Fleiri fréttir Ranieri neitar viðræðum við Manchester City Ítalski þjálfarinn Claudio Ranieri hjá Parma hefur neitað því að hafa verið í viðræðum við Manchester City um að verða eftirmaður Stuart Pearce í stjórastólnum hjá félaginu. Ranieri hefur unnið gott starf hjá Parma í vetur, en hann tók við liðinu á botninum og er nú í góðri leið með að bjarga því frá falli. Hann hafði þar áður verið í tveggja ára fríi frá knattspyrnunni en stýrði Chelsea áður en Jose Mourinho tók þar við. 17.5.2007 16:16 Drogba fékk gullskóinn Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea hefur verið afhentur gullskórinn í ensku úrvalsdeildinni en það eru verðlaunin sem veitt eru makahæsta leikmanni deildarinnar ár hvert. Drogba skoraði 20 mörk í deildinni, Benni McCarthy hjá Blackburn varð annar með 18 og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United setti 17 mörk. Drogba er fyrsti Chelsea maðurinn til að fá verðlaunin síðan Jimmy Floyd Hasselbaink fékk þau árið 2001, en Thierry Henry hafði fengið þau þrjú síðustu ár. 17.5.2007 16:10 Gonzalez íhugar að fara frá Liverpool Mark Gonzalez hjá Liverpool segist vera að íhuga að fara frá félaginu í sumar og til greina komi að fara annað sem lánsmaður eða á beinni sölu. "Ég er með þriggja ára samning en maður veit aldrei hvað getur gerst í fótboltanum. Í augnablikinu er ég bara að einbeita mér að úrslitaleiknum í Meistaradeildinni," sagði hinn 22 ára gamli Chilemaður. 17.5.2007 16:02 Jewell hefði haldið áfram ef Wigan hefði fallið Knattspyrnustjórinn Paul Jewell sem sagði starfi sínu lausu hjá Wigan í vikunni, sagði í dag að hann hefði haldið áfram að stýra liðinu ef það hefði fallið úr úrvalsdeildinni. "Ég hefði aldre stokkið frá sökkvandi skipi. Ég elska félagið," sagði Jewell í samtali við staðarblöðin. 17.5.2007 16:00 Barton snýst til varnar Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City hefur neitað öllum ásöknum um að hafa ráðist á félaga sinn Ousmane Dabo á æfingasvæði félagsins á dögunum og hefur nú sent lögreglu í Manchester greinargerð þar sem fram kemur að það hafi verið Dabo sem átti upptökin af slagsmálum þeirra. Leikmenn liðsins verða væntanlega kallaðir til og munu bera vitni í málinu. 17.5.2007 15:57 Hitzfelt ætlar að hætta á næsta ári Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, hefur gefið það út að hann ætli að hætta að eftir næsta keppnistímabil. Hitzfeld tók við liðinu eftir að Felix Magath var rekinn í febrúar en hann vill að yngri maður taki við starfi sínu eftir það. 17.5.2007 15:52 Naumur sigur hjá San Antonio San Antonio er komið í vænlega 3-2 stöðu í einvíginu við Phoenix í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir nauman 88-85 sigur á útivelli í nótt. Phoenix liðið var án tveggja lykilmanna sem voru í leikbanni, en hafði undirtökin fram á lokamínúturnar. Cleveland klúðraði á sama tíma möguleika sínum á að komast í úrslit Austurdeildar með því að steinliggja 83-72 á heimavelli fyrir New Jersey. 17.5.2007 14:22 Lorenzo og íslenski hesturinn Á hestasýningu sem haldin var um síðustu helgi í Pétursborg í Rússlandi var sýndur í fyrsta skipti þar í landi íslenskur hestur og vakti hann gríðalega athygli. Hestasnillingurinn Lorenzo sem var stjarna sýningarinnar heillaðist svo af íslenska hestinum að hann óskaði eftir því sjálfur við íslensku sendinefndina að fá að fara á bak honum. 17.5.2007 13:26 Sterkasta kynbótasýning til þessa í þýskalandi Ein sterkasta og stærsta kynbótasýning til þessa í þýskalandi var haldin á búgarðinum Lipperthof Wurz um síðustu helgi. Um 150 hross voru þar sýnd í dóm. Naskur von Oed stóð efstur í flokki 6 vetra stóðhesta með aðaleinkunina 8.58. Djáknar frá Hvammi stóð efstur í flokki 7 vetra stóðhesta með 8.46. Urður frá Gunnarsholti fékk einnig mjög góðan dóm en hún fékk 8.48. 17.5.2007 09:58 Úrslit fyrstu skeiðleika 2007 Þá er keppni lokið á fyrstu Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis. Verslunin Baldvin og Þorvaldur gaf gjafabréf fyrir reiðhjálmi í fyrsta sætið í 250m skeiði. Veðrið lék við gesti Skeiðleikanna en meðfylgjandi eru úrslit öll úrslit mótsins. 17.5.2007 09:56 Sevilla Evrópumeistari félagsliða annað árið í röð Sevilla vann í kvöld sigur í Evrópukeppni félagsliða annað árið í röð þegar liðið lagði landa sína í Espanyol 3-1 í vítakeppni eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og 2-2 eftir framlengingu. Í myndbandinu með fréttinni má sjá dramatíkina í vítakeppninni. 16.5.2007 21:27 Cleveland getur klárað dæmið í kvöld Cleveland Cavaliers getur tryggt sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA með sigri á New Jersey Nets í fimmta leik liðanna sem sýndur verður beint á NBA TV á miðnætti í nótt. Síðar í nótt eigast við Phoenix og San Antonio þar sem staðan er jöfn 2-2 og þrír leikmenn taka út leikbann. 16.5.2007 22:26 Sigur í fyrsta leik hjá Roma Lottomatica Roma á Ítalíu spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í 8-liða úrslitum úrvalsdeildiarinnar og þar báru Jón Arnór Stefánsson og félagar í Roma sigurorð af fyrrum félögum hans í Napoli 73-57. Jón Arnór spilaði 13 mínútur í leiknum og skoraði 3 stig. Næsti leikur í einvíginu fer fram í Napoli um helgina og liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í næstu umferð. 16.5.2007 22:23 Töp hjá íslensku liðunum í kvöld Norðurlandamót unglinga í körfubolta hófst með látum í Stokkhólmi í Svíþjóð í kvöld. Íslenska kvennalandsliðið U-16 ára steinlá fyrir Finnum í kvöld 78-49 og síðar um kvöldið tapaði U-18 ára karlaliðið fyrir Dönum 87-52. Íslensku liðin leika sex leiki á mótinu á morgun. 16.5.2007 22:13 Guðjón og Alexander í stuði Heil umferð fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Staðan á toppnum breyttist lítið þar sem toppliðin Kiel og Hamburg unnu bæði leiki sína, en íslensku leikmennirnir voru að vanda áberandi í leikjum kvöldsins. 16.5.2007 20:54 Derby og West Brom leika um sæti í úrvalsdeildinni Það verða Derby og West Bromwich Albion sem leika til úrslita um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni, en West Brom lagði Wolves 1-0 í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Kevin Phillips, sem skoraði tvö mörk í æsilegum fyrri leik liðanna, skoraði eina mark leiksins í kvöld. Úrslitaleikurinn um laust sæti verður á Wembley síðar í þessum mánuði. 16.5.2007 20:51 Kaupþingsmótaröðin að hefjast Golfssamband Íslands hefur skrifað undir samning við Kaupþing banka vegna íslensku mótaraðarinnar í golfi og mun Íslandsmótið ganga undir nafninu, Kaupþingsmótaröðin. Fyrsta mót sumarsins fer fram á Garðavelli við Akranes og hefst á laugardaginn en 123 keppendur eru skráðir til leiks. 16.5.2007 19:13 Ronaldinho verður ekki með í Ameríkukeppninni Vonir Brasilíumanna um að verja titil sinn í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, hafa nú dvínað nokkuð eftir að snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona tilkynnti að hann væri of þreyttur til að taka þátt í keppninni. Ronaldinho hefur staðið í ströngu með Barcelona og landsliðinu á öllum vígstöðvum undanfarna mánuði, en landi hans Kaka hjá AC Milan bað fyrir stuttu um að fá draga sig út úr hópnum af sömu ástæðum. 16.5.2007 18:45 Eiður Smári: Ekki tímabært að ræða framtíðina Eiður Smári Guðjohnsen segist vera bjartsýnn á að Barcelona geti varið titil sinn í spænsku deildinni og segir liðið eiga allt að vinna á lokasprettinum. Hann vill lítið tjá sig um framtíð sína hjá félaginu. 16.5.2007 17:14 Kahn: Leikmenn skorti hungur Oliver Kahn, fyrirliði Bayern Munchen, segir að leikmenn liðsins hafi skort hungur í vetur og segir það ástæðu þess að liðið á ekki möguleika á að enda ofar en í fjórða sæti deildarinnar. 