Fleiri fréttir

Hiddink neitar að vera á leið til Chelsea

Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Guus Hiddink segist ekki vera á leið til Chelsea eins og enskir fjölmiðlar hafa haldið fram undanfarna daga. Hann segist vissulega hafa verið í sambandi við Roman Abramovich, en það tengist aðeins rússneska landsliðinu.

Durant náði sér ekki á strik

Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle Supersonics náði sér ekki á strik í nótt þegar lið hans tapaði fyrir Sacramento 104-98 í æfingaleik. Alls fóru fram átta æfingaleikir í nótt, þar af einn á Malaga á Spáni.

Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde

Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands.

Fer Vieira til City?

Manchester City fylgist grannt með stöðu mála hjá franska miðjumanninum Patrick Vieira sem leikur með Inter á Ítalíu. Sven Göran Eriksson, knattspyrnustjóri City, vill ólmur fá þennan fyrrum fyrirliða Arsenal aftur í enska boltann.

Moratti vill Lampard til Inter

Massimo Moratti, forseti Ítalíumeistara Inter, ætlar að leggja allt í sölurnar til að fá enska miðjumanninn Frank Lampard frá Chelsea. Moratti hugsar Lampard til að leysa stöðu Patrick Vieira sem er líklegast á sínu síðasta tímabili hjá Inter.

Sigurbjörn skrifar undir hjá Val

Sigurbjörn Hreiðarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Vals. Samningurinn er til eins árs en vangaveltur voru um hvort Sigurbjörn myndi leggja skóna á hilluna.

Adebayor: Náum ótrúlega vel saman

Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Arsenal, er í skýjunum með samvinnu hans og Robin van Persie á tímabilinu. Þeir léku varla saman þegar Thierry Henry var hjá félaginu en mynda í dag eitt hættulegasta sóknarpar úrvalsdeildarinnar.

Ireland dregur sig úr hópnum

Stephen Ireland, miðjumaður Manchester City, hefur tekið þá ákvörðun að draga sig út úr landsliðshópi Írlands sem mætir Þýskalandi og Kýpur. Ástæðan eru lygar leikmannsins í síðasta mánuði.

Nigel Martyn ver Robinson

Nigel Martyn, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, hefur mikla trú á Paul Robinson sem er núverandi landsliðsmarkvörður. Robinson hefur mikið verið í umræðunni enda verið allt annað en öruggur í sínum aðgerðum að undanförnu.

Bjarni tekur við Stjörnunni

Bjarni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í hádeginu í dag samkvæmt fréttatilkynningu frá Garðabæjarliðinu.

Beinar útsendingar frá NBA hefjast í nótt

NBA TV sjónvarpsstöðin á Fjölvarpinu byrjar í nótt beinar útsendingar frá æfingatímabilinu í NBA deildinni, en deildarkeppnin sjálf hefst í lok þessa mánaðar. Í nótt verður leikur Sacramento og Seattle sýndur beint klukkan 2 eftir miðnætti.

Ég væri til í að spila fyrir Katalóníu

Miðjumaðurinn Xavi segir að hann væri vel til í að spila fyrir hönd Katalóníuhéraðs ef svo færi að það fengi sjálfstæði. Xavi er spænskur landsliðsmaður og leikur með Barcelona.

Ashton verður frá í sex vikur

Enski landsliðsframherjinn Dean Ashton hjá West Ham verður frá keppni í sex vikur eftir að hafa meiðst á hné á dögunum. Þetta staðfestu forráðamenn West Ham á heimasíðu félagsins í dag. Ashton varð að draga sig úr enska landsliðshópnum eftir að hafa meiðst í leik á dögunum.

Línudómarar á HM félagsliða

FIFA tilkynnti í dag að tveir auka dómarar yrðu notaðir í tilraunaskini á HM félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Þar verður einnig prófaður tæknibúnaður sem sker úr um hvort boltinn fer yfir marklínu eða ekki.

Rijkaard orðaður við Chelsea

Breska blaðið Daily Mail fullyrðir í dag að fyrirhuguð ráðning Chelsea á þjálfaranum Henk Ten Cate sé aðeins fyrsti leikur Roman Abramovich eiganda Chelsea í "hollenskri innrás" hjá félaginu.

Þrír nýliðar í U-21 árs hópnum

Lúkas Kostic hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Austurríki í undankeppni EM næsta þriðjudag, en hann verður spilaður í Grindavík. Þrír nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Albert Ingason og Andrés Jóhanneson úr Fylki og Arnór Smárason frá Heerenveen í Hollandi.

Verða að ryðja okkur úr vegi til að ná í dolluna

Það er alltaf pressa á menn að standa sig, alveg sama hjá hvaða liði þeir eru í þessari deild og þegar maður er hjá stórveldi eins og KR er alltaf pressa á að ná árangri," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í samtali við Vísi þegar spáin lá fyrir.

Heskey vonast til að ná Króataleiknum

Framherjinn Emile Heskey hjá Wigan segist vonast til að verða búinn að ná sér af ristarbroti fyrir leik Englendinga og Króata í undankeppni EM þann 21. næsta mánaðar.

KR spáð titlinum

Íslandsmeistarar KR munu verja titil sinn í karlaflokki ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem birt var á kynningarfundi fyrir Icelan Express deildina í dag. Deildin hefst á fimmtudaginn.

Tottenham á eftir Arshavin

Breska blaðið Daily Mail hefur í dag eftir umboðsmanni rússnenska vængmannsins Andrei Arshavin að hann sé undir smásjá Tottenham. Arshavin gagnrýndi markvörðinn Paul Robinson hjá Tottenham harðlega fyrir leik Englendinga og Rússa um daginn.

Gartside slefar yfir Bayern-leiknum

Stjórnarformaður Phil Gartside hjá Bolton segist í skýjunum yfir því að liðið hafi dregist í riðil með Bayern Munchen í Evrópukeppni félagsliða í morgun.

Naomi frískaði upp á botnslaginn

QPR vann í gær afar mikilvægan sigur í botnbaráttuleik sínum við Norwich í ensku Championship deildinni. Nýr eigandi Rangers, Flavio Briatore, bauð þar vinkonu sinni og ofurfyrirsætunni Naomi Campbell á leikinn.

Henry: Arsenal getur unnið allar keppnir

Thierry Henry segist nú loksins vera að komast í sitt besta form eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann segir að sér líði vel í Barcelona en viðurkennir að hann sakni Lundúna.

Richards vill spila með Arsenal

Varnarmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City segir að hann væri til í að spila með Arsenal einn daginn. Richards er kominn í enska landsliðið aðeins 19 ára gamall en ekki er víst að stuðningsmenn City verði sáttir við þessa yfirlýsingu hans.

Vidic leikur ekki með Serbum

Miðvörðurinn Nemanja Vidic mun ekki leika með landsliði Serbíu þegra það mætir Armenum og Aserum í undankeppni EM. Vidic fékk högg á kinnbein í sigri Manchester United á Wigan um helgina og byrjar ekki að æfa á fullu fyrr en eftir um 10 daga að sögn lækna serbneska landsliðsins.

Wigan sektað

Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan var í dag sektað um 20,000 pund af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir óspektir leikmanna liðsins eftir að Kevin Kilbane var rekinn af velli í leik gegn Newcastle nýverið.

HK mætir FCK

Í morgun var dregið í þriðju umferð EHF keppninnar í handbolta og þar fengu HK menn leik gegn Arnóri Atlasyni og félögum í danska liðinu FCK í Kaupmannahöfn. Framarar mæta tyrkneska liðinu Ankara í áskorendakeppni Evrópu og kvennalið Stjörnunnar mætir franska liðinu Mios Biganos í EHF keppni kvenna.

Bolton mætir Bayern

Í morgun var dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða. Bolton fær það erfiða verkefni að spila í riðli með Bayern Munchen og Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar leika í riðli með Everton.

Lewis fór af velli með krampa í fyrsta leik

Undirbúningstímabilið í NBA hófst á fullu í Bandaríkjunum í nótt þegar þrír leikir voru á dagskrá. Nokkrir leikir verða á dagskránni í kvöld og þar af verður fyrsta beina útsending NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar frá leik Sacramento og Seattle klukkan 2 í nótt.

Santa Cruz gæti þurft í uppskurð

Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Blackburn gæti misst af næstu leikjum liðs síns á Englandi eftir að hann var tekinn út úr landsliði sínu vegna meiðsla. Paragvæmaðurinn er sagður hafa meiðst í leiknum gegn Birmingham um helgina og knattspyrnusambandið segir mögulegt að hann þurfi jafnvel í uppskurð.

Jones skilar verðlaunum sínum

Badaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones hefur skilað verðlaunapeningunum sem hún vann á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Jones viðurkenndi á dögunum að hún hefði notað stera og hefur nú verið dæmd í tveggja ára keppnisbann, en hún viðurkenndi neyslu sína þegar hún lagði skóna á hilluna í síðustu viku.

Stjórnin ekki hrifin af skiptikerfinu

Athygli vakti að Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, stillti upp óbreyttu liði í gær frá því í 2-2 jafntefli gegn Lazio í Meistaradeildinni. Hann hafði áður gefið í skyn að fjórar til fimm breytingar yrðu gerðar á byrjunarliðinu.

Leikmenn standa við bak Grants

John Terry, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn liðsins standi með nýja knattspyrnustjóranum Avram Grant. Terry segir að sér hafi verið brugðið þegar Jose Mourinho lét af störfum í síðasta mánuði.

Fyrsti sigur QPR staðreynd

Queens Park Rangers vann í kvöld 1-0 heimasigur á Norwich í ensku 1. deildinni. Þetta var fyrsti sigur QPR á tímabilinu en liðið er á botni deildarinnar.

Barist um bílnúmer

Síðar í þessum mánuði gefst stuðningsmönnum West Ham á Englandi kostur á að eignast bílnúmerið "WE57 HAM". Bílnúmerið fer á uppboð og er talið líklegt að það verði dýrasta opinbera fótbolta-bílnúmerið á Englandi.

Besta miðvarðapar Evrópu?

John O'Shea, leikmaður Manchester United, segir að Rio Ferdinand og Nemanja Vidic myndi sterkasta miðvarðapar í Evrópuboltanum. United hefur haldið marki sínu hreinu í sex deildarleikjum í röð.

Hammarby tapaði fyrir Helsingborg

Þrír leikir voru í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hammarby tapaði á heimavelli 0-2 gegn Helsingborg. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Hammarby en Heiðar Geir Júlíusson sat á bekknum og kom ekkert við sögu.

Bikarinn til Brann

Nánast ekkert getur komið í veg fyrir að Íslendingaliðið Brann hampi norska meistaratitlinum í ár. Brann vann Lyn 3-1 í kvöld og er með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Molde aftur upp í úrvalsdeildina

Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp.

Þétt dagskrá hjá Owen

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, segist hafa áhyggjur af þéttri dagskrá sóknarmannsins Michael Owen. Leikmaðurinn fór fyrir skömmu í aðgerð vegna kviðslits.

Kekic áfram hjá Víkingi

Sinisa Valdimar Kekic verður áfram í herbúðum Víkings en hann hefur skrifað undir nýjan samning til eins árs. Auk þess að spila mun Kekic taka að sér þjálfun hjá félaginu og verður annar af tveimur þjálfurum 2. flokks karla.

Næsti markvörður Arsenal norskur?

Norskir fjölmiðlar segja að Arsenal vilji fá markvörðinn Rune Almenning Jarstein til æfinga með félaginu. Jarstein er 23 ára og hefur lengi verið talin ein bjartasta von Norðmanna í markmannsmálum.

Stoichkov rekinn frá Celta Vigo

Búlgarski þjálfarinn Hristo Stoichkov var í dag rekinn frá spænska félaginu Celta Vigo eftir sex mánuði í starfi. Spænska pressan er þegar farin að orða Juan Ramon Lopez Caro við starfið. Celta er í 11. sæti spænsku q. deildarinnar með 10 stig eftir 7 leiki.

Ég kæmist ekki í nokkurt lið í dag

Þeir sem fylgst hafa með enska boltanum í nokkra áratugi muna eflaust flestir eftir hinum magnaða Matt Le Tissier sem gerði garðinn frægan með Southampton fyrir um 15 árum síðan. Le Tissier skoraði 209 mörk fyrir Southampton á sínum tíma en segir að hann væri að hefja ferilinn í dag myndi hann líklega ekki komast í neitt af liðunum í ensku úrvalsdeildinni.

Ég hefði geta spilað um helgina

Varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal er í leikmannahópi Frakka sem mæta Færeyingum á laugardaginn í undankeppni EM. Hann segist nú vera orðinn góður af meiðslum sem hafa haldið honum frá keppni í nálægt tvo mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir