Körfubolti

Bryndís komin heim til Keflavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bryndís lyftir Íslandsmeistaratitlinum með Keflvíkingum vorið 2011.
Bryndís lyftir Íslandsmeistaratitlinum með Keflvíkingum vorið 2011. Mynd / Daníel

Sjö leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik. Þeirra á meðal er Bryndís Guðmundsdóttir sem spilaði með KR á síðustu leiktíð.

Vefsíðan Karfan.is greinir frá þessu í kvöld.

Keflvíkingar ætla sér greinilega stóra hluti en Sigurður Ingimundarson tók nýverið við liðinu af Fal Harðarsyni. Sigurður mun einnig þjálfa karlalið félagsins.

Auk Bryndísar skrifuðu Soffía Rún Skúladóttir, Lovísa Falsdóttir, Thelma Lind Ásgeirsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Katrín Fríða Jóhannsdóttir, Aníta Eva Viðarsdóttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.