Ætlum að klára dæmið á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2014 06:30 Þórey Rósa gerir ráð fyrir að það verði erfiðara að spila gegn Makedóníu en Ítalíu. fréttablaðið/stefán Eftir tvo sannfærandi sigra á Ítalíu er íslenska landsliðið í góðri stöðu á toppi síns riðils í forkeppni HM 2015. Liðið þarf aðeins eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Makedóníu sem fram undan eru en liðin mætast í Laugardalshöllinni í kvöld. Ítalía vann Makedóníu tvívegis í síðasta mánuði en þrátt fyrir það reikna þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins með erfiðum leik enda hafi sigur Ítalanna á makedónska liðinu komið mjög á óvart. Breytingar voru gerðar á liði Makedóníu eftir ósigrana. Skipt var um þjálfara og kallað á leikmenn sem ekki voru með í leikjunum gegn Ítalíu. „Það getur því vel verið að þær séu að mæta mun sterkari til leiks nú,“ sagði hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Þær voru afar ósáttar við að tapa þessum leikjum og því má reikna með að það verði miklar breytingar á liðinu,“ segir Þórey Rósa en íslenska liðið hefur búið sig undir leikinn með myndefni frá leikjum Ítalíu og Makedóníu. „Við reiknum þó allt eins með því að þær geri eitthvað allt annað og þá eitthvað sem við höfum ekki undirbúið okkur undir. Við þurfum því að gæta þess að vera sérstaklega vel undirbúnar í leiknum sjálfum.“Ætla að keyra grimmt á þær Varnarleikur og markvarsla Íslands gegn Ítalíu var afar öflug og Þórey Rósa segir mikilvægt að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að standa vörnina vel og keyra grimmt á þær í hraðaupphlaupum. Við sáum að þær eru afar hægar til baka,“ segir hún. Ljóst er að ef leikurinn tapast í kvöld verður hreinn úrslitaleikur í Skopje á laugardaginn um hvort liðið kemst áfram í umspilskeppnina. „Ef við töpum þá verður ferðin út mjög erfið. En við ætlum okkur að klára þetta á heimavelli og vera bara í góðum málum þarna úti.“ Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur margóskað eftir því að handboltaáhugamenn í landinu sýni stuðning sinn í verki og mæti á völlinn. Þórey Rósa tekur undir það og biður fólk einnig um að taka vel undir í þjóðsöngnum. „Mér fannst ég bara vera í stúlknakór fyrir leikinn [gegn Ítalíu í Laugardalshöllinni] á fimmtudag. Það væri skemmtilegt ef allir gætu tekið hressilega undir og sungið með okkur.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Eftir tvo sannfærandi sigra á Ítalíu er íslenska landsliðið í góðri stöðu á toppi síns riðils í forkeppni HM 2015. Liðið þarf aðeins eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Makedóníu sem fram undan eru en liðin mætast í Laugardalshöllinni í kvöld. Ítalía vann Makedóníu tvívegis í síðasta mánuði en þrátt fyrir það reikna þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins með erfiðum leik enda hafi sigur Ítalanna á makedónska liðinu komið mjög á óvart. Breytingar voru gerðar á liði Makedóníu eftir ósigrana. Skipt var um þjálfara og kallað á leikmenn sem ekki voru með í leikjunum gegn Ítalíu. „Það getur því vel verið að þær séu að mæta mun sterkari til leiks nú,“ sagði hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Þær voru afar ósáttar við að tapa þessum leikjum og því má reikna með að það verði miklar breytingar á liðinu,“ segir Þórey Rósa en íslenska liðið hefur búið sig undir leikinn með myndefni frá leikjum Ítalíu og Makedóníu. „Við reiknum þó allt eins með því að þær geri eitthvað allt annað og þá eitthvað sem við höfum ekki undirbúið okkur undir. Við þurfum því að gæta þess að vera sérstaklega vel undirbúnar í leiknum sjálfum.“Ætla að keyra grimmt á þær Varnarleikur og markvarsla Íslands gegn Ítalíu var afar öflug og Þórey Rósa segir mikilvægt að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að standa vörnina vel og keyra grimmt á þær í hraðaupphlaupum. Við sáum að þær eru afar hægar til baka,“ segir hún. Ljóst er að ef leikurinn tapast í kvöld verður hreinn úrslitaleikur í Skopje á laugardaginn um hvort liðið kemst áfram í umspilskeppnina. „Ef við töpum þá verður ferðin út mjög erfið. En við ætlum okkur að klára þetta á heimavelli og vera bara í góðum málum þarna úti.“ Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur margóskað eftir því að handboltaáhugamenn í landinu sýni stuðning sinn í verki og mæti á völlinn. Þórey Rósa tekur undir það og biður fólk einnig um að taka vel undir í þjóðsöngnum. „Mér fannst ég bara vera í stúlknakór fyrir leikinn [gegn Ítalíu í Laugardalshöllinni] á fimmtudag. Það væri skemmtilegt ef allir gætu tekið hressilega undir og sungið með okkur.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira