Fleiri fréttir Stjarnan og Breiðablik unnu Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik bar sigurorð af ÍR, 4-1. og Stjarnan vann Fjölni, 1-0, í Grafarvoginum. Breiðablik komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig en Stjarnan er í fimmta sæti með 15 stig. Fjölnisstúlkur eru í sjötta sæti með tólf stig en ÍR í áttunda og næstneðsta sæti með fjögur stig. 17.8.2007 22:15 Video: Ótrúleg tilþrif Falcao Þeir verða ekki mikið öflugari í innanhúsbolta en Falcoa. Brasilíumaðurinn á nokkur brögð í erminni sem fáir geta leikið eftir. Hann leikur með landsliði Brasilíumanna í innanhúsfótbolta og á þessu myndbandi sést hann leika listir sínar. 17.8.2007 17:56 Fjögurra stiga forysta mikilvæg Framherjinn frábæri Didier Drogba hjá Chelsea segir að það geti reynst liðinu mikilvægt að vera komið með fjögurra stiga forystu á Manchester United eftir aðeins tvær umferðir. Chelsea hefur unnið báða leiki sína til þessa en Manchester United aðeins náð jafntefli gegn Reading og Portsmouth. 17.8.2007 17:46 Moyes brjálaður eftir að Van Der Meyde skrópaði á æfingu Hollenski miðjumaðurinn hjá Everton, Andy Van Der Meyde, hefur verið sektaður um nokkra vikna laun fyrir að hafa skrópað á æfingu síðasta sunnudag. David Moyes, þjálfari liðsins, er sagður brjálaður vegna málsins og ætlar að taka ákvörðun um framtíð leikmannsins í næstu viku. 17.8.2007 16:58 McLaren valdi Beckham í landsliðið Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, valdi rétt í þessu hópinn sem mætir Þjóðverjum í vináttuleik á miðvikudag. Það er helst að frétta af valinu að David Beckham var valinn í hópinn ásamt nýliðanum Steven Taylor hjá Newcastle. Þá voru reynsluboltarnir hjá Portsmouth, Sol Campbell og David James, valdir á ný í hópinn. Hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 17.8.2007 14:43 Schmeichel stoltur af syninum Hinn goðsagnarkenndi markvörður Peter Schmeichel, sem lék með Manchester United á árum áður, er stoltur af syni sínum Kasper, sem haldið hefur hreinu fyrir Manchester City í fyrstu tveim leikjum tímabilsins. "'Eg er mjög stoltur því Kasper hefur staðið sig vel," segir Schmeichel eldri í viðtali við Daily Mail í dag. 17.8.2007 11:43 Undrabarn skrifar undir hjá LIverpool Liverpool hefur fengið til liðs við sig ungverska undrabarnið Peter Gulacsi. Gulacsi þessi er 17 ára markvörður og þykir einn sá allra efnilegasti í Evrópu. Hann kemur frá MTK Búdapest en það lið skrifaði undir samstarfssamning við Liverpool fyrr á árinu. Samningurinn kveður á um að Liverpool fái forkaupsrétt á efnilegum leikmönnum MTK sem á móti getur fengið leikmenn að láni frá Liverpool. 17.8.2007 10:48 Glaumgosi kaupir QPR Ítalski glaumgosinn Flavio Briatore mun ganga frá kaupum á hinu fornfræga knattapyrnuliði Queens Park Rangers á mánudaginn. Briatore mun greiða 22 milljónir punda fyrir klúbbinn og bjarga QPR frá yfirvofandi gjaldþroti. 17.8.2007 10:05 Keypti 57 þúsund króna rauðvínsflösku fyrir Sir Alex Sven Goran Erikson ætlar að bjóða Sir Alex Ferguson í rauðvín eftir leik erkióvinanna í United og City á sunudaginn. Erikson er þegar búinn að kaupa flösku fyrir tilefnið en það er 57 þúsund króna Cabernet Sauvignon flaska. 17.8.2007 09:12 Dregið í aðra umferð deildarbikarsins í Englandi Dregið var í aðra umferð deildarbikarsins í kvöld. Tólf úrvalsdeildarlið koma inn í keppnina núna, en engin úrvalsdeildarlið drógust þó saman. Áhugavert verður að fylgjast með leik Portsmouth og Leeds en eins og margir vita þá féll Leeds niður í þriðju efstu deild Englands síðastliðið vor. Íslendingaliðið West Ham heimsækir Bristol Rovers. Leikirnir verða spilaðir 27. ágúst. 16.8.2007 21:51 KR komið úr botnsætinu Fimm leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Fjögur efstu liðin fyrir umferðina töpuðu stigum í kvöld en KR-ingar komu sér af botninum með sigri á Víkingum á meðan Fram náði jafntefli í Kaplakrikanum, en þar með er Fram á botni deildarinnar. Keflvíkingar eru dottnir niður í sjötta sætið en staða FH og Vals í toppbaráttunni er óbreytt. 