðsli að ég efast um að hann muni spila mikið ef nokkuð í úrslitakeppninni," sagði Gunnar. Gunnar er ekki á því að Stefan Bonneau trufli Njarðvíkurliðið með því að vera mikið í kringum strákana og svo með því að ýta undir von stuðningsmannanna um að hann snúi aftur í vor með því að vera að skjóta og sýna sig í kringum leiki liðsins.Stefan er skemmtikraftur af guðs náð „Stefan er skemmtikraftur af guðs náð og við sáum það á síðasta tímabili. Ég þori að fullyrða það að enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hafi skemmt áhorfendum jafnmikið og hann gerði í þessum fáu leikjum sem hann spilaði á Íslandi á síðasta tímabili. Hann er með undraverða hæfileika og þetta er bara í honum. Hann er eitt stórt bros, jákvæður og það er með ólíkindum hvernig hann hefur staðið sig í gegnum allt bataferlið. Það eru margir sem mættu taka hann sér til fyrirmyndar í jákvæðninni. Það er aldrei væl eða nokkur skapaður hlutur í þá áttina," sagði Gunnar. „Strákarnir í liðinu læra bara hvernig á að takast á við mótlæti með því að sjá hvernig hann fer í gegnum ferlið. Ungu strákarnir í liðinu, þeir alla yngstu sem eru framtíð okkar Njarðvíkinga, þeir koma sterkari út eftir samskiptin við Stefan í vetur. Þeir læra af honum," sagði Gunnar og útskýrir svo nánar. „Hann er stanslaust að tala við þá og gefa þeim punkta. Þessi maður hefur mikið vit á körfubolta og það eru ungir leikmenn í okkar liði sem njóta góða að því," sagði Gunnar.Vísir/ValliMenn mega hlæja að því og gera grín að því Eru Njarðvíkingar hugsa um Stefan Bonneau sem framtíðarleikmann liðsins og jafnvel um að sækja um ríkisborgararétt fyrir hann? „Eins og allir sem fylgjast með körfuboltanum vita þá hefur Njarðvík verið í vandræðum undir körfunni þangað til að Jeremy kom fyrir örfáum dögum síðan. Ef reglan breytist ekkert með erlenda leikmenn þá stöndum við frammi fyrir því vali hvort við eigum að halda Stefan eða taka stóran leikmann inn. Ég held að það skilji það allir sem hafa vit á körfubolta að þetta sé mjög erfitt val," segir Gunnar. „Það sem við erum búnir að gera fyrir Stefan er ekki gert til að tryggja það að hann verði hjá okkur um aldur og ævi. Þetta var bara í rauninni náungakærleikur. Menn mega hlæja að því og gera grín að því en við gerum það ekki," sagði Gunnar. „Hann er með samkomulag við okkur út þetta tímabil en það er ekkert fast í hendi með næsta ár. Við skulum bara vona að eitthvað gerist í þeim efnum sem allra fyrst. Framtíðin er óráðin þarna og erfitt fyrir mig, eins og allir skilja, að segja eitthvað til um það," sagði Gunnar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Vísir/Valli
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira