Handbolti

Einar á förum frá Magdeburg

Þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg hefur staðfest að Einar Hólmgeirsson muni ekki fá áframhaldandi samning hjá félaginu.

Einar kom til liðsins þegar það var í miklum meiðslavandræðum. Einar hefur þó ekki fengið mörg tækifæri og kom aðeins við sögu í fjórum leikjum þar sem hann skoraði sex mörk.

Óljóst er hvað nú tekur við hjá Einari en hann hafði verið samningslaus í tæpt ár þegar Magdeburg hafði samband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×