Fleiri fréttir

Defoe gefst ekki upp þrátt fyrir erfitt ár

Jermain Defoe, framherji Tottenham, viðurkennir að tímabilið hafi verið mjög erfitt fyrir sig persónulega enda fékk hann að minna að spila í vetur en hann er vanur.

Ekki veiðihelgi framundan?

Það lítur ekki vel út með helgarveðrið fyrir veiðimenn. Eini bletturinn á landinu sem sleppur líklega við rok, rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu er suð- vesturhornið og það bara tæplega. Á því svæði er spáð nokkrum vind og úrkomu af og til, það kólnar líka þannig að þetta er ekki spennandi veður til veiða. En sumir láta þetta ekkert á sig fá og maður hefutr nú oft heyrt góðar veiðisögur af mönnum sem veiða stundum einna best í vondu veðri.

Nowitzki sá um Oklahoma

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var algjörlega óstöðvandi í nótt og skoraði 48 stig í 121-112 sigri Dallas Mavericks á Oklahoma City Thunder. Dallas er þar með komið í 1-0 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar.

Nýtt Sportveiðiblað væntanlegt inn um lúgurnar

Það styttist biðin eftir fyrsta tölublaði Sportveiðiblaðsins. Blaðið hefur aldrei verið eins glæsilegt og nú, heilar 148 blaðsíður stútfullar af áhugaverðu efni. Sportveiðiblaðið ætti því að fara að detta inn um póstlúguna hjá áskrifendum í lok næstu viku næstu viku.

United-menn búnir að taka niður City-borðann á Old Trafford

Stuðningmenn Manchester United hafa lengi strítt nágrönnum sínum í Manchester City á titlaleysinu og frægasta dæmið um þá stríðni var borði sem hékk uppi á Old Trafford og á stóð hversu lengi City-menn voru búnir að bíða eftir titli.

Tiger ætlar að ná US Open

Tiger Woods varð að draga sig úr keppni á Players-meistaramótinu um síðustu helgi en hann segir útlitið betra en á horfðist. Honum tókst aðeins að leika 9 holur á mótinu.

Mancini: Tevez verður áfram hjá Manchester City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, gaf það út eftir 3-0 sigur liðsins á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í kvöld að Carlos Tevez verði áfram hjá félaginu. Tevez fór á kostum í kvöld og skoraði tvö stórglæsileg mörk í leiknum.

Metáhorf á leik Chicago og Miami

Þó svo LA Lakers og Boston Celtics séu farin í sumarfrí er langur vegur frá því að fólk sé hætt að fylgjast með úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Reading mætir Swansea á Wembley

Reading er komið alla leið í úrslitaleikinn um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 útisigur á Cardiff í kvöld í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni ensku b-deildarinnar. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli á heimavelli Reading.

Reglubreyting FIA gæti breytt gangi mála í Formúlu 1

FIA hefur ákveðið að breyta reglum um útbúnað Formúlu 1 bíla til að sporna við þróun sem bílasambandið telur ekki góða til eftirbreytni í Formúlu 1 mótum ársins. FIA hefur sent keppnisliðum skilaboð vegna málsins, en keppt verður á Katalóníu brautinni, sem er nærri Barcelona á Spáni um næstu helgi

Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018

Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni.

Bryndís búin að semja við KR - áfall fyrir Keflavík

Kvennalið KR fékk mikinn liðstyrk í dag þegar landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir skrifaði undir samning við KR-liðið. Bryndís átti frábært tímabil í vetur og var lykilmaður í þreföldum sigri Keflavíkurliðsins.

Íris leggur skíðin á hilluna

Írís Guðmundsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í svigi og stórsvigi, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna einungis 21 árs að aldri. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Íris verið í fremstu röð íslenskra skíðakvenna undanfarin ár.

Man. City tók 3. sætið af Arsenal með öruggum heimasigri á Stoke

Manchester City fylgdi eftir bikarmeistaratitli helgarinnar með því að vinna öruggan 3-0 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með þessum sigri tók City-liðið þriðja sætið af Arsenal. Fjögur efstu sætin skila sæti í Meistaradeildinni en aðeins þrjú efstu liðin sleppa við að fara í forkeppnina.

Barrichello vongóður um framfaraskref

Williams liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá mótum ársins, en reynsluboltinn Rubens Barrichello sem ekur með liðinu ásamt nýliðanum Pastor Maldonado vonast eftir að Williams bíllinn verði betri á Katalóniu brautinni á Spáni um næstu helgi, en í fyrstu fjórum mótum ársins.

Félagar Eggerts teknir með kókaín

Tveir félagar Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá skoska liðinu Hearts hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa haft kókaín í fórum sínum.

Sauber með endurbættan bíl á Spáni

Sauber liðið frá Sviss mætir með verulega endurbættan bíl í Formúlu 1 mótið á Spáni um næstu helgi. Keppt verður á Katalóníu brautinni sem er nærri Barcleona. Sauber hefur náð í átta stig í fyrstu fjórum mótunum og Kamui Kobayashi náði þeim árangri að ná í stig í síðasta móti þó hann ræsti af stað úr síðsta sæti, eftir að bíll hans bilaði í tímatökunni.

Leeds og Southampton eltast við Guðlaug Victor

Stuðningsmannasíðan skoska liðsins Hibernian segir frá umfjöllun breskra fjölmiðla um áhuga ensku b-deildarliðanna Leeds og Southampton á íslenska 21 árs landsliðsmanninum Guðlaugi Victor Pálssyni.

Ferguson slapp með aðvörun

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur aðvarað Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, fyrir ummæli sín um Howard Webb fyrir leik liðsins gegn Chelsea.

Mexes valdi Milan fram yfir Real Madrid

Franski varnarmaðurin Philippe Mexes hefur skrifað undir fjögurra ára samning við AC Milan en hann kemur til félagsins frá Roma. Mexes segist einnig hafa fengið tilboð frá Real Madrid sem hann hafnaði.

Valur greiddi eina milljón fyrir Ingólf

Friðjón Fríðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, braut ákveðið blað í íslenskri knattspyrnusögu í dag þegar hann greindi frá kaupverði Ingólfs Sigurðssonar frá KR í Val. Venjulega eru íslensk félög algerlega ófáanleg til þess að staðfesta kaupverð á leikmönnum en Friðjón vildi opinbera töluna til þess að drepa slúðursögur.

Ingólfur biður KR-inga afsökunar

Fátt hefur verið um meira rætt síðustu daga en knattspyrnumanninn unga, Ingólf Sigurðsson. Hann gerði allt vitlaust er hann sagði ungum leikmönnum að halda sig frá KR. Í kjölfarið lýsti hann því yfir að hann ætlaði sér að gera allt sem hann gæti til þess að losna frá KR.

Ferguson ætlar að hvíla leikmenn um næstu helgi

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er þegar farinn að hugsa um úrslitaleikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni og hann ætlar sér að hvíla einhverjar af stjörnum liðsins um næstu helgi.

Van der Vaart ekki á förum frá Spurs

Hollendingurinn Rafael van der Vaart segist ætla að halda tryggð við Tottenham þó svo liðinu hafi mistekist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni að ári.

Pepsimörkin: Ég var bara að stríða honum

„Ég var bara að stríða honum, Jói er fínn á línunni, þetta var bara grín hjá okkur og ekkert að þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að hann var spurður út í spaugilegt atvik sem átti sér stað við hliðarlínuna í leik ÍBV og Breiðabliks í fjórðu umferð Pepsideildar karla.

Einhverjir stuðningsmenn FH kölluðu leikmenn ræfla og aumingja

Ljót uppákoma átti sér stað eftir leik FH og Víkings í gær. Margir stuðningsmenn FH voru langt frá því að vera sáttir við sitt lið í gær gegn Víkingi enda var FH að leika afar illa. Flestir héldu þó ró sinni eftir leik en einhverjir þeirra misstu stjórn á skapi sínu eftir leikinn og létu leikmenn heyra það.

Slagsmál í teiti hjá West Ham

Það á ekki af West Ham að ganga. Liðið er fallið úr ensku úrvalsdeildinni og liðið gat ekki haldið kvöldverð með öllum hópnum um helgina áfallalaust. Kalla þurfti til lögreglu upp úr níu leytinu vegna slagsmála í teitinu.

Kolbeinn færist nær Ajax

Hollenska blaðið De Telegraaf greinir frá því í dag að Kolbeinn Sigþórsson sé búinn að ná samningi við Ajax og nú eigi einungis eftir að ganga frá kaupverði við félag Kolbeins, AZ Alkmaar.

Pepsimörkin: Tilþrif og mörk úr 4. umferð skreytt með dúndur tónlist

Að venju var boðið upp á öll mörkin og tilþrifin úr leikjum Pepsideildar karla í fótbolta í gær í samantektarþætti Stöðvar 2 sport. Þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason yfir gang mála í fjórðu umferð og hér má sjá samantektina – þar sem tónlist frá Rage Against the Machine réð ríkjum en lagið heitir Renegades Of Funk.

Vandræði hjá meistaraefnunum í FH - myndir

FH-ingar náðu bara 1-1 jafntefli á heimavelli á móti nýliðum Víkinga í Pepsi-deild karla í gærkvöldi og hafa því tapað 7 stigum í fyrstu fjórum umferðunum.

Pepsimörkin: Andskotans kona ertu

Jóhann Helgi Hannesson leikmaður Þórs var með sterkan norðlenskar áherslur í orðavali sínu þegar hann lét Bjarna Guðjónsson heyra það í Frostaskjólinu í gær í 3-1 sigri KR gegn nýliðinum frá Akureyri. Jóhann hefur eflaust ekki veitt því athygli að fyrir utan völlinn voru hljóðnemar fyrir útsendingu Stöðvar 2 sport og það fór ekkert á milli mála að Jóhann var ósáttur við fyrirliða KR. Atvikið var til umræðu í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason fóru yfir stöðuna.

KR-ingar í fínum málum á toppnum - myndir

KR-ingar eru á skriði í Pepsi-deild karla eftir 3-1 sigur á Þór á KR-vellinum í gær. KR-ingar eru þar með tveggja stiga forskot á toppnum og hafa náð að 10 af 12 mögulegum stigum í fyrstu fjórum leikjunum.

Guardiola: United minnir mig á Real Madrid

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona, á von á erfiðum úrslitaleik í Meistaradeildinni þegar liðið mætir Manchester United á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Heimir: Hugarfarið er vandamál liðsins

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var þungur á brún eftir jafnteflið gegn Víkingi í dag. Heimir kom ekki út úr búningsklefa FH fyrr en um hálftíma eftir leik þegar flestir fjölmiðlar voru farnir heim á leið.

Umfjöllun: Góð byrjun dugði KR

KR vann í kvöld 3-1 sigur á Þór á heimavelli sínum í vesturbænum og er fyrir vikið með tveggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla eftir fjórar umferðir.

Umfjöllun: Latir FH-ingar heppnir að fá stig gegn Víkingi

Ef FH ætlar að spila í sumar eins og liðið gerði í kvöld gegn Víkingi þá á liðið enga möguleika á titlinum. Meistaraefnin í Firðinum mættu hrokafull til leiks gegn Víkingi og héldu að hægt væri að fá þrjú stig gegn þeim án fyrirhafnar. Það gekk svo sannarlega ekki eftir því baráttuglaðir Víkingar voru hreinlega heppnir að taka ekki öll stigin í Krikanum í kvöld.

Durant og Westbrook í hóp með kunnum köppum í gær

Kevin Durant og Russell Westbrook fóru á kostum með liði Oklahoma City Thunder í öruggum 15 stiga sigri á Memphis Grizzlies, 105-90, í nótt í hreinum úrslitaleik liðanna um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Báðir komust í hóp með kunnum köppum með frammistöðu sinni.

Hannes: Frammistaðan okkur ekki til framdráttar

"Þetta var alls ekki ásættanlegt. Okkar frammistaða í dag er okkur ekki til framdráttar. Það er alveg ljóst," sagði Hannes Þorsteinn Sigurðsson, markaskorari FH-inga, eftir jafnteflið við Víking í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir