Fleiri fréttir

Eiður og Xavi sögðu mér að taka vítið

Framherjinn ungi Bojan Krkic hjá Barcelona hafði heppnina með sér í gær þegar hann skoraði loksins mark úr vítaspyrnu í 5-2 sigri liðsins og Sporting í meistaradeildinni.

Atvik á Anfield til rannsóknar

Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að taka til rannsóknar atvik sem átti sér stað í leik Liverpool og Marseille í gærkvöld þar sem Steven Gerrard virtist verða fyrir aðskotahlut sem kom fljúgandi inn á völlinn.

Sears framlengir við West Ham

Framherjinn ungi Freddie Sears hjá West Ham hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Norðmenn lögðu Belga

Norðmenn unnu nokkuð öruggan sigur á Belgum á útivelli 37-29 í undankeppni EM í gær og eru því á toppi riðils okkar Íslendinga með fimm stig eftir þrjá leiki. Íslenska liðið á leik til góða og er með þrjú stig.

Birgir Leifur á tveimur yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG náði aðeins að ljúka við 15 holur á fyrsta hringnum á meistaramótinu í Ástralíu í nótt. Fresta þurfti keppni um nokkra tíma vegna þrumuveðurs og því náðu Birgir og nokkrir aðrir kylfingar ekki að klára hringinn.

Bankamál vísir að Alonso fari til Ferrari

Santander bankinn spænski hyggst auglýsa hjá Ferrari frá árinu 2010 og margir spá í hvort það sé vísir af komu Fernando Alonso til Ferrari. Alonso er með samning við Renault til loka ársins 2010.

Cleveland setti félagsmet

Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland vann áttunda heimaleikinn í röð með sigri á Oklahoma City 117-82 og hefur aldrei byrjað betur í sögu félagsins.

Hutton frá í allt að fimm mánuði

Tottenham hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum er í ljós kom að Alan Hutton þarf að gangast undir aðgerð og verður að þeim sökum frá í allt að fimm mánuði.

Benitez: Kláruðum verkefnið

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægðari með úrslitin í kvöld en spilamennsku sinna manna.

Inter áfram þrátt fyrir tap

Inter Milan tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu jafnvel þótt að liðið hafi tapað fyrir Panathinaikos á heimavelli, 1-0.

Opinn gluggi fyrir Ísland á HM?

Króatískur vefmiðill greindi frá því í dag að Ísland gæti fengið þátttökurétt á HM í Króatíu þar sem að Kúba sé að hætta við þátttöku í keppninni.

Liverpool áfram - Inter tapaði

Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 1-0 sigri á Marseille í kvöld. Inter tapaði hins vegar á heimavelli fyrir Panathinaikos, 1-0.

Haukar unnu toppslaginn

Haukar unnu Keflavík í toppslag Iceland Express deildar kvenna, 80-77, en þrír leikir fóru fram í deildinni í kvöld.

Jóhannes líklega áfram í Noregi

Allar líkur eru á því að Jóhannes Þór Harðarson, leikmaður Start, verði áfram í Noregi en hann á í viðræðum við C-deildarliðið Floy.

Robinho ekki með City á morgun

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, greindi frá því í dag að Robinho gæti ekki leikið með liðinu á morgun er það mætir Schalke í UEFA-bikarkeppninni.

Newcastle hefur áhuga á Riise

Joe Kinnear, stjóri Newcastle, hefur staðfest að félagið sett sig í samband við Roma á Ítalíu með það fyrir augum að fá John Arne Riise til félagsins.

Öruggur sigur á Lettum

Ísland vann í dag tíu marka sigur á Lettlandi, 37-27, í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM en riðill Íslands fer fram í Póllandi.

Leikmaður kærður vegna umdeildra fagnaðarláta

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra David Norris, leikmann Ipswich, fyrir ósæmilega hegðun í tengslum við fagnaðarlæti hans er hann skoraði í leik með félaginu fyrr í mánuðinum.

Heiðar kominn til að skora

Heiðar Helguson gerir sér fulla grein fyrir því að hann var fenginn til enska B-deildarliðsins QPR til að skora mörk.

Scolari reiður vegna umfjöllunar um Drogba

Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea, er reiður vegna umfjöllunar fjölmiðla um meintan fund hans með forráðamönnum ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter.

Gallas er fórnarlamb nornaveiða

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að fyrrum fyrirliðinn William Gallas sé fórnarlamb nornaveiða í breskum fjölmiðlum.

Er Robbie Keane að falla á prófinu?

Goðsögnin Ian Rush hjá Liverpool óttast að framherjinn Robbie Keane muni ekki standast þær kröfur sem á hann eru gerðar á Anfield.

Guðjón hefur áhuga á að taka við Crewe

Guðjón Þórðarson sagði í samtali við BBC í dag að hann hefði sett sig í samband við forráðamenn Crewe í ensku C-deildinni og lýst yfir áhuga á að taka við starfi knattspyrnustjóra félagsins.

Gazidis ráðinn framkvæmdastjóri Arsenal

Arsenal hefur tilkynnt að Ivan Gazidis muni taka við stöðu framkvæmdastjóra félagsins í janúar. Gazidis var áður yfirmaður í bandarísku MLS deildinni.

Torres trúði ekki að Liverpool hefði áhuga

Spænski markahrókurinn Fernando Torres hefur gefið það upp að hann hafi ekki trúað því þegar Rafa Benitez setti sig fyrst í samband við hann með það fyrir augum að fá hann til Liverpool.

Rooney baðst afsökunar á leikaraskap

Sir Alex Ferguson segir að Wayne Rooney hafi beðið sig og leikmenn Villarreal afsökunar á því að hafa látið sig falla í leik Manchester United við spænska liðið í gær.

James olli ekki vonbrigðum í New York

LeBron James fékk höfðinglegar móttökur í nótt þegar hann mætti í Madison Square Garden með liði sínu Cleveland til að spila við heimamenn í New York Knicks.

Fabregas: Frábært að vera komnir áfram

Fyrirliðatíð Cesc Fabregas hjá Arsenal hófst með 1-0 sigri á Dynamo Kiev í kvöld. Þessi úrslit þýða að Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Ferguson: Áttum meira skilið

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var sáttur við frammistöðu sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Villareal í kvöld. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslitin eftir þessi úrslit.

Brynjar Björn tryggði Reading stig

Brynjar Björn Gunnarsson skoraði jöfnunarmark Reading í 2-2 jafntefli gegn Cardiff á útivelli ensku 1. deildinni í kvöld. Reading lék einum færri stærstan hluta leiksins en Andre Bikey fékk rauða spjaldið eftir hálftíma.

Bendtner hetja Arsenal - United gerði jafntefli

Nicklas Bendtner var hetja Arsenal gegn Dynamo Kiev á Emirates vellinum í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu eftir að hafa komið inn sem varamaður á bleiku skónum sínum.

Arbeloa gerir sér vonir um tvennuna

Alvaro Arbeloa, bakvörður Liverpool, vonast til að liðið nái að taka tvennuna á þessu tímabili og sigra bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu.

Markalaust hjá Zenit og Juventus

Fyrsta leik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Zenit frá Pétursborg og Juventus gerðu markalaust jafntefli í Rússlandi.

Ronaldo í byrjunarliðinu

Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Manchester United sem mætir Villareal í Meistaradeildinni í kvöld. Ronaldo fór meiddur af velli gegn Aston Villa á laugardaginn og var talið líklegt að hann yrði hvíldur í kvöld.

Gallas byrjar hjá Arsenal

William Gallas er í byrjunarliði Arsenal sem mætir Dynamo Kiev í Meistaradeildinni klukkan 19:45. Cesc Fabregas mun þó leiða liðið út á völlinn sem fyrirliði en hann er næst yngsti fyrirliði í sögu Arsenal.

Ferguson hætti við stefnumót við Frank Sinatra

Sir Alex Ferguson sér ekki eftir mörgu á sinni ævi. Hann mun þó aldrei gleyma kvöldinu þegar hann hætti við kvöldverð með tónlistarmanninum Frank Sinatra. Ferguson hefur alltaf verið mikill aðdáandi Sinatra.

Gallas ekki á förum frá Arsenal

Umboðsmaður varnarmannsins William Gallas hefur útilokað það að leikmaðurinn gangi til liðs við Paris Saint Germain í janúar eins og orðrómur hefur verið í gangi um.

ÍBV fær tvo sóknarmenn

ÍBV hefur samið við tvo sóknarmenn sem koma úr liðum í 1. deild. Þetta eru þeir Elías Ingi Árnason sem kemur frá ÍR og Viðar Örn Kjartansson sem gengur til liðs við Eyjamenn frá Selfossi.

Vaughan úr leik fram yfir áramót

Framherjinn ungi James Vaughan meiddist á hné á æfingu liðsins í vikunni og þarf að fara í uppskurðl. Læknir félagsins segir hann verða frá keppni eitthvað fram á nýtt ár.

Fjórir leikvangar á eftir áætlun

Fjögur af tíu knattspyrnumannvirkjum sem notuð verða á HM 2010 í knattspyrnu eru á eftir áætlun í undirbúningi fyrir mótið. Talsmenn FIFA fullyrða þó að þau verði tilbúinn í tæka tíð.

Sjá næstu 50 fréttir