Fleiri fréttir

KR stöðvaði sigurgöngu Grindavíkurliðsins

KR-konur unnu 2-1 sigur á Grindavík í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Pepsi-deildar kvenna sem fram fór á KR-vellinum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í 8. og 9. sæti deildarinnar en með þessum sigri slapp KR-liðið úr allra mestu fallhættunni.

Stjörnukonur geta orðið meistarar í næsta leik - unnu sigur í Eyjum

Stjarnan náði aftur sjö stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 2-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Þessi sigur þýðir að Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með því að vinna Aftureldingu á heimavelli á þriðjudaginn kemur.

Kolbeinn skoraði tvö mörk fyrir Ajax í sigri á Vitesse

Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvö mörk fyrir Ajax í kvöld þegar liðið vann 4-1 heimasigur á Vitesse í toppslag í hollensku úrvalsdeildinni. Ajax hefur náð í 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu en liðið var með jafnmörg stig og Vitesse fyrir þennan leik.

Birkir með dýrkeypt mistök í jafntefli Brann og Tromsö

Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann gerðu 1-1 jafntefli á móti Tromsö í toppslag í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brann er því áfram í 3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Tromsö og sex stigum á eftir toppliði Molde.

Fabregas ekki í byrjunarliði Barcelona á móti Porto

Cecs Fabregas þarf að sætta sig við það að byrja á bekknum þegar Barcelona og Porto mætast í Ofurbikar UEFA í Mónakó í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli liðanna sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á leiktíðinni á undan. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.45.

Drillo framlengir við Norðmenn

Egil "Drillo“ Olsen, landsliðsþjálfari Noregs í knattspyrnu karla, hefur framlengt samning sinn við norska knattspyrnusambandið til loka árs 2013.

Celtic gæti komist í Evrópudeildina eftir allt saman

Það vakti athygli á drættinum í riðla Evrópudeildarinnar í dag að fyrirvari var settur á þátttöku Sion frá Sviss. Celtic, sem beið lægri hlut gegn Sion í forkeppninni, hefur lagt fram kvörtun vegna þess að félagið telur Svisslendingana hafa notast við ólöglega leikmenn.

West Ham og Tottenham í viðræðum um Scott Parker

West Ham hefur staðfest það við Sky Sports að félagið sé í viðræðum við Tottenham um kaup þess síðarnefnda á enska landsliðsmiðjumanninum Scott Parker. Parker hefur verið á leiðinni frá Upton Park síðan að West Ham féll úr ensku úrvalsdeildinni síðasta vor.

Af Hítará á Mýrum

Hítaráin hefur í heildina verið nokkuð góð í sumar. Þó svo að laxinn hafi komið seinna en oft áður þá eru veiðitölur vel yfir meðaltali árinnar.

Sir Alex: Það hefur enginn gert meira fyrir Arsenal en Wenger

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur varað stuðningsmenn Arsenal við því að grasið sé örugglega ekki grænna á hinum bakkanum en óánægðir stuðningsmenn Arsenal vilja margir hverjir að Arsene Wenger stigi niður úr stjórastólnum.

City ætlar ekki að kaupa meira í sumar

Brian Marwood, einn forráðamanna Manchester City, segir að félagið muni ekki kaupa fleiri leikmenn nú í sumar. Félagið eyddi 25 milljónum punda í Samir Nasri nú á dögunum.

Valsstúlkur töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í Tékklandi

Kvennalið Vals í handknattleik tapaði í dag með einu marki, 35-34, gegn heimaliðinu HC Zlin frá Tékklandi á æfingamóti ytra. Valskonur mæta danska liðinu Tvis Holstebro klukkan 17 í síðari leik dagsins. Með liðinu leika landsliðskonurnar Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.

Webber sneggstur á seinni æfingunni

Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á síðari æfingu Formúlu 1 liða á Spa brautinni í Belgíu í dag við erfiðar aðstæður, en rigning setti mark sitt á æfinguna eins og fyrri æfingu dagsins. Fernando Alonso á Ferrari náði næst besta tíma og varð 0.140 úr sekúndu á eftir Webber, en Jenson Button á McLaren þriðji.

Bolton hafnaði tilboði Arsenal í Cahill

Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur hafnað tilboði Arsenal í varnarmanninn Gary Cahill. Owen Coyle, stjóri Bolton, sagði tilboðið hlægilegt.

Mercedes ekki að afskrifa Schumacher

Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut.

Hermann úr leik á HM í júdó

Hermann Unnarsson er úr leik á heimsmeistaramótinu í júdó sem fer nú fram í Bercy-höllinni í París. Hermann glímdi við úkraínskan kappa í morgun og tapaði.

Button: Eigum góða möguleika á sigri

Jenson Button hjá McLaren segir að Mclaren eigi góða möguleika í Formúlu 1 móti helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu. Button vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí og Lewis Hamilton vann keppnina þar á undan í Þýskalandi.

Yfirlýsing frá Garðabæ

Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um fjárveitingar til handknattleiksdeildar Stjörnunnar í fjölmiðlum.

Knattspyrnumenn á Ítalíu í verkfall

Degi eftir að verkfallsaðgerðum knattspyrnumanna á Spáni var hætt hefur nú verið tilkynnt að engir leikir fari fram í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina vegna verkfalls samtaka knattspyrnumanna þar í landi.

Verður slegið nýtt met í Breiðdalsá?

Nú hafa 790 laxar veiðst í Breiðdalsá og ennþá góður tími framundan í ánni. Heildarveiðin í fyrra var met en þá veiddust 1178 laxar, en það má alveg fastlega reikna með að áin gæti farið yfir þá tölu því fyrstu tvær vikurnar í september hafa oft gefið flotta veiði.

Ólafur frá vegna meiðsla

Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins og AG Kaupmannahafnar, er nú frá keppni vegna hnémeiðsla. Hann er staddur hér á landi og fer í speglun í dag.

Riðlarnir í Evrópudeildinni - Eiður á slóðir föður síns

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í AEK Aþenu drógust í riðil með Anderlecht frá Belgíu sem Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs, spilaði með á árum áður við góðan orðstír. Dregið var í riðla í Evrópudeildinni í hádeginu.

Sigurður: Gerðu lítið úr starfi Stjörnunnar

Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar.

Schumacher fljótastur á fyrstu æfingunni á Spa

Michael Schumacher á Mercedes var sneggstur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Spa brautinni í Belgíu í dag. Schumacher og liðsfélagi hans Nico Rosberg náðu að keyra á meðan þurrt var í upphafi æfingarinnar og reyndust fljótastir, en rigning hefti möguleika annarra á að skáka tímum þeirra sem þeir náðu samkvæmt frétt á autosport.com.

Stjarnan verður með þrátt fyrir allt

Aðalstjórn Stjörnunnar í Garðabæ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrri yfirlýsing er dregin til baka og tilkynnt að kvennalið félagsins í handbolta verði með í N1-deild kvenna í vetur.

Baldur: Vöknuðu af værum blundi

Allt útlit er fyrir að kvennalið Stjörnunnar í handknattleik verði með í N1-deild kvenna í vetur. Formaður og varaformaður handknattleiksdeildar félagsins sögðu af sér í gær.

Dramatík í lokin og áfram spenna á toppnum - myndir

Eyjamenn tryggðu sér dramatískt jafntefli í uppbótartíma í toppslagnum á KR-vellinum í gærkvöld og sáu um leið til þess að spennan er áfram í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn í Pepsi-deild karla.

Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma

Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi.

Liverpool ætlar að leyfa Joe Cole að tala við Tottenham

Guardian segir frá því í kvöld að Liverpool sé tilbúið að láta Joe Cole fara til Tottenham sem er að flestra mati eitt af þeim liðum sem mun koma til með að keppa við Liverpool um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Adebayor kominn til Tottenham - á láni frá Manchester City

Emmanuel Adebayor mun spila með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í vetur eftir að félagið gekk frá lánsamningi við Manchester City í kvöld. Adebayor var meðal áhorfenda á White Hart Lane í kvöld á seinni leik Tottenham og Hearts í forkeppni Evrópudeildarinnar.

HK enn á lífi eftir annan 3-0 sigurinn í röð - Haukar unnu Leikni

HK-ingar eru enn á lífi í 1. deild karla í fótbolta eftir 3-0 útisigur á ÍR í Mjóddinni í kvöld. HK hefði fallið í 2. deild með tapi alveg eins og í síðasta leik þegar HK-ingar unnu 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík. Þetta eru tveir fyrstu sigrar HK-liðsins í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir