Handbolti

Þurfa 3 marka sigur í Úkraínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar okkar eru búnar að vinna 3 leiki í röð í undankeppni EM.
Stelpurnar okkar eru búnar að vinna 3 leiki í röð í undankeppni EM. Mynd/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar á morgun hreinan úrslitaleik um sæti á EM í Hollandi þegar liðið mætir Úkraínu í lokaleiknum í sínum undanriðli.

Íslensku stelpurnar héldu EM-voninni á lífi með frábærum 21-18 sigri á Spánverjum á miðvikudaginn en þurfa að vinna leikinn í Úkraínu með þriggja marka mun til að komast inn á annað Evrópumótið í röð.

Vinni Ísland verða Spánn (+2), Úkraína (+1) og Ísland (-3) öll jöfn að stigum en þá gildir útkoma í innbyrðisviðureignum. Íslensku stelpurnar töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum en hafa nú unnið þrjá leiki í röð síðan þær komu heim úr frægðarför sinni á HM í Brasilíu.

Leikurinn hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×