16.8.2007 19:41 Ármann Smári skoraði fyrir Brann í sigri á Suduva Ármann Smári Björnsson skoraði fyrra mark Brann í 2-1 sigri á Suduvas í fyrrli leik liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Ármann skoraði markið á 24. mínútu leiksins. Robbie Winters bætti öðru marki við fyrir Brann áður en Jose Negreiros jafnaði leikinn fyrir Suduvas. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason spiluðu allan leikinn fyrir Brann ásamt Ármanni Smára. 16.8.2007 18:55 Curbishley ósáttur með ummæli Konchesky Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, íhugar málsókn gegn fyrrverandi leikmanni West Ham, Paul Konchesky. Konchesky, sem yfirgaf West Ham í sumar, gagnrýndi Curbishley harkalega í viðtali sem birtist um helgina. Konchesky gagnrýndi meðal annars stjórnunarhæfileika stjórans og sagði að West Ham kæmist ekkert áfram með Curbishley í brúnni. 16.8.2007 18:17 Mido skrifar undir hjá Middlesbrough Egypski framherjinn Mido hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Middlesbrough. Middlesbrough borgar Tottenham sex milljónir punda fyrir þennan 24 ára gamla leikmann. Mido gæti þreytt frumraun sína með félaginu gegn Fulham um helgina. 16.8.2007 17:10 Birgir Leifur lauk leik á fimm yfir pari Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á fyrsta keppnisdegi á Scandinavian Masters á fimm höggum yfir pari. Birgir lék fyrri níu holurnar á 36 höggum en þær síðari á 39 höggum. Hann fékk þrjá skolla, einn tvöfaldan skolla og 14 pör í dag. 16.8.2007 17:03 Valsmenn ætla á ölstofuna Stuðningsmenn Vals ætla að fjölmenna á Ölstofuna fyrir leik sinna manna gegn Breiðablik í kvöld. Að sögn Breka Logasonar, félaga í stuðningsmannaklúbb Vals, er ætlunin að hrista hópinn saman, æfa nokkra söngva og gíra sig almennt upp fyrir leik kvöldsins. "Fyrstu 50 sem mæta fá frítt á völlinn," bætir Breki við sem er bjartýnn á góðan Valssigur í kvöld. 16.8.2007 16:34 Logi segir alla leiki vera úrslitaleiki núna Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að allir leikir KR-inga sem eftir eru í Landsbankadeildinni séu úrslitaleikir. KR vermir botnsæti deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf leiki. KR heimsækir Víkinga í Víkina í kvöld. 16.8.2007 16:34 Óli Kristjáns ætlar að kveða Valsgrýluna í kútinn Valsmenn hafa ekki tapað fyrir Breiðablik á heimavelli í 26 ár. Þjálfari Breiðabliks, Ólafur Kristjánsson, lætur það ekki hræða sig og ætlar sínum mönnum sigur þegar liðin mætast á Laugardagsvelli í kvöld. 16.8.2007 16:03 Hólmfríður, Helgi, Helena og Guðjón best Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR og Helgi Sigurðsson úr Val hafa verið valin bestu leikmennirnir úr 7.-12. umferðum Landsbankadeildarinnar. Helena Ólafsdóttir úr KR og Guðjón Þórðarson úr ÍA voru valin bestu þjálfararnir. Þá voru stuðningsmenn Vals valdir bestu stuðningsmenn í Landsbankadeild kvenna en stuðningsmenn KR í Landsbankadeild karla. 16.8.2007 14:42 Birgir á þremur yfir pari eftir níu holur Eftir að hafa fengið tvo skolla á fyrstu fjórum holunum á Scandinavian Masters í Svíþjóð bætti Birgir Leifur Hafþórsson við sig snúningi og fékk fjögur pör í röð. Birgir er því kominn á þrjú högg yfir par þar sem hann fékk skolla á 9. holu sem er par 3 hola. 16.8.2007 14:35 Steven Gerrard er tábrotinn Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að fyrirliði liðsins, Steven Gerrard, hafi tábrotnað í leiknum gegn Toulouse í gær. Gerrard þurfti að yfirgefa völlinn á 64. mínútu vegna meiðslanna og í læknisskoðun kom í ljós að táin væri brotin. Gerrard mun samt spila gegn Chelsea á sunnudaginn en mun svo hvíla í 2-3 vikur. 16.8.2007 14:27 “Ég ætlaði ekki að fiska Ronaldo útaf Leikmaðurinn sem Cristiano Ronaldo skallaði í gærkvöld, og fékk rautt spjald fyrir, hefur tjáð sig um atvikið. Richard Hughes segir það ekki hafa verið ætlun sína að fiska Ronaldo út af eins og Alex Ferguson gaf í skyn eftir leikinn í gær. 16.8.2007 13:59 Dyer kominn til West Ham West Ham hefur gengið frá kaupum á enska landsliðsmanninum Kieran Dyer frá Newcastle fyrir tæpar 7 milljónir punda. Talið var að kaupin yrðu að engu eftir að Newcastle snarhækkaði verðmat sitt á leikmanninum fyrir skömmu en liðin hafa nú náð samkomulagi um sanngjarnt verð fyrir Dyer. 16.8.2007 13:30 Bellamy og Ljungberg vilja Eið Smára Samkvæmt heimildum Vísis úr innsta hring knattspyrnuklúbbsins West Ham eru tveir af bestu leikmönnum liðsins, Craig Bellamy og Freddie Ljungberg, æstir í að fá Íslendinginn Eið Smára Guðjohnsen til liðsins. Þeir telja Eið kjörinn til að koma bitlausum sóknarleik liðsins í lag 16.8.2007 13:13 Myndaveisla úr 2. umferð enska boltans Vísir heldur áfram að safna saman bestu ljósmyndunum úr enska boltanum. Nú getur þú séð nokkrar af skemmtilegustu myndunum úr 2. umferð. Smelltu á myndaalbúmið hér fyrir neðan til að skoða myndirnar. 16.8.2007 13:11 Ætla í mál við Eggert og Björgólf Talsmaður Sheffield United tilkynnti áðan að liðið hyggist höfða skaðabótamál gegn West Ham og krefjist að Eggert, Björgólfur og félagar bæti þeim fjárhagstjónið sem Sheffield varð fyrir við það að falla niður um deild. 16.8.2007 10:06 Enski: Öll mörk gærkvöldsins á Vísi Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni i gærkvöld. Eins og við var að búast var skoraður fjöldinn allur af glæsilegum mörkum af öllum gerðum. Eins og venjulega getur þú séð öll mörkin hér á Vísi. 16.8.2007 09:49 Video: Fyrsta mark Beckham fyrir Galaxy David Beckham skoraði í gærkvöld fyrsta mark sitt fyrir Los Angeles Galaxy síðan hann kom til liðsins í sumar. Markið kom á 27.mínútu í leik liðsins við DC United í undanúrslitum bandarísku bikarkeppninnar. 16.8.2007 09:34 Abramovich sagði nei Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur neitað að samþykkja kaup félagsins á brasilíska bakverðinum Daniel Alves frá Sevilla fyrir 24,5 milljónir punda. Hann hefur sent Peter Kenyon, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu þau skilaboð að drífa sig aftur til Spánar og kaupa Alves fyrir lægra verð. 16.8.2007 08:43 Drogba er leikmaður 2. umferðar í úrvalsdeildinni Framherjinn frábæri Didier Drogba hjá Chelsea er leikmaður 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar að mati Vísis. Drogba kom inn í lið Chelsea eftir meiðsli gegn Reading í kvöld og átti stóran þátt í sigri síns liðs, 2-1. Drogba lagði upp fyrra mark Chelsea og skoraði það síðara með glæsilegu skoti. 15.8.2007 23:45 Þróttur R. á topp 1. deildar Þróttur R. komst í kvöld á topp fyrstu deildarinnar með góðum sigri á heimavelli gegn Víking Ó. Leikurinn var markalaus lengi vel áður en Hjörtur Hjartarson kom Þrótturum yfir á 83. mínútu og það var svo Adolf Sveinsson sem tryggði sigurinn á lokamínútum leiksins. Þróttarar eru því efstir í deildinni með 37 stig eftir 16 leiki en Grindavík er í öðru sæti með 35 stig eftir 15 leiki. 15.8.2007 21:55 Arsenal sigraði örugglega í Tékklandi Arsenal sigraði Sparta Prag örugglega í Tékklandi í kvöld með tveimur mörkum gegn engu í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Markalaust var í hálfleik en Cesc Fabregas og Alexander Hleb skoruðu í seinni hálfleik og tryggðu Arsenal dýrmætan útisigur. 15.8.2007 21:11 Heiðar skoraði gegn sínum gömlu félögum Heiðar Helguson nýtti tækifærið vel að vera í byrjunarliði Bolton í kvöld því að það tók hann aðeins 12 mínútur að koma sínu liði yfir. Mark Heiðars dugði þó ekki til sigurs því að Fulham svaraði með tveimur mörkum fyrir leikhlé og þar við sat. Heiðari var svo skipt út af á 72. mínútu fyrir Daniel Braaten. 15.8.2007 20:57 Úrslit leikja úr ensku úrvalsdeildinni Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester United náði aðeins jafntefli gegn Portsmouth á meðan erkifjendurnir í Chelsea sigruðu Reading eftir að hafa lent undir. Heiðar Helguson skoraði fyrir Bolton í tapleik gegn Fulham. Sunderland náði jafntefli gegn Birmingham með marki á síðustu andartökum leiksins. 15.8.2007 18:35 Portsmouth náði jafntefli gegn Manchester Unied Portsmouth náði jafntefli á heimavelli gegn Manchester United í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United var einu marki yfir í hálfleik eftir að Paul Scholes skoraði fallegt mark á 15. mínútu. Benjamin Mwaruwari jafnaði leikinn fyrir Portsmouth á 53. mínútu. Cristiano Ronaldo og Sulley Muntari fengu rautt spjald í leiknum. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth. 15.8.2007 18:26 Carragher segir Liverpool eiga erfitt verkefni framundan Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, segir að liðið eigi erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir spila seinni leikinn gegn Toulouse á Anfield. Liverpool vann í dag, 0-1. Útimarkið setur Liverpool í sterka stöðu fyrir seinni leikinn en Carragher segir verkið aðeins hálfnað. 15.8.2007 17:34 NBA dómari gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm Tim Donaghy, fyrrverandi dómari í NBA deildinni hefur játað sig sekan um að hjálpa tveimur félögum sínum að veðja á leiki sem hann dæmdi sjálfur. Donaghy veitti þeim trúnaðarupplýsingar eins og um líkamlegt ástand sérstakra leikmanna og hvaða dómarar myndu dæma hvaða leiki. Donaghy getur átt allt að 25 ára fangelsi yfir höfði sér, en búist er við vægari dómi vegna samstarfs hans við saksóknara í málinu. Donaghy hefur verið leystur úr haldi gegn tæplega 17 milljóna króna tryggingargjaldi. 15.8.2007 16:45 Video: Fáránlegt mark í SuperLiga Dwayne De Rosario, leikmaður Houston Dynamo, skoraði eitt fáránlegasta mark sem sést hefur í undanúrslitaleik SuperLiga, bandarísku bikarkeppninnar, á milli Pachucha og Houston Dynamo. Á einhvern furðulegan hátt tókst honum að sparka boltanum í andlitið á sér og þaðan í markið. Mark De Rosario var fyrsta mark leiksins sem endaði 2-2 og fór í vítaspyrnukeppni. Sjón er sögu ríkari. Sjáðu markið hér 15.8.2007 16:33 Levante hafnar Luque vegna of hárra launakrafna Spænska liðið Levante hefur slitið á allar samningsviðræður við framherjann Albert Luque hjá Newcastle vegna of hárra launakrafna leikmannsins. Luque dreymir um að komast frá Englandi áður en leikmannaglugginn lokar til að enda martröð sína hjá Newcastle, en framherjinn hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann var keyptur til Newcastle. 15.8.2007 16:25 CSKA Sofia fær metsekt í Búlgaríu CSKA Sofia frá Búlgaríu hefur verið dæmt til að borga metsekt vegna óláta stuðningsmanna liðsins síðastliðinn laugardag í leik gegn Litex. Félagið þarf að borga 1,7 milljón krónur í sekt ásamt því að þurfa að spila næstu tvo heimaleiki fyrir luktum dyrum. 15.8.2007 15:59 Bandaríkjadvölin hefur ekki áhrif á landsliðsferil Beckham Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, segir að sú staðreynd að David Beckham skuli spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á stöðu hans í landsliðinu. McClaren flaug til Bandaríkjanna í síðustu viku til að til að ræða við Beckham um ástand hans og til að sjá leik í bandarísku deildinni með eigin augum. 15.8.2007 15:15 Alvaro Quiros högglengstur - Birgir Leifur 50 Ýmis tölfræði er haldin yfir leikmenn á atvinnmannamótaröðunum og eitt að því er högglengd. Á Evrópumótaröðinnni er Alvaro Quiros með lengstu teighöggin að meðaltali eða 310,8 yarda. Fjórir kylfingar eru með yfir 300 yarda að meðaltali en það eru fyrir utan Quiros eru Daniel Vancsik með 301 yards, Emanuele Canonica með 300,5 yarda og Henrik Stenson með 300,4 yarda. Birgir Leifur Hafþórsson er númer 50 á þessum lista yfir högglengstu menn með 287,8 yarda að meðaltali. 15.8.2007 14:44 Liverpool sigraði Toulouse Nú rétt í þessu lauk fyrri leik Toulouse og Liverpool í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 0-1 sigri Liverpool. Eina mark leiksins skorði Andriy Voronin með góðu skoti á 42. mínútu leiksins. 15.8.2007 14:34 Yobo vill fá Yakubu Varnarmaðurinn sterki, Joseph Yobo, vill fá Yakubu til liðs við Everton frá Middlesbrough. Everton hefur verið á eftir leikmanninum í nokkra stund núna og gert tilraunir til að fá sóknarmanninn sterka. Yobo segir Yakubu vera heimsklassaleikmann, en þeir eru saman í nígeríska landsliðinu. 15.8.2007 14:23 Lampard með eigin sjónvarpsstöð Miðjumaðurinn sterki hjá Chelsea, Frank Lampard, hefur skrifað undir samning við breska símafélagið Orange um stofnun Frank TV. Frank TV er sjónvarpsstöð, algjörlega helguð Lampard, sem viðskiptavinir Orange hafa einir aðgang að en þar verður sjónvarpað áður óséðu efni sem Lampard hefur verið að taka upp undanfarin tvö tímabil. 15.8.2007 13:29 Sjá næstu 50 fréttir
Stjarnan og Breiðablik unnu Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik bar sigurorð af ÍR, 4-1. og Stjarnan vann Fjölni, 1-0, í Grafarvoginum. Breiðablik komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig en Stjarnan er í fimmta sæti með 15 stig. Fjölnisstúlkur eru í sjötta sæti með tólf stig en ÍR í áttunda og næstneðsta sæti með fjögur stig. 17.8.2007 22:15
Video: Ótrúleg tilþrif Falcao Þeir verða ekki mikið öflugari í innanhúsbolta en Falcoa. Brasilíumaðurinn á nokkur brögð í erminni sem fáir geta leikið eftir. Hann leikur með landsliði Brasilíumanna í innanhúsfótbolta og á þessu myndbandi sést hann leika listir sínar. 17.8.2007 17:56
Fjögurra stiga forysta mikilvæg Framherjinn frábæri Didier Drogba hjá Chelsea segir að það geti reynst liðinu mikilvægt að vera komið með fjögurra stiga forystu á Manchester United eftir aðeins tvær umferðir. Chelsea hefur unnið báða leiki sína til þessa en Manchester United aðeins náð jafntefli gegn Reading og Portsmouth. 17.8.2007 17:46
Moyes brjálaður eftir að Van Der Meyde skrópaði á æfingu Hollenski miðjumaðurinn hjá Everton, Andy Van Der Meyde, hefur verið sektaður um nokkra vikna laun fyrir að hafa skrópað á æfingu síðasta sunnudag. David Moyes, þjálfari liðsins, er sagður brjálaður vegna málsins og ætlar að taka ákvörðun um framtíð leikmannsins í næstu viku. 17.8.2007 16:58
McLaren valdi Beckham í landsliðið Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, valdi rétt í þessu hópinn sem mætir Þjóðverjum í vináttuleik á miðvikudag. Það er helst að frétta af valinu að David Beckham var valinn í hópinn ásamt nýliðanum Steven Taylor hjá Newcastle. Þá voru reynsluboltarnir hjá Portsmouth, Sol Campbell og David James, valdir á ný í hópinn. Hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 17.8.2007 14:43
Schmeichel stoltur af syninum Hinn goðsagnarkenndi markvörður Peter Schmeichel, sem lék með Manchester United á árum áður, er stoltur af syni sínum Kasper, sem haldið hefur hreinu fyrir Manchester City í fyrstu tveim leikjum tímabilsins. "'Eg er mjög stoltur því Kasper hefur staðið sig vel," segir Schmeichel eldri í viðtali við Daily Mail í dag. 17.8.2007 11:43
Undrabarn skrifar undir hjá LIverpool Liverpool hefur fengið til liðs við sig ungverska undrabarnið Peter Gulacsi. Gulacsi þessi er 17 ára markvörður og þykir einn sá allra efnilegasti í Evrópu. Hann kemur frá MTK Búdapest en það lið skrifaði undir samstarfssamning við Liverpool fyrr á árinu. Samningurinn kveður á um að Liverpool fái forkaupsrétt á efnilegum leikmönnum MTK sem á móti getur fengið leikmenn að láni frá Liverpool. 17.8.2007 10:48
Glaumgosi kaupir QPR Ítalski glaumgosinn Flavio Briatore mun ganga frá kaupum á hinu fornfræga knattapyrnuliði Queens Park Rangers á mánudaginn. Briatore mun greiða 22 milljónir punda fyrir klúbbinn og bjarga QPR frá yfirvofandi gjaldþroti. 17.8.2007 10:05
Keypti 57 þúsund króna rauðvínsflösku fyrir Sir Alex Sven Goran Erikson ætlar að bjóða Sir Alex Ferguson í rauðvín eftir leik erkióvinanna í United og City á sunudaginn. Erikson er þegar búinn að kaupa flösku fyrir tilefnið en það er 57 þúsund króna Cabernet Sauvignon flaska. 17.8.2007 09:12
Dregið í aðra umferð deildarbikarsins í Englandi Dregið var í aðra umferð deildarbikarsins í kvöld. Tólf úrvalsdeildarlið koma inn í keppnina núna, en engin úrvalsdeildarlið drógust þó saman. Áhugavert verður að fylgjast með leik Portsmouth og Leeds en eins og margir vita þá féll Leeds niður í þriðju efstu deild Englands síðastliðið vor. Íslendingaliðið West Ham heimsækir Bristol Rovers. Leikirnir verða spilaðir 27. ágúst. 16.8.2007 21:51
KR komið úr botnsætinu Fimm leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Fjögur efstu liðin fyrir umferðina töpuðu stigum í kvöld en KR-ingar komu sér af botninum með sigri á Víkingum á meðan Fram náði jafntefli í Kaplakrikanum, en þar með er Fram á botni deildarinnar. Keflvíkingar eru dottnir niður í sjötta sætið en staða FH og Vals í toppbaráttunni er óbreytt. 16.8.2007 19:41
Ármann Smári skoraði fyrir Brann í sigri á Suduva Ármann Smári Björnsson skoraði fyrra mark Brann í 2-1 sigri á Suduvas í fyrrli leik liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Ármann skoraði markið á 24. mínútu leiksins. Robbie Winters bætti öðru marki við fyrir Brann áður en Jose Negreiros jafnaði leikinn fyrir Suduvas. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason spiluðu allan leikinn fyrir Brann ásamt Ármanni Smára. 16.8.2007 18:55
Curbishley ósáttur með ummæli Konchesky Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, íhugar málsókn gegn fyrrverandi leikmanni West Ham, Paul Konchesky. Konchesky, sem yfirgaf West Ham í sumar, gagnrýndi Curbishley harkalega í viðtali sem birtist um helgina. Konchesky gagnrýndi meðal annars stjórnunarhæfileika stjórans og sagði að West Ham kæmist ekkert áfram með Curbishley í brúnni. 16.8.2007 18:17
Mido skrifar undir hjá Middlesbrough Egypski framherjinn Mido hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Middlesbrough. Middlesbrough borgar Tottenham sex milljónir punda fyrir þennan 24 ára gamla leikmann. Mido gæti þreytt frumraun sína með félaginu gegn Fulham um helgina. 16.8.2007 17:10
Birgir Leifur lauk leik á fimm yfir pari Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á fyrsta keppnisdegi á Scandinavian Masters á fimm höggum yfir pari. Birgir lék fyrri níu holurnar á 36 höggum en þær síðari á 39 höggum. Hann fékk þrjá skolla, einn tvöfaldan skolla og 14 pör í dag. 16.8.2007 17:03
Valsmenn ætla á ölstofuna Stuðningsmenn Vals ætla að fjölmenna á Ölstofuna fyrir leik sinna manna gegn Breiðablik í kvöld. Að sögn Breka Logasonar, félaga í stuðningsmannaklúbb Vals, er ætlunin að hrista hópinn saman, æfa nokkra söngva og gíra sig almennt upp fyrir leik kvöldsins. "Fyrstu 50 sem mæta fá frítt á völlinn," bætir Breki við sem er bjartýnn á góðan Valssigur í kvöld. 16.8.2007 16:34
Logi segir alla leiki vera úrslitaleiki núna Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að allir leikir KR-inga sem eftir eru í Landsbankadeildinni séu úrslitaleikir. KR vermir botnsæti deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf leiki. KR heimsækir Víkinga í Víkina í kvöld. 16.8.2007 16:34
Óli Kristjáns ætlar að kveða Valsgrýluna í kútinn Valsmenn hafa ekki tapað fyrir Breiðablik á heimavelli í 26 ár. Þjálfari Breiðabliks, Ólafur Kristjánsson, lætur það ekki hræða sig og ætlar sínum mönnum sigur þegar liðin mætast á Laugardagsvelli í kvöld. 16.8.2007 16:03
Hólmfríður, Helgi, Helena og Guðjón best Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR og Helgi Sigurðsson úr Val hafa verið valin bestu leikmennirnir úr 7.-12. umferðum Landsbankadeildarinnar. Helena Ólafsdóttir úr KR og Guðjón Þórðarson úr ÍA voru valin bestu þjálfararnir. Þá voru stuðningsmenn Vals valdir bestu stuðningsmenn í Landsbankadeild kvenna en stuðningsmenn KR í Landsbankadeild karla. 16.8.2007 14:42
Birgir á þremur yfir pari eftir níu holur Eftir að hafa fengið tvo skolla á fyrstu fjórum holunum á Scandinavian Masters í Svíþjóð bætti Birgir Leifur Hafþórsson við sig snúningi og fékk fjögur pör í röð. Birgir er því kominn á þrjú högg yfir par þar sem hann fékk skolla á 9. holu sem er par 3 hola. 16.8.2007 14:35
Steven Gerrard er tábrotinn Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að fyrirliði liðsins, Steven Gerrard, hafi tábrotnað í leiknum gegn Toulouse í gær. Gerrard þurfti að yfirgefa völlinn á 64. mínútu vegna meiðslanna og í læknisskoðun kom í ljós að táin væri brotin. Gerrard mun samt spila gegn Chelsea á sunnudaginn en mun svo hvíla í 2-3 vikur. 16.8.2007 14:27
“Ég ætlaði ekki að fiska Ronaldo útaf Leikmaðurinn sem Cristiano Ronaldo skallaði í gærkvöld, og fékk rautt spjald fyrir, hefur tjáð sig um atvikið. Richard Hughes segir það ekki hafa verið ætlun sína að fiska Ronaldo út af eins og Alex Ferguson gaf í skyn eftir leikinn í gær. 16.8.2007 13:59
Dyer kominn til West Ham West Ham hefur gengið frá kaupum á enska landsliðsmanninum Kieran Dyer frá Newcastle fyrir tæpar 7 milljónir punda. Talið var að kaupin yrðu að engu eftir að Newcastle snarhækkaði verðmat sitt á leikmanninum fyrir skömmu en liðin hafa nú náð samkomulagi um sanngjarnt verð fyrir Dyer. 16.8.2007 13:30
Bellamy og Ljungberg vilja Eið Smára Samkvæmt heimildum Vísis úr innsta hring knattspyrnuklúbbsins West Ham eru tveir af bestu leikmönnum liðsins, Craig Bellamy og Freddie Ljungberg, æstir í að fá Íslendinginn Eið Smára Guðjohnsen til liðsins. Þeir telja Eið kjörinn til að koma bitlausum sóknarleik liðsins í lag 16.8.2007 13:13
Myndaveisla úr 2. umferð enska boltans Vísir heldur áfram að safna saman bestu ljósmyndunum úr enska boltanum. Nú getur þú séð nokkrar af skemmtilegustu myndunum úr 2. umferð. Smelltu á myndaalbúmið hér fyrir neðan til að skoða myndirnar. 16.8.2007 13:11
Ætla í mál við Eggert og Björgólf Talsmaður Sheffield United tilkynnti áðan að liðið hyggist höfða skaðabótamál gegn West Ham og krefjist að Eggert, Björgólfur og félagar bæti þeim fjárhagstjónið sem Sheffield varð fyrir við það að falla niður um deild. 16.8.2007 10:06
Enski: Öll mörk gærkvöldsins á Vísi Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni i gærkvöld. Eins og við var að búast var skoraður fjöldinn allur af glæsilegum mörkum af öllum gerðum. Eins og venjulega getur þú séð öll mörkin hér á Vísi. 16.8.2007 09:49
Video: Fyrsta mark Beckham fyrir Galaxy David Beckham skoraði í gærkvöld fyrsta mark sitt fyrir Los Angeles Galaxy síðan hann kom til liðsins í sumar. Markið kom á 27.mínútu í leik liðsins við DC United í undanúrslitum bandarísku bikarkeppninnar. 16.8.2007 09:34
Abramovich sagði nei Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur neitað að samþykkja kaup félagsins á brasilíska bakverðinum Daniel Alves frá Sevilla fyrir 24,5 milljónir punda. Hann hefur sent Peter Kenyon, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu þau skilaboð að drífa sig aftur til Spánar og kaupa Alves fyrir lægra verð. 16.8.2007 08:43
Drogba er leikmaður 2. umferðar í úrvalsdeildinni Framherjinn frábæri Didier Drogba hjá Chelsea er leikmaður 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar að mati Vísis. Drogba kom inn í lið Chelsea eftir meiðsli gegn Reading í kvöld og átti stóran þátt í sigri síns liðs, 2-1. Drogba lagði upp fyrra mark Chelsea og skoraði það síðara með glæsilegu skoti. 15.8.2007 23:45
Þróttur R. á topp 1. deildar Þróttur R. komst í kvöld á topp fyrstu deildarinnar með góðum sigri á heimavelli gegn Víking Ó. Leikurinn var markalaus lengi vel áður en Hjörtur Hjartarson kom Þrótturum yfir á 83. mínútu og það var svo Adolf Sveinsson sem tryggði sigurinn á lokamínútum leiksins. Þróttarar eru því efstir í deildinni með 37 stig eftir 16 leiki en Grindavík er í öðru sæti með 35 stig eftir 15 leiki. 15.8.2007 21:55
Arsenal sigraði örugglega í Tékklandi Arsenal sigraði Sparta Prag örugglega í Tékklandi í kvöld með tveimur mörkum gegn engu í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Markalaust var í hálfleik en Cesc Fabregas og Alexander Hleb skoruðu í seinni hálfleik og tryggðu Arsenal dýrmætan útisigur. 15.8.2007 21:11
Heiðar skoraði gegn sínum gömlu félögum Heiðar Helguson nýtti tækifærið vel að vera í byrjunarliði Bolton í kvöld því að það tók hann aðeins 12 mínútur að koma sínu liði yfir. Mark Heiðars dugði þó ekki til sigurs því að Fulham svaraði með tveimur mörkum fyrir leikhlé og þar við sat. Heiðari var svo skipt út af á 72. mínútu fyrir Daniel Braaten. 15.8.2007 20:57
Úrslit leikja úr ensku úrvalsdeildinni Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester United náði aðeins jafntefli gegn Portsmouth á meðan erkifjendurnir í Chelsea sigruðu Reading eftir að hafa lent undir. Heiðar Helguson skoraði fyrir Bolton í tapleik gegn Fulham. Sunderland náði jafntefli gegn Birmingham með marki á síðustu andartökum leiksins. 15.8.2007 18:35
Portsmouth náði jafntefli gegn Manchester Unied Portsmouth náði jafntefli á heimavelli gegn Manchester United í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United var einu marki yfir í hálfleik eftir að Paul Scholes skoraði fallegt mark á 15. mínútu. Benjamin Mwaruwari jafnaði leikinn fyrir Portsmouth á 53. mínútu. Cristiano Ronaldo og Sulley Muntari fengu rautt spjald í leiknum. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth. 15.8.2007 18:26
Carragher segir Liverpool eiga erfitt verkefni framundan Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, segir að liðið eigi erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir spila seinni leikinn gegn Toulouse á Anfield. Liverpool vann í dag, 0-1. Útimarkið setur Liverpool í sterka stöðu fyrir seinni leikinn en Carragher segir verkið aðeins hálfnað. 15.8.2007 17:34
NBA dómari gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm Tim Donaghy, fyrrverandi dómari í NBA deildinni hefur játað sig sekan um að hjálpa tveimur félögum sínum að veðja á leiki sem hann dæmdi sjálfur. Donaghy veitti þeim trúnaðarupplýsingar eins og um líkamlegt ástand sérstakra leikmanna og hvaða dómarar myndu dæma hvaða leiki. Donaghy getur átt allt að 25 ára fangelsi yfir höfði sér, en búist er við vægari dómi vegna samstarfs hans við saksóknara í málinu. Donaghy hefur verið leystur úr haldi gegn tæplega 17 milljóna króna tryggingargjaldi. 15.8.2007 16:45
Video: Fáránlegt mark í SuperLiga Dwayne De Rosario, leikmaður Houston Dynamo, skoraði eitt fáránlegasta mark sem sést hefur í undanúrslitaleik SuperLiga, bandarísku bikarkeppninnar, á milli Pachucha og Houston Dynamo. Á einhvern furðulegan hátt tókst honum að sparka boltanum í andlitið á sér og þaðan í markið. Mark De Rosario var fyrsta mark leiksins sem endaði 2-2 og fór í vítaspyrnukeppni. Sjón er sögu ríkari. Sjáðu markið hér 15.8.2007 16:33
Levante hafnar Luque vegna of hárra launakrafna Spænska liðið Levante hefur slitið á allar samningsviðræður við framherjann Albert Luque hjá Newcastle vegna of hárra launakrafna leikmannsins. Luque dreymir um að komast frá Englandi áður en leikmannaglugginn lokar til að enda martröð sína hjá Newcastle, en framherjinn hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann var keyptur til Newcastle. 15.8.2007 16:25
CSKA Sofia fær metsekt í Búlgaríu CSKA Sofia frá Búlgaríu hefur verið dæmt til að borga metsekt vegna óláta stuðningsmanna liðsins síðastliðinn laugardag í leik gegn Litex. Félagið þarf að borga 1,7 milljón krónur í sekt ásamt því að þurfa að spila næstu tvo heimaleiki fyrir luktum dyrum. 15.8.2007 15:59
Bandaríkjadvölin hefur ekki áhrif á landsliðsferil Beckham Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, segir að sú staðreynd að David Beckham skuli spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á stöðu hans í landsliðinu. McClaren flaug til Bandaríkjanna í síðustu viku til að til að ræða við Beckham um ástand hans og til að sjá leik í bandarísku deildinni með eigin augum. 15.8.2007 15:15
Alvaro Quiros högglengstur - Birgir Leifur 50 Ýmis tölfræði er haldin yfir leikmenn á atvinnmannamótaröðunum og eitt að því er högglengd. Á Evrópumótaröðinnni er Alvaro Quiros með lengstu teighöggin að meðaltali eða 310,8 yarda. Fjórir kylfingar eru með yfir 300 yarda að meðaltali en það eru fyrir utan Quiros eru Daniel Vancsik með 301 yards, Emanuele Canonica með 300,5 yarda og Henrik Stenson með 300,4 yarda. Birgir Leifur Hafþórsson er númer 50 á þessum lista yfir högglengstu menn með 287,8 yarda að meðaltali. 15.8.2007 14:44
Liverpool sigraði Toulouse Nú rétt í þessu lauk fyrri leik Toulouse og Liverpool í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 0-1 sigri Liverpool. Eina mark leiksins skorði Andriy Voronin með góðu skoti á 42. mínútu leiksins. 15.8.2007 14:34
Yobo vill fá Yakubu Varnarmaðurinn sterki, Joseph Yobo, vill fá Yakubu til liðs við Everton frá Middlesbrough. Everton hefur verið á eftir leikmanninum í nokkra stund núna og gert tilraunir til að fá sóknarmanninn sterka. Yobo segir Yakubu vera heimsklassaleikmann, en þeir eru saman í nígeríska landsliðinu. 15.8.2007 14:23
Lampard með eigin sjónvarpsstöð Miðjumaðurinn sterki hjá Chelsea, Frank Lampard, hefur skrifað undir samning við breska símafélagið Orange um stofnun Frank TV. Frank TV er sjónvarpsstöð, algjörlega helguð Lampard, sem viðskiptavinir Orange hafa einir aðgang að en þar verður sjónvarpað áður óséðu efni sem Lampard hefur verið að taka upp undanfarin tvö tímabil. 15.8.2007 13:29