Fleiri fréttir

Úrslit dagsins í 1. deildinni

Fjórir leikir fóru fram í 1. deildinni í dag. Nigel Quashie var á meðal markaskorara í öruggum sigri ÍR á Tindastóli.

Guðmundur hættir eftir Ólympíuleikana

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Ólympíuleikana í London. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ í dag.

Fullkomnu tímabili hjá Kiel lokið

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel náðu því ótrúlega afreki í dag að vinna alla 34 leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Lokaumferðin fór fram í dag þá lagði Kiel fyrrum félag Alfreðs, Gummersbach.

Þórsarar komnir á toppinn

Þórsarar skelltu sér topp 1. deildarinnar er þeir lögðu Víking frá Ólafsvík í toppslag í dag. Lokatölur 2-1 fyrir Þór.

Vertonghen að semja við Spurs

Eins og við var búist er belgíski varnarmaðurinn hjá Ajax, Jan Vertonghen, á leið til Tottenham en leikmaðurinn staðfestir að hann geti orðið leikmaður félagsins á næstu dögum.

Aston Villa búið að ráða Lambert

Aston Villa tilkynnti í dag að félagið væri búið að ráða Paul Lambert sem knattspyrnustjóra. Hann tekur við starfinu af Alex McLeish.

Nani gæti farið frá Man. Utd

Framtíð Portúgalans Nani hjá Man. Utd er í óvissu og svo gæti farið að hann færi frá félaginu. Hann er í samningaviðræðum við Man. Utd en heldur sínum möguleikum opnum.

Boston beit frá sér

Boston Celtics hleypti lífi í einvígi sitt við Miami Heat í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar með sannfærandi sigri, 101-91, í nótt. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Miami.

Sársaukinn gleymist í hita leiksins

Valsmaðurinn Úlfar Hrafn Pálsson sýndi af sér fádæma hörku í leik Vals og Keflavíkur á fimmtudag. Önnur framtönnin brotnaði þá en hann gaf sjúkraþjálfaranum tönnina og hélt áfram að spila.

Ég er enn í hálfgerðu losti

Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað.

Þurfa 3 marka sigur í Úkraínu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar á morgun hreinan úrslitaleik um sæti á EM í Hollandi þegar liðið mætir Úkraínu í lokaleiknum í sínum undanriðli.

Búinn að bíða í 14 leiki eftir hundraðasta sigrinum

Í lok leiks ÍA og Fram á Akranesvelli 20. maí 2008 leit allt út fyrir það að Guðjón Þórðarson myndi mjög fljótlega bætast í hundrað sigra hópinn með Ásgeiri Elíassyni. Guðjón var þarna að stýra liði til sigurs í 99. sinn í efstu deild og allt leit út fyrir að hann ætlaði að vera með Skagaliðið í efri hlutanum annað árið í röð.

Þjóðverjar með yngsta liðið á EM 2012

Það búast flestir fótboltaspekingar við því að Þýskaland vinni Evrópumeistaratitilinn í sumar en það vita kannski færri að Þýskaland verður með yngsta hópinn í keppninni.

Verður þetta fullkomið tímabil hjá Kiel?

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel geta í dag tryggt sér fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni og þar með sæti í sögubókunum um ókomna tíð. Eftir sigra í fyrstu 33 deildarleikjunum sínum þá mætir Kiel liði Gummersbach á heimavelli í lokaumferð þýsku deildarinnar.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 2-2

Skagamenn eru enn í toppsæti Pepsideildarinnar eftir 2-2 jafntefli í Grindavík í dag. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum en Skagamenn vöknuðu til lífsins undir lok seinni hálfleiks eftir að hafa lent undir 1-0 og náðu að jafna rétt fyrir hlé. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum framan af en svo tóku Skagamenn völdin þegar leið á og voru nálægt því að taka stigin þrjú undir lokin.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - KR 1-2

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sinn besta leik náðu KR að kreista fram sigurinn undir lokin í 2-1 sigri þeirra á Fram í Laugardalnum í dag. Þeir hafa núna unnið fjóra leiki í röð og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði ÍA í Pepsi deild karla.

Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá

Sést hefur lax stökkva fyrir neðan Þjóðvegsbrúna yfir Ytri-Rangá við Hellu og er það í annað sinn á nokkrum dögum sem sést hefur til laxa í ánni.

Pepsi-mörkin í beinni á Vísi

Sjöttu umferð Pepsi-deildar karla er lokið og verða allir leikir umferðarinnar gerðir upp í Pepsi-mörkunum í beinni á Vísi.

Búið að læsa Mayweather inni

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er ekki á leiðinni í neitt kampavínspartí í kvöld því hann er farinn í fangelsi.

Sonur Puff Daddy spilar ruðning á skólastyrk

Mo money, mo problems söng rapparinn moldríki, Sean "Diddy" Combs einnig þekktur sem Puff Daddy eða jafnvel Diddy, á sínum tíma. Einmitt vegna þess að hann er auðugur gremst mörgum að sonur hans sé á skólastyrk hjá UCLA-háskólanum.

Button kemur Schumacher til varnar

Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, kemur Michael Schumacher til varnar og segir lítið að marka gagnrýnina sem heimsmeistarinn sjöfaldi hefur fengið á sig. Endurkoma Schumachers hefur ekki gengið sem skildi og vilja sumir spekingar meina að lítið loft sé enn í blöðru Schumachers.

Higuain fer ekki frá Real Madrid

Það er mikið rætt og ritað um framtíð argentínska framherjans Gonzalo Higuain þessa dagana enda eftirsóttur af mörgum ríkustu liðum Evrópu.

EM-þjóðirnar Tékkland, Úkraína og Ítalía töpuðu allar í kvöld

Tékkland, Úkraína og Ítalía töpuðu öll vináttulandsleikjum sínum í kvöld en þjóðirnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst eftir eina viku. Tékkar töpuðu 1-2 fyrir Ungverjum, Úkraínumenn lágu 2-3 á móti Austurríki og Rússar unnu 3-0 sigur á Ítölum í uppgjöri tveggja liða sem verða með á EM.

Vranjes framlengir við Flensburg

Svíinn Ljubomir Vranjes hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Flensburg en hann náði flottum árangri með liðið í vetur en það er í öðru sæti deildarinnar.

Andersson fer til AG í sumar

Dönsku meistararnir í AG tilkynntu loks í dag að Svíinn Kim Andersson muni ganga í raðir liðsins í sumar. Þetta hefur legið fyrir í margar vikur.

Handboltalandsliðið fær 26 af 40 milljónum í úthlutun ÍSÍ

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur ákveðið að úthluta styrkjum upp á tæplega 40 milljónir íslenskra króna vegna undirbúnings íslensk íþróttafólks fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Einar á förum frá Magdeburg

Þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg hefur staðfest að Einar Hólmgeirsson muni ekki fá áframhaldandi samning hjá félaginu.

Maraþonmaðurinn tapaði eftir 22 oddalotur

Bandaríkjamaðurinn John Isner mátti sætta sig við tap gegn heimamanninum Paul-Henri Mathieu eftir 22 oddalotur í fimmta setti kappanna í 2. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis í gær.

Ísland niður um tvö sæti á styrkleikalista FIFA

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á styrkleikalista FIFA sem uppfærður var í dag. Liðið situr í 17 sæti en Spánn og Suður-Kórea skutust upp fyrir Ísland.

Tveir sigrar í lokaleik TBR í Evrópukeppninni

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur vann tvo leiki í lokaviðureign sinni í B-riðli Evrópukeppni félagsliða gegn Hadju Gabona Debreceni frá Ungverjalandi. Viðureignin tapaðist þó 5-2.

Sjá næstu 50 fréttir