Fleiri fréttir

Valencia á toppinn

Valencia skaust í gær á toppinn í spænsku deildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið lagði Deportivo 4-2 í gær. Framherjinn magnaði David Villa skoraði tvívegis í leiknum og hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum.

Everton áfrýjar brottvísun Cahill

Everton hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Tim Cahill fékk að líta í 2-0 tapi liðsins fyrir Liverpool um helgina. Cahill fékk rautt fyrir tæklingu á Xabi Alonso þegar 10 mínútur voru til leiksloka.

Stórtap gegn Írum

Stelpurnar í U-19 ára landsliðinu töpuðu 5-1 fyrir Írum í morgun í síðasta leik sínum í undankeppni EM í Ísrael. Báðar þjóðir höfðu þegar tryggt sér sæti í milliriðli fyrir leikinn.

Terry stakk upp í stuðningsmenn Stoke

Stuðningsmenn Stoke City fengu óvæntan glaðning á heimavelli sínum á laugardaginn eftir að lið þeirra hafði tapað fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Félögin eru öll til sölu

Helgarblaðið News of the World hélt því fram í gær að eigandi Portsmouth væri nú að reyna að selja félagið því hann væri búinn að kaupa meira af leikmönnum en hann réði við á síðustu tveimur árum.

Wenger óglatt - boðar breytingar

Arsene Wenger segir að sér hafi verið óglatt þegar hann horfði upp á leikmenn sína tapa 2-1 fyrir Hull á heimavelli um helgina. Hann boðar breytingar fyrir Evrópuleikinn gegn Porto annað kvöld.

Haraldur í Val

Samkvæmt heimildum Vísis er markvörðurinn Haraldur Björnsson er á leið til Vals á ný eftir þriggja ára veru hjá skoska liðinu Hearts. Haraldur er uppalinn Valsmaður og hefur átt fast sæti í U-21 árs landsliðinu.

Óttast ekki að verða rekinn

Juande Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, segist ekki óttast að verða rekinn frá félaginu þó lið hans sé í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar eftir verstu byrjun sína í hálfa öld.

Litlar breytingar á þjálfaramálum

Mörg félög hafa tekið þann pól í hæðina í lok tímabils að skipta um þjálfara. Útlit er fyrir óvenju litlar hræringar að þessu sinni og fátt sem bendir til annars en að ellefu af þeim tólf liðum sem eiga þátttökurétt í Landsbankadeildinni sumarið 2009 muni halda þeim þjálfurum sem fyrir eru núna.

Alltaf vindur á Íslandi

Teitur Þórðarson, þjálfari Vancouver Whitecaps, sat fyrir svörum í dálknum spurt og svarað hjá kanadíska dagblaðinu The Province í gær.

Klúður Ferrari reyndist happ Hamiltons

Lewis Hamilton varð að lúta í lægra haldi fyrir Fernando Alonso, fyrrum liðsfélaga sínum hjá McLaren á Singapúr brautinni í gær. En Hamilton jók hinsvegar forskot sitt í stigakeppninni eftir tvöfalt klúður Ferrari í mótinu.

Kalmar vann toppslaginn

Kalmar vann 2-1 sigur á Elfsborg í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Þrjú íslensk mörk í Noregi

Birkir Már Sævarsson skoraði annað marka Brann í 2-0 sigri á öðru Íslendingaliði, Lyn. Garðar Jóhannesson skoraði fyrir Fredrikstad í dag, sem og Birkir Bjarnason fyrir Bodö/Glimt.

Góður sigur Wigan á City

Wigan vann í dag 2-1 sigur á Manchester City í lokaleik sjöttu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Emil lék í tapleik Reggina

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem tapaði í dag fyrir Palermo á útivelli, 1-0.

Portsmouth lagði Tottenham

Skelfileg byrjun Tottenham á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni versnaði enn í dag er liðið tapaði fyrir Portsmouth með tveimur mörkum gegn engu.

Alonso vann í flóðljósunum

Spánverjinn Fernando Alonso á Renault gerði sér lítið fyrir og vann Formúlu 1-mótið í Síngapúr í dag.

Edda: Hefði alveg getað dottið okkar megin

Edda Garðarsdóttir var í aðalhlutverki á miðju íslenska liðsins og lagði upp markið sem Katrín Jónsdóttir skoraði í upphafi seinni hálfleiks. Edda segir byrjunina á leiknum hafa verið mjög erfiða.

Ólína: Við eigum heima á EM

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir fékk mjög erfitt hlutverk að eltast við hina eldsnöggu Elodie Thomis og gekk miklu betur með hana í seinni hálfeik.

Besta liðið varð meistari

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var meðal áhorfenda í Árbænum í gær enda FH-ingur í húð og hár.

Fjórir fremstu stefna á sigur

Forystumennirir í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa fremstir af stað í kappakstrinum í Singapór í dag og stefna allir á sigur. Bein útsending frá mótinu hefst kl 11.30 á Stöð 2 Sport.

FH Íslandsmeistari

FH er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla eftir ævintýralega lokaumferð í Landsbankadeildinni í dag.

Rásröð breytt eftir brot Heidfelds

Rásröðinni í Formúlu 1 mótinu í Singapúr var breytt eftir tímatökuna vegna brots í brautinni. Dómarar töldu að Nick Heidfeld hefði hindrað Rubens Barrichello í tímatökunni.

Messi bjargaði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á grönnum sínum í Espanyol á útivelli. Leo Messi tryggði Barcelona sigurinn með marki úr víti í uppbótartíma.

Myndasyrpa af fögnuði FH-inga

FH-ingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Fylki en á sama tíma tapaði Keflavík fyrir Fram.

Ásgeir Gunnar: Miklu sætara

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sagði að það væri miklu sætara að verða Íslandsmeistari eftir dramatískan lokasprett en með miklum yfirburðum.

Matthías: Sæææll ...

Matthías Guðmundsson varð Íslandsmeistari með FH í dag eftir að hann varð að horfa upp á æskuliðið sitt, Val, verða Íslandsmeistara í fyrra.

Hull skellti Arsenal á Emirates

Nýliðar Hull City halda áfram að koma á óvart í ensku úrvalsdeildinni og í dag vann liðið ævintýralegan sigur á Arsenal á Emirates 2-1.

Alfreð fagnaði sigri á gamla heimavellinum

Alfreð Gíslason fór með sigur af hólmi í dag þegar lið hans Kiel vann 32-27 sigur á Gummersbach á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Alfreð var áður þjálfari Gummersbach.

Haukar á toppinn

Haukar skutust í dag á toppinn í N1 deild karla með auðveldum 37-28 sigri á Akureyri á Ásvöllum, en á sama tíma gerðu Stjarnan og Valur 28-28 jafntefli í Garðabæ.

Auðun: Frábært ár hjá Keflavík

Varnarmaðurinn Auðun Helgason hjá Fram var að vonum ánægður með sigur sinna manna í Keflavík í dag og segir hann sýna vel hvað búi í liði Fram.

Kristján Guðmundsson: Bíðið þið bara

"Þetta eru mikil vonbrigði og ég trúi þessu varla ennþá," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur í samtali við Stöð 2 Sport eftir að hans menn lágu 2-1 fyrir Fram á heimavelli og þurftu fyrir vikið að sjá á eftir titlinum í hendur FH-inga.

Manchester United og Chelsea með sigra

Manchester United og Chelsea unnu sína leiki í ensku úrvalsdeildinni, sem og Íslendingafélagið West Ham, en Newcastle tapaði enn einum leiknum.

Massa fremstur á ráslínu í Singapúr

Brasilíumaðurinn Felipe Massa náði besta tíma í tímatökum á götum Singapúr í dag. Hún fór fram að kvöldlagi að staðartíma á flóðlýstri götubraut. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Kimi Raikkönen á Ferrari þriðji.

Sjá næstu 50 fréttir