Handbolti

Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu eru í bílstjórasætinu í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta eftir frábæran fjögurra marka sigur á Spáni í gærkvöldi, 27-23.

Leikurinn var mikið augnakonfekt og ekki síst vegna þess að þar mættust að öðrum ólöstuðum tveir bestu markverðir heims; Arpad Sterbik og Niklas Landin.

Sterbik byrjaði leikinn alveg frábærlega þegar Spánn komst í 6-2, en hann var með 70 prósent hlutfallsmarkvörslu fyrstu tíu mínúturnar. Danir komu boltanum bara ekki framhjá serbneska Spánverjanum.

Landin tók svo völdin þegar líða fór á leikinn og átti stóran þátt í að tryggja Dönum sigur og að halda efsta sætinu í milliriðli tvö.

Landin endaði leikinn með 17 varin skot og 43 prósent hlutfallsmarkvörslu en Sterbik varði 21 skot og var með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Nokkur frábær tilþrif frá þessum mögnuðu markvörðum má sjá í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×