Fleiri fréttir

Ashley Cole dæmdur fyrir of hraðan akstur

Ashley Cole, varnarmaður Chelsea og enska landsliðsins, var í dag dæmdur fyrir að aka á meira en tvöföldum hámarkshraða í nóvember síðastliðnum. Cole var tekinn á 167 kílómetrahraða á hinum svarta Lamborghini Gallardo sportbíl sínum í nágrenni London.

Tomas Rosicky búinn að gera nýjan samning við Arsenal

Tékkneski landsliðsmiðjumaðurinn Tomas Rosicky hefur gert nýjan samning við Arsenal en félagið gaf þó ekki út hversu langur nýi samningurinn er. Rosicky kom til Arsenal frá Borussia Dortmund árið 2006.

Bolton Wanderers og Burnley búin að semja um bætur fyrir Coyle

Bolton Wanderers og Burnley sömdu í kvöld um bætur fyrir Owen Coyle verður væntanlega kynntur í kvöld sem nýr stjóri Bolton-liðsins. Barry Kilby, stjórnarformaður Burnley ætlar samt að hitta Coyle í kvöld og reyna að sannfæra hann um að vera áfram hjá Burnley.

Helena var í kvöld valin besti leikmaður vikunnar

Helena Sverrisdóttir fór á kostum með TCU í bandaríska háskólakörfuboltanum í síðustu viku og var líka í kvöld kosin leikmaður vikunnar í Mountain West deildinni. Helena var með 21,5 stig, 8,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í tveimur sigurleikjum TCU á Houston og Texas A&M-Corpus Christi.

Enn óvissa um framtíð Dossena

Umboðsmaður Andrea Dossena segir að mikil óvissa er um framtíð leikmannsins hjá Liverpool en hann hefur verið orðaður við nokkkur lið á Ítalíu.

Formúla 1 er enn of dýr

Ný kjörinn forseti FIA, Jean Todt segir Formúlu 1 íþróttina enn of kostnaðarsama, þó dregið hafi verið verulega úr kostnaði með ákveðnum aðgerðum síðustu ár. Todt telur að enn meira verði að gera

Rodriguez nálgast Liverpool

Umboðsmaður Maxi Rodriguez, leikmanns Atletico Madrid, segir að miklar líkur eru á því að leikmaðurinn muni ganga í raðir Liverpool í mánuðinum.

GOG missir sterka leikmenn

Danska handknattleiksliðið hefur misst nokkra sterka leikmenn úr sínum röðum vegna fjárhagsvandræða félagsins.

Pandev samdi við Inter

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Inter hefur staðfest að Makedóníumaðurinn Goran Pandev hafi skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Sögulegur leikur hjá Helenu

Helena Sverrisdóttir náði sögulegum árangri þegar að TCU vann góðan sigur á Corpus Christi, 78-74, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Pittsburgh komst ekki í úrslitakeppnina

Meistarar Pittsburgh Steelers munu ekki verja titilinn sinn í NFL-deildinni í amerískum ruðningi en liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni.

Stjóri Leeds vill halda markahetjunni

Simon Grayson, stjóri Leeds, vill halda markahetjunni Jermaine Beckford en hann hefur verið orðaður við nokkur félög að undanförnu.

Geremi farinn til Tyrklands

Miðvallarleikmaðurinn Geremi hefur gengið til liðs við tyrkneska félagið Ankaragücü en hann lék síðast með Newcastle í Englandi.

Erfiðara að þjálfa á Ítalíu en Englandi

Portúgalinn Jose Mourinho, þjálfari Inter, ræddi á ráðstefnu um daginn um muninn á því að þjálfa á Ítalíu og Englandi. Hann þekkir það vel og hefur unnið meistaratitla í báðum löndum.

Sást til Hiddink á Ítalíu

Orðrómarnir um að Guus Hiddink væri á leið til Juventus fengu byr undir báða vængi í dag er sást til Hiddink á flugvelli ásamt forráðamönnum Juve.

Máttlausir Madridingar

Leikmenn Real Madrid voru búnir með tívolibomburnar gegn Osasuna í kvöld og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli.

Wenger opnar líklega veskið í janúar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði eftir sigurinn á West Ham í dag að hann neyddist væntanlega til þess að versla nýja leikmenn í janúar.

Úlfarnir mörðu Tranmere

Úlfarnir komust áfram í ensku bikarkeppninni í kvöld er þeir lögðu Tranmere, 0-1. Þetta var síðasti leikur dagsins í bikarnum.

Ancelotti hefur trú á Sturridge

Tvö mörk frá Daniel Sturridge í dag glöddu stjórann, Carlo Ancelotti, mikið enda þarf Sturridge að fylla skarð Didier Drogba næstu vikurnar.

Mögnuð endurkoma hjá Arsenal

Arsenal er komið áfram í enska bikarnum eftir magnaðan 1-2 sigur á West Ham en leikurinn fór fram á Upton Park.

Hrefna Huld í Þrótt

Hrefna Huld Jóhannesdóttir mun ekki spila í Pepsi-deild kvenna næsta sumar því hún er búin að skrifa undir eins árs samning við 1. deildarlið Þróttar.

Chelsea valtaði yfir Watford

Chelsea lenti ekki í sama farinu og Man. Utd í dag og komst auðveldlega áfram í enska bikarnum með stórsigri á Watford, 5-0.

Ferguson: Leeds átti sigurinn skilinn

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var eðlilega ekki kátur eftir niðurlægingu dagsins en hann gaf sér þó tíma til þess að spjalla við fjölmiðla.

Man. Utd íhugar að kaupa Hulk

Slúðurblaðið News of the World heldur því fram í dag að Man. Utd ætli sér að reyna að kaupa brasilíska framherjann Hulk af Porto. Brassinn myndi kosta United um 20 milljónir punda.

Lygilegur sigur Leeds á Man. Utd

Jermaine Beckford, fyrrum leikmaður Uxbridge og Wealdstone, sá til þess að C-deildarlið Leeds sló Englandsmeistara Man. Utd út úr ensku bikarkeppninni í dag. Það sem meira er þá fór leikurinn fram á heimavelli Man. Utd, Old Trafford.

Chelsea sagt ætla að bjóða í Heskey

Það mun eflaust ýmislegt óvænt gerast á leikmannamarkaðnum í þessum mánuði og ef Emile Heskey færi til Chelsea þá kæmi það svo sannarlega á óvart.

Mikilvægara að halda Rooney en Ronaldo

Nemanja Vidic, varnarmaður Man. Utd, segir að það hafi skipt félagið meira máli að halda Wayne Rooney innan raða félagsins en Cristiano Ronaldo sem fór til Real Madrid eins og allir vita.

Arsenal ætlar ekki að fá Huntelaar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur útilokað þann möguleika að Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar gangi í raðir Arsenal í mánuðinum.

Fimm leikir í enska bikarnum í dag

Fyrsti bikarleikur dagsins er nokkuð áhugaverður en þá sækir hið fallna veldi, Leeds, lið Englandsmeistara Man. Utd heim á Old Trafford.

Hrokinn í Capello heillar Beckham

David Beckham segir að hroki og hræðsluáróður Fabio Capello eigi mikinn þátt í frábæru gengi enska landsliðsins síðustu mánuði.

NBA: Fjórir sigrar í röð hjá Bulls

Vinny Del Negro virðist vera á góðri leið með að bjarga þjálfarastarfi sínu hjá Chicago Bulls en Bulls vann í nótt góðan sigur á Orlando Magic. Þetta var fjórði sigur Chicago í röð.

Sjá næstu 50 fréttir