Fleiri fréttir

Rolfes og Adler úr leik

Þýska landsliðið í knattspyrnu hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna meiðsla þeirra Simon Rolfes og Rene Adler sem verða ekki með á HM í Suður-Afríku í sumar.

Flensburg aftur í þriðja sætið

Flensburg vann í kvöld fimm marka útisigur á Melsungen, 32-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og endurheimti þar með þriðja sæti deildarinnar.

Messi með tvö í sigri Barcelona

Barcelona vann í kvöld 4-1 sigur á Tenerife í spænsku úrvalsdeildinni og er komið með fjögurra stiga forystu á toppnum.

Davíð skoraði í tapleik

Davíð Þór Viðarsson skoraði eina mark Öster er liðið tapaði fyrir Brage, 3-1, á útivelli í sænsku B-deildinni í kvöld.

Gay stefnir á að bæta heimsmet Bolt

Tyson Gay hefur sett sér það markmið að bæta heimsmet Usain Bolt í 100 metra spretthlaupi sem sá síðarnefndi setti á HM í Berlín síðasta sumar.

Sigurvegari kvöldsins hefur unnið titilinn í 9 af 10 skiptum

Haukar og Valur mætast í kvöld í þriðja sinn í úrslitaeinvígi sínu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla. Staðan er 1-1 eftir að Haukar unnu fyrsta leikinn 23-22 á Ásvöllum á föstudagskvöldið og Valsmenn svöruðu með 22-20 sigri í Vodafone-höllinni á sunnudaginn. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.30 á Ásvöllum.

Briatore: Betra skipulag Formúlu 1 nauðsynlegt

Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins telur að betur megi ef duga skal hvað varðar mótshald í Formúlu 1. Hann var rekinn frá Renault fyrir að svindla í Singapúr og dæmdur í ævilangt bann, en því var hnekkt fyrir nokkrum vikum. Þrátt fyrir þetta hyggst Briatore ekkert mæta aftur í slaginn í Formúlu 1 að eigin sögn.

Fögnuður Mosfellinga - myndir

Afturelding úr Mosfellsbæ tryggði sér í gær sæti í N1-deild karla næsta vetur með mögnuðum sigri á Gróttu sem fór fyrir vikið niður í 1. deild.

Valsmenn búnir að vera yfir í 90 prósent af leikjunum tveimur

Haukar og Valur leika í kvöld þriðja leik sinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en staðan er 1-1 í einvíginu eftir 22-20 sigur Valsmanna í síðasta leik í Vodafone-höllinni. Haukar hafa verið undir í 90 prósent af einvíginu til þessa en standa samt jafnfætis Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. Þriðji leikurinn hefst klukkan 19.30 á Ásvöllum í kvöld.

Coleman rekinn frá Coventry

Coventry City rak í morgun knattspyrnustjórann sinn, Chris Coleman. Coventry hafnaði í 19. sæti í ensku 1. deildinni og það var einfaldlega ekki nógu gott.

Aron sendi Haukana heim með heimaverkefni

Íslandsmeistarar Hauka hafa ekki náð að sína sitt rétta andlit í fyrstu tveimur leikjunum gegn Val í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik.

Atli væntanlega að taka við Akureyri

Samkvæmt heimildum Vísis verður Atli Hilmarsson næsti þjálfari handknattleiksliðs Akureyrar. Hann mun taka við liðinu af Rúnari Sigtryggssyni.

Benitez: Sýnið mér seðlana eða ég fer

Rafa Benitez vill vera áfram í herbúðum Liverpool en bara ef hann fær einhverja peninga til þess að versla leikmenn í sumar. Þetta segir umboðsmaður hans, Manuel Garcia Quilon.

Henry má fara frá Barcelona

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest að líklegt sé að Frakkinn Thierry Henry yfirgefa herbúðir félagsins í sumar.

Atli hættur með Stjörnuna

Atli Hilmarsson er hættur að þjálfa kvennalið Stjörnunnar í handbolta. Atli staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild nú fyrir hádegið.

Mót nærri miðborg New York í skoðun

Yfrmaður ferðamála í Jersey City, í 15 mínúta fjarlægð frá miðborg New York hefur lagt fram hugmyndir um Formúlu 1 mót á sínu heimasvæði árið 2012.

Inzaghi vill vera áfram hjá Milan

Framherjinn Filippo Inzaghi er bjartsýnn á að fá nýjan samning hjá AC Milan en hann vill hvergi annars staðar spila en þar.

Del Negro verður rekinn í dag

Chicago Bulls hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem tilkynnt verður að Vinny Del Negro hafi verið rekinn sem þjálfari félagsins.

Wenger með allt á hornum sér

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var allt annað en sáttur með leikmenn Blackburn sem og Martin Atkinson dómara eftir að Blackburn lagði Arsenal í gær.

Vieira: Ég hef brugðist City

Frakkinn Patrick Vieira segist hafa brugðist knattspyrnustjóra og eigendum Man. City. Þessi 33 ára miðjumaður hefur ekki sýnt neina snilldartakta í búningi félagsins en ætlar að bæta úr því á morgun er City mætir Spurs í nánast hreinum úrslitaleik um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni.

Gunnar Andrésson: Menn hafa unnið fyrir þessu

Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum hæstánægður eftir sigurinn gegn Gróttu í kvöld 33-25. Eftir sigurinn er ljóst að Afturelding spilar í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Jón Andri: Allt gekk upp

„Við vorum vel stemmdir frá fyrstu mínútu. Þetta var það sem við ætluðum okkur að gera, klára þetta strax og ekkert bull," sagði Jón Andri Helgason, markahæsti leikmaður Aftureldingar í kvöld.

Umfjöllun: Afturelding og Grótta hafa deildaskipti

Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0.

Dowie óviss um framtíðina

Iain Dowie er ekki viss um hvort hann fái tækifæri til að stýra Hull í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.

Van Nistelrooy fer ekki á HM

Ruud van Nistelrooy var ekki valinn í æfingahóp hollenska landsliðsins fyrir HM í Suður-Afríku í sumar.

Sölvi skoraði í Íslendingaslag

Sölvi Geir Ottesen skoraði fyrra markið í 2-0 sigri SönderjyskE á OB í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Íris framlengir við Fram

Landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Fram. Nýi samningurinn er til tveggja ára.

Robinho vill ekki fara aftur til Man. City

Brasilíumaðurinn Robinho er yfir sig ánægður hjá Santos í heimalandinu og hann hefur lýst yfir áhuga á að vera þar áfram. Hann hefur lítinn áhuga á því að koma aftur til Man. City.

Ghana hafði áhuga á Mourinho

Forráðamenn knattspyrnusambands Ghana hafa staðfest að sambandið skoðaði það alvarlega að fá José Mourinho, þjálfara Inter, með á HM sem tæknilegan ráðgjafa.

Berlusconi vill fá Van Basten

La Gazzetta dello Sport heldur því fram í dag að Hollendingurinn Marco Van Basten sé efstur á óskalista Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan, sem næsti þjálfari liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir