Fleiri fréttir

Nýsjálendingar töpuðu óvænt fyrir Nýju-Kaldóníu

Nýja-Kaledónía er kominn í úrslitaleikinn í Eyjaálfukeppninni eftir óvæntan 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi í undanúrslitum keppninnar í dag. Nýja-Kaldónía er í 155. sæti á heimslista FIFA, 55 sætum neðar en Nýsjálendingar sem komust meðal annars inn á síðustu HM.

Bikarinn á loft hjá Arnóri og félögum

Arnór Smárason og félagar í Esbjerg lögðu Fredericia 1-0 á útivelli í lokaumferð b-deildar danska fótboltans í kvöld. Leikmenn Esbjerg gátu fagnað frábæru tímabili í leikslok og bikarinn fór á loft.

Robertson: Breska Ólympíuliðinu til skammar

Breska Taekwondosambandið sætir mikilli gagnrýni þessa dagana. Ástæðan er ákvörðun sambandsins að senda Lutalo Muhammad sem fulltrúa þjóðarinnar á Ólympíuleikana í London í stað Aaron Cook, efsta manns heimslistans.

Blikarnir unnu BÍ/Bolungarvík 5-0

Breiðablik er komið í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 5-0 stórsigur á b-deildarliði BÍ/Bolungarvíkur á Kópavogsvellinum í kvöld. Fimm leikmenn skoruðu fyrir Blika í kvöld.

Sandra inn fyrir Guðbjörgu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur þurft að gera breytingu á hópnum sínum fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Búlgaríu í undankeppni EM.

LeBron í tveggja manna hóp með Wilt Chamberlain

LeBron James átti ekkert venjulegt kvöld í gær þegar Miami Heat tryggði sér oddaleik á móti Boston Celtics með 19 stiga stórsigri í Boston, 98-79, en tap hefði þýtt sumarfrí fyrir James og félaga og aurskriðu af harðri gagnrýni á James sjálfan.

Djokovic mætir Nadal í úrslitum opna franska - vann Federer

Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitin á opna franska meistaramótinu í tennis í fyrsta sinn á ferlinum eftir 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitunum í dag. Djokovic mætir Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Einar Daði keppir í Kladno

Einar Daði Lárusson tugþrautarmaður úr ÍR keppir um helgina á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF) sem fram fer í Kladno í Tékklandi. Fyrir mánuði síðan náði Einar Daði þeim frábæra árangri að ná þriðja sæti á öðru slíku stigamóti sem fram fór á Ítalíu.

Nýi United-maðurinn skoraði í stórsigri Japana

Shinji Kagawa hélt upp á samning við enska stórliðið Manchester United með því að skora eitt marka japanska landsliðsins í 6-0 stórsigri á Jórdaníu í undankeppni FIFA í dag. United mun kaupa Kagawa frá þýsku meisturunum í Borussia Dortmund og verður hann fyrsti Japaninn sem spilar fyrir Manchester United.

Arndís María og Þórunn báðar úr Val í Gróttu

Kvennalið Gróttu hefur fengið mikinn liðstyrk í N1-deild kvenna því þær Arndís María Erlingsdóttir og Þórunn Friðriksdóttir hafa báðar skrifað undir samninga við Gróttuliðið. Þær eru báðar uppaldar á Nesinu en hafa leikið með Val síðustu ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu.

Defoe snýr aftur til Póllands á laugardag

Reiknað er með því að Jermaine Defoe, framherji enska landsliðsins, snúi aftur í æfingarbúðir enska landsliðsins á morgun. Defoe þurfti frá að hverfa þar sem faðir hans varð bráðkvaddur á Englandi.

Pavel orðinn Höfrungur

Pavel Ermolinskij hefur samið við sænska liðið Norrköping Dolphins til eins árs. Sænski netmiðillinn basketsverige.se greinir frá þessu í dag.

Modric sterklega orðaður við United

Luka Modric, miðjumaður Tottenham og króatíska landsliðsins, er enn á ný orðaður við Manchester United í breska götublaðinu The Sun í dag.

Nadal í úrslit eftir auðveldan sigur

Spánverjinn Rafael Nadal lenti í engum vandræðum með landa sinn David Ferrer í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis. Nadal hefur ekki enn tapað setti á mótinu.

Rússar skoruðu fjögur mörk hjá Petr Cech

Rússar eru til alls líklegir í EM í fótbolta í ár eftir 4-1 sigur á Tékkum í seinni leik dagsins í A-riðli. Hinn 21 árs gamli Alan Dzagoev skoraði tvö mörk fyrir Rússa og Roman Pavlyuchenko kom inn á sem varamaður og bæði skoraði og lagði upp mark. Petr Cech, markvörður Tékka og Evrópumeistara Chelsea, þurfti því að sækja boltann fjórum sinnum í markið sitt í kvöld.

Hetjulegar innkomur og tvö rauð spjöld í fjörugum opnunarleik EM

Evrópumótið í fótbolta byrjaði á dramatískum og viðburðaríkum leik Pólverja og Grikkja en Grikkirnir náðu 1-1 jafntefli þrátt fyrir að lenda 0-1 undir á 17. mínútu og missa mann af velli í lok fyrri hálfleiks. Pólverjar misstu líka markvörðinn Wojciech Szczesny af velli með rautt spjald og gátu þakkað fyrir stigið þegar varamarkvöðurinn Przemyslaw Tyton varði vítaspyrnu frá fyrirliða gríska liðsins.

Steve Clarke tekinn við West Brom

Steve Clarke er tekinn við stjórnartaumunum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Bromwich Albion. Clarke skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Smuda: Lewandowski á leið til United

Francieszek Smuda, landsliðsþjálfari Póllands í knattspyrnu, segir í viðtali við Reuters-fréttastofuna að skærasta stjarna liðsins, Robert Lewandowski, sé á leið til Manchester United.

Baros klár í slaginn með Tékkum

Milan Baros virðist hafa jafnað sig á meiðslum sínum og getur því spilað með Tékkum þegar þeir mæta Rússum á EM 2012 í kvöld.

Jósef Kristinn mögulega frá út tímabilið

Jósef Kristinn Jósefsson, vinstri bakvörður Grindvíkinga, verður mögulega frá keppni út yfirstandandi leiktíð. Jósef gekkt undir aðgerð vegna þrálátra hnémeiðsla í vikunni og óvíst með framhaldið.

LeBron sjóðandi heitur og oddaleikur framundan í Miami

LeBron James bauð upp á eins manns sýningu í 98-79 sigri Miami Heat á Boston Celtics í Boston í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. LeBron skoraði 45 stig og liðsmenn Boston áttu engin svör.

Var ekki í myndinni að fara á ÓL

Sundkonan Eva Hannesardóttir byrjaði fyrst að hugsa um þann möguleika að keppa á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir um mánuði síðan en fyrr í vikunni fékk hún staðfest að hún verði með á leikunum í ár.

Hollendingar hóta að ganga af velli

Mark van Bommel, landsliðsfyrirliði Hollands, segir að hann muni leiða sitt af vellinum verði leikmenn liðsins fyrir kynþáttaníði á meðan mótinu stendur.

Rangnick hafnaði West Brom

Þjóðverjinn Ralf Rangnick verður ekki næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Brom. Steve Clarke þykir nú líklegastur til að fá starfið eins og áður hefur komið fram.

Birgir Leifur um miðjan hóp

Birgir Leifur Hafþórsson lék á pari á fyrsta keppnisdegi móts í Áskorendamótaröð Evrópu sem fer nú fram í Kärnten í Austurríki.

Viðar Örn bjargaði Selfyssingum

Selfoss hafði naumlega betur gegn 2. deildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Borgunarbikarkeppni karla í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í kvöld.

Bryndís komin heim til Keflavíkur

Sjö leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik. Þeirra á meðal er Bryndís Guðmundsdóttir sem spilaði með KR á síðustu leiktíð.

Bolt sigraði á næstbesta tíma ársins

Usain Bolt kom fyrstur í mark í 100 m hlaupi á demantamótinu í Osló í kvöld en hann hljóp vegalengdina á 9,79 sekúndum - næstbesta tíma ársins.

Kári til liðs við Rotherham

Kári Árnason hefur gert tveggja ára samning við enska D-deildarliðið Rotherham en hann lék síðast með Aberdeen í Skotlandi.

KB komst áfram í 16-liða úrslitin

3. deildarlið KB úr Breiðholti varð fyrsta lið kvöldsins til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu.

Jakob Jóhann þriðji í Frakklandi

Jakob Jóhann Sveinsson varð í þriðja sæti í 100 m bringusundi á móti í Canet-en-roussillion í Frakklandi en er enn nokkuð frá Ólympíulágmarkinu í greininni.

Sjá næstu 50 fréttir