Fleiri fréttir

KR-sigur eftir svakalega sigurkörfu - myndir

KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í úrslitakeppninni með því að vinna Þór úr Þorlákshöfn 82-79 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. KR-ingar hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni í ár auk þess að vinna tvo síðustu leiki sína í úrslitakeppninni í fyrra.

Benedikt Guðmundsson: Við stefnum á Íslandsmeistaratitillinn

Benedikt Guðmundsson, þjálfari nýliða Þórs úr Þorlákshöfn, þurfti að sætta sig við naumt tap í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins á móti hans gömlu félögum í KR. KR vann 82-79 og er komið í 1-0 en það þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í lokaúrslitin.

Harry Redknapp: Það verður erfitt að ná þriðja sætinu af Arsenal

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að það verði mjög erfitt að ná þriðja sætinu af Arsenal eftir að Tottenham tapaði 1-2 á heimavelli á móti Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal er nú tveimur stigum á undan Tottenham auk þess að eiga leik inni.

Balotelli búinn að biðjast afsökunar

Mario Balotelli, framherji Manchester City, hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk á móti Arsenal í gær. Balotelli fékk þá sitt annað gula spjald á 88. mínútu en Arsenal hafði skömmu áður skorað eina mark leiksins. Balotelli var reyndar í ruglinu allan leikinn og hefði getað verið búinn að fá rauða spjaldið mun fyrr.

Lamar Odom hættur hjá Dallas

Núverandi NBA-meistaralið, Dallas Mavericks, varð í dag fyrir áfalli þegar tilkynnt var að Lamar Odom, leikmaður liðsins, myndi ekki spila meira með liðinu á tímabilinu.

Chelsea fór bara með eitt stig frá Craven Cottage

Chelsea er áfram í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fulham í kvöld en Chelsea hefði náð fjórða sætinu af Tottenham með sigri. Clint Dempsey bjargaði stiginu með jöfnunarmarki átta mínútum fyrir leikslok.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 82-79 | KR komið í 1-0

Joshua Brown skoraði þriggja stiga körfu í blálokin og tryggði KR þriggja stiga sigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og þurfti stórkostlega körfu frá Brown til að skilja liðin að.

Matthías skoraði tvö mörk hjá Haraldi í 4-4 jafntefli

Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við Sarpsborg 08 á útivelli í fyrstu umferð norsku b-deildarinnar í dag. Haraldur Björnsson stóð í marki Sarpsborg í leiknum.

Ben Arfa með eitt af mörkum tímabilsins

Hatem Ben Arfa, leikmaður Newcastle, hefur spilað virkilega vel að undanförnu og skoraði hann eitt af mörkum tímabilsins, í sigri liðsins á Bolton, í ensku úrvalsdeildinni, fyrr í dag.

Robert Huth tryggði Stoke jafntefli | Komst ekki upp fyrir Liverpool

Stoke tókst ekki að komast upp fyrir Liverpool og alla leið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa í kvöld. Aston Villa var yfir í 39 mínútur en Robert Huth tryggði Stoke stig með jöfnunarmarki 19 mínútum fyrir leikslok.

Mancini: Balotelli í hættu á að eyðileggja feril sinn

Það virðist ekkert lát ætla að verða á mótlæti vandræðagemsans, Mario Balotelli, en nú virðist Roberto Mancini, þjálfari Manchester City endanlega hafa misst þolinmæðina á honum. Mancini sagði í viðtali að Balotelli yrði líklega seldur frá félaginu í sumar.

Hermann Hreiðarsson til Leeds í sumar?

Samkvæmt ensku slúðurblöðum hefur gamla stórveldið Leeds United, áhuga á að fá Íslendinginn, Hermann Hreiðarsson til liðs við sig í sumar.

Norwich með frábæran útisigur á Tottenham

Spútniklið Norwich vann frábæran útsigur, 1-2, á sterku liði Tottenham í dag. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur og hefði á endanum getað dottið hvoru megin.

Bubba Watson: Draumar mínir hafa aldrei náð svona langt

Bandaríkjamaðurinn, Bubba Watson, vann sitt fyrsta risamót í gærkvöldi þegar hann lagði Suður-Afríkumanninn, Louis Oosthuizen í ótrúlegum bráðabana á Mastersmótinu í golfi. Spennufallið var mikið hjá Bubba eftir mót á blaðamannfundi, en hann var skiljanlega mjög stoltur af afreki sínu í mótinu

Casillas: Real Madrid gæti misst titilinn til Barca

Iker Casillas, markvörður og fyrirliði Real Madrid, viðurkenndi í gær áhyggjur sínar af þróun mála í baráttunni um Spánarmeistaratitilinn. Real Madrid hefur nú aðeins fjögurra stiga forskot eftir markalaust jafntefli við Valencia í gær.

Öll páskamörkin í enska boltanum á Sjónvarpsvef Vísis

Þeir sem misstu af enska boltanum um páskahelgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur geta fengið flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Guðjón Valur skoraði mest allra í riðlunum þremur

Guðjón Valur Sigurðsson var ekki aðeins markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikana í London því enginn leikmaður skoraði fleiri mörk en okkar maður í riðlunum þremur.

NBA: Ellefti sigur San Antonio í röð | Miami vinnur áfram án Wade

San Antonio Spurs gefur ekkert eftir á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn ellefta leik í röð í nótt. Boston Celtics og Miami Heat unnu bæði sína leiki og Oklahoma City Thunder tókst að enda þriggja taphrinu sína en hún hafði kostað liðið efsta sætið í Vestrinu.

Myndband með glæsimörkum Alfreðs

Alfreð Finnbogason var hetja Helsingborg sem lagði Elfsborg 2-1 í efstu deild sænska fótboltans í gær. Mörk Alfreðs voru glæsileg og tryggðu sænsku meisturunum sín fyrstu stig í deildinni.

Reknir úr EM-hóp Pólverja fyrir drykkjulæti

Franciszek Smuda, þjálfari Pólverja, ætlar að taka strangt á agamálum innan síns liðs fram að Evrópumótinu í fótbolta í sumar og Smuda er tilbúinn að "fórna" tveimur fastamönnum til þess að sýna það í verki. Pólverjar eru gestgfjafar á EM ásamt Úkraínumönnum.

AG þarf ekki að hafa áhyggjur af Rutenka á Parken

Stórskyttan Siarhei Rutenka missir af fyrri leik Barcelona og danska liðsins AG frá Kaupmannahöfn í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir að ljóst varð að EHF staðfesti leikbann hans.

Masters 2012: Hver er Bubba Watson?

Gerry "Bubba" Watson er fæddur árið 1978 og hann hefur verið þekktur fyrir gríðarlega högglengd sína á PGA mótaröðinni. Þetta er fyrsti sigur hans á einu af risamótunum fjórum en hann tapaði í bráðabana á PGA meistaramótinu árið 2010 gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer.

Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996

Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari.

NBA: Carmelo Anthony tryggði New York sigur á Chicago | Skoraði 43 stig

Carmelo Anthony var í miklu stuði í kvöld þegar New York Knicks vann dramatískan eins stigs sigur á Chicago Bulls, 100-99, eftir framlengdan leik í Madison Square Garden. Anthony skoraði sigurkörfuna 8.2 sekúndum fyrir leikslok en hafði áður tryggt New York framlengingu.

Umfjöllun: Króatía - Ísland 31-28

Íslenska landsliðið í handbolta endaði í öðru sæti í sínum riðli eftir þriggja marka tap á móti Króatíu í lokaleiknum í Króatíu í dag. Króatar voru með frumkvæðið í leiknum frá fyrstu mínútu og unnu nokkuð öruggan sigur. Króatar náðu mest sjö marka forskoti í seinni hálfleik en íslensku strákarnir hættu aldrei og tókst að minnka muninn í lokin ekki síst vegna góðrar markvörslu Hreiðars Levý Guðmundssonar.

NBA: Kobe missti af fyrsta leiknum í tvö ár og Lakers tapaði

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði án Kobe Bryant, Boston Celtics vann flottan sigur á Indiana Pacers, Los Angeles Clippers er áfram í góðum gír eftir áttunda sigurinn í níu leikjum, Memphis Grizzlies vann Dallas Mavericks og Orlando Magic náði að enda fimm leikja taphrinu.

Spánverjar slátruðu Pólverjum og skutu Serba inn á ÓL

Serbía varð sjötta og síðasta þjóðin til að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í London þegar forkeppninni lauk í kvöld. Spánverjar sáu til þess með ellefu marka sigri á Pólverjum að Serbar komust áfram á betri markatölu.

Guðjón Valur markahæstur í riðlinum - skoraði 25 mörk í 3 leikjum

Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna í London en hann skoraði 25 mörk í leikjunum þremur eða 8,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði fjórum mörkum meira en Króatinn Ivan Cupic sem varð í 2. sæti en í þriðja sætinu varð Japaninn Daisuke Miuazaki með 15 mörk.

Arteta: Megum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni

Arsenal náði tveggja stiga forskoti á Tottenham og fór langt með að enda titilvonir Manchester City með því að vinna 1-0 sigur á Manchester City á Emirates í dag en eftir leikinn er Manchester United með átta stiga forskot á City.

Strákarnir tryggðu sig inn á EM í Tyrklandi - myndir

Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Tyrklandi í sumar með því að vinna fjögurra marka sigur á Eistlandi í Víkinni í dag. Íslenska liðið vann því báða leiki sína í riðlinum og er komið á EM.

Wenger: Markið kom seint en við áttum sigurinn skilinn

Arsenal afhenti Manchester United nánast enska meistaratitilinn á silfurfati með því að vinna Manchester City 1-0 í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal náði fyrir vikið tveggja stiga forskoti á Tottenham í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar.

Alfreð afgreiddi Skúla Jón og félaga | Skoraði tvö

Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði bæði mörk Helsingborg í 2-1 heimasigri á Skúla Jón Friðgeirssyni og félögum í Elfsborg. Alfreð kom Helsingborg í 1-0 í byrjun leiks og skoraði síðan sigurmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok.

Zlatan: Ég var meiri maður en Guardiola

Zlatan Ibrahimovic er ekkert hættur orðastríði sínu við Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þótt að Barcelona-liðið sé búið að slá Zlatan og félaga hans í AC Milan út úr Meistaradeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir