Fleiri fréttir

Marvin braut 30 stiga múrinn þrettán sinnum

Marvin Valdimarsson á stóran þátt í því að Hamar er komið aftur upp í Iceland Express deild karla en liðið vann 15 af 18 leikjum sínum í vetur og tryggði sér endanlega sætið með sigri á nágrönnum sínum úr Þór í Þorlákshöfn.

Gerrard: Torres er lykillinn í titilvonum okkar

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að Liverpool geti enn unnið enska meistaratitilinn en einungis ef að Fernando Torres verður heill. Gerrard segir Torres vera þann besta í heimi.

Ásdís kastaði yfir 60 metrana

Ásdís Hjálmsdóttir bætti í morgun eigið Íslandsmet í spjótkasti þegar hún kastaði 60,42 metra á níunda Vetrarkastmóti Frjálsíþróttasambands Evrópu sem fram fór á Tenerife á Kanaríeyjum.

Lið Benedikts hafa aldrei náð að sópa seríu

Benedikt Guðmundsson, þjálfari deildarmeistara KR, á góða möguleika á að að stýra liði sínu til 2-0 sigurs í einvígi sínu á móti Breiðabliki í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla en það er eitthvað sem hann hefur aldrei náð á ferli sínum sem þjálfari í úrvalsdeild.

42 ára gamall og er enn að raða inn mörkum

Kazuyoshi Miura er einn frægasti knattspyrnumaður Japana frá upphafi en kappinn er ekki á því að setja skónna upp á hillina og þessa daganna er hann að bæta metið aftur og aftur yfir elsta markaskorann í sögu japönsku deildarkeppninnar.

Lengsta taphrina Phoenix í fjögur ár loksins á enda

Steve Nash og félagar í Phoenix Suns unnu í nótt langþráðan sigur í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið vann Oklahoma City 106-95. Phoenix-liðið var búið að tapa sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins í fjögur ár.

Við viljum fá þann stóra líka

Margrét Kara Sturludóttir og KR-konur eru komnar í frábæra stöðu í úrslitakeppninni í kvennakörfunni eftir tvo sigra í röð á Íslandsmeisturunum úr Keflavík.

Farin að geta yfirgefið húsið án orðabókar

Knattspyrnukonan Þórunn Helga Jónsdóttir er nýu búin að vera út í Brasilíu í tvo mánuði og spilar í nótt fyrsta mótsleik sinn á þessu ári með brasilíska liðinu Santos.

Er nefbrotinn en vill ekki spila með grímu

Zydrunas Ilgauskas, miðherji NBA-liðsins Cleveland Cavaliers fékk að kynnast olnboga Shaquille O’Neal aðfaranótt föstudagsins þegar hann nefbrotnaði í leik Cleveland og Phoenix Suns. Ilgauskas ætlar að halda áfram að spila en vill ekki nota grímu.

Arnór spilaði sjö líflegar mínútur í stórsigri

Arnór Smárason kom inn á í 5-1 stórsigri Heerenveen á Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Sigurinn kom Heerenveen upp fyrir Ajax í þriðja sæti deildarinnar en Ajax á leik inni.

Jóhanna Gerða setti Íslandsmet í Frakklandi

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, setti í dag nýtt glæsilegt Íslandsmet í 200 metra baksundi þegar hún synti á 2:18,88 mínútum á sterku sundmóti í Sarcelles í Frakklandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Ægiringa.

Ólafur og félagar í Ciudad komust í bikarúrslitin

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real komust i kvöld í úrslit i spænsku bikarkeppninnar í handbolta þegar liðið vann 33-29 sigur á CAI BM Aragón í undanúrslitaleiknum. Ciudad Real mætir Barcelona í úrslitaleiknum á morgun.

Pálmi Rafn tryggði Stabæk jafntefli í opnunarleiknum

Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason tryggði norsku meisturunum í Stabæk stig út úr fyrsta leik tímabilsins þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í opnunarleik norsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Rakel komin aftur af stað eftir höfuðhöggið

Rakel Hönnudóttir er komin aftur af stað eftir höfuðhöggið sem hún fékk í landsleiknum á móti Kína á miðvikudaginn og í dag lék hún æfingaleik með danska liðinu Bröndby.

Viktor og Fríða Rún Íslandsmeistarar í fjölþraut

Viktor Kristmannsson og Fríða Rún Einarsdóttir, bæði úr Gerplu urðu í kvöld Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleikum. Viktor varð meistari sjöunda árið í röð en Fríða Rún var að vinna í fyrsta sinn.

Wenger: Verðum betri og betri með hverjum leik

„Við erum alltaf að verða betri og betri með hverjum leik. Við hefðum getað skorað miklu fleiri mörk í dag," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir 4-0 sigur liðsins á Blakcburn í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Víti Hönnu í leikslok tryggði Haukum stig

Hanna Guðrún Stefánsdóttir tryggði Haukunm 30-30 jafntefli á móti Val í N1 deild kvenna í handbolta á Ásvöllum í dag. Þetta var tíunda mark Hönnu í leiknum en hún skoraði það úr vítakasti í lok leiksins.

Ekki góður dagur hjá Grétari Rafni og Hermanni

Þetta var ekki góður dagur fyrir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Bolton tapaði 1-3 fyrir Fulham á heimavelli og Portsmouth missti frá sér sigur í uppbótartíma á móti Middlesbrough.

Jóhannes Karl innsiglaði stórsigur Burnley

Jóhannes Karl Guðjónsson innsiglaði 5-0 stórsigur Burnley á Notthingham Forrest í ensku B-deildinni í dag aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Grindavík og Snæfell komin 1-0 yfir eftir heimasigra

Grindavík og Snæfell eru bæði komin 1-0 yfir í einvígum sínum í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla eftir örugga heimasigra í dag. Grindavík vann 34 stiga sigur á ÍR, 112-78, en Snæfell vann bikarmeistara Stjörnunnar með 12 stigum, 93-81.

Arsenal upp fyrir Aston Villa - vann Blackburn 4-0

Arsenal-menn komust upp fyrir Aston Villa í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sannfærandi 4-0 sigur á Blackburn í dag. Everton er heldur ekki langt undan eftir 3-1 sigur á Stoke.

Crewe vann mikilvægan sigur á útivelli

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe Alexandra unnu mikilvægan útisigur á Colchester United í ensku C-deildinni í dag. Colchester var níu sætum og fimmtán stigum ofar en Crewe í töflunni fyrir leikinn.

Ferguson: Við vorum betra liðið í leiknum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, þótti úrslit leiks Manchester United og Liverpool í dag ekki gefa rétta mynd af leiknum en Liverpool vann þá 4-1 sem var fyrsti sigur félagsins á Old Trafford í fimm ár.

Benitez: Stoltur og ánægður með mitt lið í frábærum leik

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hrósaði sínum mönnum fyrir að hafa aldrei misst trúna þegar liðið vann 4-1 sigur á Manchester United á Old Trafford í dag. Liverpool lenti 1-0 undir á útivelli á móti liði sem var búið að vinna ellefu deildarleiki í röð.

Stærsta heimatap United í sögu úrvalsdeildarinnar

Manchester United hefur aldrei tapað stærra á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni en liðið gerði á móti Liverpool í stórslagnum á Old Trafford í dag. United hafði tvisvar tapað 0-3 en aldrei 1-4.

Arna Sif með þrettán mörk í sigri HK á Gróttu

Arna Sif Pálsdóttir skoraði 13 mörk fyrir HK í 35-30 útisigri á Fylki í N1 deild kvenna í dag. HK var 20-14 yfir í hálfleik. Arna Sif skoraði aðeins tvö af þrettán mörkum sínum úr vítaköstum.

Heldur spennan áfram í leikjum Snæfells og Stjörnunnar?

Fyrsti leikur einvígis Snæfells og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Fjárhúsinu í Stykkishólmi. Snæfell endaði í 3. sæti og Stjarnan í því sjötta en bæði lið hafa spilað mjög vel eftir áramót.

Gerrard: Við spiluðum eins og menn í dag

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var að sjálfsögðu afar kátur eftir 4-1 stórsigur Liverpool á Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í dag.

Vinna Grindvíkingar ÍR-ingar í fjórða sinn í röð?

Fyrsti leikur einvígis Grindavíkur og ÍR í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Röstinni í Grindavík. Grindavík endaði í 2. sæti en ÍR í því sjöunda líkt og þegar þeir slógu út KR-inga í átta liða úrslitunum í fyrra.

Liverpool með fullt hús á móti United og Chelsea

Liverpool vann alla fjóra leiki sína á móti Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þar af báða leikina á þessu ári með tveggja marka mun eða meira. Markatala Liverpool í þessum fjórum leikjum er 9-2 Liverpool í hag.

Liverpool vann Englandsmeistarana 4-1 á Old Trafford

Liverpool minnkaði forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 4-1 stórsigri í leik liðanna á Old Trafford í dag. Fernando Torres, Steven Gerrard, Fábio Aurélio og Andrea Dossena skoruðu mörkin eftir að Cristiano Ronaldo kom United í 1-0.

Guðlaugur Þór og Sigurður Kári spá báðir sínum liðum sigri

Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson voru í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni á Stöð 2 Sport 2 í upphitun fyrir leik Manchester United og Liverpool. Þeir spáðu báðir sínum liðum sigri í leiknum sem er hefjast á Old Trafford.

Mikið breytt á aðeins 64 dögum

Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að minnast á gengi Liverpool eftir að Rafael Benitez gagnrýndi harðlega að Sir Alex Ferguson, stjóri Liverpool, kæmist alltaf upp með meira en allir hinir stjórarnir.

Benitez getur fagnað hundraðasta sigrinum í dag

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, á möguleika á að stjórna Liverpool til sigurs í hundraðasta sinn í ensku úrvalsdeildinni vinni liði Manchester United í stórleiknum á Old Trafford í dag.

Sjá næstu 50 fréttir