Fleiri fréttir

Lavezzi hjá Napoli: Ekki kalla mig Maradona

Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi var stjarna kvöldsins í 3-1 sigri Napoli á Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Aron Pálmarsson aðalgesturinn í Boltanum á X-inu 977

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður og leikmaður þýska stórliðsins Kiel, verður aðalgesturinn í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Kiel og RN Löwen mætast í stórleik þýska handboltans í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Sport 4 klukkan 18.25.

Rúnar Már á leiðinni til Aserbaídsjan

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sínum fyrir leik á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Aserbaídsjan 29. febrúar næstkomandi.

NBA: Sigurganga San Antonio á enda | Sjö í röð hjá Miami

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings.

Ross Brawn: Draumurinn að Schumacher sigri aftur

Ross Brawn liðstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir það vera draum sinn að Michael Schumacher standi aftur á efsta þrepi verðlaunapallsins í mótum ársins. Brawn stýrði líka Ferrari í sigurtíð Schumachers þar.

34 titlar á tuttugu árum

Sigurður Ingimundarson gerði Keflavík að bikarmeisturum um helgina og bætti enn einum bikarnum í safnið. "Búinn að vera heppinn að vera með besta þjálfarann,“ segir fyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson.

Ótrúleg tilþrif hjá Shaquille Johnson | tröllatroðsla

Shaquille Johnson, leikmaður Auburn háskólaliðsins í körfubolta, er skemmtikraftur þegar hann fær pláss til þess að athafna sig í vítateignum. Johnson, sem er rétt um 1.95 m á hæð, er með gríðarlegan stökkkraft og kann að troða boltanum með tilþrifum í körfuna.

Villas-Boas: Hefðum átt að verjast betur

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir tap sinna manna fyrir Napoli í Meistaradeild Evrópu í kvöld að varnarleikur liðsins hefði verið slakur.

Tevez bað City afsökunar

Carlos Tevez hefur nú beðið Manchester City afsökunar á framferði sínu í tengslum við leik liðsins í Meistaradeild Evrópu í lok september síðastliðnum.

West Ham aftur á toppinn

West Ham kom sér aftur á topp ensku B-deildarinnar með 4-1 sigri á Blackpool í kvöld. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni.

Útlitið dökkt hjá Chelsea eftir tap í Napoli

Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1.

Stórt tap hjá Team Tvis í Danmörku

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir komust báðar á blað þegar að lið þeirra, Team Tvis Holstebro, tapaði nokkuð stórt fyrir FC Mitdjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Helena og félagar töpuðu í Rússlandi

Good Angels Kosice tapaði fyrsta leik sínum í 32-liða úrslitum Evrópudeildar kvenna í körfubolta er liðið mætti UMMC Ekaterinburg í Rússlandi. Leiknum lauk með sex stiga sigri Rússanna, 61-55.

30 stig frá Loga ekki nóg

Logi Gunnarsson fór mikinn fyrir lið sitt, Solna Vikings, gegn LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Skoraði hann 30 stig í leiknum sem LF Basket vann þó á endanum, 82-80.

Íslenska landsliðið fimmta besta í Evrópu

Ísland verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM 2014 í handbolta. Ísland er í fimmta sæti á styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu, EHF.

John Terry þarf að fara í aðgerð á hné | Frá í tvo mánuði

John Terry, fyrirliði Chelsea, þarf að fara í aðgerð vegna meiðslanna sem hafa haldið honum frá keppni síðustu þrjár vikur. Terry glímir við meiðsli á hægra hné en forráðamenn Chelsea höfðu vonast til þess að hann gæti spilað á móti Napoli í Meistaradeildinni í kvöld.

Xavi býst við því að Guardiola verði áfram hjá Barcelona

Xavi, leikstjórnandi Barcelona-liðsins, er viss um að þjálfarinn Pep Guardiola skrifi undir nýjan samning við félagið. Guardiola hefur ekki gefið neitt út um framhaldið og spænskir fjölmiðlar fjalla flestir um málið á hverjum degi.

Eigendur West Ham reyndu að fá bæði Torres og Tevez

David Gold og David Sullivan, eigendur enska félagsins West Ham, ætluðu sér stóra hluti í janúarglugganum því þeir hafa viðurkennt að hafa reynt að fá bæði Fernando Torres og Carlos Tevez til liðsins.

Eusebio aftur inn á sjúkrahús

Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Eusebio hefur verið lagður inn á sjúkrahús í þriðja sinn á tveimur mánuðum nú vegna þess að hann er með of háan blóðþrýsting. Eusebio liggur inn á Hospital da Luz í Lissabon.

4.320 umsóknir um leyfi á hreindýr

Umhverfisstofnun hefur borist 4.320 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða. Endanlegur fjöldi er ekki enn ljós þar sem einhverjar umsóknir gætu verið á leiðinni í pósti. Heimilt verður að veiða 1009 dýr. Þegar allar umsóknir verða komnar í hús verður farið yfir þær með tilliti til hvort allir sem sækja um leyfi hafi tilskilin réttindi. Dregið verður úr gildum umsóknum í lok febrúar.

Manchester United lánar Kuszczak til Watford

Tomasz Kuszczak, markvörður Manchester United, hefur verið lánaður til enska b-deildarliðsins Watford til loka þessa tímabils en pólski markvörðurinn hefur verið út í kuldanum hjá Sir Alex Ferguson.

Theódór Elmar með slitið krossband | Frá í 6 til 8 mánuði

Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason getur ekki spilað fótbolta næstu sex til átta mánuði eftir að í ljós kom að hann sleit bæði krossband og innra liðband í hnénu í æfingaleik á móti OB um síðustu helgi. Þetta kemur fram á heimasíðu Randers.

Wernbloom tryggði Moskvumönnum jafntefli gegn Real

Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Guðjón Valur í liði umferðinnar í Meistaradeildinni

Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeildinni í handbolta en hann fór á kostum um helgina þegar AG Kaupmannahöfn vann 31-27 útisigur á Nikola Karabatic og félögum í franska liðinu Montpellier Agglomeration.

Allt í tómu tjóni hjá Rangers | vafasöm viðskiptaflétta

Craig Whyte, aðaleigandi skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers, er í tómum vandræðum enda er hið fornfræga knattspyrnufélag komið í greiðslustöðvun. Fjárhagur liðsins er í rúst og svo virðist sem að Whyte hafi átt stóran þátt í því. Whyte þarf nú að svara ýmsum spurningum og það lítur út fyrir að hann hafi eignast félagið með mjög vafasamri viðskiptafléttu.

Andre Villas-Boas óskar eftir stuðningi frá eiganda Chelsea

Portúgalinn Andre Villas-Boas er mikið í fréttum þessa dagana enda hefur fátt gengið upp hjá knattspyrnustjóranum unga hjá Chelsea. Enska liðið leikur í kvöld gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur Villas-Boas óskað eftir því að stjórn félagsins styðji við bakið á honum með formlegum hætti.

Robin van Persie gæti fengið risasamning hjá Arsenal

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal eru með það efst á forgangslistanum að semja á ný við Robin van Persie. Hollenski landsliðsframherjinn hefur verið langbesti leikmaður liðsins undanfarin misseri en afleitt gengi Arsenal hefur orðið til þess að leikmaðurinn er sagður á leið frá félaginu. Samkvæmt enskum fjölmiðlum ætlar leikmaðurinn að bíða með samningsviðræður við Arsenal þar til að keppnistímabilinu er lokið.

Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas

Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins.

NBA: Jeremy Lin stigahæstur í tapleik | San Antonio á siglingu

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Jeremy Lin og New York Knicks töpuðu á heimavelli í grannaslagnum gegn New Jersey, 100-92. Nýliðinn Lin, sem hefur gert allt vitlaust í deildinni að undanförnu var stigahæstur í liði New York með 21 stig en Deron Williams skoraði 38.

Systurnar eru eins og svart og hvítt

Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi.

Skytturnar þrjár eru nú í Napólí

André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni.

Sparar Sigurður Ragnar lykilleikmenn á Algarve?

Forráðamenn Potsdam og Malmö hafa farið fram á það að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri álaginu á leikmenn liðsins í hóf á æfingamóti A-landsliða kvenna á Algarve í Portúgal.

Tryggvi Guðmundsson gestur hjá Mána í Boltanum á X-inu 977

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður gestur í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins og þar verður farið yfir helstu fréttapunkta dagsins. Meistaradeildin kemur þar við sögu en tveir leikir fara fram í dag og kvöld.

Jason Terry gerir lítið úr frammistöðu Lin: 95 prósent leikkerfi D'Antoni að þakka

Jason Terry, bakvörður Dallas Mavericks, er ekki með LINflúensu ef marka má ummæli hans um nýjustu stórstjörnuna í NBA-deildinni í körfubolta, Jeremy Lin leikmann New York Knicks. Terry tjáði sig um strákinn bæði fyrir og eftir að Dallas tapaði fyrir New York Knicks þar sem að Jeremy Lin var með 28 stig, 14 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

Caroline Wozniacki sár út í Navratilovu

Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki hefur fengið sig fullsadda af gagnrýni tennisspekinga sem margir vilja meina að hún hafi ekki átt skilið að vera í efsta sæti heimslistans. Wozniacki hefur ekki enn unnið risamót og er nú ekki lengur í efsta sæti heimslistans eftir slæmt gengi á opna ástralska mótinu á dögunum.

Petit: Wenger er ennþá rétti maðurinn fyrir Arsenal

Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, er sannfærður um að það yrðu stór mistök hjá Arsenal að láta Arsene Wenger fara frá félaginu. Það hefur lítið gengið hjá Arsenal að undanförnu og sterkur orðrómur er um það að franski stjórinn verði ekki áfram með Arsenal-liðið eftir þetta tímabil.

Sjá næstu 50 fréttir