Fleiri fréttir

Í öðru sæti í 259 vikur

Phil Mickelson vonast til þess að hrifsa toppsætið á heimslista kylfinga af Tiger Woods á Barclays-mótinu um helgina.

Vil láta minnast mín sem töframanns

Rússinn Andrei Arshavin er afar metnaðarfullur leikmaður og hann vill að sín verði minnst sem sigurvegara í Meistaradeildinni og töframanns.

Rubens Barrichello ekur í 300 mótinu

Rubens Barrichello keppir í sínu 300 Formúlu 1 móti um helgina að eigin sögn, en tölfræðin virðist ekki alls staðar sú sama hjá fræðingum í greininni. En Williams og Barrichello segja í tilkynningu að mótið sé það 300 sem hann tekur þátt í á Spa um helgina.

Vettel: Hvert mót mikilvægt í lokaslagnum

Sjö mót eru eftir í meistaramótinu í Fornúlu 1 og Sebastian Vettel hjá Red Bull segir titislaginn hefjast fyrir alvöru um helgina, en hann hefur lent í ýmsum ógöngum á árinu

Schumacher bað Barrichello afsökunar

Michael Schumacher hefur beðið Rubens Barrichello afsökunar á atvikinu í Ungverjalandi, þar sem hann ók í veg fyrir Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar. Autosport.com greindi frá þessu eftir hádegi í dag, en Barrichello fagnar því að mæta í sitt 300 mót um helgina á Spa brautinni um helgina.

Benitez heldur áfram að skjóta á Mourinho

Rafa Benitez, þjálfari Inter, heldur áfram að rífa kjaft við José Mourinho en svo virðist vera sem honum líki illa að vera í sifellu borinn saman við Portúgalann.

Heskey orðaður við Leicester

Bráðabirgðastjóri Aston Villa, Kevin McDonald, segir ekkert hæft í þeim fréttum að Emile Heskey sé á leið til Leicester þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn.

Neymar fer á endanum til Chelsea

Brasilíumaðurinn Neymar er enn orðaður við Chelsea þó svo hann hafi ákveðið að vera áfram í herbúðum Santos á Brasilíu.

Zlatan og Guardiola tala ekki saman

Zlatan Ibrahimovic hefur viðurkennt að samband hans og þjálfara Barcelona, Pep Guardiola, sé í molum og þeir hafi ekki talað saman í sex mánuði.

Sölvi Geir: Fæ vonandi prósentur

„Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Dýrmætt skallamark Sölva - myndband

Sölvi Geir Ottesen skoraði gott skallamark fyrir FC Köbenhavn í kvöld. Tryggði hann liðinu sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir vikið.

Mourinho er bóluefnið gegn Barcelona

Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos hjá Real Madrid segir að þjálfarinn José Mourinho sé bóluefnið sem vantaði til þess að stöðva einokun Barcelona á Spáni.

Naumur sigur hjá Flensburg

Keppni hófst í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar að Wetzlar tók á móti Flensburg.

Giggs afar ánægður með Hernandez

Ryan Giggs er verulega hrifinn af hinum nýja framherja Man. Utd, Javier Hernandez, sem kom frá mexíkóska félaginu Chivas í sumar.

Olsen kynnir danska hópinn gegn Íslandi

Danski landsliðsþjálfarinn Morten Olsen hefur valið átján af 23 leikmönnum í leikinn gegn Íslandi þann 7. september. Leikurinn fer fram í Danmörku.

Kaladze brjálaður út í forráðamenn Milan

Georgíumaðurinn hjá AC Milan, Kakha Kaladze, er brjálaður út í forráðamenn félagsins sem hann telur hafa beitt þjálfara félagsins, Massimiliano Allegri, þrýstingi til þess að henda sér úr hópnum.

Óskastaður Carlton Cole er Anfield

Liverpool leitar enn að vinstri bakverði og sóknarmanni. Hingað til hafa Carlos Salcido og Ola Toivonen taldir vera næstir því að ganga í raðir félagsins.

Ronaldinho vill fá Zlatan til Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho er mjög spenntur fyrir því að fá Zlatan Ibrahimovic til AC Milan og hvetur leikmanninn til þess að koma.

Kuyt vill fara frá Liverpool

Umboðsmaður Hollendingsins Dirk Kuyt segir að leikmaðurinn vilji fylgja Rafa Benitez til Inter á Ítalíu.

Geremi til Grikklands

Kamerúnski miðjumaðurinn Geremi, sem lék lengi í enska boltanum, er kominn til Grikklands og hefur skrifað undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarfélagið Larissa.

Harður titilslagur milli fimm ökumanna framundan

Jonathan Neale, einn af yfirmönnum McLaren telur að titilslagurinn framundan verði harður í Formúliu 1 og McLaren mun framþróa bíl sinn af krafti á næstunni. Keppt verður á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi.

Bolt til í að keppa gegn Gatlin

Hraðasti maður veraldar, Usain Bolt, segist ekkert hafa á móti því að keppa gegn Justin Gatlin sem er byrjaður að hlaupa á ný eftir fjögurra ára keppnisbann.

Sjá næstu 50 fréttir