Úlfar búinn að velja golflandsliðið fyrir Evrópumót landsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2012 11:53 Mynd/GSÍ Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem munu leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Eftirtaldir kylfingar skipa landsliðshópinn: Ólafur Björn Loftsson, Nesklúbbnum (Heimslisti áhugamanna) Kristján Þór Einarsson, Keili (Heimslisti áhugamanna) Haraldur Franklín Magnús, GR (Stigalisti) Andri Þór Björnsson, GR (Stigalisti) Guðjón Henning Hilmarsson, GKG (Val landsliðsþjálfara) Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (Val landsliðsþjálfara) Tveir efstu kylfingarnir á áhugaheimslistanum unnu sér inn sæti í liðinu en það eru þeir Ólafur Björn og Kristján Þór. Tveir efstu áhugakylfingarnir á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar spiluðu sig einnig inn í liðið og eru það þeir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, báðir úr GR. Úlfar valdi að lokum þá Guðjón Henning og Guðmund Ágúst í þau tvö sæti sem eftir voru. Haraldur og Andri Þór eru nýliðar í íslenska landsliðinu en hinir fjórir hafa allir áður leikið fyrir Íslands hönd. Níu þjóðir leika um þrjú laus sæti á Hvaleyrarvelli og verða leiknir þrír hringir í höggleik. Auk Íslands taka Belgía, England, Holland, Portúgal, Rússland, Rúmenía, Slóvakía og Serbía þátt í mótinu. Golf Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem munu leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Eftirtaldir kylfingar skipa landsliðshópinn: Ólafur Björn Loftsson, Nesklúbbnum (Heimslisti áhugamanna) Kristján Þór Einarsson, Keili (Heimslisti áhugamanna) Haraldur Franklín Magnús, GR (Stigalisti) Andri Þór Björnsson, GR (Stigalisti) Guðjón Henning Hilmarsson, GKG (Val landsliðsþjálfara) Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (Val landsliðsþjálfara) Tveir efstu kylfingarnir á áhugaheimslistanum unnu sér inn sæti í liðinu en það eru þeir Ólafur Björn og Kristján Þór. Tveir efstu áhugakylfingarnir á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar spiluðu sig einnig inn í liðið og eru það þeir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, báðir úr GR. Úlfar valdi að lokum þá Guðjón Henning og Guðmund Ágúst í þau tvö sæti sem eftir voru. Haraldur og Andri Þór eru nýliðar í íslenska landsliðinu en hinir fjórir hafa allir áður leikið fyrir Íslands hönd. Níu þjóðir leika um þrjú laus sæti á Hvaleyrarvelli og verða leiknir þrír hringir í höggleik. Auk Íslands taka Belgía, England, Holland, Portúgal, Rússland, Rúmenía, Slóvakía og Serbía þátt í mótinu.
Golf Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira