Fleiri fréttir

Miðsvæðin í Blöndu

Svæði 2 og 3 í Blöndu voru nokkuð góð í sumar, alls komu um 400 laxar á land. Að vísu eru allnokkrar stangir á svæðunum eða 9 stangir í allt – en fátítt var að það væru allar bókaðar. Einnig verður að líta til þess að veiðin á sér nánast öll stað fyrir mánaðarmót júlí og ágúst, dagveiðin er því nokkuð góð á því tímabili, sérstaklega eftir 10 júlí.

Fimmta framboðið til stjórnar SVFR

Fimmta framboðið til stjórnar SVFR hefur borist skrifstofu og er frá Eiríki St. Eiríkssyni félagsmanni númer 605. Því er nokkuð ljóst að fimm frambjóðendur eru í þrjú stjórnarsæti á aðalfundi félagsins þann 26. nóvember næstkomandi, því harla ólíklegt er að framboð berist í bréfpósti.

Jagielka ekki með gegn Svíum

Phil Jagielka, varnarmaður Everton og enska landsliðsins, þurfti að draga sig úr landsliðshópi Englands fyrir leikinn gegn Svíum á morgun.

Metaregn á ÍM í sundi í Laugardalslauginni - myndir

Það var nóg af Íslandsmetum og aldursflokkametum á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalslauginni um helgina. Alls voru sett 13 Íslandsmet og 21 aldursflokkamet á mótinu.

Duglegri að mæta á morgnana

Hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir fór mikinn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug um helgina, en hún setti fjögur Íslandsmet og níu stúlknamet og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mínútu. Alls voru sett þ

Dáist að hörkutólunum í liðinu sínu

Gerplukonur fylgdu Evrópumeistaratitlinum sínum í fyrra eftir með því að verða Norðurlandameistarar í Larvik í Noregi um helgina. Sigur Gerpluliðsins var sannfærandi en jafnframt mikið afrek fyrir liðið því það varð fyrir forföllum í aðdraganda mótsins. Íris Mist Magnúsdóttir, aðalstjarna liðsins, gat sem dæmi ekki verið með eftir að hún sleit hásin skömmu fyrir mót.

Lét ekki stælana og lætin stoppa sig

Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik.

Sjötta góða mótið hjá Rögnu í ár

Ragna Ingólfsdóttir er, eftir sigurinn í gær, á góðri leið með að tryggja sér sæti á öðrum Ólympíuleikunum í röð. Heimslistastaðan í byrjun maí 2012 segir til um hverjir hljóta þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London næsta sumar.

Allir Íslandsmeistararnir á ÍM í sundi í 25 metra laug

Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug lauk í Laugardalshöllinni í dag en það voru tvö Íslandsmet sett á lokadeginum. Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi bætti Íslandsmetið í 200 metra baksundi og Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti Íslandsmet í 400 metra skriðsundi.

Lampard gæti verið á leiðinni til LA Galaxy

Forráðamenn LA Galaxy frá Bandaríkjunum hafa áhuga á því að fá knattspyrnumanninn Frank Lampard frá Chelsea til liðsins fyrir næsta tímabil. Hlutverk hans yrði að leysa David Beckham af hólmi bæði innan sem og utan vallar, en Beckham er líklega á leiðinni frá félaginu.

Alonso vill huga að næsta keppnistímabili sem fyrst

Fernando Alonso á Ferrari veitti Lewis Hamilton mesta keppni í dag í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í dag, en Hamilton vann sinn þriðja sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í mótinu. Alonso sagðist hafa ekið hvern hring í mótinu eins og um tímatöku hefði verið að ræða, til að halda í við Hamilton.

Vettel féll úr leik í fyrsta skipti á árinu eftir að dekk sprakk

Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk.

Beckham fer ekki til QPR

Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, hefur nú gefið það út að ekkert verði að því að David Beckham gangi til liðs við félagið. Allar líkur eru á því að Beckham sé á leiðinni frá Bandaríkjunum og til félags í Evrópu, en hann hefur verið leikmaður LA Galaxy síðastliðin 4 ár.

Lewis Hamilton vann í Abú Dabí

Bretinn Lewis Hamilton, Mclaren, vann kappaksturinn í Abú Dabí í dag, en þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem hann fer með sigur af hólmi.

Ferguson hefur mikinn áhuga á Eriksen

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur haft augastað á miðjumanninum Christian Eriksen hjá Ajax í talsverðan tíma og nú er talið líklegt að sá skoski ætli sér að klófesta þennan frábæra leikmann.

Atli: Við vorum til skammar

„Það var hreinlega valtað yfir okkur í dag og ömurlegt hvernig við nálguðumst þennan leik, við vorum til skammar,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, en lið hans steinlá fyrir FH í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarsins, 34-21.

Hamilton: Sigur er góður fyrir sálina

Lewis Hamilton á McLaren vann sinn þriðja sigur á Formúlu 1 keppnistímabilinu í dag, þegar hann kom fyrstur í endarmark á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann tileinkaði móður sinni sigurinn þegar hann var kominn í endmark.

Ólafur: Tileinkum Hemma þennan sigur

"Við bjuggumst ekki við því að vinna þennan leik svona sannfærandi, en það áttu margir leikmenn toppdag hjá okkur,“ sagði Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, eftir sigurinn í dag.

Eygló Ósk bætti Íslandsmetið um meira en þrjár sekúndur

Hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi kórónaði frábært Íslandsmeistaramót sitt í 25 metra laug með því að bæta Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi um meira en þjár sekúndur í Laugardalslauginn í kvöld.

Umfjöllun: FH - Akureyri 34-21

FH fór létt með að slá Akureyri út úr Eimskipsbikarnum, en liðið sigraði norðanmenn 34-21 í 16-liða úrslitum, leikurinn fór fram í Kaplakrika í dag. Sigurinn var aldrei í hættu og Fimleikafélagið mun sterkari aðilinn í leiknum. Ólafur Gústafsson fór mikinn í liði FH og skoraði 9 mörk.

Enn eitt áfallið fyrir ÍR-inga - Johnson puttabrotnaði og Jarvis kallaður út

ÍR-ingar urðu fyrir enn einu áfallinu í vikunni þegar Bandaríkjamaðurinn Willard Johnson puttabrotnaði illa á æfingu liðsins. Þetta er þriðja áfallið á stuttum tíma því fyrirliðinn Sveinbjörn Claessen er frá út tímabilið vegna hnémeiðsla og Bandaríkjamaðurinn James Bartolotta nefbrotnaði illa í leik gegn Grindavík.

Framarar unnu sextán marka sigur á Val

Fram er komið áfram í átta liða úrslit Eimskipsbikar karla eftir sextán marka sigur á Val 2, 40-24, í Vodafone-höllinni í dag. Fram hafði slegið Hauka 2 út í 32 liða úrslitunum.

Róbert og Hildur unnu brons á Norður-Evrópu mótinu

Hildur Ólafsdóttir og Róbert Kristmannsson náðu bestum árangri íslensku keppendanna í úrslitum á áhöldum á Norður-Evrópu mótinu í áhaldafimleikum sem lauk í Upsala í Svíþjóð í dag. Þau unnu bæði brons, Hildur á gólfi en Róbert á bogahesti. Róbert varð einnig þriðji á þessu móti í fyrra.

Berbatov: Sir Alex kann að tala við leikmenn

Búlgarinn Dimitar Berbatov talar vel um Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, þrátt fyrir að hann fái ekki mörg tækifæri með liði United þessa dagana.

Jón Arnór með 13 stig á 20 mínútum

Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik á tímabilinu þegar lið hans CAI Zaragoza vann 67-59 sigur á Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í sex leikjum.

Guardiola: Mourinho er líklega besti þjálfari heims

Pep Guardiola, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona, var sigursæll leikmaður áður en hann gerðist þjálfari en hann er ekki sammála því að þjálfarar þurfi helst að hafa spilað leikinn sjálfir.

Capello hrósaði ungu strákunum eftir sigurinn á Spáni í gær

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, var óhræddur við að kasta ungu leikmönnunum út í djúpu laugina á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánar í vináttulandsleiknum á Wembley í gær en enska landsliðið vann leikinn 1-0 þökk sé sigurmarki Frank Lampard.

Ragna vann Iceland International í fimmta sinn

Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér áðan sigur í einliðaleik kvenna á Iceland International mótinu í badminton sem stendur yfir í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Sigur Rögnu á þessu móti gefur henni mikilvæg stig í baráttunni við að komast inn á Ólympíuleikana í London á næsta ári.

Casillas um tapið á Wembley í gær: Vitlaus úrslit

Iker Casillas, fyrirliði og markvörður Heims- og Evrópumeistara Spánar, þurfti að sætta sig við 1-0 tap á móti Englendingum í vináttulandsleik á Wembley í gær en Casillas jafnaði þarna leikjamet Andoni Zubizarreta með því að spila sinn 126 landsleik.

Sjá næstu 50 fréttir