Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 64-74 | Snæfell í bikarúrslit í þriðja sinn Sveinn Ólafur Magnússon í TM-höllinni skrifar 24. janúar 2016 22:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 stig í leiknum í kvöld. vísir/anton Snæfell er komið í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í þriðja sinn í sögu félagsins eftir 10 stiga sigur, 64-74, á Keflavík í TM-höllinni í kvöld. Snæfell mætir Grindavík í bikarúrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. Haiden Palmer átti að venju góðan leik í liði Snæfells en hún skoraði 31 stig, tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti sömuleiðis prýðisgóðan leik en hún skoraði 15 stig og tók sex fráköst. Þá stóð Bryndís Guðmundsdóttir einnig fyrir sínu á gamla heimavellinum og skoraði 14 stig. Melissa Zorning var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig en skotnýting hennar var ekki góð. Fyrirliðinn Sandra Lind Þrastardóttir var svo með myndarlega tvennu; 12 stig og 15 fráköst. Heimakonur byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með 10 stigum eftir 1. leikhluta, 22-12. Snæfell komst betur inn í leikinn í 2. leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn niður í tvö stig, 33-31. Keflvíkingar héldu forystunni framan af seinni hálfleik en góður kafli undir lok 3. leikhluta þýddi að Snæfell var með þriggja stiga forskot, 46-49, fyrir lokaleikhlutann. Þar reyndust Íslandsmeistararnir mun sterkari en þeir unnu 4. leikhlutann 25-18 og leikinn með 10 stigum, 64-74.Tölfræði leiks:Keflavík-Snæfell 64-74 (22-12, 11-19, 13-18, 18-25)Keflavík: Melissa Zornig 21/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sandra Lind Þrastardóttir 12/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/4 fráköst, Andrea Einarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/5 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, María Björnsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0.Ingi Þór: Sjálfstraustið kom með góðri vörn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur í leikslok. „Þetta er mjög sætt. Við byrjuðum illa en þegar leið á fengum við framlag frá fleirum og sjálfstraustið kom með góðri vörn,“ sagði Ingi sem hrósaði mótherjunum. „Keflvíkingar eru með flott lið en það var ekki fyrr en við fórum að vera á undan þeim í öllum aðgerðum að við náðum að stöðva þær. Ég sá þær spila á móti Stjörnunni og þetta var ekki sama liðið og þá.“ Ingi segist ekki eiga sér neina óskamótherja í úrslitaleiknum. „Ég veit ekki hvort við mætum Grindavík eða Stjörnunni en það skiptir ekki neinu máli. Snæfell er komið í leikinn sem allir vilja spila og það er ánægulegt,“ sagði Ingi Þór glaður í leikslok.Bryndís: Við vorum full lengi í gang Bryndís Guðmundsdóttir mætti sínu gamla félagi í kvöld en hún átti afbragðs leik. „Mér finnst alltaf gaman að koma og spila í Keflavík en þetta var sætt í kvöld.,“ sagði Bryndís í leikslok. Hún var ekkert alltof sátt með spilamennsku Snæfellsliðsins í leiknum. „Við vorum full lengi í gang. Mér fannst við bara lélegar í fyrri hálfleik en svo small þetta alveg hjá okkur eftir þriðja leikhluta,“ sagði Bryndís sem skoraði 14 stig í leiknum. „Við spiluðum kannski einn góðan leikhluta. Við spiluðum almennilega vörn og saman sem lið eftir 1. leikhluta. „Við fórum að spila fastar en á móti vorum við linar í 1. leikhluta. Við fengum lítið undir körfunni í upphafi en síðan fór þetta að ganga,“ sagði Bryndís að lokum.Sverrir Þór: Það vantaði frumkvæði hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er hundfúll með að tapa leiknum og vera dottinn út úr bikar en ég var ánægður með baráttuna og fyrri hálfleikinn,“ sagði Sverrir en Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik. „Við spiluðum einnig þokkalega framan af seinni hálfleik. En svo lendum við í miklum vandræðum með að skora og Haiden Palmer hún er það góð að hún virðist geta skorað þegar hún vill,“ sagði Sverrir en umrædd Palmer skoraði 31 stig fyrir Snæfell í kvöld. Sverrir vildi sjá frumkvæði hjá sínum stúlkum í leiknum. „Þær spiluðu fast á okkur og ýttu okkur úr stöðum. Það vantar frumkvæðið hjá okkur. „Í staðinn fyrir að finna leiðir þá fara alltof margir leikmenn í felur og það endar með að einhver þarf að taka hálfgert neyðarskot,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Sjá meira
Snæfell er komið í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í þriðja sinn í sögu félagsins eftir 10 stiga sigur, 64-74, á Keflavík í TM-höllinni í kvöld. Snæfell mætir Grindavík í bikarúrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. Haiden Palmer átti að venju góðan leik í liði Snæfells en hún skoraði 31 stig, tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti sömuleiðis prýðisgóðan leik en hún skoraði 15 stig og tók sex fráköst. Þá stóð Bryndís Guðmundsdóttir einnig fyrir sínu á gamla heimavellinum og skoraði 14 stig. Melissa Zorning var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig en skotnýting hennar var ekki góð. Fyrirliðinn Sandra Lind Þrastardóttir var svo með myndarlega tvennu; 12 stig og 15 fráköst. Heimakonur byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með 10 stigum eftir 1. leikhluta, 22-12. Snæfell komst betur inn í leikinn í 2. leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn niður í tvö stig, 33-31. Keflvíkingar héldu forystunni framan af seinni hálfleik en góður kafli undir lok 3. leikhluta þýddi að Snæfell var með þriggja stiga forskot, 46-49, fyrir lokaleikhlutann. Þar reyndust Íslandsmeistararnir mun sterkari en þeir unnu 4. leikhlutann 25-18 og leikinn með 10 stigum, 64-74.Tölfræði leiks:Keflavík-Snæfell 64-74 (22-12, 11-19, 13-18, 18-25)Keflavík: Melissa Zornig 21/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sandra Lind Þrastardóttir 12/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/4 fráköst, Andrea Einarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/5 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, María Björnsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0.Ingi Þór: Sjálfstraustið kom með góðri vörn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur í leikslok. „Þetta er mjög sætt. Við byrjuðum illa en þegar leið á fengum við framlag frá fleirum og sjálfstraustið kom með góðri vörn,“ sagði Ingi sem hrósaði mótherjunum. „Keflvíkingar eru með flott lið en það var ekki fyrr en við fórum að vera á undan þeim í öllum aðgerðum að við náðum að stöðva þær. Ég sá þær spila á móti Stjörnunni og þetta var ekki sama liðið og þá.“ Ingi segist ekki eiga sér neina óskamótherja í úrslitaleiknum. „Ég veit ekki hvort við mætum Grindavík eða Stjörnunni en það skiptir ekki neinu máli. Snæfell er komið í leikinn sem allir vilja spila og það er ánægulegt,“ sagði Ingi Þór glaður í leikslok.Bryndís: Við vorum full lengi í gang Bryndís Guðmundsdóttir mætti sínu gamla félagi í kvöld en hún átti afbragðs leik. „Mér finnst alltaf gaman að koma og spila í Keflavík en þetta var sætt í kvöld.,“ sagði Bryndís í leikslok. Hún var ekkert alltof sátt með spilamennsku Snæfellsliðsins í leiknum. „Við vorum full lengi í gang. Mér fannst við bara lélegar í fyrri hálfleik en svo small þetta alveg hjá okkur eftir þriðja leikhluta,“ sagði Bryndís sem skoraði 14 stig í leiknum. „Við spiluðum kannski einn góðan leikhluta. Við spiluðum almennilega vörn og saman sem lið eftir 1. leikhluta. „Við fórum að spila fastar en á móti vorum við linar í 1. leikhluta. Við fengum lítið undir körfunni í upphafi en síðan fór þetta að ganga,“ sagði Bryndís að lokum.Sverrir Þór: Það vantaði frumkvæði hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er hundfúll með að tapa leiknum og vera dottinn út úr bikar en ég var ánægður með baráttuna og fyrri hálfleikinn,“ sagði Sverrir en Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik. „Við spiluðum einnig þokkalega framan af seinni hálfleik. En svo lendum við í miklum vandræðum með að skora og Haiden Palmer hún er það góð að hún virðist geta skorað þegar hún vill,“ sagði Sverrir en umrædd Palmer skoraði 31 stig fyrir Snæfell í kvöld. Sverrir vildi sjá frumkvæði hjá sínum stúlkum í leiknum. „Þær spiluðu fast á okkur og ýttu okkur úr stöðum. Það vantar frumkvæðið hjá okkur. „Í staðinn fyrir að finna leiðir þá fara alltof margir leikmenn í felur og það endar með að einhver þarf að taka hálfgert neyðarskot,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Sjá meira