Fleiri fréttir

Buffon: AC Milan líklegast

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, segir að AC Milan sé sigurstranglegasta liðið fyrir komandi tímabil á Ítalíu. AC Milan hafnaði í fimmta sæti síðasta tímabil en liðið gekk frá kaupum á Ronaldinho í gær.

Gilberto farinn til Panathinaikos

Arsenal hefur staðfest að Gilberto Silva sé kominn til Panathinaikos. Gilberto missti sæti sitt til Mathieu Flamini á síðasta tímabili.

Skagamenn töpuðu með þriggja marka mun

ÍA tapaði fyrir finnska liðinu FC Honka í fyrri leik liðanna í UEFA bikarnum í dag. Honka vann leikinn 3-0. Liðið var komið með tveggja marka forystu eftir hálftíma leik og innsiglaði síðan sigurinn með þriðja markinu snemma í seinni hálfleik.

Cavendish fyrstur í dag

Bretinn Mark Cavendish kom fyrstur í mark á tólftu dagleið Frakklandshjólreiðanna í dag. Frakkinn Sebastian Chavanel varð í öðru sæti og Geert Steegman frá Belgíu tók þriðja sætið.

Af hverju að spila fyrir 6000 áhorfendur?

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segir að félagið hafi neitað 12 milljón punda tilboði Monaco í króatíska landsliðsmanninn Niko Kranjcar. Hinn 23 ára gamli miðjumaður hefur verið orðaður við nokkur félög í Evrópu í sumar, en virðist ánægður í herbúðum Portsmouth.

Lampard er milli steins og sleggju

Massimo Moratti, forseti Inter Milan, segir að Frank Lampard hjá Chelsea viti ekki í hvorn fótinn hann á að stíga varðandi það hvort hann á að halda áfram hjá Chelsea eða breyta til og fara til Inter.

Ferguson vonast til að landa einum sterkum leikmanni

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir félagið hafa gert kauptilboð í leikmann sem muni styrkja liðið til muna. Annars ætlar hann að mestu að byggja lið sitt á sömu mönnum og tryggðu United frábæran árangur á síðustu leiktíð.

Fyrsti leikur Yao Ming í hálft ár

Kínverski risinn Yao Ming lék í nótt sinn fyrsta leik í hálft ár þegar hann spilaði nokkrar mínútur í æfingaleik Kínverja gegn Serbum í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana.

Everton hafnaði tilboði Wigan í Johnson

Sky fréttastofan greindi frá því í dag að Everton hefði neitað 9 milljón punda tilboði Wigan í framherjann Andy Johnson í dag. Johnson hefur skorað 17 mörk í þeim 53 leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliði Everton síðan hann kom frá Crystal Palace árið 2006.

Cahill missir af fyrstu leikjum Everton

Miðjumaðurinn Tim Cahill mun missa af fyrstu leikjum Everton á leiktíðinni þar sem hann er enn að jafna sig eftir ristarbrot. Sömu sögu er að segja af framherjanum James Vaughan, en hann verður ekki klár þegar flautað verður til leiks í næsta mánuði.

Stoke hætt við að kaupa Carson

Stoke City hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um markvörðinn Scott Carson hjá Liverpool, sem á dögunum samþykkti 3,5 milljón punda kauptilboð nýliðanna í landsliðsmarkvörðinn.

Hlakka til að spila með Keflavík aftur

Miðjumaðurinn Jóhann B. Guðmundsson hjá Gais í Svíþjóð er á leið heim til Keflavíkur eftir rúman áratug í atvinnumennsku erlendis. Vísir náði tali af Jóhanni í dag og spurði hann hvernig honum litist á að koma heim á ný.

Aimar semur við Benfica

Argentínski landsliðsmaðurinn Pablo Aimar gekk í dag frá samningi við portúgalska félagið Benfica, en hann var áður á mála hjá Real Zaragoza sem féll úr spænsku úrvalsdeildinni í sumar.

Lætur Seedorf tíuna af hendi?

Koma Brasilíumannsins Ronaldinho til AC Milan hefur eðlilega vakið mikla athygli á Ítalíu. Forvitni vekur hvort brasilíski töframaðurinn muni fá treyju númer 10 hjá Milan, en það verður að teljast nauðsynlegt í ljósi þess að fyrirtækið sem sér um ímynd hans heitir R10.

Liverpool semur við Ungverja

Liverpool gekk í dag frá samningi við fjórða Ungverjann á skömmum tíma þegar það fékk hinn 17 ára gamla Zsolt Poloskei frá MTK Budapest á eins árs lánssamning.

Robinho orðaður við Barcelona

Umboðsmaður brasilíska ungstirnisins Robinho hjá Real Madrid segir að Barcelona, Chelsea og Manchester United hafi öll áhuga á að fá hann í sínar raðir í sumar.

Eto´o er í Úsbekistan

Ein óvæntasta fréttin í knattspyrnuheiminum í vikunni var án efa yfirlýsingin frá meistaraliði Kuruvchi í Úsbekistan, þar sem því var haldið fram að félagið hefði náð samkomulagi við framherjann Samuel Eto´o hjá Barcelona um að leika með liðinu.

Portland vildi fá Jón Arnór

Lið Portland Trailblazers í NBA deildinni setti sig í samband við landsliðsmanninn Jón Arnór Stefánsson og vildi fá hann í hóp sinn fyrir sumardeildirnar. Þetta kemur fram á fréttavefnum karfan.is í dag.

Kanada í 8-liða úrslitin

Kanadamenn urðu í gær síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum forkeppni Ólympíuleikanna í körfubolta með naumum 79-77 sigri á Suður-Kóreumönnum.

James Posey semur við Hornets

Framherjinn James Posey hjá meistaraliði Boston Celtics ákvað í gærkvöld að gera fjögurra ára samning við New Orleans Hornets í NBA deildinni. Samningurinn er sagður metinn á 25 milljónir dollara, en Boston var ekki tilbúið að bjóða honum svo mikið.

Djemba-Djemba í danska boltann

Stjörnuhrap miðjumannsins Eric Djemba-Djemba hélt áfram í dag þegar hann gerði þriggja ára samning við danska liðið OB Odense. Djemba-Djemba var fenginn til Manchester United 2003.

Hull bætir við sig

Hull City hefur gengið frá kaupum á þremur leikmönnum. Það eru þeir Peter Halmosi, George Boateng og Tony Warner en félagið er að undirbúa sig undir sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Koma Ronaldo gæti valdið usla í hópi Real Madrid

Wesley Sneijder, leikmaður Real Madrid, telur að ef Cristiano Ronaldo verði keyptur til félagsins gæti það valdið óróa í leikmannahópnum. Nokkrir leikmenn myndu ekki sætta sig við að fá mun lægri launatölur en sá portúgalski.

Of margir slakir útlendingar í deildinni?

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, sagði í þætti á Stöð 2 Sport í gær að of margir slakir erlendir leikmenn væru í Landsbankadeildinni. Það kæmi niður á ungum íslenskum leikmönnum.

Sigur hjá Helga og félögum

Helgi Valur Daníelsson og félagar í sænska liðinu Elfsborg unnu 2-1 útisigur á Halmstad í sænska boltanum í dag. Helgi Valur lék allan leikinn á miðju Elfsborg.

Norðmaður fyrstur í mark í dag

Norðmaðurinn Kurt-Asle Arvesen var fyrstur á 11. dagleið Frakklandshjólreiðanna í dag. Arvesen fékk harða samkeppni frá Martin Elmiger og Alessandro Ballan.

Magnús Sigmundsson í FH

Handboltamarkvörðurinn Magnús Sigmundsson ætlar að enda feril sinn með FH. Hann hefur skrifað undir eins árs samning við félagið en síðustu tvö ár hefur hann leikið með erkifjendunum í Haukum.

Guðmundur: Höfum æft stíft

Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu.

Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag

Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag.

Innkaupum AC Milan er lokið í sumar

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að með kaupunum á Ronaldinho frá Barcelona sé innkaupum félagsins lokið í sumar.

Hversu mikilvægur er Frank Lampard?

Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea hefur verið orðaður við Inter Milan á Ítalíu allar götur síðan Jose Mourinho tók þar við stjórnartaumunum.

Hleb: Ég vil vinna alla titla með Barcelona

Alexander Hleb er nú í Barcelona þar sem hann er í læknisskoðun vegna fyrirhugaðra félagaskipta sinna frá Arsenal. Hann ætlar sér stóra hluti með Katalóníufélaginu.

Shevchenko fær tækifæri hjá Scolari

Luiz Felipe Scolari, nýráðinn stjóri Chelsea, ætlar að gefa Úkraínumanninum Andriy Shevchenko fullt tækifæri til að sanna sig hjá liðinu næsta vetur. Shevchenko hefur átt misjöfnu gengi að fagna síðan hann var keyptur til Chelsea frá AC Milan á metfé.

Jo spilar sinn fyrsta leik í Færeyjum

Brasilíumaðurinn Jo sem kostaði Manchester City hátt í 20 milljónir punda, mun væntanlega spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í Þórshöfn í Færeyjum annað kvöld þegar City mætir EB/Streymur í Uefa keppninni.

Gilberto á leið til Panathinaikos

Brasilíski miðjumaðurinn Gilberto Silva sem leikið hefur með Arsenal síðustu sex ár mun væntanlega semja við gríska liðið Panathinaikos á morgun. Kaupverðið er talið um ein milljón punda en sagt er að hann verði launahæsti leikmaður Grikklands með um 6 milljónir punda í laun á þeim þremur árum sem samningur hans spannar.

Hleb í læknisskoðun í Barcelona

Miðjumaðurinn Alexander Hleb hjá Arsenal mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá spænska félaginu Barcelona og mun því væntanlega skrifa undir samning fljótlega.

Ég vildi alltaf fara til Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho var í góðu skapi í gærkvöld þegar loksins varð ljóst að hann væri á leið til ítalska félagsins AC Milan frá Barcelona.

Marcus Camby til LA Clippers

Miðherjinn Marcus Camby gekk í nótt í raðir LA Clippers frá Denver Nuggets í NBA deildinni. Camby er 35 ára og var valinn varnarmaður ársins árið 2007.

Pálmi Rafn einn sá dýrasti í sögunni

Norska félagið Stabæk hefur lengi haft augastað á Húsvíkingnum Pálma Rafni Pálmasyni. Í fyrrakvöld komst félagið loksins að samkomulagi við Íslandsmeistara Vals um kaupverð.

Del Bosque tekinn við Spáni

Vicente del Bosque er nýr þjálfari spænska landsliðsins. Þetta kemur ekki á óvart en hann var talinn líklegastur eftir að Luis Aragones steig af stóli.

Sjá næstu 50 fréttir