Fleiri fréttir

Gunnhildur ein á móti restinni af fjölskyldunni

Haukakonan Gunnhildur Gunnarsdóttir er í afar sérstakri stöðu í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta sem hefjast í Stykkishólmi í kvöld. Hún er ekki bara að keppa á móti Snæfelli heldur í raun allri fjölskyldunni.

NBA: Sextán sigrar í röð hjá Spurs - þrennur hjá LeBron og Love

San Antonio Spurs hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta og það lítur ekki út fyrir annað en Tim Duncan og félagar verði með besta árangurinn í deildarkeppninni í ár. LeBron James var með þrennu í sigri Miami Heat sem vann einn leik á Indiana Pacers sem tapaði á sama tíma fyrir Washington Wizards. Kevin Love var einnig með þrennu þegar Minnesota skoraði 143 stig á Los Angeles Lakers og Kevin Durant fór í 25 stigin í 37. leiknum í röð.

Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu

Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji.

Skref upp á við að fara til Skandinavíu

Keppni í sænsku og norsku úrvalsdeildunum hefst um helgina. Alls á Ísland 24 leikmenn í þessum tveimur deildum, þar af stóran hluta sem kom í vetur.

Wenger: Við megum ekki gefast upp

Arsenal fær hugsanlega sitt lokatækifæri í dag til þess að hanga í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal spilar þá við Man. City og þarf sárlega þrjú stig enda sex stigum á eftir toppliði Chelsea.

Flautukarfa Marvins | Myndband

Stjarnan vann ævintýralegan sigur á Keflavík í kvöld með flautukörfu frá Marvin Valdimarssyni. Stjarnan komst þar með í undanúrslit Dominos-deildar karla en Garðbæingar unnu rimmuna, 3-0.

Ingimundur tryggði FH sigur

FH-ingar eru komnir með fjögurra stiga forskot í riðli sínum í Lengjubikarnum eftir sigur, 0-1, á Þrótti í kvöld.

Enn eitt tapið hjá Eisenach

Lærisveinar Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar í Eisenach virðast vera búnir að sætta sig við fall úr þýsku úrvalsdeildinni. Liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld.

Björn skoraði í fyrsta leik

Björn Bergmann Sigurðarson byrjar með látum hjá Molde í norsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði í kvöld er liðið hóf leik í norsku úrvalsdeildinni.

Drekarnir fengu skell

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er í vondum málum í úrslitakeppni sænska körfuboltans eftir tap, 95-65, gegn Uppsala Basket í kvöld.

OB jafnaði í uppbótartíma

Hallgrímur Jónasson og félagar í danska liðinu SönderjyskE voru grátlega nálægt því að fá mikilvæg þrjú stig í kvöld.

Snorri og félagar á toppinn

Lið Snorra Steins Guðjónssonar, GOG, vann sterkan útisugur, 27-30, á Århus í úrslitakeppni danska handboltans í dag.

Tevez rólegur yfir HM

Carlos Tevez, leikmaður Juventus, ætlar ekki að stressa sig á því hvort hann verði valinn í landsliðshóp Argentínu fyrir HM í Brasilíu í sumar.

Guðmunda framlengdi við Selfoss

Landsliðskonan Guðmunda Brynja Óladóttir er ekki á förum frá Selfossi enda búin að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Sér einna mest á eftir Toure

Litlu mátti muna að Yaya Toure hefði gengið í raðir Arsenal árið 2003 en knattspyrnustjórinn Arsene Wenger sér enn eftir því að hafa misst af kappanum.

Haukarnir semja við þrjár öflugar stelpur

Haukar eru á fullu að ganga frá sínum leikmannamálum fyrir næsta tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta þrátt fyrir að úrslitakeppnin sé ekki enn byrjuð.

Hollendingar fara mjög svipaða leið og Íslendingar

Hollendingar fara nánast sömu leið og Íslendingar þegar kemur að því að ráða þjálfara á karlalandslið þjóðarinnar í fótbolta. Hollenska knattspyrnusambandið tilkynnti nefnilega um næstu tvo þjálfara landsliðsins í dag en það var reyndar vitað fyrir nokkru að Guus Hiddink væri að taka við.

„Eruð þið stjörnur eða prinsessur?“

Heimaleikjaráð ÍR í handboltanum er ekki ánægt með framgöngu leikmanna liðsins og veltir fyrir sér hvort þeir standi við sinn hluta þegar kemur að því að mynda stemningu á leikjum liðsins.

Wenger ætlar að vera áfram

Arsene Wenger staðfesti á blaðamannafundi í morgun að hann hafi í hyggju að halda áfram sem knattspyrnustjóri Arsenal.

Löngu búið að ákveða þessa leiki

Patrekur Jóhannesson segir að vináttulandsleikir Íslands og Austurríkis hafi verið ákveðnir löngu áður en Björn Bragi Arnarsson lét óheppileg ummæli falla í EM-stofu Rúv.

Sjáðu tröllatroðslur Ólafs

Ólafur Ólafsson fór á kostum í sigri Grindavíkur á Þór í úrslitakeppni Domino's-deildarinnar í gær.

Vandræði United hafa slæm áhrif á vörumerki ensku úrvalsdeildarinnar

Það gengur ekkert hjá liði Manchester United á heimavígstöðvunum undir stjórn David Moyes og einn af forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar viðurkennir að þetta lélega gengi ensku meistaranna og vinsælasta félags deildarinnar hafi slæm áhrif á vörumerki ensku úrvalsdeildarinnar.

Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum

Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst.

Sjá næstu 50 fréttir