Fleiri fréttir

Draumaúrslitaleikur á opna bandaríska

Serbinn Novak Djokovic og Spánverjinn Rafael Nadal mætast í úrslitaleiknum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis en undanúrslitaleikirnir fóru fram í nótt. Þetta eru tveir efstu menn á heimslistanum og því um draumaúrslitaleik að ræða. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun.

Gylfi hefur komið að helmingi marka íslenska liðsins

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp tvö marka Jóhanns Berg Guðmundssonar í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss á föstudagskvöldið. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að sex af tólf mörkum íslenska liðins í undankeppni HM.

Með fótboltann í blóðinu

Kvennalið ÍA í knattspyrnu endurnýjar kynnin við efstu deild að ári. Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari liðsins, vill að vel verði haldið utan um unga leikmenn liðsins sem hafa spilað saman frá því í 6. flokki.

Grænhöfðaeyjar slógu Túnis út úr HM

Grænhöfðaeyjar verða meðal þeirra tíu Afríkuþjóða sem keppa um fimm laus sæti á HM í fótbolta í Brasilíu eftir að landslið Grænhöfðaeyja tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna 2-0 útisigur á Túnis.

Jón Arnór einn af fyrirliðum CAI Zaragoza í vetur

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í spænska körfuboltanum en liðið komst alla leið í undanúrslitin um spænska titilinn í fyrra.

HM-draumur Tonny Mawejje og félaga dó í kvöld

Tonny Mawejje og félagar í landsliði Úganda komast ekki á HM í Brasilíu næsta sumar en það var ljóst eftir að Úgandamenn töpuðu í kvöld í hreinum úrslitaleik við Senegal um sigur í riðlinum og þar sem sæti í útsláttarkeppninni.

Brasilíumenn fóru illa með Ástrali

Brasilía vann 6-0 stórsigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Brasilíuborg í kvöld en báðar þjóðir hafa tryggt sér farseðilinn á HM í Brasilíu næsta sumar.

Slóvenar áfram á sigurbraut á EM í körfu

Slóvenar eru í miklu stuði á heimavelli á Evrópumótinu í körfubolta en þeir unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld. Slóvenía vann þá fjögurra stiga sigur á Georgíu í spennandi leik, 72-68.

Ólympíuleikarnir árið 2020 verða í Tókýó í Japan

Alþjóðaólympíunefndin hefur ákveðið að 32. sumarleikarnir sem haldnir verða árið 2020 muni fara fram í Tókýó í Japan. Tókýó hafði betur í annarri umferð á móti Istanbul frá Tyrklandi en Madrid á Spáni hafði áður dottið úr leik í fyrstu umferð. Kosningin fór fram á á 125. þingi Ólympíunefndarinnar sem haldið er í Buenos Aires í Argentínu.

Serena Williams getur unnið 17. risatitilinn á morgun

Serena Williams og Victoria Azarenka mætast á morgun í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins í tennis en þetta er annað árið í röð sem þær mætast í úrslitaleik þessa móts. Þetta eru líka tvær efstu konur á heimslistanum og hafa báðar unnið risamót á árinu 2013, Williams vann opna franska en Azarenka vann opna ástralska.

Madrid missir af þriðju Ólympíuleikunum í röð

Ólympíuleikarnir árið 2020 fara annaðhvort fram í Tókýó í Japan eða Istanbul í Tyrklandi en Alþjóðaólympíunefndin kýs þessa stundina um það í Buenos Aires í Argentínu hvor borgin fái leikana.

Finnar réðu ekki við Ítala

Sigurganga Finna á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu endaði í kvöld þegar liðið tapaði stórt á móti Ítölum, 44-62. Ítalir hafa byrjað mótið með þremur flottum sigrum á Rússum (+7), Tyrkjum (+15) og Finnum (+18) en Finnar höfðu unnið Tyrki og Svía. Króatar unnu Pólverja á sama tíma og hafa Króatar nú unnið tvo leiki í röð.

Bjarki tryggði Eisenach stig - Bergischer vann á útivelli

Nýliðar Bergischer sóttu tvö stig til Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Bergischer vann leikinn 30-25. Eisenach gerði jafntefli við Lemgo á sama tíma þar sem Bjarki Már Elísson átti flottan leik og skoraði jöfnunarmarkið á lokamínútunni. Emsdetten tapaði sínum leik og er enn án stiga.

Ólafur með fyrsta titilinn sem þjálfari Vals

Valsmenn unnu í kvöld fyrsta titilinn undir stjórn Ólafs Stefánssonar þegar Hlíðarendaliðið tryggði sér sigur á opna norðlenska mótinu í handbolta á Akureyri. Þetta er eytt af árlegum undirbúningsmótum fyrir tímabilið.

Eyjamenn unnu Ragnarsmótið - Róbert Aron bestur

Nýliðar ÍBV hafa gefið tóninn fyrir komandi tímabil í karlahandboltanum því liðið vann ÍR í æsispennandi úrslitaleik á Ragnarsmótinu í handbolta sem lauk í kvöld. Þetta er árlegt undirbúningsmót fyrir tímabilið. ÍBV vann leikinn 30-29 eftir æsispennandi lokamínútur. Eyjamaðurinn Róbert Aron Hostert var valinn besti leikmaður mótsins.

Valskonur byrja vel í Lengjubikarnum

Valur er að byrja vel í kvennakörfunni en liðið fylgdi á eftir sigri á Íslandsmeisturum Keflavíkur með því að vinna sannfærandi 21 stigs sigur á Hamar í Lengjubikar kvenna í körfubolta í dag, 80-59.

Kolbeinn fjórtán leikjum á undan Eiði Smára í tíu mörkin

Kolbeinn Sigþórsson varð í gær tólfti leikmaður íslenska landsliðsins sem nær því að skora tíu mörk fyrir A-landsliðið en nýr maður hafði ekki bæst í hópinn síðan að Heiðar Helguson skoraði sitt tíunda landsliðsmark árið 2010.

Alvarlegt slys hjá mótherjum Helenu | Tveir látnir

Ungverskir fjölmiðlar greina frá því að rúta með liðsmönnum kvennaliðs Gyor í körfubolta hafi hafnað utan vegar í dag. Tveir eru látnir og þurfti að taka fótinn af einum leikmanna liðsins við hné.

Fylkiskonur unnu 1. deildina

Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í dag eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik en bæði liðin voru búin að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

Íslenska liðið búið að skora langflest mörk á útivelli

Íslenska landsliðið bætti í gær fjórum útimörkum við þau fjögur sem liðið var búið að skora í fyrstu þremur útileikjum sínum í undankeppni HM þegar strákarnir okkar komu til baka og náðu 4-4 jafntefli á móti toppliði Sviss í Bern.

Eyjakonur unnu mikilvægan sigur á Blikum

Eyjakonur lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um annað sæti Pepsi-deildar kvenna í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Eyjum í dag. ÍBV hefur eins stigs forskot á Val en Valur vann 3-1 útisigur á FH á sama tíma.

Víkingar og Haukar upp að hlið Grindavíkur á toppnum

Víkingar unnu góðan 3-0 útisigur á Tindastól í 1. deild karla í fótbolta í dag og ætla ekkert að gefa eftir í baráttunni um laus sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili. BÍ/Bolungarvík og Haukar gerðu 2-2 jafntefli við vestan sem þýðir að þrjú lið eru með 36 stig á toppi deildarinnar.

Margrét Lára skoraði fyrir Kristianstad

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad í 3-0 sigri á Mallbacken í sænsku kvennadeildinni í dag en þetta var langþráður sigur hjá Elísabetu Gunnarsdóttur og stelpunum hennar sem voru búnar að spila fimm deildarleiki í röð án þess að vinna.

HK/Víkingur enn á lífi í Pepsi-deild kvenna

HK/Víkingur vann 4-1 sigur á botnliði Þróttar í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag en Fossvogsliðið á því enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. HK/Víkingur er nú með tíu stig eða þremur stigum meira en Afturelding sem á leik inni seinna í dag.

Strákarnir í Kiel færðu Alfreð góða afmælisgjöf

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í THW Kiel unnu flottan sex marka útisigur á móti Evrópumeisturum HSV Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 32-26. HSV Hamburg hefur þar með tapað tveimur fyrstu deildarleikjum sínum á tímabilinu en Kiel er með fullt hús eftir þrjá leiki.

Svíar unnu Rússa - Spánverjar héldu Tékkum í 39 stigum

Svíar unnu sinn fyrsta sigur á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag þegar sænska liðið vann 19 stiga sigur á Rússum, 81-62, í uppgjör liða sem höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Spánverjar komu sterkir til baka eftir tapið á móti Slóveníu á fimmtudaginn.

Selfoss vann í vítakeppni

Selfyssingar tryggðu sér fimmta sætið á Ragnarsmótinu í handbolta eftir að hafa unnið Gróttu í vítakeppni í leiknum um 5. sætið í dag. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót á undirbúningstímabilinu en seinna í dag fara fram leikir um þriðja og fyrsta sætið.

Jóhann Berg fyrstur til að skora þrennu í keppni

Jóhann Berg Guðmundsson endurskrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse i Bern í gær þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss. Hann varð þar með fyrsti íslenski landsliðsleikmaðurinn sem skorar þrjú mörk í keppnisleik.

Framkonur í vandræðum með Fylki

Íslandsmeistarar Fram lentu í vandræðum í gær á móti ungu og efnilegu Fylkisliði í Subway-æfingamóti kvenna í handbolta sem haldið er í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Fram vann að lokum með einu marki en heimastúlkur í Gróttu unnu HK í hinum leik kvöldsins.

Vettel á ráspól á Monza á morgun

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag.

Hólmfríður hélt upp á nýja samninginn með marki

Fjórar íslenskar knattspyrnukonur voru í byrjunarliði Avaldsnes í dag þegar liðið tapaði 2-3 á útivelli á móti Trondheims Örn í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristin Lie tryggði Trondheims Örn öll þrjú stigin með marki á lokamínútunni.

Var bara búinn að skora eitt mark í fyrstu 25 landsleikjunum

Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska landsliðsins í fótbolta í gær þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli við Sviss í Bern. Öll mörkin þrjú voru að glæsilegri gerðinni en það er óhætt að segja það að það sé ekki daglegt brauð að Jóhann Berg skori fyrir landsliðið.

Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina

Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi.

ÍR og ÍBV spila til úrslita á Ragnarsmótinu í handbolta

ÍR og ÍBV mætast í dag í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta en það var ljóst eftir að riðlakeppninni lauk í gærkvöldi. HK og Afturelding spila um bronsið. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót í handbolta karla sem fer fram á Selfossi.

Enn fækkar í framherjahópi enska landsliðsins

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof kátur þrátt fyrir 4-0 sigur á Moldavíu í undankeppni HM á Wembley í gær því framundan er erfiður leikur í Úkraínu og enn fækkaði í framherjahópi enska landsliðsins.

Haukur Helgi lánaður í B-deildina

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson spilar væntanlega ekki með La Bruixa d Or í spænsku ACB-deildinni í vetur því karfan.is segir frá því að Haukur Helgi verði lánaður til liðs í B-deildinni.

Suárez með bæði mörkin í sigri í Perú

Luis Suárez skoraði bæði mörk Úrúgvæ þegar liðið sótti þrjú stig til Perú í undankeppni HM í fótbolta í nótt. Þetta var fyrsti alvöru leikur kappans í nokkurn tíma því hann er að taka út leikbann hjá Liverpool.

Aron kom inn á 90. mínútu í tapi Bandaríkjanna

Aron Jóhannsson og nýju félagar hans í bandaríska landsliðinu töpuðu 1-3 á móti Kosta Ríka í undankeppni HM í nótt en fyrir vikið náði Kosta Ríka efsta sætinu í riðlinum. Mexíkó tapaði einnig í nótt og það á heimavelli á móti Hondúras.

Verður Aníta vonarstjarnan?

Á miðnætti var opnuð kosning á vegum evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem kosið er um besta frjálsíþróttafólkið á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir