Fleiri fréttir Barcelona hækkar tilboð sitt í Fabregas Enski fjölmiðillinn Sky Sports greinir frá því að Barcelona hafi lagt fram nýtt tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, í dag. Tilboði Barcelona upp á 35 milljónir punda var hafnað fyrir skemmstu. 10.8.2011 19:00 Stoke gerir lokatilboð í Crouch og Palacios Stoke City hefur gert lokatilboð í framherjann Peter Crouch og miðjumanninn Wilson Palacios leikmenn Tottenham. Stoke hefur styrkt sig töluvert varnarlega í sumar með kaupunum á miðvörðunum Jonathan Woodgate og Matthew Upson. 10.8.2011 18:15 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Frábær veiði hefur verið í Brynjudalsá undanfarið. Það voru Spánverjar við veiðar í fimm daga í áni og fengu þeir 43 laxa. Sögðu þeir gríðarlega mikinn fisk vera í ánni. Þeir lönduðu tíu löxum síðasta daginn en það ánægjulegasta við tíðindin er að átta laxar af þessum tíu veiddust inn á dal, ofan fossa á flugusvæðinu. Það er því ekki aðeins mikið af laxi heldur virðist hann einnig vera farinn að dreifa sér vel um alla á en breytingar voru gerðar við laxastiga í ánni í vetur. 10.8.2011 17:47 300 laxa helgi í Eystri Rangá Eystri Rangá heldur áfram að skila góðri veiði. Eins og við sögðum frá fyrir helgi var veiðin á fimmtudeginum 142 laxar og var það met dagur í áni hingað til í sumar. Veiðin var í sama fari á föstudeginum hann gaf 140 laxa á land. 10.8.2011 17:44 Ótrúleg meðalþyngd úr Laxá Meðallengd veiddra laxa á Nesveiðum fram til þessa er 84 sentimetrar. Í morgun veiddist 26 punda lax í Presthyl auk þess sem nokkrir "smærri" veiddust. 10.8.2011 17:41 Góður gangur í Fnjóská Ágætis veiði hefur verið undanfarið á laxasvæðunum í Fnjóská og rúmlega 350 laxar hafa verið færðir til bókar samkvæmt heimasíðu Flúða. 10.8.2011 17:39 Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Það er stórlaxahrina á Nesveiðum í Aðaldal um þessar mundir. Í gær fékkst 25 punda lax í Höfuðhyl og í morgun fékkst annar á Grundarhorni. Ótaldir eru 20-22 punda laxar. 10.8.2011 17:37 Leikmenn í NFL-deildinni settir í vaxtarhormónapróf Allt útlit er fyrir að NFL-deildin verði fyrsta atvinnumannadeildin vestanhafs sem setur leikmenn í lyfjapróf með blóðprufu. Forráðamenn deildarinnar reikna með að hægt verði að setja leikmenn í deildinni í vaxtarhormónapróf frá fyrsta leikdegi. 10.8.2011 17:30 Niðurlæging í Búdapest Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. 10.8.2011 16:48 Bamba ætlað að fylla í skarð Samba? Steve Kean knattspyrnustjóri Blackburn segir félagið nálægt því að festa kaup á Sol Bamba varnarmanni Leicester. Kean leitar að miðverði til að fylla í skarð Phil Jones sem fór til Manchester United. 10.8.2011 16:45 Haukar búnar að semja við fjölhæfan leikstjórnanda Kvennalið Hauka hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Jence Rhoads um að hún spili með liðinu á komandi vetri. Rhoads átti flottan feril með Vanderbilt skólanum og kom til greina þegar nýliðaval WNBA-deildarinnar fór fram í vor. 10.8.2011 16:00 Moratti veltir risatilboði í Eto'o fyrir sér Massimo Moratti, forseti ítalska knattspyrnufélagsins Inter, veltir fyrir sér risatilboði rússneska félagisns Anzhi Makhachkala í kamerúnska sóknarmanninn Samuel Eto'o. Tilboðið hljómar upp á 35 milljón evrur eða sem nemur tæpum sex milljörðum íslenskra króna. 10.8.2011 15:29 Andy Murray pakkað saman í Kanada Skotinn Andy Murray steinlá 6-3 og 6-1 gegn Kevin Anderson í annarri umferð Rogers-bikarsins í Kanada í gær. Murray átti engin svör við sterkum uppgjöfum Suður-Afríkumannsins. 10.8.2011 14:45 Prandelli: Balotelli ekki tekist að fara í taugarnar á mér Ítalir mæta Spánverjum í vináttulandsleik í Bari á Ítalíu í kvöld. Guiseppe Rossi og Antonio Cassano verða í byrjunarliði heimamanna en Mario Balotelli vermir bekkinn. 10.8.2011 14:15 Fyrirliði Galatasaray til Atletico Madrid á 12 milljónir evra Spænska knattspyrnufélagið Atletico Madrid hefur fest kaup á tyrkneska kantmanninum Arda Turan. Samningur Turan mun vera til fjögurra ára en kaupverðið er talið vera tólf milljónir evra eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. 10.8.2011 13:30 Ungverjar ekki með sitt sterkasta lið Sandor Egervari landsliðsþjálfari Ungverja hefur tilkynnt byrjunarlið Ungverja gegn Íslendingum í kvöld. Nokkra reynslumikla leikmenn vantar í lið heimamanna. 10.8.2011 13:00 Ragna Margrét til Svíþjóðar - blóðtaka fyrir Haukastelpur Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Miðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir er á leið til Svíþjóðar og spilar ekki með Haukum á tímabilinu. 10.8.2011 12:15 Snæfell fær til sín annan Kana Snæfellingar hafa samið við bandaríska leikstjórnandann Brandon Cotton. Hann hittir fyrir landa sinn Quincy Hankins Cole sem gekk til liðs við Snæfell fyrir skemmstu. 10.8.2011 10:45 Byrjunarlið Íslands-Birkir Bjarnason byrjar Ólafur Jóhanesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Ungverjum í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. 10.8.2011 10:25 Þorvaldur og Gunnar Helgi hættir hjá Víkingum í sumar Þorvaldur Sveinn Sveinsson leikmaður Víkings hefur leikið sinn síðasta leik með liðinu í sumar. Þorvaldur er á leiðinni í nám til San Francisco í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á Vikingur.net. 10.8.2011 09:55 Upson til Stoke á frjálsri sölu Miðvörðurinn Matthew Upson er genginn til liðs við Stoke City. Upson, sem skrifaði undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið, kemur til félagsins á frjálsri sölu. 10.8.2011 09:30 McIlroy flytur til Bandaríkjanna - þreyttur á ágengum aðdáendum Norður-Írinn Rory McIlroy sér sig knúinn til þess að flytja til Bandaríkjanna. Hann segir ágenga norður-írska aðdáendur ástæðuna fyrir því að hann geti ekki lengur búið í heimalandinu. 10.8.2011 09:00 Sjö stiga forskot Stjörnukvenna eftir sigur í Frostaskjóli - myndir Staða Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar karla er enn sterkari eftir leiki gærkvöldsins en Stjörnuliðið nýtti sér jafntefli Vals fyrir norðan vann 3-2 sigur á KR í Frostaskjóli og náði sjö stiga forskoti á toppnum þegar fimm umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. 10.8.2011 08:30 Stelpurnar hafa sýnt okkur áhuga Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaðurinn hjá Stjörnunni, fór á kostum í 5-1 sigri Garðbæinga á Þór á sunnudaginn. Jesper skoraði eitt mark, lagði upp tvö og er leikmaður 14. umferðar að mati Fréttablaðsins. 10.8.2011 08:00 Sárt að þurfa að segja sig úr landsliðshópnum Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn. 10.8.2011 07:00 Ólafur Jóhannesson: Þetta er mjög vitlaus umræða Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska liðið mætir Ungverjum í vináttulandsleik í Búdapest. 10.8.2011 06:30 19 ár frá síðasta sigri í Búdapest Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í vináttulandsleik á Ferenc Puskas-vellinum í Búdapest klukkan 17.45 í kvöld en þetta er í tíunda sinn sem þjóðirnar mætast á knattspyrnuvellinum. 10.8.2011 06:00 Casillas: Sigurinn sem breytti öllu fyrir Spánverja Iker Casillas landsliðsmarkvörður og fyrirliði Spánverja segir sigurinn á Ítalíu í vítaspyrnukeppninni á Evrópumótinu 2008 ástæðuna á bak við velgengni Spánverja á EM 2008 og HM 2010. Þann dag hafi lukkan snúist á band með Spánverjum. 9.8.2011 23:45 Fékk fimm ára bann fyrir að eitra fyrir félögunum í hálfleik Marco Paoloni, 27 ára ítalskur markvörður, var í dag dæmdur í fimm ára keppnisbann af aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins, eftir að upp komst um að Paoloni hafi laumað verkjalyfi í drykki félaga sinna í hálfeik í leik með Cremonese-liðinu. 9.8.2011 23:30 Zico í viðræðum um að taka við landsliði Íraka Brasilíska goðsögnin Zico á í viðræðum við Írak um að taka við knattspyrnulandsliðinu. Knattspyrnusamband Íraks hefur staðfest að viðræður eigi sér stað. 9.8.2011 23:00 Skilaboð Arsenal til Man. City: Nasri er ykkar fyrir 22 milljónir punda Frakkinn Samir Nasri er líklega á leiðinni til Manchester City eftir að Arsenal gaf það út að Manchester City geti keypt hann á 22 milljónir punda. Daily Mail segir að viðræður félaganna gangi hratt fyrir sig. 9.8.2011 22:30 Anna Úrsúla hætt við Ungverjalandsdvöl - spilar með Val Ekkert verður af því að landsliðskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir gangi til liðs við ungverska handknattleiksliðið ÉTV-Érdi VSE. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals. 9.8.2011 22:05 Stjörnukonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum Stjörnukonur stigu stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagins með því að vinna 3-2 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú komið með sjö stiga forskot á toppnum þar sem að Valskonur töpuðu stigum yfir norðan. Það urðu óvænt úrslit í Kópavoginum þegar nýliðar Grindavíkur unnu sinn annan leik í röð og komust þar með af botninum. 9.8.2011 21:45 Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð. 9.8.2011 20:26 Eyjakonur með fyrsta sigurinn sinn í tæpan mánuð - burstuðu Þrótt 5-0 Nýliðar ÍBV unnu langþráðan sigur í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið heimsótti Þrótt á Valbjarnarvöllinn en Eyjakonur fögnuðu þar 5-0 stórsigri. Þetta var fyrsti sigur ÍBV-liðsins síðan 12. júlí þegar liðið vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals. 9.8.2011 20:03 AEK-liðið steinlá á Kýpur án Eiðs Smára AEK Aþena tapaði 3-0 í æfingaleik á móti kýpverska liðinu Anorthosis Famagusta á Kýpur í kvöld en Íslendingarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Elfar Freyr Helgason voru fjarri góðu gammni þar sem að þeir eru uppteknir með íslenska landsliðinu í Ungverjalandi. 9.8.2011 19:56 Íslandsmótið í andspyrnu hafið - leikmaður kunni ekki reglurnar Griðungar lögðu Gamma að velli í fyrsta leik keppnistímabilsins í áströlskum fótbolta eða andspyrnu um helgina. Úrslitin urðu 99-21 Griðungum í vil en þeir eiga titil að verja frá síðasta tímabili. Leifur Bjarnason fór á kostum hjá Griðungum og skoraði yfir 50 stig. 9.8.2011 19:30 Þóra, Sara og félagar áfram með eins stigs forskot á toppnum LdB FC Malmö og Umeå IK FF gerðu 1-1 jafntefli í toppslag sænsku kvennadeildarinnar í kvöld en liðin eiga í harðri baráttu um sænska meistaratitilinn. 9.8.2011 19:00 Guðný dæmd í fjögurra leikja bann fyrir að skalla mótherja Guðný Guðleif Einarsdóttir, leikmaður FH í 1. deild kvenna í fótbolta, var í dag dæmd í fjögurra leikja bann af Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. Guðný missti stjórn á sér í leik á móti sínum gömlu félögum í Sindra um síðustu helgi og skallaði mótherja. 9.8.2011 18:45 Óvíst hvort leikir í ensku úrvalsdeildinni í Lundúnum fari fram Upphaf ensku úrvalsdeildarinnar um helgina er í óvissu vegna óeirðanna í Lundúnum undanfarna daga. Lögregluyfirvöld munu taka ákvörðun um hvort leikirnir fari fram. Það sem ræður úrslitum er hvort lögreglan telji sig hafa nægan mannskap til þess að standa vörð á leikjunum. 9.8.2011 18:30 Ítalía-Spánn í beinni í staðinn fyrir England-Holland Stöð 2 Sport 3 mun sýna leik Ítalíu og heimsmeistara Spánar í beinni á morgun í staðinn fyrir leik Englands og Hollands sem var aflýst fyrr í dag vegna óeirðanna í Lundúnaborg. Leikurinn fer fram í Bari og hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma. Leikurinn er á Stöð 2 Sport 3 þar sem leikur Íslands og Ungverjalands er sýndur á Stöð 2 Sport á sama tíma. 9.8.2011 18:15 Reading selur sinn helsta markaskorara annað árið í röð - Long til WBA Enska B-deildarliðið Reading er búið að selja sinn helsta markaskorara annað árið í röð. Í fyrra seldi liðið Gylfa Þór Sigurðsson til þýska liðsins Hoffenheim í haustglugganum og í dag seldi liðið síðan framherjann Shane Long til enska úrvalsdeildarliðsins West Bromwich Albion. 9.8.2011 18:00 Japanski snillingurinn kominn með atvinnuleyfi - má spila með Arsenal Japanska ungstirnið Ryo Miyaichi, leikmaður Arsenal, er kominn með atvinnuleyfi. Kantamaðurinn 18 ára, sem var í láni hjá Feyenoord í Hollandi á síðustu leiktíð, er því klár í slaginn með lærisveinum Arsene Wenger. 9.8.2011 17:30 Barton æfir með aðalliði Newcastle á nýjan leik Joey Barton miðvallarleikmaður Newcastle United æfði með aðalliði félagsins á nýjan leik í gær. Barton, sem hefur fengið grænt ljós á frjálsa sölu frá félaginu, æfði einn í síðustu viku en óánægju gætti hjá stjórnarmönnum Newcastle vegna framkomu hans á Twitter. 9.8.2011 16:45 Radosav Petrovic gengur til liðs við Blackburn Blackburn Rovers hefur gengið frá kaupum á Serbanum Radosav Petrovic frá Partizan í Belgrad. Miðjumaðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við Blackburn en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. 9.8.2011 16:36 Sjá næstu 50 fréttir
Barcelona hækkar tilboð sitt í Fabregas Enski fjölmiðillinn Sky Sports greinir frá því að Barcelona hafi lagt fram nýtt tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, í dag. Tilboði Barcelona upp á 35 milljónir punda var hafnað fyrir skemmstu. 10.8.2011 19:00
Stoke gerir lokatilboð í Crouch og Palacios Stoke City hefur gert lokatilboð í framherjann Peter Crouch og miðjumanninn Wilson Palacios leikmenn Tottenham. Stoke hefur styrkt sig töluvert varnarlega í sumar með kaupunum á miðvörðunum Jonathan Woodgate og Matthew Upson. 10.8.2011 18:15
43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Frábær veiði hefur verið í Brynjudalsá undanfarið. Það voru Spánverjar við veiðar í fimm daga í áni og fengu þeir 43 laxa. Sögðu þeir gríðarlega mikinn fisk vera í ánni. Þeir lönduðu tíu löxum síðasta daginn en það ánægjulegasta við tíðindin er að átta laxar af þessum tíu veiddust inn á dal, ofan fossa á flugusvæðinu. Það er því ekki aðeins mikið af laxi heldur virðist hann einnig vera farinn að dreifa sér vel um alla á en breytingar voru gerðar við laxastiga í ánni í vetur. 10.8.2011 17:47
300 laxa helgi í Eystri Rangá Eystri Rangá heldur áfram að skila góðri veiði. Eins og við sögðum frá fyrir helgi var veiðin á fimmtudeginum 142 laxar og var það met dagur í áni hingað til í sumar. Veiðin var í sama fari á föstudeginum hann gaf 140 laxa á land. 10.8.2011 17:44
Ótrúleg meðalþyngd úr Laxá Meðallengd veiddra laxa á Nesveiðum fram til þessa er 84 sentimetrar. Í morgun veiddist 26 punda lax í Presthyl auk þess sem nokkrir "smærri" veiddust. 10.8.2011 17:41
Góður gangur í Fnjóská Ágætis veiði hefur verið undanfarið á laxasvæðunum í Fnjóská og rúmlega 350 laxar hafa verið færðir til bókar samkvæmt heimasíðu Flúða. 10.8.2011 17:39
Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Það er stórlaxahrina á Nesveiðum í Aðaldal um þessar mundir. Í gær fékkst 25 punda lax í Höfuðhyl og í morgun fékkst annar á Grundarhorni. Ótaldir eru 20-22 punda laxar. 10.8.2011 17:37
Leikmenn í NFL-deildinni settir í vaxtarhormónapróf Allt útlit er fyrir að NFL-deildin verði fyrsta atvinnumannadeildin vestanhafs sem setur leikmenn í lyfjapróf með blóðprufu. Forráðamenn deildarinnar reikna með að hægt verði að setja leikmenn í deildinni í vaxtarhormónapróf frá fyrsta leikdegi. 10.8.2011 17:30
Niðurlæging í Búdapest Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. 10.8.2011 16:48
Bamba ætlað að fylla í skarð Samba? Steve Kean knattspyrnustjóri Blackburn segir félagið nálægt því að festa kaup á Sol Bamba varnarmanni Leicester. Kean leitar að miðverði til að fylla í skarð Phil Jones sem fór til Manchester United. 10.8.2011 16:45
Haukar búnar að semja við fjölhæfan leikstjórnanda Kvennalið Hauka hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Jence Rhoads um að hún spili með liðinu á komandi vetri. Rhoads átti flottan feril með Vanderbilt skólanum og kom til greina þegar nýliðaval WNBA-deildarinnar fór fram í vor. 10.8.2011 16:00
Moratti veltir risatilboði í Eto'o fyrir sér Massimo Moratti, forseti ítalska knattspyrnufélagsins Inter, veltir fyrir sér risatilboði rússneska félagisns Anzhi Makhachkala í kamerúnska sóknarmanninn Samuel Eto'o. Tilboðið hljómar upp á 35 milljón evrur eða sem nemur tæpum sex milljörðum íslenskra króna. 10.8.2011 15:29
Andy Murray pakkað saman í Kanada Skotinn Andy Murray steinlá 6-3 og 6-1 gegn Kevin Anderson í annarri umferð Rogers-bikarsins í Kanada í gær. Murray átti engin svör við sterkum uppgjöfum Suður-Afríkumannsins. 10.8.2011 14:45
Prandelli: Balotelli ekki tekist að fara í taugarnar á mér Ítalir mæta Spánverjum í vináttulandsleik í Bari á Ítalíu í kvöld. Guiseppe Rossi og Antonio Cassano verða í byrjunarliði heimamanna en Mario Balotelli vermir bekkinn. 10.8.2011 14:15
Fyrirliði Galatasaray til Atletico Madrid á 12 milljónir evra Spænska knattspyrnufélagið Atletico Madrid hefur fest kaup á tyrkneska kantmanninum Arda Turan. Samningur Turan mun vera til fjögurra ára en kaupverðið er talið vera tólf milljónir evra eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. 10.8.2011 13:30
Ungverjar ekki með sitt sterkasta lið Sandor Egervari landsliðsþjálfari Ungverja hefur tilkynnt byrjunarlið Ungverja gegn Íslendingum í kvöld. Nokkra reynslumikla leikmenn vantar í lið heimamanna. 10.8.2011 13:00
Ragna Margrét til Svíþjóðar - blóðtaka fyrir Haukastelpur Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Miðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir er á leið til Svíþjóðar og spilar ekki með Haukum á tímabilinu. 10.8.2011 12:15
Snæfell fær til sín annan Kana Snæfellingar hafa samið við bandaríska leikstjórnandann Brandon Cotton. Hann hittir fyrir landa sinn Quincy Hankins Cole sem gekk til liðs við Snæfell fyrir skemmstu. 10.8.2011 10:45
Byrjunarlið Íslands-Birkir Bjarnason byrjar Ólafur Jóhanesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Ungverjum í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. 10.8.2011 10:25
Þorvaldur og Gunnar Helgi hættir hjá Víkingum í sumar Þorvaldur Sveinn Sveinsson leikmaður Víkings hefur leikið sinn síðasta leik með liðinu í sumar. Þorvaldur er á leiðinni í nám til San Francisco í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á Vikingur.net. 10.8.2011 09:55
Upson til Stoke á frjálsri sölu Miðvörðurinn Matthew Upson er genginn til liðs við Stoke City. Upson, sem skrifaði undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið, kemur til félagsins á frjálsri sölu. 10.8.2011 09:30
McIlroy flytur til Bandaríkjanna - þreyttur á ágengum aðdáendum Norður-Írinn Rory McIlroy sér sig knúinn til þess að flytja til Bandaríkjanna. Hann segir ágenga norður-írska aðdáendur ástæðuna fyrir því að hann geti ekki lengur búið í heimalandinu. 10.8.2011 09:00
Sjö stiga forskot Stjörnukvenna eftir sigur í Frostaskjóli - myndir Staða Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar karla er enn sterkari eftir leiki gærkvöldsins en Stjörnuliðið nýtti sér jafntefli Vals fyrir norðan vann 3-2 sigur á KR í Frostaskjóli og náði sjö stiga forskoti á toppnum þegar fimm umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. 10.8.2011 08:30
Stelpurnar hafa sýnt okkur áhuga Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaðurinn hjá Stjörnunni, fór á kostum í 5-1 sigri Garðbæinga á Þór á sunnudaginn. Jesper skoraði eitt mark, lagði upp tvö og er leikmaður 14. umferðar að mati Fréttablaðsins. 10.8.2011 08:00
Sárt að þurfa að segja sig úr landsliðshópnum Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn. 10.8.2011 07:00
Ólafur Jóhannesson: Þetta er mjög vitlaus umræða Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska liðið mætir Ungverjum í vináttulandsleik í Búdapest. 10.8.2011 06:30
19 ár frá síðasta sigri í Búdapest Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í vináttulandsleik á Ferenc Puskas-vellinum í Búdapest klukkan 17.45 í kvöld en þetta er í tíunda sinn sem þjóðirnar mætast á knattspyrnuvellinum. 10.8.2011 06:00
Casillas: Sigurinn sem breytti öllu fyrir Spánverja Iker Casillas landsliðsmarkvörður og fyrirliði Spánverja segir sigurinn á Ítalíu í vítaspyrnukeppninni á Evrópumótinu 2008 ástæðuna á bak við velgengni Spánverja á EM 2008 og HM 2010. Þann dag hafi lukkan snúist á band með Spánverjum. 9.8.2011 23:45
Fékk fimm ára bann fyrir að eitra fyrir félögunum í hálfleik Marco Paoloni, 27 ára ítalskur markvörður, var í dag dæmdur í fimm ára keppnisbann af aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins, eftir að upp komst um að Paoloni hafi laumað verkjalyfi í drykki félaga sinna í hálfeik í leik með Cremonese-liðinu. 9.8.2011 23:30
Zico í viðræðum um að taka við landsliði Íraka Brasilíska goðsögnin Zico á í viðræðum við Írak um að taka við knattspyrnulandsliðinu. Knattspyrnusamband Íraks hefur staðfest að viðræður eigi sér stað. 9.8.2011 23:00
Skilaboð Arsenal til Man. City: Nasri er ykkar fyrir 22 milljónir punda Frakkinn Samir Nasri er líklega á leiðinni til Manchester City eftir að Arsenal gaf það út að Manchester City geti keypt hann á 22 milljónir punda. Daily Mail segir að viðræður félaganna gangi hratt fyrir sig. 9.8.2011 22:30
Anna Úrsúla hætt við Ungverjalandsdvöl - spilar með Val Ekkert verður af því að landsliðskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir gangi til liðs við ungverska handknattleiksliðið ÉTV-Érdi VSE. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals. 9.8.2011 22:05
Stjörnukonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum Stjörnukonur stigu stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagins með því að vinna 3-2 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú komið með sjö stiga forskot á toppnum þar sem að Valskonur töpuðu stigum yfir norðan. Það urðu óvænt úrslit í Kópavoginum þegar nýliðar Grindavíkur unnu sinn annan leik í röð og komust þar með af botninum. 9.8.2011 21:45
Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð. 9.8.2011 20:26
Eyjakonur með fyrsta sigurinn sinn í tæpan mánuð - burstuðu Þrótt 5-0 Nýliðar ÍBV unnu langþráðan sigur í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið heimsótti Þrótt á Valbjarnarvöllinn en Eyjakonur fögnuðu þar 5-0 stórsigri. Þetta var fyrsti sigur ÍBV-liðsins síðan 12. júlí þegar liðið vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals. 9.8.2011 20:03
AEK-liðið steinlá á Kýpur án Eiðs Smára AEK Aþena tapaði 3-0 í æfingaleik á móti kýpverska liðinu Anorthosis Famagusta á Kýpur í kvöld en Íslendingarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Elfar Freyr Helgason voru fjarri góðu gammni þar sem að þeir eru uppteknir með íslenska landsliðinu í Ungverjalandi. 9.8.2011 19:56
Íslandsmótið í andspyrnu hafið - leikmaður kunni ekki reglurnar Griðungar lögðu Gamma að velli í fyrsta leik keppnistímabilsins í áströlskum fótbolta eða andspyrnu um helgina. Úrslitin urðu 99-21 Griðungum í vil en þeir eiga titil að verja frá síðasta tímabili. Leifur Bjarnason fór á kostum hjá Griðungum og skoraði yfir 50 stig. 9.8.2011 19:30
Þóra, Sara og félagar áfram með eins stigs forskot á toppnum LdB FC Malmö og Umeå IK FF gerðu 1-1 jafntefli í toppslag sænsku kvennadeildarinnar í kvöld en liðin eiga í harðri baráttu um sænska meistaratitilinn. 9.8.2011 19:00
Guðný dæmd í fjögurra leikja bann fyrir að skalla mótherja Guðný Guðleif Einarsdóttir, leikmaður FH í 1. deild kvenna í fótbolta, var í dag dæmd í fjögurra leikja bann af Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. Guðný missti stjórn á sér í leik á móti sínum gömlu félögum í Sindra um síðustu helgi og skallaði mótherja. 9.8.2011 18:45
Óvíst hvort leikir í ensku úrvalsdeildinni í Lundúnum fari fram Upphaf ensku úrvalsdeildarinnar um helgina er í óvissu vegna óeirðanna í Lundúnum undanfarna daga. Lögregluyfirvöld munu taka ákvörðun um hvort leikirnir fari fram. Það sem ræður úrslitum er hvort lögreglan telji sig hafa nægan mannskap til þess að standa vörð á leikjunum. 9.8.2011 18:30
Ítalía-Spánn í beinni í staðinn fyrir England-Holland Stöð 2 Sport 3 mun sýna leik Ítalíu og heimsmeistara Spánar í beinni á morgun í staðinn fyrir leik Englands og Hollands sem var aflýst fyrr í dag vegna óeirðanna í Lundúnaborg. Leikurinn fer fram í Bari og hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma. Leikurinn er á Stöð 2 Sport 3 þar sem leikur Íslands og Ungverjalands er sýndur á Stöð 2 Sport á sama tíma. 9.8.2011 18:15
Reading selur sinn helsta markaskorara annað árið í röð - Long til WBA Enska B-deildarliðið Reading er búið að selja sinn helsta markaskorara annað árið í röð. Í fyrra seldi liðið Gylfa Þór Sigurðsson til þýska liðsins Hoffenheim í haustglugganum og í dag seldi liðið síðan framherjann Shane Long til enska úrvalsdeildarliðsins West Bromwich Albion. 9.8.2011 18:00
Japanski snillingurinn kominn með atvinnuleyfi - má spila með Arsenal Japanska ungstirnið Ryo Miyaichi, leikmaður Arsenal, er kominn með atvinnuleyfi. Kantamaðurinn 18 ára, sem var í láni hjá Feyenoord í Hollandi á síðustu leiktíð, er því klár í slaginn með lærisveinum Arsene Wenger. 9.8.2011 17:30
Barton æfir með aðalliði Newcastle á nýjan leik Joey Barton miðvallarleikmaður Newcastle United æfði með aðalliði félagsins á nýjan leik í gær. Barton, sem hefur fengið grænt ljós á frjálsa sölu frá félaginu, æfði einn í síðustu viku en óánægju gætti hjá stjórnarmönnum Newcastle vegna framkomu hans á Twitter. 9.8.2011 16:45
Radosav Petrovic gengur til liðs við Blackburn Blackburn Rovers hefur gengið frá kaupum á Serbanum Radosav Petrovic frá Partizan í Belgrad. Miðjumaðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við Blackburn en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. 9.8.2011 16:36