Handbolti

Kiel mætir Ciudad í undanúrslitum Meistaradeildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Í morgun var dregið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik en úrslitahelgin fer fram í Köln í lok maí.

Evrópumeistarar Ciudad Real mæta Íslendingaliðinu Kiel en þessi lið mættust í úrslitum keppninnar í fyrra. Alfre Gíslason þjálfar lið Kiel og Aron Pálmarsson leikur með liðinu.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast rússneska liðið Chehovski Medvedi og Barcelona.

Undanúrslitin fara fram 29. maí og úrslitaleikurinn degi síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×