Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2013 12:15 Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. Mynd/Daníel Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi. Akureyri vann 24-22 sigur á Íslandsmeisturum Fram efrir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik og náð mest sex marka forystu í seinni hálfleik. Fram klóraði í bakkann undir lokin með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið í leiknum og Kristján Orri Jóhannsson var með sex mörk. Valsmenn unnu Stjörnuna 31-26 í seinni leik kvöldsins eftir að hafa verið 17-11 yfir í hálfleik. Einar Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuliðið en hann raðaði inn mörkum í seinni hálfleiknum og hjálpaði að koma muninum niður í þrjú mörk. Valsmenn voru hinsvegar sterkari í lokin. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Val og Atli Már Báruson var með fimm mörk. Hlynur Morthens varði 5 skot í marki Vals áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá handboltafélagi Akureyrar.Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Opna Norðlenska mótið hófst með tveimur leikjum í gær, föstudag. í fyrri leiknum mættust Akureyri og Fram, Akureyri byrjaði betur og náði þriggja marka forystu, 6-3 en þá svaraði Framliðið með fimm mörkum í röð. Fram hélt frumkvæðinu í leiknum nema hvað Akureyri skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi 15-14 í hálfleik. Akureyrarliðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörkin og héslt sex marka munur lengst af en Fram klóraði í bakkann undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins sem endaði með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Kristján Orri Jóhannsson 6, Andri Snær Stefánsson 4, Vladimir Zejak 3, Þrándur Gíslason 2, Sigþór Heimisson og Valþór Guðrúnarson 1 mark hvor. Í markinu varði Jovan Kukobat 17 skot, þar á meðal 2 vítaköst. Tomas Olafson kom inn á og spreytti sig á tveim vítaköstum og varði annað þeirra með tilþrifum.Mörk Fram: Leikmaður nr. 17 með 5 mörk, nr.21 með 4. mörk, Sveinn Þorgeirsson 3, Garðar Benedikt Sigurjónsson 3 (3 úr vítum), Sigfús Páll Sigfússon 2, leikmaður nr. 10 með 2 mörk, nr. 6 með 2 mörk og nr. 27 með 1 mark. Markverðir Fram vörðu samtals 12 skot.Í seinni leiknum mættust Stjarnan og Valur. Mikið jafnræði var með liðunum lengi framan af og jafnt í stöðunni 9-9. Þá tóku Valsarar mikinn kipp og skoruðu sex mörk í röð og höfðu örugga forystu í hálfleik, 11-17. Munurinn jókst í upphafi seinni hálfleiks og varð mestur átta mörk, 13-21. Stjörnumenn voru ekki af baki dottnir, Einar Hólmgeirsson tók til sinna ráða og raðaði inn mörkum og skyndilega var forskot Valsmanna komið niður í þrjú mörk, 24-27. Valsmenn sigldu þó þægilegum fimm marka sigri í höfn en lokatölur urðu 26-31 fyrir Val.Mörk Stjörnunnar: Einar Hólmgeirsson 7, Ari M. Þorkelsson 4 (2 úr vítum), Starri Friðriksson 4 (1 víti), Egill Magnússon 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1 og Finnur Jónsson 1. Í markinu var Sigurður Ólafsson sterkur með 13 skot varin, 1 vítakast.Mörk Vals: Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Atli Már Báruson 5, Orri Freyr Gíslason 3, Sveinn Aron Sveinsson 3 (1 víti), Elvar Friðriksson 3, (1 víti), Vignir Stefánsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Geir Guðmundsson 1 og Ásbjörn Stefánsson 1 mark. Hlynur Morthens varði 5 skot áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot.Mótið lýkur á laugardaginn með eftirfarandi leikjum: Kl. 10:00 Stjarnan – Akureyri Kl. 11:30 Valur – Fram Kl. 13:30 Fram - Stjarnan Kl. 15:00 Akureyri – Valur Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira
Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi. Akureyri vann 24-22 sigur á Íslandsmeisturum Fram efrir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik og náð mest sex marka forystu í seinni hálfleik. Fram klóraði í bakkann undir lokin með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið í leiknum og Kristján Orri Jóhannsson var með sex mörk. Valsmenn unnu Stjörnuna 31-26 í seinni leik kvöldsins eftir að hafa verið 17-11 yfir í hálfleik. Einar Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuliðið en hann raðaði inn mörkum í seinni hálfleiknum og hjálpaði að koma muninum niður í þrjú mörk. Valsmenn voru hinsvegar sterkari í lokin. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Val og Atli Már Báruson var með fimm mörk. Hlynur Morthens varði 5 skot í marki Vals áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá handboltafélagi Akureyrar.Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Opna Norðlenska mótið hófst með tveimur leikjum í gær, föstudag. í fyrri leiknum mættust Akureyri og Fram, Akureyri byrjaði betur og náði þriggja marka forystu, 6-3 en þá svaraði Framliðið með fimm mörkum í röð. Fram hélt frumkvæðinu í leiknum nema hvað Akureyri skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi 15-14 í hálfleik. Akureyrarliðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörkin og héslt sex marka munur lengst af en Fram klóraði í bakkann undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins sem endaði með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Kristján Orri Jóhannsson 6, Andri Snær Stefánsson 4, Vladimir Zejak 3, Þrándur Gíslason 2, Sigþór Heimisson og Valþór Guðrúnarson 1 mark hvor. Í markinu varði Jovan Kukobat 17 skot, þar á meðal 2 vítaköst. Tomas Olafson kom inn á og spreytti sig á tveim vítaköstum og varði annað þeirra með tilþrifum.Mörk Fram: Leikmaður nr. 17 með 5 mörk, nr.21 með 4. mörk, Sveinn Þorgeirsson 3, Garðar Benedikt Sigurjónsson 3 (3 úr vítum), Sigfús Páll Sigfússon 2, leikmaður nr. 10 með 2 mörk, nr. 6 með 2 mörk og nr. 27 með 1 mark. Markverðir Fram vörðu samtals 12 skot.Í seinni leiknum mættust Stjarnan og Valur. Mikið jafnræði var með liðunum lengi framan af og jafnt í stöðunni 9-9. Þá tóku Valsarar mikinn kipp og skoruðu sex mörk í röð og höfðu örugga forystu í hálfleik, 11-17. Munurinn jókst í upphafi seinni hálfleiks og varð mestur átta mörk, 13-21. Stjörnumenn voru ekki af baki dottnir, Einar Hólmgeirsson tók til sinna ráða og raðaði inn mörkum og skyndilega var forskot Valsmanna komið niður í þrjú mörk, 24-27. Valsmenn sigldu þó þægilegum fimm marka sigri í höfn en lokatölur urðu 26-31 fyrir Val.Mörk Stjörnunnar: Einar Hólmgeirsson 7, Ari M. Þorkelsson 4 (2 úr vítum), Starri Friðriksson 4 (1 víti), Egill Magnússon 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1 og Finnur Jónsson 1. Í markinu var Sigurður Ólafsson sterkur með 13 skot varin, 1 vítakast.Mörk Vals: Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Atli Már Báruson 5, Orri Freyr Gíslason 3, Sveinn Aron Sveinsson 3 (1 víti), Elvar Friðriksson 3, (1 víti), Vignir Stefánsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Geir Guðmundsson 1 og Ásbjörn Stefánsson 1 mark. Hlynur Morthens varði 5 skot áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot.Mótið lýkur á laugardaginn með eftirfarandi leikjum: Kl. 10:00 Stjarnan – Akureyri Kl. 11:30 Valur – Fram Kl. 13:30 Fram - Stjarnan Kl. 15:00 Akureyri – Valur
Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira