Fleiri fréttir

Arnór Ingvi og Kári skoruðu báðir í sigri

Kári Árnason og Arnór Ingvi Traustason voru báðir á skotskónum fyrir lið sín í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Norrköping er á toppnum ásamt Gautaborg.

Frábær byrjun Íslands á HM

Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann frábæran sigur á Spáni á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi, en lokatölur 25-24.

Neymar með hettusótt

Neymar, framherji Barcelona, hefur verið greindur með hettusótt og gæti misst af byrjun tímabilsins á Spáni vegna veikindana.

Phelps með besta tíma ársins

Michael Phelps synti hraðar en allir aðrir í heiminum á bandaríska meistaramótinu í San Antonio í gærkvöldi, en hann náði næst besta tíma sögunnar í 100 metra flugsundi.

Justin Rose minnir á sig fyrir lokahringinn á Firestone

Englendingurinn knái fékk ekki skolla á þriðja hring á Bridgestone Invitational og kom inn á 63 höggum eða sjö undir. Er í efsta sæti ásamt Jim Furyk á níu höggum undir pari en margir sterkir kylfingar eru ekki langt undan.

Mikilvægur fallbaráttuslagur í Breiðholti

Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla fer af stað í dag með tveimur leikjum. Eyjamenn heimsækja Leiknismenn og Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá Víking í heimsókn.

Hvað gerir franski stoðsendingakóngurinn í West Ham?

Það kom mörgum á óvart að West Ham skyldi krækja í stoðsendingakóng frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, Dimitri Payet. West Ham þurfti að borga tæpar ellefu milljónir punda fyrir Frakkann en ef hann aðlagast enska boltanum fljótt og spilar eins og hann gerði í fyrra er það gjöf en ekki gjald.

Hinn serbneski Shearer?

Newcastle United hefur ekki keypt marga leikmenn í sumar en þeir sem eru komnir gætu hæglega slegið í gegn. Einn þeirra er serbneski framherjinn Aleksandar Mitrovic sem hefur farið mikinn með Anderlecht í Belgíu undanfarin tvö tímabil.

Sjáðu mörkin úr toppslagnum í Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík vann Þrótt í toppslag fyrstu deildar karla, 3-2, en leikið var í Ólafsvík í dag. Sigurmarkið kom undir leikslok, en dramatíkin var mikil.

Birkir spilaði í sigri

Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn í 3-1 sigri Basel á Luzern í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Birkir nældi sér í gult spjald.

Ásdís atkvæðamikil í Sviss

Ásdís Hjálmsdóttir, kastari, vann bæði kringlukast og kúluvarp á svissneska meistaramótinu, en Ásdís er þar sem gestur. Ásdís kastaði í fyrsta skipti yfir fimmtán metrana í kúluvarpi.

Jón Daði skoraði og fiskaði víti

Jón Daði Böðvarsson skoraði eitt mark og fiskaði víti sem tryggði Viking 1-0 sigur á Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyru í dag.

Naumur sigur KA

KA vann 1-0 sigur á fallbaráttuliði Gróttu í fyrstu deild karla í knattspyrnu í dag, en eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik.

Stórsigur hjá strákunum í fyrsta leik

Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann stórsigur á Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Eygló í áttunda sæti

Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, lenti í áttunda sæti í úrslitum í 200 metra baksundi. Frábær árangur hjá Eygló.

Hrafnhildur í úrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, tryggði sér sæti í úrslitum í 50 metra bringusundi í morgun, en hún synti á 30,90 sekúndum.

Dramatískur sigur Helsingborg

Helsingborg skaust upp í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-2 sigri á Falkenbergs FF í dag. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn.

Jafntefli í toppslag hjá Ingvari

Ingvar Jónsson stóð allan tímann vaktina í 1-1 jafntefli Sandnes Ulf við Brann í toppslag í norsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Hólmfríður og María á skotskónum

Hólmfríður Magnúsdóttir og María Þórisdóttir voru á skotskónum fyrir lið sín í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Svefngasi beitt á Button

McLaren ökumaðurinn Jenson Button og eiginkona hans Jessica Button urðu fyrir þjófnaði í fríi í Saint-Tropez í Frakklandi.

Hvað er nýtt í vetur?

Nýtt tímabil kallar á margt nýtt. Nýja búninga, nýja leikmenn og líka nýjar reglur.

Sérstakt að skora á Old Trafford

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður í lykilhlutverki hjá Swansea á tímabilinu en markmiðið er að gera betur en í fyrra.

Hrafnhildur sló Íslandsmet í Kazan

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona, heldur áfram að fara á kostum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kazan þessar vikurnar, en Hrafnhildur sló Íslandsmet í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir