Schumacher bað Barrichello afsökunar 26. ágúst 2010 14:06 Rubens Barrichello og Michael Schumacher hafa setið marga blaðamannafundi á ferlinum og eru hér saman ásamt fleirum fyrir tyrkneska kappaksturinn. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hefur beðið Rubens Barrichello afsökunar á atvikinu í Ungverjalandi, þar sem hann ók í veg fyrir Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar. Autosport.com greindi frá þessu eftir hádegi í dag, en Barrichello fagnar því að mæta í sitt 300 mót um helgina á Spa brautinni um helgina. Dómarar í Þýskalandi dæmdu Schumacher í tíu sæta refsingu fyrir ógætilegan akstur, Hann fær refsinguna eftir að tímatökumn er lokið á laugardag. Hann færist aftur um tíu sæti miðað við aksturstímann í tímatökum. Schumacher sendi Barrichello textaskeyti í morgun í síma. "Það er ekkert vandamál að tala við Rubens. Það voru tvær ástæður fyrir því að senda honum skeyti, ein af aðal ástæðunum er að hann er að keppa í sínu 300 móti og við eigum sögu að baki. Mér fannst við hæfi að óska honum til hamingju og skýra mitt mál. Ef honum fannst að ég hefði ætlað að þrýsta honum upp að vegg, þá var það ekki kappsmál mitt. Ég vildi keppa án snertingar og ef honum fannst sér misboðið, þá þykir mér það leitt", sagði Schumacher á Spa í dag. Hann keppti lengi með Barrichello hjá Ferrari. Barrichello tók ágætlega í málið og sendingu Schumachers. "Ég fékk sms skeyti í dag. Einhver hafði sagt honum að hann hefði þvingað mig út í vegg og hann sagði það ekki rétt mat og baðst afsökunar á því. Ég þakkaði honum og móttók afsökunarbeiðnina og óskaði honum góðs gengis. Lífið heldur áfram", sagði Barrichello. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher hefur beðið Rubens Barrichello afsökunar á atvikinu í Ungverjalandi, þar sem hann ók í veg fyrir Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar. Autosport.com greindi frá þessu eftir hádegi í dag, en Barrichello fagnar því að mæta í sitt 300 mót um helgina á Spa brautinni um helgina. Dómarar í Þýskalandi dæmdu Schumacher í tíu sæta refsingu fyrir ógætilegan akstur, Hann fær refsinguna eftir að tímatökumn er lokið á laugardag. Hann færist aftur um tíu sæti miðað við aksturstímann í tímatökum. Schumacher sendi Barrichello textaskeyti í morgun í síma. "Það er ekkert vandamál að tala við Rubens. Það voru tvær ástæður fyrir því að senda honum skeyti, ein af aðal ástæðunum er að hann er að keppa í sínu 300 móti og við eigum sögu að baki. Mér fannst við hæfi að óska honum til hamingju og skýra mitt mál. Ef honum fannst að ég hefði ætlað að þrýsta honum upp að vegg, þá var það ekki kappsmál mitt. Ég vildi keppa án snertingar og ef honum fannst sér misboðið, þá þykir mér það leitt", sagði Schumacher á Spa í dag. Hann keppti lengi með Barrichello hjá Ferrari. Barrichello tók ágætlega í málið og sendingu Schumachers. "Ég fékk sms skeyti í dag. Einhver hafði sagt honum að hann hefði þvingað mig út í vegg og hann sagði það ekki rétt mat og baðst afsökunar á því. Ég þakkaði honum og móttók afsökunarbeiðnina og óskaði honum góðs gengis. Lífið heldur áfram", sagði Barrichello.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira