Massa fremstur á ráslínu í Singapúr 27. september 2008 15:24 Brasilíumaðurinn Felipe Massa náði besta tíma í tímatökum á götum Singapúr í dag. Tímatakan fór fram að kvöldlagi að staðartíma á flóðlýstri götubraut. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Kimi Raikkönen á Ferrari þriðji. Allir fyrstu sex ökumennirnir á ráslínu eiga möguleika á meistaratitili ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. Hamilton er með eins stigs forskot á Massa, en Robert Kubica og Kimi Raikkönen koma næstir. Tímatakan var mjög spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en síðustu bílar komu í endamark í lokaumferðinni. Massa lagði línurnar í næst síðasta hring og var með besta tíma. En Hamilton bætti um betur í lokahring sínum, en Massa svaraði að bragði og hirti fyrsta sætið. Mikil oru vonbrigði Fernando Alonso í dag. Hann var með besta tíma á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og ók vel í fyrstu umferð tímatökunnar. En í annarri umferð dó á bílnum og hann verður aðeins fimmtándi á ráslínu. Sjá ítarefni um mótið í Singapúr Tímarnir í tímatökunni 1. Massa Ferrari 1:44.801 2. Hamilton McLaren 1:45.465 3. Raikkonen Ferrari 1:45.617 4. Kubica BMW Sauber 1:45.779 5. Kovalainen McLaren 1:45.873 6. Heidfeld BMW Sauber 1:45.964 7. Vettel Toro Rosso 1:46.244 8. Glock Toyota 1:46.328 9. Rosberg Williams-Toyota 1:46.611 10. Nakajima Williams-Toyota 1:47.547 11. Trulli Toyota 1:45.038 12. Button Honda 1:45.133 13. Webber Red Bull-Renault 1:45.212 14. Coulthard Red Bull-Renault 1:45.298 15. Alonso Renault engin tími 16. Piquet Renault 1:46.037 17. Bourdais Toro Rosso- 1:46.389 18. Barrichello Honda 1:46.583 19. Sutil Force India 1:47.940 20. Fisichella Force India Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa náði besta tíma í tímatökum á götum Singapúr í dag. Tímatakan fór fram að kvöldlagi að staðartíma á flóðlýstri götubraut. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Kimi Raikkönen á Ferrari þriðji. Allir fyrstu sex ökumennirnir á ráslínu eiga möguleika á meistaratitili ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. Hamilton er með eins stigs forskot á Massa, en Robert Kubica og Kimi Raikkönen koma næstir. Tímatakan var mjög spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en síðustu bílar komu í endamark í lokaumferðinni. Massa lagði línurnar í næst síðasta hring og var með besta tíma. En Hamilton bætti um betur í lokahring sínum, en Massa svaraði að bragði og hirti fyrsta sætið. Mikil oru vonbrigði Fernando Alonso í dag. Hann var með besta tíma á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og ók vel í fyrstu umferð tímatökunnar. En í annarri umferð dó á bílnum og hann verður aðeins fimmtándi á ráslínu. Sjá ítarefni um mótið í Singapúr Tímarnir í tímatökunni 1. Massa Ferrari 1:44.801 2. Hamilton McLaren 1:45.465 3. Raikkonen Ferrari 1:45.617 4. Kubica BMW Sauber 1:45.779 5. Kovalainen McLaren 1:45.873 6. Heidfeld BMW Sauber 1:45.964 7. Vettel Toro Rosso 1:46.244 8. Glock Toyota 1:46.328 9. Rosberg Williams-Toyota 1:46.611 10. Nakajima Williams-Toyota 1:47.547 11. Trulli Toyota 1:45.038 12. Button Honda 1:45.133 13. Webber Red Bull-Renault 1:45.212 14. Coulthard Red Bull-Renault 1:45.298 15. Alonso Renault engin tími 16. Piquet Renault 1:46.037 17. Bourdais Toro Rosso- 1:46.389 18. Barrichello Honda 1:46.583 19. Sutil Force India 1:47.940 20. Fisichella Force India
Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira