Fleiri fréttir Stian Pedersen tvöfaldur heimsmeistari Gríðarlega harðri keppni var að ljúka í töltinu á HM í Hollandi og var það Stian Pedersen sem sigraði eftir dramatíska keppni með 8.56 í aðaleinkunn á Jarl frá Miðkrika og er hann því tvöfaldur heimsmeistari en hann sigraði fjórganginn fyrr í dag. 12.8.2007 14:09 Eggert ekki búinn að gera tilboð í Eið Smára Eggert Magnússon stjórnarformaður West Ham segir rangt að félagið sé búið að gera tilboð í Eið Smára Guðjohnsen. Eggert staðfesti þó í viðtali við Sýn tvö að félagið sé á höttunum eftir Eiði. Arnar Björnsson hitti Eggert á Upton Park í gær. 12.8.2007 13:21 Tiger með þriggja högga forystu Tiger Woods hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi. Aðeins fimm kylfingar eru undir pari vallarins. 12.8.2007 13:18 Ajax sigraði PSV Eindhoven 1-0 Ajax bar sigurorð af PSV Eindhoven í árlegum úrslitaleik um ofurbikarinn í Hollandi þegar liðin áttust við í Amsterdam í gær. Leikurinn jafnast á við góðgerðarskjöldinn á Englandi og markar upphaf keppnistímabilsins þar í landi en um þennan titil keppa ávalt ríkjandi Hollandsmeistarar og bikarmeistarar. 12.8.2007 13:09 Toulouse lagði Frakklandsmeistara Lyon Toulouse sem mætir Liverpool í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni, gerði sér lítið fyrir og lagði Frakklandsmeistara Lyon þegar liðin mættust í frönsku úrvalsdeildinni í gær. 12.8.2007 13:06 Arsenal innbyrði sigur á síðustu mínútunum Nú rétt í þessu var að ljúka leik Arsenal og Fulham og Emirates vellinum í Norður-London. Arsenal sigraði 2-1 með tveimur mörkum á síðustu sex mínútum leiksins. Áður hafði David Healy komið Fulham yfir eftir slæm mistök Jen Lehman í marki Arsenal. Mörk Arsenal skoruðu Robin Van Persie úr vítaspyrnu á 83. mínútu og Aleksander Hleb á 89. mínútu 12.8.2007 12:43 Jolly Schrenk er heimsmeistari í slaktaumatölti Jolly Schrenk er heimsmeistari í slaktaumatölti á Laxness vom Stördal með 8.50, en keppni var að ljúka núna á HM í Hollandi. Jolly átti frábæra sýningu og ekki vantaði fagnið hjá þjóðverjunum í áhorfendastúkunni þegar úrslitin voru kunn. Í öðru sæti varð Eyjólfur Þorsteinsson á Hárek frá Vindási með 8.29. 12.8.2007 12:30 Chelsea vann Birmingham naumlega Chelsea vann nú rétt í þessu nauman sigur á nýliðum Birmingham. Forsell kom Birmingham yfir áður en Malouda og Pizzaro svöruðu fyrir Chelsea. Kapo jafnaði þá fyrir Birmingham áður en Essien tryggði sínum mönnum sigur með góðu marki á 49. mínútu. Lokatölur 3-2 12.8.2007 12:06 Mannlífið á HM íslenska hestsins Mannlífið á HM í Hollandi er engu líkt og er talið að um 13.000 manns séu á svæðinu þennan loka dag mótsins. Fjölnir Þorgeirsson ljósmyndari Hestafrétta tók púlsinn á fólkinu og er ekki annað að sjá en að allir séu í topp formi og allir glaðir. 12.8.2007 11:33 Bergþór tvöfaldur heimsmeistari í skeiði Bergþór Eggertsson var í þessu að vinna 100m skeiðið á Lótus van Aldenghoor með 7.63. Þetta er annar heimsmeistaratitill Begga en hann vann einnig 250m skeiðið. Í öðru sæti varð Emelie Romland á Mjölnir frá Dalbæ með tímann 7.71 og í þriðja sæta höfnuðu Nicole Mertz og Óðinn von Moorflur með tímann7.73. Siggi Sig endaði í fimmta sæti á Flugari frá Holtsmúla. 12.8.2007 11:31 Þórarinn Eymundsson er heimsmeistari í fimmgangi Þórarinn Eymundsson var að vinna fimmganginn á heimsmeistaramótinu í Hollandi á undrahestinum Kraft frá Bringu með 8.10. Sýning Þórarinns var nokkuð góð og fékk hann m.a 9,17 fyrir tölt en fetið var frekar slakt en hann fékk aðeins 5.15. Í öðru sæti var Frauke Schenzel á Næpu vom Kronshof með 7.52 og í þriðja sæti hafnaði Piet Hoyos og Kvist frá Ólafsvöllum með 7.38. 12.8.2007 09:24 Stian Pedersen heimsmeistari í fjórgangi Stian Pedersen átti frábæara sýningu í fjórgangi á heimsleikum í Hollandi í dag og vann örugglega á hesti sínum Jarl frá Miðkrika með einkunina 8.60. Jarl og Stian fengu 9.50 fyrir yfirferðatöltið og voru fagnaðarlætin gríðarleg eftir sýninguna. 12.8.2007 09:22 Gerrard tryggði Liverpool sigur Litlu munaði að Liverpool tapaði tveimur stigum á Villa Park í dag eftir að Gareth Barry breytti stöðu leiksins í 1-1 skömmu fyrir leikslok. Það hefðu orðið afar ósanngjörn úrslit þar sem Liverpool stjórnaði leiknum lengst af og var mun betra liðið. Aðdáendur þeirra önduðu þó léttar skömmu síðar þegar Steven Gerrard tryggði sínum mönnum sigur með stórkostlegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur því 2-1. Liverpool leiðir í hálfleik með einu marki gegn engu í leik sinum við Aston Villa sem nú fer fram fer á Villa Park í Birmingham. Það var Daninn Martin Laursen sem var svo óheppinn að koma Liverpool yfir með sjálfsmarki á 31. mínútu. Markið kom eftir fyrirgjöf frá Dirk Kuyt en skömmu áður hafi Fernando Torres látið verja frá sér í dauðafæri. 11.8.2007 17:04 Stjórarnir um úrslit dagsins: Sjáðu hvað knattspyrnustjórnarnir hafa að segja um leiki dagsins. Jol, Moyes, Redknapp, Sven og Sammy Lee á Vísi. Smelltu á meira hér fyrir neðan og fáðu að vita hvað gekk upp og hvað fór úrskeiðis í leikjum dagsins. 11.8.2007 18:21 Nwosu ekki meira með Fram í sumar Knattspyrnumaðurinn Henry Nwosu sem gekk til liðs við Fram í Landsbankadeildinni um síðustu mánaðarmót, leikur ekki meira með liðinu í sumar. Nwosu meiddist illa í leik Fram og ÍA á fimmtudagskvöld og hefur komið í ljós að leikmaðurinn er með slitið krossband. 11.8.2007 18:12 Hvetur Eið til að leita á önnur mið Yfirmaður knattspyrnudeildar hjá Barcelona hvetur Eið Smára Guðjohnsen til að leita á önnur mið. Hann segir ákvörðun Eiðs um að vera áfram hjá félaginu, slæma ákvörðun. 11.8.2007 18:01 Valur áfram í Evrópukeppninni Kvennlið Vals vann rétt í þessu stórsigur á færeyska liðinu KÍ. Leikurinn endaði 6-0 fyrir Val eftir algjöra einstefnu að marki KÍ allan leikinn. Með sigrinum tryggðu Valsstúlkur sig áfram í keppninni því áður höfðu þær sigra Finnska liðið FC Honka og hagstæð úrslit í öðrum leikjum í dag gera það að verkum að úrslit þriðja og síðasta leik Vals í keppninni skipta ekki lengur máli. 11.8.2007 16:16 Úrslit dagsins í Enska Manchester City vann góðan 2-0 sigur á West Ham rétt í þessu. Rolando Bianchi kom Man City yfir eftir 17. mínútna leik. Markið kom eftir frábæran einleik hjá Elano Gomer sem sendi hann svo fyrir markið á Bianchi sem potaði honum inn af stuttu færi. Bæði Gomer og Bianchi eru að leika sinn fyrsta leik fyrir Man City. West Ham reyndu hvað þeir gátu að jafna en City sló smiðshöggið á leikinn þegar Geovanni skoraði gott mark tveim mínútum fyrir leikslok. 11.8.2007 14:23 Hermann í byrjunarliðinu - Heiðar á bekknum Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth sem nú leikur á móti Derby County. Það blæs ekki byrlega fyrir Hermann og félaga því Matt Oakley kom Derby yfir eftir fimm mínútna leik. Heiðar Helguson situr á bekknum hjá Bolton sem leikur nú gegn Newcastle. 11.8.2007 14:13 Sunderland sigraði Tottenham Nú er nýlokið leik Sunderland og Tottenham. Honum lauk með 1-0 sigri nýliðana í Sunderland. Það var Michael Chopra sem skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. 11.8.2007 13:26 Spáð í spilin: Middlesbrough v Blackburn Hér er á ferðinni afar forvitnilegur leikur. Bæði liðin voru að berjast um miðja deild í fyrra og eru staðráðinn í að endurtaka ekki þann leik. Þau vilja stefna hærra. Af þessum tveimur liðum segja spekingar að Blackburn séu líklegri að ná takmarki sínu. Þeir hafa styrkt sig töluvert á meðan Gareth Southgate virðist eiga í vandræðum með að fóta sig á leikmannamarkaðnum. 11.8.2007 13:18 Spáð í spilin: Everton v Wigan Sparkspekingar eru á einu máli um að hlutskipti þessara liði verði ansi ólíkt á tímabilinu. Wigan rétt náði að bjarga sér frá falli í fyrra á meðan Everton tryggði sér Evrópusæti. Wigan hefur ekki styrkt sig nægilega í sumar til að geta átt von á öðru en fallbaráttu í vetur en Everton menn eru til alls líklegir. 11.8.2007 13:05 Bergþór er Heimsmeistari í 250m skeiði á Lótus Keppni í 250m skeiði var að ljúka á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi. Bergþór Eggertsson er Heimsmeistari á Lótus van Aldenghoor með tímann 21.55 en það er tíminn sem hann fékk í gær. Í öðru sæti er Sigursteinn Sumarliðason á Kolbein frá Þóroddsstöðum sem er þegar orðin heimsmeistari í gæðingaskeiði. Emelie Romland hafnaði í þriðja sæti á Mjölni frá Dalbæ með tímann 21.77. 11.8.2007 12:46 Spáð í spilin: Derby County v Portsmouth Veðmangarar í Englandi eru allir á einu máli um að Derby County verði það lið sem fái fæst stig í ensku deildinni í vetur. Það er reyndar þannig að Derby lítur á þetta tímabil sem tækifæri til að leiðrétta afar slæma fjárhagsstöðu klúbssins og bindur ekki miklar vonir við að halda sér uppi. 11.8.2007 12:40 Spáð í spilin: Bolton v Newcastle Á Reebok Stadium mætast liðin hans Sam Allardyce. Þó hann sé hættur að þjálfa Bolton og tekin við Newcastle velkist ekki nokkur maður í vafa um hversu mikilla áhrifa Allardyce enn gætir hjá hans gamla liði. 11.8.2007 12:00 Spáð í spilin: West Ham v Man City Á Upton Park í dag mætast tvö lið sem ætla sér mun stærri hluti á þessu tímabili eftir erfitt tímabil í fyrra. West Ham bjargaði sér ekki frá falli fyrr en í síðasta leik í fyrra og Man. City skoraði ekki mark á heimavelli eftir jól. En nú eru nýjir tímar. Bæði liðin hafa eytt grimmt í nýja leikmenn og ætla að verða í efri hluta deildarinnar í ár. 11.8.2007 11:55 Spáð í spilin: Sunderland v Tottenham Fyrsti leikur tímabilsins er á milli þeirra liða sem hvað mesta eftirvæntingu hafa vakið. Tottenham er það lið sem talið er eiga mestu möguleikana á að brjótast sér leið að efstu fjórum sætunum sem að öllu jöfnu virðast vera frátekin fyrir United, Chelsea Liverpool og Arsenal. Sunderland er svo það lið af nýliðunum sem talið er eiga mestu möguleikanan á að halda sér í úrvalsdeildinni. 11.8.2007 10:22 B úrslitum í T1 og T2 lokið á HM B úrtslit í Tölti T1 og T2 var að ljúka hér í Hollandi en keppni hófst í morgun. Helena Aðalsteinsdóttir var efst í töltinu með 7.61 og mætir með hest sinn Seth fra Nøddegården í A- úrslit á morgun. Sömu sögu er að segja frá slaktaumatöltinu en þar var efst Eva-Karin Bengtsson á Kyndil frá Hellulandi með 7.50 og mætir hún þá í A – úrslit á morgun. 11.8.2007 09:25 Nýtt blað um enska boltann Í dag kom út nýtt eintak af íþróttablaðinu Sport sem fylgt hefur Fréttablaðinu mánaðarlega frá því í febrúar. Að þessu sinni er blaðið, sem er 24 síður, helgað enska boltanum. 11.8.2007 08:23 Ecclestone tilbúinn að kaupa Arsenal Formúlumógúllinn Bernie Eccelstone lýsir því yfir við The Times í dag að hann myndi kaupa Arsenal í dag ef það væri til sölu. Ecclestone hefur verið orðaður við yfirtöku en ljóst er að ekki verður af henni fyrr en í fyrsta lagi í apríl á næsta ári þar sem fimm stærstu hluthafar félagsins hafa komist að samkomulagi um að hreyfa ekki sinn hlut fyrr en þá. Ecclestone ásælist hlut fimmmenninganna enda vill hann ráða öllu þar sem er. 11.8.2007 00:55 Frábær spilamennska hjá Woods Tiger Woods hefur tveggja högga forystu á Scott Verplank frá Bandaríkjunum eftir tvo hringi á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fer á Southern Hills Country Club-vellinum í Oklahoma. Woods hefur leikið hringina tvo á sex höggum undir pari en hann fór á kostum í gær og spilaði þá á 63 höggum eða sjö höggum undir pari sem er vallarmet. 11.8.2007 00:46 Dyer á leið til West Ham eftir allt The Times heldur því fram að vef sínum að Kieron Dyer sé á leið til West Ham eftir allt en félagskipti hans til Íslendingaliðsins West Ham runnu út í sandinn í vikunni eftir að Newcastle hækkaði verðmiðann á honum um tvær milljónir punda á elleftu stundu. Útlit er fyrir að málamiðlun náist þar sem Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur lítil not af leikmanni sem vill komast burt af persónulegum ástæðum og er hataðaur af stuðningsmönnum liðsins. 10.8.2007 21:22 W.B.A. kaupir Pele West Bromwich Albion hefur keypt miðjumanninn Pele frá Southampton fyrir eina milljón punda. Pele skrifaði undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á að bæta við þriðja árinu. Pele þótti standa sig mjög vel á sínu fyrsta ári hjá Southampton í fyrra. 10.8.2007 23:26 Petit hefur áhyggjur af Arsenal Emmanuel Petit, fyrrverandi miðjumaður franska landsliðsins og Arsenal, hefur áhyggjar af því lið Arsenal nái ekki meistaradeildarsæti á komandi leiktímabili. Hann segir að liðið sé búið að selja of marga leikmenn. Thierry Henry, Freddie Ljungberg og Jose Antonio Reyes hafa allir verið seldir á meðan stjórinn hefur aðeins keypt Eduardo da Silva og Bakari Sagna. 10.8.2007 23:17 Taylor frá í mánuð Varnarmaðurinn sterki hjá Birmingham, Matthew Taylor, mun missa af fyrsta mánuði tímabilsins vegna meiðsla. Taylor reif magavöðva í síðustu viku og mun gangast undir aðgerð á mánudaginn. Taylor spilaði stórt hlutverk fyrir Birmingham á síðasta tímabili þegar Birmingham vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni og hlaut að launum nýjan þriggja ára samning við félagið í apríl. 10.8.2007 20:39 Wenger hefur trú á sínum mönnum Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sannfærður um að lið hans hafi það sem þurfi til að berjast um efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á morgun. „Við búum yfir miklum innri styrk. Ég hef það á tilfinningunni að við munum gera góða hluti, sama hvað aðrir segja,“ sagði Wenger. 10.8.2007 19:52 Chelsea landar Alex Chelsea hefur loksins náð að landa brasilíska varnarmanninum Alex frá PSV Eindhoven. Chelsea hefur lengi reynt að fá leikmanninn og eftir þrjú ár í Hollandi hefur hann loksins fengið atvinnuleyfi í Englandi. Alex hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu og hefur skrifað undir þriggja ára samning. 10.8.2007 18:51 Fjórir leikir í fyrstu deild karla í kvöld Fjórir leikir fara fram í 15 umferð 1. deildar karla í kvöld. Þróttur R. fer norður og mætir KA, Fjölnir heimsækir Leiknir, Stjarnan tekur á móti ÍBV og Víkingur Ó. tekur á móti Grindavík. Leikirnir hefjast allir klukkan 19:00. 10.8.2007 18:07 Allardyce ætlar að vinna sína gömlu lærisveina á morgun Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að uppbygging liðsins muni taka tíma, en hann vill að liðið vinni fyrsta deildarleik sinn á morgun gegn Bolton. Allardyce kom einmitt til Newcastle í sumar frá Bolton, en þar hafði hann verið við stjórnvölinn í sjö og hálft ár. 10.8.2007 17:24 Tevez málið frá A til Ö Carlos Tevez hefur fengið treyjunúmerið 32 hjá sínu nýja liði Manchester United. Þar með er einum flóknustu félagaskiptum í sögunni lokið, í bili alla vega. Hér fyrir neðan getur þú nú lesið þér til um hvernig málið þróaðist, frá upphafi til enda. 10.8.2007 16:56 Íslensku atvinnumennirnir blogga á Vísi Nú geta lesendur Vísis fengið enn betri innsýn í lífið í enska boltanum. Nokkrir af bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar ætla nefnilega að planta sér fyrir framan lyklaborðið og leyfa lesendum að fylgjast með því hvernig lífið í atvinnumennskunni gengur fyrir sig. 10.8.2007 15:58 Sevilla hefur hafnað tveimur tilboðum í Alves Forráðamenn Sevilla segjast hafa hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn eftirsótta Daniel Alves. Ástæðuna segja þeir vera að þeir séu að bíða eftir ásættanlegu tilboði. Talið er að Chelsea standi á bakvið tilboðin sem hljómuðu upp á 21,7 milljónir punda og 23,7 milljónir punda, en Chelsea hefur verið sterklega orðað við leikmanninn. 10.8.2007 15:54 Aston Villa fær Carson út tímabilið Aston Villa hefur tryggt sér enska landsliðsmarkvörðinn Scott Carson frá Liverpool á lánssamningi út tímabilið. Þar með hafði Aston Villa betur en Manchester City sem hafði mikinn áhuga á að fá markvörðinn í sínar raðir. 10.8.2007 15:28 Greame Storm með tveggja högga forystu á PGA mótinu Graeme Storm, er efstur eftir fyrsta dag á PGA meistaramótinu eftir að hafa spilað á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og engan skolla á hinn erfiða Southern Hills völlinn en aðeins 12 kylfingar náðu að spila undir pari á fyrsta hring. 10.8.2007 15:05 Joey Barton: Ég er bara mannlegur Joey Barton, miðjumaður Newcastle, viðurkennir að hann hafi gert mörg mistök á ferlinum en hann vill að fólk viti að hann er góður strákur. „Ég er enginn pörupiltur,“ sagði Barton. „Fólk sem þekkir mig, fólk sem ég virði, veit hvernig persóna ég er.“ Eins og fram hefur komið gæti Barton átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að berja fyrrverandi liðsfélaga sinn á æfingu. 10.8.2007 14:28 Sjá næstu 50 fréttir
Stian Pedersen tvöfaldur heimsmeistari Gríðarlega harðri keppni var að ljúka í töltinu á HM í Hollandi og var það Stian Pedersen sem sigraði eftir dramatíska keppni með 8.56 í aðaleinkunn á Jarl frá Miðkrika og er hann því tvöfaldur heimsmeistari en hann sigraði fjórganginn fyrr í dag. 12.8.2007 14:09
Eggert ekki búinn að gera tilboð í Eið Smára Eggert Magnússon stjórnarformaður West Ham segir rangt að félagið sé búið að gera tilboð í Eið Smára Guðjohnsen. Eggert staðfesti þó í viðtali við Sýn tvö að félagið sé á höttunum eftir Eiði. Arnar Björnsson hitti Eggert á Upton Park í gær. 12.8.2007 13:21
Tiger með þriggja högga forystu Tiger Woods hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi. Aðeins fimm kylfingar eru undir pari vallarins. 12.8.2007 13:18
Ajax sigraði PSV Eindhoven 1-0 Ajax bar sigurorð af PSV Eindhoven í árlegum úrslitaleik um ofurbikarinn í Hollandi þegar liðin áttust við í Amsterdam í gær. Leikurinn jafnast á við góðgerðarskjöldinn á Englandi og markar upphaf keppnistímabilsins þar í landi en um þennan titil keppa ávalt ríkjandi Hollandsmeistarar og bikarmeistarar. 12.8.2007 13:09
Toulouse lagði Frakklandsmeistara Lyon Toulouse sem mætir Liverpool í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni, gerði sér lítið fyrir og lagði Frakklandsmeistara Lyon þegar liðin mættust í frönsku úrvalsdeildinni í gær. 12.8.2007 13:06
Arsenal innbyrði sigur á síðustu mínútunum Nú rétt í þessu var að ljúka leik Arsenal og Fulham og Emirates vellinum í Norður-London. Arsenal sigraði 2-1 með tveimur mörkum á síðustu sex mínútum leiksins. Áður hafði David Healy komið Fulham yfir eftir slæm mistök Jen Lehman í marki Arsenal. Mörk Arsenal skoruðu Robin Van Persie úr vítaspyrnu á 83. mínútu og Aleksander Hleb á 89. mínútu 12.8.2007 12:43
Jolly Schrenk er heimsmeistari í slaktaumatölti Jolly Schrenk er heimsmeistari í slaktaumatölti á Laxness vom Stördal með 8.50, en keppni var að ljúka núna á HM í Hollandi. Jolly átti frábæra sýningu og ekki vantaði fagnið hjá þjóðverjunum í áhorfendastúkunni þegar úrslitin voru kunn. Í öðru sæti varð Eyjólfur Þorsteinsson á Hárek frá Vindási með 8.29. 12.8.2007 12:30
Chelsea vann Birmingham naumlega Chelsea vann nú rétt í þessu nauman sigur á nýliðum Birmingham. Forsell kom Birmingham yfir áður en Malouda og Pizzaro svöruðu fyrir Chelsea. Kapo jafnaði þá fyrir Birmingham áður en Essien tryggði sínum mönnum sigur með góðu marki á 49. mínútu. Lokatölur 3-2 12.8.2007 12:06
Mannlífið á HM íslenska hestsins Mannlífið á HM í Hollandi er engu líkt og er talið að um 13.000 manns séu á svæðinu þennan loka dag mótsins. Fjölnir Þorgeirsson ljósmyndari Hestafrétta tók púlsinn á fólkinu og er ekki annað að sjá en að allir séu í topp formi og allir glaðir. 12.8.2007 11:33
Bergþór tvöfaldur heimsmeistari í skeiði Bergþór Eggertsson var í þessu að vinna 100m skeiðið á Lótus van Aldenghoor með 7.63. Þetta er annar heimsmeistaratitill Begga en hann vann einnig 250m skeiðið. Í öðru sæti varð Emelie Romland á Mjölnir frá Dalbæ með tímann 7.71 og í þriðja sæta höfnuðu Nicole Mertz og Óðinn von Moorflur með tímann7.73. Siggi Sig endaði í fimmta sæti á Flugari frá Holtsmúla. 12.8.2007 11:31
Þórarinn Eymundsson er heimsmeistari í fimmgangi Þórarinn Eymundsson var að vinna fimmganginn á heimsmeistaramótinu í Hollandi á undrahestinum Kraft frá Bringu með 8.10. Sýning Þórarinns var nokkuð góð og fékk hann m.a 9,17 fyrir tölt en fetið var frekar slakt en hann fékk aðeins 5.15. Í öðru sæti var Frauke Schenzel á Næpu vom Kronshof með 7.52 og í þriðja sæti hafnaði Piet Hoyos og Kvist frá Ólafsvöllum með 7.38. 12.8.2007 09:24
Stian Pedersen heimsmeistari í fjórgangi Stian Pedersen átti frábæara sýningu í fjórgangi á heimsleikum í Hollandi í dag og vann örugglega á hesti sínum Jarl frá Miðkrika með einkunina 8.60. Jarl og Stian fengu 9.50 fyrir yfirferðatöltið og voru fagnaðarlætin gríðarleg eftir sýninguna. 12.8.2007 09:22
Gerrard tryggði Liverpool sigur Litlu munaði að Liverpool tapaði tveimur stigum á Villa Park í dag eftir að Gareth Barry breytti stöðu leiksins í 1-1 skömmu fyrir leikslok. Það hefðu orðið afar ósanngjörn úrslit þar sem Liverpool stjórnaði leiknum lengst af og var mun betra liðið. Aðdáendur þeirra önduðu þó léttar skömmu síðar þegar Steven Gerrard tryggði sínum mönnum sigur með stórkostlegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur því 2-1. Liverpool leiðir í hálfleik með einu marki gegn engu í leik sinum við Aston Villa sem nú fer fram fer á Villa Park í Birmingham. Það var Daninn Martin Laursen sem var svo óheppinn að koma Liverpool yfir með sjálfsmarki á 31. mínútu. Markið kom eftir fyrirgjöf frá Dirk Kuyt en skömmu áður hafi Fernando Torres látið verja frá sér í dauðafæri. 11.8.2007 17:04
Stjórarnir um úrslit dagsins: Sjáðu hvað knattspyrnustjórnarnir hafa að segja um leiki dagsins. Jol, Moyes, Redknapp, Sven og Sammy Lee á Vísi. Smelltu á meira hér fyrir neðan og fáðu að vita hvað gekk upp og hvað fór úrskeiðis í leikjum dagsins. 11.8.2007 18:21
Nwosu ekki meira með Fram í sumar Knattspyrnumaðurinn Henry Nwosu sem gekk til liðs við Fram í Landsbankadeildinni um síðustu mánaðarmót, leikur ekki meira með liðinu í sumar. Nwosu meiddist illa í leik Fram og ÍA á fimmtudagskvöld og hefur komið í ljós að leikmaðurinn er með slitið krossband. 11.8.2007 18:12
Hvetur Eið til að leita á önnur mið Yfirmaður knattspyrnudeildar hjá Barcelona hvetur Eið Smára Guðjohnsen til að leita á önnur mið. Hann segir ákvörðun Eiðs um að vera áfram hjá félaginu, slæma ákvörðun. 11.8.2007 18:01
Valur áfram í Evrópukeppninni Kvennlið Vals vann rétt í þessu stórsigur á færeyska liðinu KÍ. Leikurinn endaði 6-0 fyrir Val eftir algjöra einstefnu að marki KÍ allan leikinn. Með sigrinum tryggðu Valsstúlkur sig áfram í keppninni því áður höfðu þær sigra Finnska liðið FC Honka og hagstæð úrslit í öðrum leikjum í dag gera það að verkum að úrslit þriðja og síðasta leik Vals í keppninni skipta ekki lengur máli. 11.8.2007 16:16
Úrslit dagsins í Enska Manchester City vann góðan 2-0 sigur á West Ham rétt í þessu. Rolando Bianchi kom Man City yfir eftir 17. mínútna leik. Markið kom eftir frábæran einleik hjá Elano Gomer sem sendi hann svo fyrir markið á Bianchi sem potaði honum inn af stuttu færi. Bæði Gomer og Bianchi eru að leika sinn fyrsta leik fyrir Man City. West Ham reyndu hvað þeir gátu að jafna en City sló smiðshöggið á leikinn þegar Geovanni skoraði gott mark tveim mínútum fyrir leikslok. 11.8.2007 14:23
Hermann í byrjunarliðinu - Heiðar á bekknum Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth sem nú leikur á móti Derby County. Það blæs ekki byrlega fyrir Hermann og félaga því Matt Oakley kom Derby yfir eftir fimm mínútna leik. Heiðar Helguson situr á bekknum hjá Bolton sem leikur nú gegn Newcastle. 11.8.2007 14:13
Sunderland sigraði Tottenham Nú er nýlokið leik Sunderland og Tottenham. Honum lauk með 1-0 sigri nýliðana í Sunderland. Það var Michael Chopra sem skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. 11.8.2007 13:26
Spáð í spilin: Middlesbrough v Blackburn Hér er á ferðinni afar forvitnilegur leikur. Bæði liðin voru að berjast um miðja deild í fyrra og eru staðráðinn í að endurtaka ekki þann leik. Þau vilja stefna hærra. Af þessum tveimur liðum segja spekingar að Blackburn séu líklegri að ná takmarki sínu. Þeir hafa styrkt sig töluvert á meðan Gareth Southgate virðist eiga í vandræðum með að fóta sig á leikmannamarkaðnum. 11.8.2007 13:18
Spáð í spilin: Everton v Wigan Sparkspekingar eru á einu máli um að hlutskipti þessara liði verði ansi ólíkt á tímabilinu. Wigan rétt náði að bjarga sér frá falli í fyrra á meðan Everton tryggði sér Evrópusæti. Wigan hefur ekki styrkt sig nægilega í sumar til að geta átt von á öðru en fallbaráttu í vetur en Everton menn eru til alls líklegir. 11.8.2007 13:05
Bergþór er Heimsmeistari í 250m skeiði á Lótus Keppni í 250m skeiði var að ljúka á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi. Bergþór Eggertsson er Heimsmeistari á Lótus van Aldenghoor með tímann 21.55 en það er tíminn sem hann fékk í gær. Í öðru sæti er Sigursteinn Sumarliðason á Kolbein frá Þóroddsstöðum sem er þegar orðin heimsmeistari í gæðingaskeiði. Emelie Romland hafnaði í þriðja sæti á Mjölni frá Dalbæ með tímann 21.77. 11.8.2007 12:46
Spáð í spilin: Derby County v Portsmouth Veðmangarar í Englandi eru allir á einu máli um að Derby County verði það lið sem fái fæst stig í ensku deildinni í vetur. Það er reyndar þannig að Derby lítur á þetta tímabil sem tækifæri til að leiðrétta afar slæma fjárhagsstöðu klúbssins og bindur ekki miklar vonir við að halda sér uppi. 11.8.2007 12:40
Spáð í spilin: Bolton v Newcastle Á Reebok Stadium mætast liðin hans Sam Allardyce. Þó hann sé hættur að þjálfa Bolton og tekin við Newcastle velkist ekki nokkur maður í vafa um hversu mikilla áhrifa Allardyce enn gætir hjá hans gamla liði. 11.8.2007 12:00
Spáð í spilin: West Ham v Man City Á Upton Park í dag mætast tvö lið sem ætla sér mun stærri hluti á þessu tímabili eftir erfitt tímabil í fyrra. West Ham bjargaði sér ekki frá falli fyrr en í síðasta leik í fyrra og Man. City skoraði ekki mark á heimavelli eftir jól. En nú eru nýjir tímar. Bæði liðin hafa eytt grimmt í nýja leikmenn og ætla að verða í efri hluta deildarinnar í ár. 11.8.2007 11:55
Spáð í spilin: Sunderland v Tottenham Fyrsti leikur tímabilsins er á milli þeirra liða sem hvað mesta eftirvæntingu hafa vakið. Tottenham er það lið sem talið er eiga mestu möguleikana á að brjótast sér leið að efstu fjórum sætunum sem að öllu jöfnu virðast vera frátekin fyrir United, Chelsea Liverpool og Arsenal. Sunderland er svo það lið af nýliðunum sem talið er eiga mestu möguleikanan á að halda sér í úrvalsdeildinni. 11.8.2007 10:22
B úrslitum í T1 og T2 lokið á HM B úrtslit í Tölti T1 og T2 var að ljúka hér í Hollandi en keppni hófst í morgun. Helena Aðalsteinsdóttir var efst í töltinu með 7.61 og mætir með hest sinn Seth fra Nøddegården í A- úrslit á morgun. Sömu sögu er að segja frá slaktaumatöltinu en þar var efst Eva-Karin Bengtsson á Kyndil frá Hellulandi með 7.50 og mætir hún þá í A – úrslit á morgun. 11.8.2007 09:25
Nýtt blað um enska boltann Í dag kom út nýtt eintak af íþróttablaðinu Sport sem fylgt hefur Fréttablaðinu mánaðarlega frá því í febrúar. Að þessu sinni er blaðið, sem er 24 síður, helgað enska boltanum. 11.8.2007 08:23
Ecclestone tilbúinn að kaupa Arsenal Formúlumógúllinn Bernie Eccelstone lýsir því yfir við The Times í dag að hann myndi kaupa Arsenal í dag ef það væri til sölu. Ecclestone hefur verið orðaður við yfirtöku en ljóst er að ekki verður af henni fyrr en í fyrsta lagi í apríl á næsta ári þar sem fimm stærstu hluthafar félagsins hafa komist að samkomulagi um að hreyfa ekki sinn hlut fyrr en þá. Ecclestone ásælist hlut fimmmenninganna enda vill hann ráða öllu þar sem er. 11.8.2007 00:55
Frábær spilamennska hjá Woods Tiger Woods hefur tveggja högga forystu á Scott Verplank frá Bandaríkjunum eftir tvo hringi á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fer á Southern Hills Country Club-vellinum í Oklahoma. Woods hefur leikið hringina tvo á sex höggum undir pari en hann fór á kostum í gær og spilaði þá á 63 höggum eða sjö höggum undir pari sem er vallarmet. 11.8.2007 00:46
Dyer á leið til West Ham eftir allt The Times heldur því fram að vef sínum að Kieron Dyer sé á leið til West Ham eftir allt en félagskipti hans til Íslendingaliðsins West Ham runnu út í sandinn í vikunni eftir að Newcastle hækkaði verðmiðann á honum um tvær milljónir punda á elleftu stundu. Útlit er fyrir að málamiðlun náist þar sem Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur lítil not af leikmanni sem vill komast burt af persónulegum ástæðum og er hataðaur af stuðningsmönnum liðsins. 10.8.2007 21:22
W.B.A. kaupir Pele West Bromwich Albion hefur keypt miðjumanninn Pele frá Southampton fyrir eina milljón punda. Pele skrifaði undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á að bæta við þriðja árinu. Pele þótti standa sig mjög vel á sínu fyrsta ári hjá Southampton í fyrra. 10.8.2007 23:26
Petit hefur áhyggjur af Arsenal Emmanuel Petit, fyrrverandi miðjumaður franska landsliðsins og Arsenal, hefur áhyggjar af því lið Arsenal nái ekki meistaradeildarsæti á komandi leiktímabili. Hann segir að liðið sé búið að selja of marga leikmenn. Thierry Henry, Freddie Ljungberg og Jose Antonio Reyes hafa allir verið seldir á meðan stjórinn hefur aðeins keypt Eduardo da Silva og Bakari Sagna. 10.8.2007 23:17
Taylor frá í mánuð Varnarmaðurinn sterki hjá Birmingham, Matthew Taylor, mun missa af fyrsta mánuði tímabilsins vegna meiðsla. Taylor reif magavöðva í síðustu viku og mun gangast undir aðgerð á mánudaginn. Taylor spilaði stórt hlutverk fyrir Birmingham á síðasta tímabili þegar Birmingham vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni og hlaut að launum nýjan þriggja ára samning við félagið í apríl. 10.8.2007 20:39
Wenger hefur trú á sínum mönnum Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sannfærður um að lið hans hafi það sem þurfi til að berjast um efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á morgun. „Við búum yfir miklum innri styrk. Ég hef það á tilfinningunni að við munum gera góða hluti, sama hvað aðrir segja,“ sagði Wenger. 10.8.2007 19:52
Chelsea landar Alex Chelsea hefur loksins náð að landa brasilíska varnarmanninum Alex frá PSV Eindhoven. Chelsea hefur lengi reynt að fá leikmanninn og eftir þrjú ár í Hollandi hefur hann loksins fengið atvinnuleyfi í Englandi. Alex hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu og hefur skrifað undir þriggja ára samning. 10.8.2007 18:51
Fjórir leikir í fyrstu deild karla í kvöld Fjórir leikir fara fram í 15 umferð 1. deildar karla í kvöld. Þróttur R. fer norður og mætir KA, Fjölnir heimsækir Leiknir, Stjarnan tekur á móti ÍBV og Víkingur Ó. tekur á móti Grindavík. Leikirnir hefjast allir klukkan 19:00. 10.8.2007 18:07
Allardyce ætlar að vinna sína gömlu lærisveina á morgun Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að uppbygging liðsins muni taka tíma, en hann vill að liðið vinni fyrsta deildarleik sinn á morgun gegn Bolton. Allardyce kom einmitt til Newcastle í sumar frá Bolton, en þar hafði hann verið við stjórnvölinn í sjö og hálft ár. 10.8.2007 17:24
Tevez málið frá A til Ö Carlos Tevez hefur fengið treyjunúmerið 32 hjá sínu nýja liði Manchester United. Þar með er einum flóknustu félagaskiptum í sögunni lokið, í bili alla vega. Hér fyrir neðan getur þú nú lesið þér til um hvernig málið þróaðist, frá upphafi til enda. 10.8.2007 16:56
Íslensku atvinnumennirnir blogga á Vísi Nú geta lesendur Vísis fengið enn betri innsýn í lífið í enska boltanum. Nokkrir af bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar ætla nefnilega að planta sér fyrir framan lyklaborðið og leyfa lesendum að fylgjast með því hvernig lífið í atvinnumennskunni gengur fyrir sig. 10.8.2007 15:58
Sevilla hefur hafnað tveimur tilboðum í Alves Forráðamenn Sevilla segjast hafa hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn eftirsótta Daniel Alves. Ástæðuna segja þeir vera að þeir séu að bíða eftir ásættanlegu tilboði. Talið er að Chelsea standi á bakvið tilboðin sem hljómuðu upp á 21,7 milljónir punda og 23,7 milljónir punda, en Chelsea hefur verið sterklega orðað við leikmanninn. 10.8.2007 15:54
Aston Villa fær Carson út tímabilið Aston Villa hefur tryggt sér enska landsliðsmarkvörðinn Scott Carson frá Liverpool á lánssamningi út tímabilið. Þar með hafði Aston Villa betur en Manchester City sem hafði mikinn áhuga á að fá markvörðinn í sínar raðir. 10.8.2007 15:28
Greame Storm með tveggja högga forystu á PGA mótinu Graeme Storm, er efstur eftir fyrsta dag á PGA meistaramótinu eftir að hafa spilað á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og engan skolla á hinn erfiða Southern Hills völlinn en aðeins 12 kylfingar náðu að spila undir pari á fyrsta hring. 10.8.2007 15:05
Joey Barton: Ég er bara mannlegur Joey Barton, miðjumaður Newcastle, viðurkennir að hann hafi gert mörg mistök á ferlinum en hann vill að fólk viti að hann er góður strákur. „Ég er enginn pörupiltur,“ sagði Barton. „Fólk sem þekkir mig, fólk sem ég virði, veit hvernig persóna ég er.“ Eins og fram hefur komið gæti Barton átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að berja fyrrverandi liðsfélaga sinn á æfingu. 10.8.2007 14:28