Fleiri fréttir

Jagielka verður fyrirliði Englands

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur staðfest að Phil Jagielka verði með fyrirliðabandið gegn Litháum í kvöld.

Þorsteinn Már kominn aftur heim

Framherjinn Þorsteinn Már Ragnarsson er búinn að skrifa undir hjá sínu gamla félagi, Víkingi frá Ólafsvík.

Vika eftir af laxveiðinni

Eftir sérlega gott veiðisumar eru síðustu dagarnir á þessum veiðitima að renna sitt skeið og það fer hver að verða síðastur af bleyta færi.

Laxveiðisumarið það fjórða besta

Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2015 sýna að alls veiddust um 74.000 laxar. Veiði var rúmlega tvöfalt meiri en laxveiðin var 2014. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa 2015 sú fjórða mesta frá upphafi og um 55% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2014, segir í frétt frá Veiðimálastofnun.

Alfreð fær hótanir á Twitter

Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum.

Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta.

Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna

Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður.

Strákarnir vinsælir í Leifsstöð

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta ferðaðist til Tyrklands í dag en flogið var beint frá Keflavík til Konya í suður Tyrklandi þar sem síðasti leikur liðsins í undankeppni EM 2016 fer fram á þriðjudaginn.

KR-ingar meistarar meistaranna í Hólminum

Íslandsmeistarar KR unnu fjögurra stiga sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 90-86, í Meistarakeppni karla í körfubolta sem fór fram í Stykkishólmi í dag.

Sjö íslensk mörk í sigri Aue

Lærisveinar Rúnars Sigtrygssonar í Aue unnu fimm marka sigur á Saarlouis á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handbolta í dag en íslensku leikmenn liðsins skiluðu sjö mörkum í leiknum.

Reynir tekur við HK

HK staðfesti í dag að Reynir Leósson hefði verið ráðinn sem þjálfari liðsins en hann tekur við liðinu af Þorvaldi Örlygssyni sem tók við liði Keflavíkur í gær.

Lærisveinar Hannesar aftur á sigurbraut

Hannes Jón Jónsson, spilandi þjálfari West Wien, var meðal markaskorara í 4 marka sigri liðsins á Linz í 8. umferð austurrísku deildarinnar í handbolta í dag.

Finnskur árekstur á lokahringnum | Sjáðu atvikið

Finnskur árekstur á milli Bottas og Raikkonen á lokahring Formúlunnar í dag gerði það að verkum að Pérez gat skotist fram úr Raikkonen á lokametrunum og tekið síðasta sætið á verðlaunapallinum í Sochi.

Róbert: Ekki hægt að sleppa svona tækifæri

Róbert Örn Óskarsson sendi Hannesi batakveðjur á leiðinni út í flugvél til Tyrklands en hann fékk frí í vinnuni til þess að taka þátt í landsliðverkefninu.

Hannes Þór fór úr axlarlið

Íslenska landsliðið varð fyrir áfalli í morgun þegar markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson meiddist á æfingu. Hannes lenti illa á annarri öxlinni og fór úr axlarlið.

Hamilton fyrstur í mark í Rússlandi

Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum í Rússlandi. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari. Sergio Perez kom Force India bílnum í þriðja sæti í mark á ótrúlegan hátt.

Sigur í fyrsta leik hjá Herði Axel

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Trikala unnu í fyrsta leik í grísku úrvalsdeildinni í gær en Hörður lék 28 mínútur í fyrsta leik sínum fyrir félagið.

Aron fær ekki að taka þátt í Álfukeppninni 2017

Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu í fótbolta verða ekki með í Álfubikarnum í Rússlandi árið 2017 en það varð ljóst eftir tap á móti Mexíkó í sérstökum úrslitaleik um sætið í nótt.

Liðsfélagi Gylfa á óskalista Klopp

ESPN greinir frá því í dag að Andre Ayew, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea, sé efstur á óskalista Jurgen Klopp, nýja knattspyrnustjóra Liverpool.

Benzema frá næstu vikurnar

Real Madrid staðfesti í gær að félagið yrði án franska framherjans Karim Benzema næstu vikurnar eftir að hann fór meiddur af velli með franska landsliðinu á fimmtudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir