Fleiri fréttir Draumaúrslitaleikur á opna bandaríska Serbinn Novak Djokovic og Spánverjinn Rafael Nadal mætast í úrslitaleiknum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis en undanúrslitaleikirnir fóru fram í nótt. Þetta eru tveir efstu menn á heimslistanum og því um draumaúrslitaleik að ræða. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun. 8.9.2013 11:00 Gylfi hefur komið að helmingi marka íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp tvö marka Jóhanns Berg Guðmundssonar í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss á föstudagskvöldið. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að sex af tólf mörkum íslenska liðins í undankeppni HM. 8.9.2013 10:00 Með fótboltann í blóðinu Kvennalið ÍA í knattspyrnu endurnýjar kynnin við efstu deild að ári. Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari liðsins, vill að vel verði haldið utan um unga leikmenn liðsins sem hafa spilað saman frá því í 6. flokki. 8.9.2013 09:00 Grænhöfðaeyjar slógu Túnis út úr HM Grænhöfðaeyjar verða meðal þeirra tíu Afríkuþjóða sem keppa um fimm laus sæti á HM í fótbolta í Brasilíu eftir að landslið Grænhöfðaeyja tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna 2-0 útisigur á Túnis. 8.9.2013 08:00 Jón Arnór einn af fyrirliðum CAI Zaragoza í vetur Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í spænska körfuboltanum en liðið komst alla leið í undanúrslitin um spænska titilinn í fyrra. 8.9.2013 06:00 Þrjár eftirminnilegar innkomur Eiðs Smára á árinu 2013 Eiður Smári Guðjohnsen átti enn eina flotta innkomuna í íslenska landsliðið þegar hann kom inn á sem varamaður í hálfleik í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss í Bern í gær. 7.9.2013 22:45 HM-draumur Tonny Mawejje og félaga dó í kvöld Tonny Mawejje og félagar í landsliði Úganda komast ekki á HM í Brasilíu næsta sumar en það var ljóst eftir að Úgandamenn töpuðu í kvöld í hreinum úrslitaleik við Senegal um sigur í riðlinum og þar sem sæti í útsláttarkeppninni. 7.9.2013 22:01 Brasilíumenn fóru illa með Ástrali Brasilía vann 6-0 stórsigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Brasilíuborg í kvöld en báðar þjóðir hafa tryggt sér farseðilinn á HM í Brasilíu næsta sumar. 7.9.2013 21:34 Slóvenar áfram á sigurbraut á EM í körfu Slóvenar eru í miklu stuði á heimavelli á Evrópumótinu í körfubolta en þeir unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld. Slóvenía vann þá fjögurra stiga sigur á Georgíu í spennandi leik, 72-68. 7.9.2013 21:25 Ólympíuleikarnir árið 2020 verða í Tókýó í Japan Alþjóðaólympíunefndin hefur ákveðið að 32. sumarleikarnir sem haldnir verða árið 2020 muni fara fram í Tókýó í Japan. Tókýó hafði betur í annarri umferð á móti Istanbul frá Tyrklandi en Madrid á Spáni hafði áður dottið úr leik í fyrstu umferð. Kosningin fór fram á á 125. þingi Ólympíunefndarinnar sem haldið er í Buenos Aires í Argentínu. 7.9.2013 20:27 Serena Williams getur unnið 17. risatitilinn á morgun Serena Williams og Victoria Azarenka mætast á morgun í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins í tennis en þetta er annað árið í röð sem þær mætast í úrslitaleik þessa móts. Þetta eru líka tvær efstu konur á heimslistanum og hafa báðar unnið risamót á árinu 2013, Williams vann opna franska en Azarenka vann opna ástralska. 7.9.2013 20:17 Birgir Leifur féll niður töfluna í Frakklandi Íslandsmeistarinn í 43. sæti fyrir lokahringinn í móti á Áskorendamótaröðinni. 7.9.2013 19:50 Madrid missir af þriðju Ólympíuleikunum í röð Ólympíuleikarnir árið 2020 fara annaðhvort fram í Tókýó í Japan eða Istanbul í Tyrklandi en Alþjóðaólympíunefndin kýs þessa stundina um það í Buenos Aires í Argentínu hvor borgin fái leikana. 7.9.2013 19:40 Finnar réðu ekki við Ítala Sigurganga Finna á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu endaði í kvöld þegar liðið tapaði stórt á móti Ítölum, 44-62. Ítalir hafa byrjað mótið með þremur flottum sigrum á Rússum (+7), Tyrkjum (+15) og Finnum (+18) en Finnar höfðu unnið Tyrki og Svía. Króatar unnu Pólverja á sama tíma og hafa Króatar nú unnið tvo leiki í röð. 7.9.2013 19:23 Bjarki tryggði Eisenach stig - Bergischer vann á útivelli Nýliðar Bergischer sóttu tvö stig til Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Bergischer vann leikinn 30-25. Eisenach gerði jafntefli við Lemgo á sama tíma þar sem Bjarki Már Elísson átti flottan leik og skoraði jöfnunarmarkið á lokamínútunni. Emsdetten tapaði sínum leik og er enn án stiga. 7.9.2013 19:08 Ólafur með fyrsta titilinn sem þjálfari Vals Valsmenn unnu í kvöld fyrsta titilinn undir stjórn Ólafs Stefánssonar þegar Hlíðarendaliðið tryggði sér sigur á opna norðlenska mótinu í handbolta á Akureyri. Þetta er eytt af árlegum undirbúningsmótum fyrir tímabilið. 7.9.2013 18:38 Eyjamenn unnu Ragnarsmótið - Róbert Aron bestur Nýliðar ÍBV hafa gefið tóninn fyrir komandi tímabil í karlahandboltanum því liðið vann ÍR í æsispennandi úrslitaleik á Ragnarsmótinu í handbolta sem lauk í kvöld. Þetta er árlegt undirbúningsmót fyrir tímabilið. ÍBV vann leikinn 30-29 eftir æsispennandi lokamínútur. Eyjamaðurinn Róbert Aron Hostert var valinn besti leikmaður mótsins. 7.9.2013 18:27 Valskonur byrja vel í Lengjubikarnum Valur er að byrja vel í kvennakörfunni en liðið fylgdi á eftir sigri á Íslandsmeisturum Keflavíkur með því að vinna sannfærandi 21 stigs sigur á Hamar í Lengjubikar kvenna í körfubolta í dag, 80-59. 7.9.2013 18:06 Kolbeinn fjórtán leikjum á undan Eiði Smára í tíu mörkin Kolbeinn Sigþórsson varð í gær tólfti leikmaður íslenska landsliðsins sem nær því að skora tíu mörk fyrir A-landsliðið en nýr maður hafði ekki bæst í hópinn síðan að Heiðar Helguson skoraði sitt tíunda landsliðsmark árið 2010. 7.9.2013 17:45 Alvarlegt slys hjá mótherjum Helenu | Tveir látnir Ungverskir fjölmiðlar greina frá því að rúta með liðsmönnum kvennaliðs Gyor í körfubolta hafi hafnað utan vegar í dag. Tveir eru látnir og þurfti að taka fótinn af einum leikmanna liðsins við hné. 7.9.2013 17:29 Fylkiskonur unnu 1. deildina Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í dag eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik en bæði liðin voru búin að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. 7.9.2013 17:15 Íslenska liðið búið að skora langflest mörk á útivelli Íslenska landsliðið bætti í gær fjórum útimörkum við þau fjögur sem liðið var búið að skora í fyrstu þremur útileikjum sínum í undankeppni HM þegar strákarnir okkar komu til baka og náðu 4-4 jafntefli á móti toppliði Sviss í Bern. 7.9.2013 17:00 Eyjakonur unnu mikilvægan sigur á Blikum Eyjakonur lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um annað sæti Pepsi-deildar kvenna í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Eyjum í dag. ÍBV hefur eins stigs forskot á Val en Valur vann 3-1 útisigur á FH á sama tíma. 7.9.2013 15:38 Víkingar og Haukar upp að hlið Grindavíkur á toppnum Víkingar unnu góðan 3-0 útisigur á Tindastól í 1. deild karla í fótbolta í dag og ætla ekkert að gefa eftir í baráttunni um laus sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili. BÍ/Bolungarvík og Haukar gerðu 2-2 jafntefli við vestan sem þýðir að þrjú lið eru með 36 stig á toppi deildarinnar. 7.9.2013 15:36 Margrét Lára skoraði fyrir Kristianstad Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad í 3-0 sigri á Mallbacken í sænsku kvennadeildinni í dag en þetta var langþráður sigur hjá Elísabetu Gunnarsdóttur og stelpunum hennar sem voru búnar að spila fimm deildarleiki í röð án þess að vinna. 7.9.2013 15:14 HK/Víkingur enn á lífi í Pepsi-deild kvenna HK/Víkingur vann 4-1 sigur á botnliði Þróttar í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag en Fossvogsliðið á því enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. HK/Víkingur er nú með tíu stig eða þremur stigum meira en Afturelding sem á leik inni seinna í dag. 7.9.2013 15:03 Strákarnir í Kiel færðu Alfreð góða afmælisgjöf Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í THW Kiel unnu flottan sex marka útisigur á móti Evrópumeisturum HSV Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 32-26. HSV Hamburg hefur þar með tapað tveimur fyrstu deildarleikjum sínum á tímabilinu en Kiel er með fullt hús eftir þrjá leiki. 7.9.2013 14:47 Hitzfeld: Þetta snérist meira um sálfræði en fótboltalega getu Ottmar Hitzfeld, þjálfari svissneska landsliðsins í fótbolta, var að vonum svekktur eftir að liðið tapaði niður 1-4 forystu á móti Íslandi í undankeppni HM í gær en leikurinn endaði með 4-4 jafntefli. 7.9.2013 14:36 Svíar unnu Rússa - Spánverjar héldu Tékkum í 39 stigum Svíar unnu sinn fyrsta sigur á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag þegar sænska liðið vann 19 stiga sigur á Rússum, 81-62, í uppgjör liða sem höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Spánverjar komu sterkir til baka eftir tapið á móti Slóveníu á fimmtudaginn. 7.9.2013 14:26 Matthías Orri fékk að fara frá KR og samdi við ÍR Matthías Orri Sigurðsson, ungi og efnilegi bakvörðurinn í KR, sem var nýkominn heim til Íslands eftir tvö ár í skóla í Bandaríkjunum, mun ekki spila með KR í vetur. 7.9.2013 14:00 Selfoss vann í vítakeppni Selfyssingar tryggðu sér fimmta sætið á Ragnarsmótinu í handbolta eftir að hafa unnið Gróttu í vítakeppni í leiknum um 5. sætið í dag. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót á undirbúningstímabilinu en seinna í dag fara fram leikir um þriðja og fyrsta sætið. 7.9.2013 13:57 Jóhann Berg fyrstur til að skora þrennu í keppni Jóhann Berg Guðmundsson endurskrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse i Bern í gær þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss. Hann varð þar með fyrsti íslenski landsliðsleikmaðurinn sem skorar þrjú mörk í keppnisleik. 7.9.2013 13:45 Framkonur í vandræðum með Fylki Íslandsmeistarar Fram lentu í vandræðum í gær á móti ungu og efnilegu Fylkisliði í Subway-æfingamóti kvenna í handbolta sem haldið er í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Fram vann að lokum með einu marki en heimastúlkur í Gróttu unnu HK í hinum leik kvöldsins. 7.9.2013 13:39 Vettel á ráspól á Monza á morgun Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag. 7.9.2013 13:08 Hólmfríður hélt upp á nýja samninginn með marki Fjórar íslenskar knattspyrnukonur voru í byrjunarliði Avaldsnes í dag þegar liðið tapaði 2-3 á útivelli á móti Trondheims Örn í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristin Lie tryggði Trondheims Örn öll þrjú stigin með marki á lokamínútunni. 7.9.2013 12:54 Var bara búinn að skora eitt mark í fyrstu 25 landsleikjunum Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska landsliðsins í fótbolta í gær þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli við Sviss í Bern. Öll mörkin þrjú voru að glæsilegri gerðinni en það er óhætt að segja það að það sé ekki daglegt brauð að Jóhann Berg skori fyrir landsliðið. 7.9.2013 12:30 Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi. 7.9.2013 12:15 ÍR og ÍBV spila til úrslita á Ragnarsmótinu í handbolta ÍR og ÍBV mætast í dag í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta en það var ljóst eftir að riðlakeppninni lauk í gærkvöldi. HK og Afturelding spila um bronsið. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót í handbolta karla sem fer fram á Selfossi. 7.9.2013 12:05 Enn fækkar í framherjahópi enska landsliðsins Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof kátur þrátt fyrir 4-0 sigur á Moldavíu í undankeppni HM á Wembley í gær því framundan er erfiður leikur í Úkraínu og enn fækkaði í framherjahópi enska landsliðsins. 7.9.2013 12:00 Haukur Helgi lánaður í B-deildina Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson spilar væntanlega ekki með La Bruixa d Or í spænsku ACB-deildinni í vetur því karfan.is segir frá því að Haukur Helgi verði lánaður til liðs í B-deildinni. 7.9.2013 11:45 Afturelding náði í mikilvægt stig fyrir norðan Þór/KA og Afturelding skildu jöfn í 16. umferð Pepsi deildar kvenna á Þórsvellinum í dag en leikurinn lauk með 1-1 jafntefli. 7.9.2013 11:39 Suárez með bæði mörkin í sigri í Perú Luis Suárez skoraði bæði mörk Úrúgvæ þegar liðið sótti þrjú stig til Perú í undankeppni HM í fótbolta í nótt. Þetta var fyrsti alvöru leikur kappans í nokkurn tíma því hann er að taka út leikbann hjá Liverpool. 7.9.2013 11:00 Aron kom inn á 90. mínútu í tapi Bandaríkjanna Aron Jóhannsson og nýju félagar hans í bandaríska landsliðinu töpuðu 1-3 á móti Kosta Ríka í undankeppni HM í nótt en fyrir vikið náði Kosta Ríka efsta sætinu í riðlinum. Mexíkó tapaði einnig í nótt og það á heimavelli á móti Hondúras. 7.9.2013 10:32 Verður Aníta vonarstjarnan? Á miðnætti var opnuð kosning á vegum evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem kosið er um besta frjálsíþróttafólkið á þessu ári. 7.9.2013 10:15 Stórleikur á afmælinu Alfreð Gíslason stýrir Kiel á móti Hamburg í dag 7.9.2013 09:30 Sjá næstu 50 fréttir
Draumaúrslitaleikur á opna bandaríska Serbinn Novak Djokovic og Spánverjinn Rafael Nadal mætast í úrslitaleiknum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis en undanúrslitaleikirnir fóru fram í nótt. Þetta eru tveir efstu menn á heimslistanum og því um draumaúrslitaleik að ræða. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun. 8.9.2013 11:00
Gylfi hefur komið að helmingi marka íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp tvö marka Jóhanns Berg Guðmundssonar í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss á föstudagskvöldið. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að sex af tólf mörkum íslenska liðins í undankeppni HM. 8.9.2013 10:00
Með fótboltann í blóðinu Kvennalið ÍA í knattspyrnu endurnýjar kynnin við efstu deild að ári. Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari liðsins, vill að vel verði haldið utan um unga leikmenn liðsins sem hafa spilað saman frá því í 6. flokki. 8.9.2013 09:00
Grænhöfðaeyjar slógu Túnis út úr HM Grænhöfðaeyjar verða meðal þeirra tíu Afríkuþjóða sem keppa um fimm laus sæti á HM í fótbolta í Brasilíu eftir að landslið Grænhöfðaeyja tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna 2-0 útisigur á Túnis. 8.9.2013 08:00
Jón Arnór einn af fyrirliðum CAI Zaragoza í vetur Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í spænska körfuboltanum en liðið komst alla leið í undanúrslitin um spænska titilinn í fyrra. 8.9.2013 06:00
Þrjár eftirminnilegar innkomur Eiðs Smára á árinu 2013 Eiður Smári Guðjohnsen átti enn eina flotta innkomuna í íslenska landsliðið þegar hann kom inn á sem varamaður í hálfleik í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss í Bern í gær. 7.9.2013 22:45
HM-draumur Tonny Mawejje og félaga dó í kvöld Tonny Mawejje og félagar í landsliði Úganda komast ekki á HM í Brasilíu næsta sumar en það var ljóst eftir að Úgandamenn töpuðu í kvöld í hreinum úrslitaleik við Senegal um sigur í riðlinum og þar sem sæti í útsláttarkeppninni. 7.9.2013 22:01
Brasilíumenn fóru illa með Ástrali Brasilía vann 6-0 stórsigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Brasilíuborg í kvöld en báðar þjóðir hafa tryggt sér farseðilinn á HM í Brasilíu næsta sumar. 7.9.2013 21:34
Slóvenar áfram á sigurbraut á EM í körfu Slóvenar eru í miklu stuði á heimavelli á Evrópumótinu í körfubolta en þeir unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld. Slóvenía vann þá fjögurra stiga sigur á Georgíu í spennandi leik, 72-68. 7.9.2013 21:25
Ólympíuleikarnir árið 2020 verða í Tókýó í Japan Alþjóðaólympíunefndin hefur ákveðið að 32. sumarleikarnir sem haldnir verða árið 2020 muni fara fram í Tókýó í Japan. Tókýó hafði betur í annarri umferð á móti Istanbul frá Tyrklandi en Madrid á Spáni hafði áður dottið úr leik í fyrstu umferð. Kosningin fór fram á á 125. þingi Ólympíunefndarinnar sem haldið er í Buenos Aires í Argentínu. 7.9.2013 20:27
Serena Williams getur unnið 17. risatitilinn á morgun Serena Williams og Victoria Azarenka mætast á morgun í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins í tennis en þetta er annað árið í röð sem þær mætast í úrslitaleik þessa móts. Þetta eru líka tvær efstu konur á heimslistanum og hafa báðar unnið risamót á árinu 2013, Williams vann opna franska en Azarenka vann opna ástralska. 7.9.2013 20:17
Birgir Leifur féll niður töfluna í Frakklandi Íslandsmeistarinn í 43. sæti fyrir lokahringinn í móti á Áskorendamótaröðinni. 7.9.2013 19:50
Madrid missir af þriðju Ólympíuleikunum í röð Ólympíuleikarnir árið 2020 fara annaðhvort fram í Tókýó í Japan eða Istanbul í Tyrklandi en Alþjóðaólympíunefndin kýs þessa stundina um það í Buenos Aires í Argentínu hvor borgin fái leikana. 7.9.2013 19:40
Finnar réðu ekki við Ítala Sigurganga Finna á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu endaði í kvöld þegar liðið tapaði stórt á móti Ítölum, 44-62. Ítalir hafa byrjað mótið með þremur flottum sigrum á Rússum (+7), Tyrkjum (+15) og Finnum (+18) en Finnar höfðu unnið Tyrki og Svía. Króatar unnu Pólverja á sama tíma og hafa Króatar nú unnið tvo leiki í röð. 7.9.2013 19:23
Bjarki tryggði Eisenach stig - Bergischer vann á útivelli Nýliðar Bergischer sóttu tvö stig til Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Bergischer vann leikinn 30-25. Eisenach gerði jafntefli við Lemgo á sama tíma þar sem Bjarki Már Elísson átti flottan leik og skoraði jöfnunarmarkið á lokamínútunni. Emsdetten tapaði sínum leik og er enn án stiga. 7.9.2013 19:08
Ólafur með fyrsta titilinn sem þjálfari Vals Valsmenn unnu í kvöld fyrsta titilinn undir stjórn Ólafs Stefánssonar þegar Hlíðarendaliðið tryggði sér sigur á opna norðlenska mótinu í handbolta á Akureyri. Þetta er eytt af árlegum undirbúningsmótum fyrir tímabilið. 7.9.2013 18:38
Eyjamenn unnu Ragnarsmótið - Róbert Aron bestur Nýliðar ÍBV hafa gefið tóninn fyrir komandi tímabil í karlahandboltanum því liðið vann ÍR í æsispennandi úrslitaleik á Ragnarsmótinu í handbolta sem lauk í kvöld. Þetta er árlegt undirbúningsmót fyrir tímabilið. ÍBV vann leikinn 30-29 eftir æsispennandi lokamínútur. Eyjamaðurinn Róbert Aron Hostert var valinn besti leikmaður mótsins. 7.9.2013 18:27
Valskonur byrja vel í Lengjubikarnum Valur er að byrja vel í kvennakörfunni en liðið fylgdi á eftir sigri á Íslandsmeisturum Keflavíkur með því að vinna sannfærandi 21 stigs sigur á Hamar í Lengjubikar kvenna í körfubolta í dag, 80-59. 7.9.2013 18:06
Kolbeinn fjórtán leikjum á undan Eiði Smára í tíu mörkin Kolbeinn Sigþórsson varð í gær tólfti leikmaður íslenska landsliðsins sem nær því að skora tíu mörk fyrir A-landsliðið en nýr maður hafði ekki bæst í hópinn síðan að Heiðar Helguson skoraði sitt tíunda landsliðsmark árið 2010. 7.9.2013 17:45
Alvarlegt slys hjá mótherjum Helenu | Tveir látnir Ungverskir fjölmiðlar greina frá því að rúta með liðsmönnum kvennaliðs Gyor í körfubolta hafi hafnað utan vegar í dag. Tveir eru látnir og þurfti að taka fótinn af einum leikmanna liðsins við hné. 7.9.2013 17:29
Fylkiskonur unnu 1. deildina Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í dag eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik en bæði liðin voru búin að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. 7.9.2013 17:15
Íslenska liðið búið að skora langflest mörk á útivelli Íslenska landsliðið bætti í gær fjórum útimörkum við þau fjögur sem liðið var búið að skora í fyrstu þremur útileikjum sínum í undankeppni HM þegar strákarnir okkar komu til baka og náðu 4-4 jafntefli á móti toppliði Sviss í Bern. 7.9.2013 17:00
Eyjakonur unnu mikilvægan sigur á Blikum Eyjakonur lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um annað sæti Pepsi-deildar kvenna í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Eyjum í dag. ÍBV hefur eins stigs forskot á Val en Valur vann 3-1 útisigur á FH á sama tíma. 7.9.2013 15:38
Víkingar og Haukar upp að hlið Grindavíkur á toppnum Víkingar unnu góðan 3-0 útisigur á Tindastól í 1. deild karla í fótbolta í dag og ætla ekkert að gefa eftir í baráttunni um laus sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili. BÍ/Bolungarvík og Haukar gerðu 2-2 jafntefli við vestan sem þýðir að þrjú lið eru með 36 stig á toppi deildarinnar. 7.9.2013 15:36
Margrét Lára skoraði fyrir Kristianstad Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad í 3-0 sigri á Mallbacken í sænsku kvennadeildinni í dag en þetta var langþráður sigur hjá Elísabetu Gunnarsdóttur og stelpunum hennar sem voru búnar að spila fimm deildarleiki í röð án þess að vinna. 7.9.2013 15:14
HK/Víkingur enn á lífi í Pepsi-deild kvenna HK/Víkingur vann 4-1 sigur á botnliði Þróttar í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag en Fossvogsliðið á því enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. HK/Víkingur er nú með tíu stig eða þremur stigum meira en Afturelding sem á leik inni seinna í dag. 7.9.2013 15:03
Strákarnir í Kiel færðu Alfreð góða afmælisgjöf Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í THW Kiel unnu flottan sex marka útisigur á móti Evrópumeisturum HSV Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 32-26. HSV Hamburg hefur þar með tapað tveimur fyrstu deildarleikjum sínum á tímabilinu en Kiel er með fullt hús eftir þrjá leiki. 7.9.2013 14:47
Hitzfeld: Þetta snérist meira um sálfræði en fótboltalega getu Ottmar Hitzfeld, þjálfari svissneska landsliðsins í fótbolta, var að vonum svekktur eftir að liðið tapaði niður 1-4 forystu á móti Íslandi í undankeppni HM í gær en leikurinn endaði með 4-4 jafntefli. 7.9.2013 14:36
Svíar unnu Rússa - Spánverjar héldu Tékkum í 39 stigum Svíar unnu sinn fyrsta sigur á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag þegar sænska liðið vann 19 stiga sigur á Rússum, 81-62, í uppgjör liða sem höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Spánverjar komu sterkir til baka eftir tapið á móti Slóveníu á fimmtudaginn. 7.9.2013 14:26
Matthías Orri fékk að fara frá KR og samdi við ÍR Matthías Orri Sigurðsson, ungi og efnilegi bakvörðurinn í KR, sem var nýkominn heim til Íslands eftir tvö ár í skóla í Bandaríkjunum, mun ekki spila með KR í vetur. 7.9.2013 14:00
Selfoss vann í vítakeppni Selfyssingar tryggðu sér fimmta sætið á Ragnarsmótinu í handbolta eftir að hafa unnið Gróttu í vítakeppni í leiknum um 5. sætið í dag. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót á undirbúningstímabilinu en seinna í dag fara fram leikir um þriðja og fyrsta sætið. 7.9.2013 13:57
Jóhann Berg fyrstur til að skora þrennu í keppni Jóhann Berg Guðmundsson endurskrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse i Bern í gær þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss. Hann varð þar með fyrsti íslenski landsliðsleikmaðurinn sem skorar þrjú mörk í keppnisleik. 7.9.2013 13:45
Framkonur í vandræðum með Fylki Íslandsmeistarar Fram lentu í vandræðum í gær á móti ungu og efnilegu Fylkisliði í Subway-æfingamóti kvenna í handbolta sem haldið er í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Fram vann að lokum með einu marki en heimastúlkur í Gróttu unnu HK í hinum leik kvöldsins. 7.9.2013 13:39
Vettel á ráspól á Monza á morgun Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag. 7.9.2013 13:08
Hólmfríður hélt upp á nýja samninginn með marki Fjórar íslenskar knattspyrnukonur voru í byrjunarliði Avaldsnes í dag þegar liðið tapaði 2-3 á útivelli á móti Trondheims Örn í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristin Lie tryggði Trondheims Örn öll þrjú stigin með marki á lokamínútunni. 7.9.2013 12:54
Var bara búinn að skora eitt mark í fyrstu 25 landsleikjunum Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska landsliðsins í fótbolta í gær þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli við Sviss í Bern. Öll mörkin þrjú voru að glæsilegri gerðinni en það er óhætt að segja það að það sé ekki daglegt brauð að Jóhann Berg skori fyrir landsliðið. 7.9.2013 12:30
Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi. 7.9.2013 12:15
ÍR og ÍBV spila til úrslita á Ragnarsmótinu í handbolta ÍR og ÍBV mætast í dag í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta en það var ljóst eftir að riðlakeppninni lauk í gærkvöldi. HK og Afturelding spila um bronsið. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót í handbolta karla sem fer fram á Selfossi. 7.9.2013 12:05
Enn fækkar í framherjahópi enska landsliðsins Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof kátur þrátt fyrir 4-0 sigur á Moldavíu í undankeppni HM á Wembley í gær því framundan er erfiður leikur í Úkraínu og enn fækkaði í framherjahópi enska landsliðsins. 7.9.2013 12:00
Haukur Helgi lánaður í B-deildina Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson spilar væntanlega ekki með La Bruixa d Or í spænsku ACB-deildinni í vetur því karfan.is segir frá því að Haukur Helgi verði lánaður til liðs í B-deildinni. 7.9.2013 11:45
Afturelding náði í mikilvægt stig fyrir norðan Þór/KA og Afturelding skildu jöfn í 16. umferð Pepsi deildar kvenna á Þórsvellinum í dag en leikurinn lauk með 1-1 jafntefli. 7.9.2013 11:39
Suárez með bæði mörkin í sigri í Perú Luis Suárez skoraði bæði mörk Úrúgvæ þegar liðið sótti þrjú stig til Perú í undankeppni HM í fótbolta í nótt. Þetta var fyrsti alvöru leikur kappans í nokkurn tíma því hann er að taka út leikbann hjá Liverpool. 7.9.2013 11:00
Aron kom inn á 90. mínútu í tapi Bandaríkjanna Aron Jóhannsson og nýju félagar hans í bandaríska landsliðinu töpuðu 1-3 á móti Kosta Ríka í undankeppni HM í nótt en fyrir vikið náði Kosta Ríka efsta sætinu í riðlinum. Mexíkó tapaði einnig í nótt og það á heimavelli á móti Hondúras. 7.9.2013 10:32
Verður Aníta vonarstjarnan? Á miðnætti var opnuð kosning á vegum evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem kosið er um besta frjálsíþróttafólkið á þessu ári. 7.9.2013 10:15