Fleiri fréttir Didier Dinart spilar með Róberti og Ásgeiri Erni í París Íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson verða liðsfélagar franska varnartröllsins Didier Dinart á næstu leiktíð. Didier Dinart hefur gert eins árs samning við franska félagið Paris Saint-Germain Handball sem safnar nú liði fyrir átök vetrarins. 29.6.2012 13:00 Klinsmann gagnrýnir þýska landsliðið: Yfirspilaðir af Ítölum Þjóðverjar voru mættir á EM til að verða Evrópumeistarar en urðu að sætta sig við tap í undanúrslitunum á móti Ítölum í gær. Þýskaland hefur ekki unnið titil á stórmóti síðan að Jürgen Klinsmann var fyrirliði liðsins á EM 1996. Hann var gestur BBC í útsendingunni frá leiknum í gær. 29.6.2012 12:30 Næstbesta stökk Kristins á árinu dugði ekki - endaði í 28. sæti á EM Kristinn Torfason úr FH endaði í 28. sæti í undankeppninni í langstökki á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Helsinski í Finnlandi. Kristinn var síðasti íslenski keppandinn á mótinu. 29.6.2012 12:25 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Valur 2-0 ÍBV stimplaði sig inn í toppbaráttuna í Pepsi-deild karla í kvöld með 2-0 sigri gegn Val á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta var fjórði sigurleikur ÍBV í röð og liðið var mjög sannfærandi gegn Valsmönnum. 29.6.2012 11:53 Villas-Boas kynntur sem stjóri Tottenham á mánudag - Gylfi fyrstu kaupin? Enskir fréttamiðlar segja frá að André Villas-Boas verði kynntur sem nýr stjóri Tottenham á mánudaginn og að fyrstu kaup hans verði íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Villas-Boas og forráðamenn Tottenham munu ganga frá þriggja ára samningi um helgina. 29.6.2012 11:50 Redknapp: Pearce getur gleymt þvi að fá riddaragráðuna Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, hefur tjáð sig um þá ákvörðun Stuart Pearce að velja ekki David Beckham í Ólympíulandslið Breta. Hann segir Pearce geta gleymt þvi að fá riddaragráðu í framtíðinni. 29.6.2012 11:45 Portúgalinn Proenca dæmir úrslitaleikinn á EM UEFA hefur ákveðið að það verði Portúgalinn Pedro Proenca sem dæmi úrslitaleikinn á EM á milli Spánverja og Ítala en leikurinn fer fram á sunnudagskvöldið. 29.6.2012 11:00 Klose setti met í gær og ætlar að vera með Þjóðverjum á HM 2014 Miroslav Klose spilaði seinni hálfleikinn í gær í tapi Þjóðverja á móti Ítölum í undanúrslitaleik Evrópumótsins. Klose tókst ekki að skora en sett met með því að taka þátt í sínum fimmta undanúrslitaleik á stórmóti. Hann er orðinn 34 ára en ætlar ekki að hætta í landsliðinu. 29.6.2012 10:30 Wade þarf að fara í hnéaðgerð - missir af Ólympíuleikunum Dwyane Wade verður ekki með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London því hann þarf að fara í aðgerð á vinstra hné. Wade hringdi í Mike Krzyzewski, þjálfara bandaríska landsliðsins í gær, og sagði honum fréttirnar. 29.6.2012 10:00 Prandelli, þjálfari Ítala: Ferillinn hans Balotelli er bara rétt að byrja Cesare Prandelli, þjálfari Ítala, lagði frábærlega upp undanúrslitaleikinn á móti Þjóðverjum í gærkvöldi og það hefur heldur betur borgað sig hjá honum að veðja á Mario Balotelli. Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í 2-1 sigri og er einn markahæstu leikmanna keppninnar með þrjú mörk. 29.6.2012 09:30 Buffon pirraður út í fögnuð liðsfélaganna: Ég fagna ekki öðru sæti Það voru ekki allir Ítalar kátir eftir sigurinn á Þjóðverjum í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. Gianluigi Buffon, markvörður og fyrirliði Ítala, strunsaði af velli og var allt annað en sáttur út í viltan fögnuð liðsfélaganna. 29.6.2012 09:00 Laxavon á silungasvæði Breiðdalsár Á Veiðivísi hefur töluvert verið fjallað um ódýr laxveiðileyfi undanfarnar vikur. Á silungasvæðinu í Breiðdalsá er ágætis laxavon. Síðasta sumar komu 60 laxar á land á þessu svæði en auk þess veiddust ríflega 300 silungar - urriðar, sjóbirtingar og sjóbleikjur. 29.6.2012 08:30 Laxinn gefur sig í Svarthöfða í Borgarfirði 29.6.2012 08:15 Þráinn: Vorum búnir að búa Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni dagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. 29.6.2012 07:00 Ecclestone íhugar að fjármagna kappakstur í Lundúnum Lengi hafa Formúlu 1 áhugamenn og auðmenn haft áhuga á því að halda Formúlu 1 kappasktur í Lundúnum, höfuðborg Bretlands. 29.6.2012 06:00 Anthony Davis valinn fyrstur í nýliðavali NBA Kraftframherjinn Anthony Davis úr Kentucky-háskólanum var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar sem hófst undir miðnætti. 28.6.2012 23:49 Enn leggja Ítalir Þjóðverja að velli á stórmóti | Myndasyrpa Þýska karlalandsliðinu í knattspyrnu hafði ekki tekist að leggja Ítali að velli á stórmóti fyrir viðureign sína gegn Ítölum í kvöld. Á því varð engin breyting og Ítalir tryggðus sér sæti í úrslitaleiknum gegn Spánverjum á sunnudag. 28.6.2012 22:45 Balotelli: Skoraði mörkin fyrir mömmu Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala sem tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með 2-1 sigri á Þjóðverjum í Varsjá í kvöld. Hann tileinkaði mörkin aldraðri móður sinni. 28.6.2012 22:12 Sigurbjörn og vekringar hans unnu báðar skeiðkappreiðarnar Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá Búðardal sigraði í 150 metra skeiðkappreiðum á Landsmóti hestamanna í Víðidal en seinni umferð kappreiðanna fór fram í kvöld. 28.6.2012 22:01 Fanndís Friðriksdóttir: Ég hélt að flugmaðurinn ætlaði inn í markið "Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. 28.6.2012 21:40 Nadal úr leik á Wimbledon eftir tap gegn óþekktum Tékka Spánverjinn Rafael Nadal féll í kvöld úr keppni í 2. umferð í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í fimm setta leik gegn Tékkanum Lukas Rosol. 28.6.2012 21:26 Jón Margeir fékk gull | Sex Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi Jón Margeir Sverrison, sundkappi úr Fjölni, vann í dag sigur í 200 metra skriðsundi í opnum flokki á Opna þýska meistaramótinu í sundi og setti nýtt Íslandsmet. 28.6.2012 20:30 Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28.6.2012 18:12 Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28.6.2012 17:46 Manchester United og Barcelona mætast í ágúst Manchester United og Barcelona hafa samið um að mætast í æfingaleik í Gautaborg 8. ágúst næstkomandi en þetta verður annað sumarið í röð þar sem þessi stórlið mætast á undirbúningstímabilinu. 28.6.2012 17:30 Gylfi Orra: Dómarar vilja ekki að menn taki út refsingu fyrir þeirra mistök "Gagnrýnin á störf dómara hefur ekki verið neitt öðruvísien undanfarin ár. Mér finnst sem betur hafa verið minna um hana en undanfarin ár sem ég tel vera merki um að dómarahópurinn hafi staðið sig mjög vel í sumar", sagði Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar sambandsins í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu í morgun. 28.6.2012 17:00 Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28.6.2012 16:56 Leikmaður úrslitakeppninnar ráðinn spilandi þjálfari meistaranna Lele Hardy, besti leikmaður úrslitakeppni kvenna í körfubolta á liðinni leiktíð, hefur tekið við hlutverki spilandi þjálfara hjá Njarðvík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 28.6.2012 16:11 Fláki frá Blesastöðum 1A efstur í milliriðli A-flokks Þórður Þorgeirsson og Flákur frá Blesastöðum höfnuðu í efsta sæti með einkunnina 8,81 í milliriðli A-flokks á Landsmóti hestamanna í Víðidal í dag. 28.6.2012 15:54 Einar Daði í tólfta sæti fyrir lokagreinina Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, kastaði lengst 51,75 metra í spjótkastinu í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í Helsinki. Einar Daði hlaut 615 stig fyrir vikið og er áfram í 12. sæti. 28.6.2012 15:43 Þjálfari Fylkis áminntur fyrir ummæli um dómara og félagið sektað Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis í efstu deild kvenna í knattspyrnu, hefur verið áminntur af aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands vegna niðrandi ummæla um dómara. 28.6.2012 15:32 Hvenær má markmaður taka boltann upp og hvenær ekki? Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að setja inn á heimasíðu sambandsins útskýringu á því hvenær markmaður megi taka boltann upp eftir sendingu samherja og hvenær ekki. 28.6.2012 15:30 Lax kominn á efra svæðið í Selá Laxinn er þegar kominn á eftra svæðið í Selá en í fyrrakvöld komu þrír á land í Leifsstaðarhyl og Réttarhyl. Gríðarlegt hrygningarsvæði opnast með nýjum laxastiga. 28.6.2012 14:54 Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28.6.2012 14:45 Balotelli skoraði tvívegis og Ítalir komnir í úrslit Ítalir eru komnir í úrslit á Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu en liðið lagði Þjóðverja að velli 2-1 í undanúrslitaleiknum í Varsjá í kvöld. Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í fyrri hálfleik en Mesut Özil minnkaði muninn í viðbótartíma úr vítaspyrnu. 28.6.2012 14:30 Með brons um hálsinn og rós í munninum - Davíð þriðji á EM Davíð Jónsson úr Ármanni, vann í dag til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum sem fram fer í Stadskanaal í Hollandi. Þetta eru þriðji verðlaun íslenska hópsins á mótinu. 28.6.2012 14:21 Maradona: Ef Grikkir geta skorað hjá Þjóðverjum þá geta Ítalir það líka Argentínska goðsögnin Diego Maradona skrifar um leik Þjóðverja og Ítala í pistli í Indian Times blaðinu í dag. Þjóðirnar mætast í seinni undanúrslitaleik EM í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánverja. 28.6.2012 14:15 Gary Lineker gagnrýnir "meðferðina" á Beckham Gary Lineker, knattspyrnuspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, gegnrýndi það á twitter-síðu sinni í dag hvernig farið var með David Beckham í kringum valið á breska Ólympíuliðinu. Beckham var valinn í úrtakshópinn en í morgun kom svo í ljós að hann verður ekki valinn í breska landsliðið. 28.6.2012 13:45 Hundrað ár liðin frá fyrsta leik í Íslandsmótinu í fótbolta Í dag, 28. júní, eru liðin nákvæmlega 100 ár frá fyrsta leiknum sem fram fór í Íslandsmóti í knattspyrnu. Þennan dag árið 1912 mættust Fram og KR, sem þá hét reyndar Fótboltafélag Reykjavíkur, í kappleik á Melavellinum. Úrslit leiksins urðu jafntefli, 1-1, og var það Framarinn Pétur J. Hoffmann Magnússon sem skoraði fyrsta markið. Þetta kemur fram á KSÍ.is. 28.6.2012 13:15 Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 28.6.2012 13:00 HSÍ hefur ráðið Árna Stefánsson til starfa Árni Stefánsson hefur hafið störf hjá Handknattleikssambandi Íslands sem verkefnastjóri fræðslu og útbreiðslumála. Hans hlutverk verður að móta og skipuleggja fræðslu- og útbreiðslustarf HSÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ. 28.6.2012 12:48 Barcelona keypti Jordi Alba frá Valencia Það fjölgaði í dag í hópi leikmanna frá Barcelona og Real Madrid í spænska landsliðinu í fótbolta því Börsungar tilkynntu þá á heimasíðu sinni að þeir væru búnir að kaupa landsliðsbakvörðinn Jordi Alba frá Valencia CF. Barcelona borgar 14 milljónir evra fyrir leikmanninn og hann gerir fimm ára samning við félagið. 28.6.2012 12:30 Úlfar búinn að velja golflandsliðið fyrir Evrópumót landsliða Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem munu leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. 28.6.2012 11:53 Guðmundur valdi 19 manna undirbúningshóp fyrir ÓL Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings fyrir Ólymíuleikana sem fara fram í London í júlí og ágúst. Ísland er þar í riðli með Argentínu, Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð og Túnis. 28.6.2012 11:50 Luka Modric: Ég fer frá Tottenham Króatinn Luka Modric segir í viðtali við spænska blaðið Marca að hann sé á förum frá Tottenham en þessi snjalli miðjumaður hefur verið sterklega orðaður við spænsku meistarana í Real Madrid. 28.6.2012 11:45 Sjá næstu 50 fréttir
Didier Dinart spilar með Róberti og Ásgeiri Erni í París Íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson verða liðsfélagar franska varnartröllsins Didier Dinart á næstu leiktíð. Didier Dinart hefur gert eins árs samning við franska félagið Paris Saint-Germain Handball sem safnar nú liði fyrir átök vetrarins. 29.6.2012 13:00
Klinsmann gagnrýnir þýska landsliðið: Yfirspilaðir af Ítölum Þjóðverjar voru mættir á EM til að verða Evrópumeistarar en urðu að sætta sig við tap í undanúrslitunum á móti Ítölum í gær. Þýskaland hefur ekki unnið titil á stórmóti síðan að Jürgen Klinsmann var fyrirliði liðsins á EM 1996. Hann var gestur BBC í útsendingunni frá leiknum í gær. 29.6.2012 12:30
Næstbesta stökk Kristins á árinu dugði ekki - endaði í 28. sæti á EM Kristinn Torfason úr FH endaði í 28. sæti í undankeppninni í langstökki á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Helsinski í Finnlandi. Kristinn var síðasti íslenski keppandinn á mótinu. 29.6.2012 12:25
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Valur 2-0 ÍBV stimplaði sig inn í toppbaráttuna í Pepsi-deild karla í kvöld með 2-0 sigri gegn Val á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta var fjórði sigurleikur ÍBV í röð og liðið var mjög sannfærandi gegn Valsmönnum. 29.6.2012 11:53
Villas-Boas kynntur sem stjóri Tottenham á mánudag - Gylfi fyrstu kaupin? Enskir fréttamiðlar segja frá að André Villas-Boas verði kynntur sem nýr stjóri Tottenham á mánudaginn og að fyrstu kaup hans verði íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Villas-Boas og forráðamenn Tottenham munu ganga frá þriggja ára samningi um helgina. 29.6.2012 11:50
Redknapp: Pearce getur gleymt þvi að fá riddaragráðuna Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, hefur tjáð sig um þá ákvörðun Stuart Pearce að velja ekki David Beckham í Ólympíulandslið Breta. Hann segir Pearce geta gleymt þvi að fá riddaragráðu í framtíðinni. 29.6.2012 11:45
Portúgalinn Proenca dæmir úrslitaleikinn á EM UEFA hefur ákveðið að það verði Portúgalinn Pedro Proenca sem dæmi úrslitaleikinn á EM á milli Spánverja og Ítala en leikurinn fer fram á sunnudagskvöldið. 29.6.2012 11:00
Klose setti met í gær og ætlar að vera með Þjóðverjum á HM 2014 Miroslav Klose spilaði seinni hálfleikinn í gær í tapi Þjóðverja á móti Ítölum í undanúrslitaleik Evrópumótsins. Klose tókst ekki að skora en sett met með því að taka þátt í sínum fimmta undanúrslitaleik á stórmóti. Hann er orðinn 34 ára en ætlar ekki að hætta í landsliðinu. 29.6.2012 10:30
Wade þarf að fara í hnéaðgerð - missir af Ólympíuleikunum Dwyane Wade verður ekki með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London því hann þarf að fara í aðgerð á vinstra hné. Wade hringdi í Mike Krzyzewski, þjálfara bandaríska landsliðsins í gær, og sagði honum fréttirnar. 29.6.2012 10:00
Prandelli, þjálfari Ítala: Ferillinn hans Balotelli er bara rétt að byrja Cesare Prandelli, þjálfari Ítala, lagði frábærlega upp undanúrslitaleikinn á móti Þjóðverjum í gærkvöldi og það hefur heldur betur borgað sig hjá honum að veðja á Mario Balotelli. Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í 2-1 sigri og er einn markahæstu leikmanna keppninnar með þrjú mörk. 29.6.2012 09:30
Buffon pirraður út í fögnuð liðsfélaganna: Ég fagna ekki öðru sæti Það voru ekki allir Ítalar kátir eftir sigurinn á Þjóðverjum í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. Gianluigi Buffon, markvörður og fyrirliði Ítala, strunsaði af velli og var allt annað en sáttur út í viltan fögnuð liðsfélaganna. 29.6.2012 09:00
Laxavon á silungasvæði Breiðdalsár Á Veiðivísi hefur töluvert verið fjallað um ódýr laxveiðileyfi undanfarnar vikur. Á silungasvæðinu í Breiðdalsá er ágætis laxavon. Síðasta sumar komu 60 laxar á land á þessu svæði en auk þess veiddust ríflega 300 silungar - urriðar, sjóbirtingar og sjóbleikjur. 29.6.2012 08:30
Þráinn: Vorum búnir að búa Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni dagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. 29.6.2012 07:00
Ecclestone íhugar að fjármagna kappakstur í Lundúnum Lengi hafa Formúlu 1 áhugamenn og auðmenn haft áhuga á því að halda Formúlu 1 kappasktur í Lundúnum, höfuðborg Bretlands. 29.6.2012 06:00
Anthony Davis valinn fyrstur í nýliðavali NBA Kraftframherjinn Anthony Davis úr Kentucky-háskólanum var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar sem hófst undir miðnætti. 28.6.2012 23:49
Enn leggja Ítalir Þjóðverja að velli á stórmóti | Myndasyrpa Þýska karlalandsliðinu í knattspyrnu hafði ekki tekist að leggja Ítali að velli á stórmóti fyrir viðureign sína gegn Ítölum í kvöld. Á því varð engin breyting og Ítalir tryggðus sér sæti í úrslitaleiknum gegn Spánverjum á sunnudag. 28.6.2012 22:45
Balotelli: Skoraði mörkin fyrir mömmu Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala sem tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með 2-1 sigri á Þjóðverjum í Varsjá í kvöld. Hann tileinkaði mörkin aldraðri móður sinni. 28.6.2012 22:12
Sigurbjörn og vekringar hans unnu báðar skeiðkappreiðarnar Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá Búðardal sigraði í 150 metra skeiðkappreiðum á Landsmóti hestamanna í Víðidal en seinni umferð kappreiðanna fór fram í kvöld. 28.6.2012 22:01
Fanndís Friðriksdóttir: Ég hélt að flugmaðurinn ætlaði inn í markið "Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. 28.6.2012 21:40
Nadal úr leik á Wimbledon eftir tap gegn óþekktum Tékka Spánverjinn Rafael Nadal féll í kvöld úr keppni í 2. umferð í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í fimm setta leik gegn Tékkanum Lukas Rosol. 28.6.2012 21:26
Jón Margeir fékk gull | Sex Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi Jón Margeir Sverrison, sundkappi úr Fjölni, vann í dag sigur í 200 metra skriðsundi í opnum flokki á Opna þýska meistaramótinu í sundi og setti nýtt Íslandsmet. 28.6.2012 20:30
Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28.6.2012 18:12
Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28.6.2012 17:46
Manchester United og Barcelona mætast í ágúst Manchester United og Barcelona hafa samið um að mætast í æfingaleik í Gautaborg 8. ágúst næstkomandi en þetta verður annað sumarið í röð þar sem þessi stórlið mætast á undirbúningstímabilinu. 28.6.2012 17:30
Gylfi Orra: Dómarar vilja ekki að menn taki út refsingu fyrir þeirra mistök "Gagnrýnin á störf dómara hefur ekki verið neitt öðruvísien undanfarin ár. Mér finnst sem betur hafa verið minna um hana en undanfarin ár sem ég tel vera merki um að dómarahópurinn hafi staðið sig mjög vel í sumar", sagði Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar sambandsins í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu í morgun. 28.6.2012 17:00
Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28.6.2012 16:56
Leikmaður úrslitakeppninnar ráðinn spilandi þjálfari meistaranna Lele Hardy, besti leikmaður úrslitakeppni kvenna í körfubolta á liðinni leiktíð, hefur tekið við hlutverki spilandi þjálfara hjá Njarðvík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 28.6.2012 16:11
Fláki frá Blesastöðum 1A efstur í milliriðli A-flokks Þórður Þorgeirsson og Flákur frá Blesastöðum höfnuðu í efsta sæti með einkunnina 8,81 í milliriðli A-flokks á Landsmóti hestamanna í Víðidal í dag. 28.6.2012 15:54
Einar Daði í tólfta sæti fyrir lokagreinina Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, kastaði lengst 51,75 metra í spjótkastinu í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í Helsinki. Einar Daði hlaut 615 stig fyrir vikið og er áfram í 12. sæti. 28.6.2012 15:43
Þjálfari Fylkis áminntur fyrir ummæli um dómara og félagið sektað Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis í efstu deild kvenna í knattspyrnu, hefur verið áminntur af aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands vegna niðrandi ummæla um dómara. 28.6.2012 15:32
Hvenær má markmaður taka boltann upp og hvenær ekki? Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að setja inn á heimasíðu sambandsins útskýringu á því hvenær markmaður megi taka boltann upp eftir sendingu samherja og hvenær ekki. 28.6.2012 15:30
Lax kominn á efra svæðið í Selá Laxinn er þegar kominn á eftra svæðið í Selá en í fyrrakvöld komu þrír á land í Leifsstaðarhyl og Réttarhyl. Gríðarlegt hrygningarsvæði opnast með nýjum laxastiga. 28.6.2012 14:54
Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28.6.2012 14:45
Balotelli skoraði tvívegis og Ítalir komnir í úrslit Ítalir eru komnir í úrslit á Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu en liðið lagði Þjóðverja að velli 2-1 í undanúrslitaleiknum í Varsjá í kvöld. Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í fyrri hálfleik en Mesut Özil minnkaði muninn í viðbótartíma úr vítaspyrnu. 28.6.2012 14:30
Með brons um hálsinn og rós í munninum - Davíð þriðji á EM Davíð Jónsson úr Ármanni, vann í dag til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum sem fram fer í Stadskanaal í Hollandi. Þetta eru þriðji verðlaun íslenska hópsins á mótinu. 28.6.2012 14:21
Maradona: Ef Grikkir geta skorað hjá Þjóðverjum þá geta Ítalir það líka Argentínska goðsögnin Diego Maradona skrifar um leik Þjóðverja og Ítala í pistli í Indian Times blaðinu í dag. Þjóðirnar mætast í seinni undanúrslitaleik EM í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánverja. 28.6.2012 14:15
Gary Lineker gagnrýnir "meðferðina" á Beckham Gary Lineker, knattspyrnuspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, gegnrýndi það á twitter-síðu sinni í dag hvernig farið var með David Beckham í kringum valið á breska Ólympíuliðinu. Beckham var valinn í úrtakshópinn en í morgun kom svo í ljós að hann verður ekki valinn í breska landsliðið. 28.6.2012 13:45
Hundrað ár liðin frá fyrsta leik í Íslandsmótinu í fótbolta Í dag, 28. júní, eru liðin nákvæmlega 100 ár frá fyrsta leiknum sem fram fór í Íslandsmóti í knattspyrnu. Þennan dag árið 1912 mættust Fram og KR, sem þá hét reyndar Fótboltafélag Reykjavíkur, í kappleik á Melavellinum. Úrslit leiksins urðu jafntefli, 1-1, og var það Framarinn Pétur J. Hoffmann Magnússon sem skoraði fyrsta markið. Þetta kemur fram á KSÍ.is. 28.6.2012 13:15
Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 28.6.2012 13:00
HSÍ hefur ráðið Árna Stefánsson til starfa Árni Stefánsson hefur hafið störf hjá Handknattleikssambandi Íslands sem verkefnastjóri fræðslu og útbreiðslumála. Hans hlutverk verður að móta og skipuleggja fræðslu- og útbreiðslustarf HSÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ. 28.6.2012 12:48
Barcelona keypti Jordi Alba frá Valencia Það fjölgaði í dag í hópi leikmanna frá Barcelona og Real Madrid í spænska landsliðinu í fótbolta því Börsungar tilkynntu þá á heimasíðu sinni að þeir væru búnir að kaupa landsliðsbakvörðinn Jordi Alba frá Valencia CF. Barcelona borgar 14 milljónir evra fyrir leikmanninn og hann gerir fimm ára samning við félagið. 28.6.2012 12:30
Úlfar búinn að velja golflandsliðið fyrir Evrópumót landsliða Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem munu leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. 28.6.2012 11:53
Guðmundur valdi 19 manna undirbúningshóp fyrir ÓL Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings fyrir Ólymíuleikana sem fara fram í London í júlí og ágúst. Ísland er þar í riðli með Argentínu, Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð og Túnis. 28.6.2012 11:50
Luka Modric: Ég fer frá Tottenham Króatinn Luka Modric segir í viðtali við spænska blaðið Marca að hann sé á förum frá Tottenham en þessi snjalli miðjumaður hefur verið sterklega orðaður við spænsku meistarana í Real Madrid. 28.6.2012 11:45