Handbolti

Verður þetta fullkomið tímabil hjá Kiel?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason Er búinn að búa til ósigrandi lið í Kiel.nordicphotos/bongarts
Alfreð Gíslason Er búinn að búa til ósigrandi lið í Kiel.nordicphotos/bongarts
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel geta í dag tryggt sér fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni og þar með sæti í sögubókunum um ókomna tíð. Eftir sigra í fyrstu 33 deildarleikjunum sínum þá mætir Kiel liði Gummersbach á heimavelli í lokaumferð þýsku deildarinnar.

Kiel, með Aron Pálmarsson innanborðs, er þegar búið að tryggja sér fjóra titla á þessu tímabili og hefur alls unnið 52 af 56 leikjum í öllum keppnum. Liðið er búið að vinna alla 40 leiki sína heima fyrir en gerði 3 jafntefli og tapaði einum leik í Meistaradeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 14.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×