Fleiri fréttir

Strákarnir settu nýtt Íslandsmet í Katar

Karlasveit Íslands í sundi setti í morgun nýtt Íslandsmet í 4 x 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Doha höfuðborg Katar.

Mourinho stefnir ekki á árangur „The Invincibles“

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að liðið sitt muni alltaf reyna að sækja sigra í stað þess að spila upp á jafntefli. Chelsea hefur leikið 21 leik í öllum keppnum á tímabilinu og enn ekki tapað leik. Chelsea mætir Tottenham í kvöld á heimavelli.

Fyrsta Opna Hús vetrarins hjá SVFR

Næstkomandi föstudag mun ný skemmtinefnd þreyta frumraun sína og halda opið hús eins og venja er í desember til þess að koma veiðimönnum og konum í gegnum jólamánuðinn.

Sverre hafnaði Lemgo

Landsliðsmaðurinn ætlar ekki aftur í atvinnumennsku því hann er bundinn Akureyri handboltafélagi.

Stelpurnar mega tapa með ellefu marka mun

Sú staða gæti komið upp í riðli Íslands í forkeppni HM 2015 að öll þrjú liðin verði jöfn að stigum að henni lokinni. Til þess þarf Makedónía að vinna Ísland tvívegis, fyrst í Laugardalshöllinni í kvöld og svo ytra á laugardaginn.

Ætlum að klára dæmið á heimavelli

Ísland mætir Makedóníu í forkeppni HM 2015 í kvöld. Stelpurnar okkar eru í góðri stöðu og þurfa aðeins eitt stig til að gulltryggja sæti sitt í umspilskeppninni í vor. Íslenska liðið er þó við öllu búið og reiknar með öflugum andstæðingi.

Stefán nýr formaður íþróttanefndar

Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna og fyrrverandi framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur verið skipaður nýr formaður íþróttanefndar af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra. Skipunartími síðustu nefndar rann út þann 30. september.

Arna Sif: Við eigum skilið að fara alla leið á HM

Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015.

Messan: Hefur Steven Gerrard engan húmor fyrir þessu?

Guðmundur Benediktsson og félagar í Messunni fóru aðeins yfir samningamálin hjá leikmönnum Liverpool í Messu gærkvöldsins en með Gumma Ben í Messunni í gær voru þeir Hjörvar Hafliðason og Ríkharður Daðason.

Man. Utd marði sigur gegn Stoke | Sjáðu mörkin

Man. Utd slapp með skrekkinn gegn Stoke í kvöld. Stoke var mjög nærri því að jafna í uppbótartíma en Man. Utd vann 2-1. United styrkti því stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar.

Valgarð og Sif valin fimleikafólk ársins

Valgarð Reinhardsson, 18 ára fimleikamaður úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, 27 ára hópfimleikakona úr Gerplu hafa verið valin fimleikafólk ársins 2014 af stjórn Fimleikasambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.

Zlatan málaði fótboltaskóna sína svarta

Zlatan Ibrahimovic, sænski landsliðsframherjinn hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain vildi ekki framlengja skósamninginn sinn við Nike en kappinn vill enga smáaura fyrir nýjan skósamning.

Sjá næstu 50 fréttir