16.5.2007 17:04 Þjálfari Sevilla lofar góðum leik í kvöld Juande Ramos, þjálfari spænska liðsins Sevilla, hefur lofað frábærum leik í kvöld þegar hans menn mæta löndum sínum í Espanyol í úrslitaleik UEFA bikarsins á Hampden Park í Glasgow. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 18. 16.5.2007 16:17 Moyes ætlar að versla í sumar David Moyes, stjóri Everton, segir félagið ætla að vera duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar. "Við gerum okkar besta í að finna leikmenn og ég held að Everton gæti verið aðlaðandi möguleiki fyrir menn sem komast ekki í byrjunarlið fjögurra efstu liðanna í deildinni," sagði Moyes sem hefur augastað á þeim Joey Barton og David Nugent, sem báðir voru stuðningsmenn Everton í æsku. 16.5.2007 15:59 Miðvikudagsslúðrið á Englandi Íslendingalið West Ham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. Daily Express greinir frá því að Ítalíumeistarar Inter Milan séu að undirbúa 25 milljón punda kauptilboð í framherjann Carlos Tevez. 16.5.2007 14:49 Warnock sagði af sér í dag Neil Warnock sagði í dag starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Sheffield United. Þetta var niðurstaða fundar sem hann átti með stjórn félagsins, en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni um síðustu helgi. Hann er 58 ára gamall og hafði verið við stjórnvölinn hjá United í meira en sjö ár. 16.5.2007 14:42 Saha verður ekki með United á laugardaginn Forráðamenn Manchester United staðfestu í dag að franski sóknarmaðurinn Louis Saha muni ekki geta leikið með liðinu í úrslitaleik enska bikarsins gegn Chelsea á laugardaginn vegna hnémeiðsla. 16.5.2007 14:40 Jose Mourinho handtekinn Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var handtekinn af lögreglu vegna deilu um hundinn hans. Hann slapp með áminningu en deildi hart við lögreglumenn sem vildu meina að hann hefði ekki leyfi fyrir hundinum sínum. Mourinho hélt því fram að hann væri keyptur af virtum ræktanda á Englandi en málið er nú úr sögunni. 16.5.2007 14:36 Stóri-Sam tekur til í herbúðum Newcastle Sam Allardyce var ekki lengi að byrja að taka til í herbúðum Newcastle eftir að hann tók við stjórastöðunni hjá félaginu og í dag lét hann fimm leikmenn taka pokann sinn. Varnarmaðurinn Titus Bramble og Craig Moore fá þannig ekki endurnýjaða samninga og sömu sögu er að segja af Pavel Srinicek, Oliver Bernard og Oguchi Onyewu. 16.5.2007 14:33 Reading kaupir Cisse Enska úrvalsdeildarfélagið Reading hefur gengið frá kaupum á hinum 22 ára gamla miðjumanni Kalifa Cisse frá Boavista í Portúgal. Cisse er franskur og kostaði eina milljón punda. 16.5.2007 14:31 Coppell stjóri ársins Steve Coppell hjá Reading var í dag kjörinn knattspyrnustjóri ársins af kollegum sínum annað árið í röð eftir að hann stýrði nýliðum Reading í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar. Hann fékk þessi verðlaun einnig í fyrra þegar hann stýrði Reading upp í úrvalsdeild. Roy Keane fékk verðlaunin í Championship deildinni. 16.5.2007 14:28 Barton handtekinn Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City var handtekinn í dag vegna árásar hans á félaga hans Ousmane Dabo á æfingasvæði liðsins þann 1. maí. Barton var sleppt gegn tryggingu eftir yfirheyrslu, en hann verður í gæsluvarðhaldi til 11. júlí. 16.5.2007 14:25 Utah í úrslit Vesturdeildar Utah Jazz tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir 100-87 sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Salt Lake City. Chicago heldur enn lífi í einvíginu við Detroit eftir nokkuð óvæntan stórsigur á útivelli í nótt 108-92. 16.5.2007 14:03 Ungverji þjálfar handknattleikslið Fram Handknattleiksdeild Fram hefur samið við ungverska þjálfarann Ferenc Buday um að þjálfa meistaraflokk karla næstu tvö árin. Hann tekur við af Guðmundi Þórði Guðmundssyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem ákvað að hætta með liðið í vor. 16.5.2007 11:40 Íslenska landsliðið upp um eitt sæti á lista FiFA Íslenska landsliðsið í knattspyrnu er í 96. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Liðið fer upp um eitt sæti frá því í síðasta mánuði. 16.5.2007 10:16 Warnock hættur Neil Warnock, framkvæmdastjóri Sheffield United, er hættur hjá félaginu. Frá þessu var sagt í morgun. Félagið féll sem kunnugt er úr úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar það tapaði fyrir Wigan, 1 - 2. Félagið mun halda fréttamannafund klukkan tíu vegna málsins. Warnock hafði verið við stjórn hjá félaginu frá árinu 1999. 16.5.2007 09:56 Matthías Guðmundsson er leikmaður 1. umferðar Eins og venja er orðin frá fyrri Íslandsmótum mun Fréttablaðið standa fyrir vali á liði og leikmanni hverrar umferðar að henni lokinni. Í þetta sinn varð Matthías Guðmundsson, sóknarmaður FH, fyrir valinu. Hann skoraði eitt marka FH í 3-2 sigri liðsins á ÍA á útivelli í opnunarleik mótsins. 16.5.2007 07:00 NBA: Þrír leikmenn í bann Handalögmál leikmanna Phoenix og San Antonio í leik liðanna í úrslitakeppni NBA í fyrrakvöld höfðu alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir liðin. Robert Horry, leikmaður San Antonio var í kvöld dæmdur í tveggja leikja bann og þeir Amare Stoudemire og Boris Diaw hjá Phoenix í eins leiks bann. 15.5.2007 23:41 Björgólfur bjargaði toppsætinu fyrir FH-inga Í lok hverrar umferðar í efstu deild Íslandsmóts karla mun Fréttablaðið gera upp liðna umferð með þeim hætti sem sést nú. Lesendur geta glöggvað sig á ýmissi tölfræði, velt fyrir sér vali á liði og leikmanni umferðarinnar auk þess sem við veljum þau bestu ummæli sem látin voru falla í tengslum við leikina fimm. 15.5.2007 23:28 Allardyce: Vill ekki missa framherja sína Sam Allardyce, nýráðinn stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segir ekki koma til greina að selja framherjann Michael Owen frá félaginu eins og bresku blöðin hafa slúðrað um síðustu vikur. 15.5.2007 22:15 Ronaldo hafði áhyggjur af hárinu Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Cristiano Ronaldo hafi látið bíða eftir sér á bikarafhendingunni hjá Manchester United um helgina því hann hafi þurft að laga hárgreiðsluna sérstaklega áður en hann gekk inn á völlinn til að taka við bikarnum. 15.5.2007 21:45 Framtíð Warnock óráðin Á morgun verður haldinn blaðamannafundur í herbúðum Sheffield United og þar mun væntanlega koma í ljós hvernig verður með framtíð knattspyrnustjórans Neil Warnock. Liðið féll úr úrvalsdeildinni á lokadeginum um helgina eftir að hafa verið í ágætri stöðu á lokasprettinum. 15.5.2007 20:30 Jewell lofar að fara ekki til Manchester City Paul Jewell, fyrrum stjóri Wigan, segist hafa lofað stjórnarformanni Wigan að hann muni ekki taka við liði Manchester City. Veðbankar á Englandi eru harðir á því að Jewell verði eftirmaður Stuart Pearce hjá City, en hann segist ætla að hlaða rafhlöðurnar á næstu mánuðum í stað þess að fara beint í þjálfun á ný. 15.5.2007 19:25 Davis og Richardson mega spila í kvöld Þeir Baron Davis og Jason RIchardsson mega báðir leika með liði Golden State Warriors gegn Utah Jazz í úrslitakeppni NBA í kvöld þrátt fyrir að hafa gerst sekir um agabrot í síðasta leik. Fimmti leikur liðanna verður í beinni á NBA TV klukkan hálf þrjú í nótt. 15.5.2007 19:14 Nowitzki tók við verðlaunum sínum í dag Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas var í dag formlega sæmdur verðlaunum fyrir að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar í NBA, en fréttir þess efnis höfðu löngu lekið í fjölmiðla. Nowitzki er fyrsti Evrópubúinn sem hlýtur þennan heiður, en verður leikmanninum líklega lítil huggun eftir að lið hans var niðurlægt í úrslitakeppninni á dögunum. 15.5.2007 18:31 Mourinho íhugar að setja markvörð í framlínuna Jose Mourinho segir að til greina komi að markvörðurinn Hilario verði notaður sem varaframherji í úrslitaleiknum í enska bikarnum um helgina. Chelsea er í miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna og því íhugar knattspyrnustjórinn að grípa til þessara örþrifaráða. 15.5.2007 18:08 Neville missir af úrslitaleiknum Manchester United verður án fyrirliða síns Gary Neville í úrslitaleiknum í enska bikarnum á laugardaginn vegna ökklameiðsla hans. Þetta staðfesti félagið í dag. Þegar hefur verið staðfest að Chelsea verður án Ricardo Carvalho, Andriy Shevchenko og Michael Ballack. Leikurinn um helgina verður sýndur beint á Sýn. 15.5.2007 16:38 Sjá næstu 50 fréttir
Ranieri neitar viðræðum við Manchester City Ítalski þjálfarinn Claudio Ranieri hjá Parma hefur neitað því að hafa verið í viðræðum við Manchester City um að verða eftirmaður Stuart Pearce í stjórastólnum hjá félaginu. Ranieri hefur unnið gott starf hjá Parma í vetur, en hann tók við liðinu á botninum og er nú í góðri leið með að bjarga því frá falli. Hann hafði þar áður verið í tveggja ára fríi frá knattspyrnunni en stýrði Chelsea áður en Jose Mourinho tók þar við. 17.5.2007 16:16
Drogba fékk gullskóinn Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea hefur verið afhentur gullskórinn í ensku úrvalsdeildinni en það eru verðlaunin sem veitt eru makahæsta leikmanni deildarinnar ár hvert. Drogba skoraði 20 mörk í deildinni, Benni McCarthy hjá Blackburn varð annar með 18 og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United setti 17 mörk. Drogba er fyrsti Chelsea maðurinn til að fá verðlaunin síðan Jimmy Floyd Hasselbaink fékk þau árið 2001, en Thierry Henry hafði fengið þau þrjú síðustu ár. 17.5.2007 16:10
Gonzalez íhugar að fara frá Liverpool Mark Gonzalez hjá Liverpool segist vera að íhuga að fara frá félaginu í sumar og til greina komi að fara annað sem lánsmaður eða á beinni sölu. "Ég er með þriggja ára samning en maður veit aldrei hvað getur gerst í fótboltanum. Í augnablikinu er ég bara að einbeita mér að úrslitaleiknum í Meistaradeildinni," sagði hinn 22 ára gamli Chilemaður. 17.5.2007 16:02
Jewell hefði haldið áfram ef Wigan hefði fallið Knattspyrnustjórinn Paul Jewell sem sagði starfi sínu lausu hjá Wigan í vikunni, sagði í dag að hann hefði haldið áfram að stýra liðinu ef það hefði fallið úr úrvalsdeildinni. "Ég hefði aldre stokkið frá sökkvandi skipi. Ég elska félagið," sagði Jewell í samtali við staðarblöðin. 17.5.2007 16:00
Barton snýst til varnar Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City hefur neitað öllum ásöknum um að hafa ráðist á félaga sinn Ousmane Dabo á æfingasvæði félagsins á dögunum og hefur nú sent lögreglu í Manchester greinargerð þar sem fram kemur að það hafi verið Dabo sem átti upptökin af slagsmálum þeirra. Leikmenn liðsins verða væntanlega kallaðir til og munu bera vitni í málinu. 17.5.2007 15:57
Hitzfelt ætlar að hætta á næsta ári Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, hefur gefið það út að hann ætli að hætta að eftir næsta keppnistímabil. Hitzfeld tók við liðinu eftir að Felix Magath var rekinn í febrúar en hann vill að yngri maður taki við starfi sínu eftir það. 17.5.2007 15:52
Naumur sigur hjá San Antonio San Antonio er komið í vænlega 3-2 stöðu í einvíginu við Phoenix í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir nauman 88-85 sigur á útivelli í nótt. Phoenix liðið var án tveggja lykilmanna sem voru í leikbanni, en hafði undirtökin fram á lokamínúturnar. Cleveland klúðraði á sama tíma möguleika sínum á að komast í úrslit Austurdeildar með því að steinliggja 83-72 á heimavelli fyrir New Jersey. 17.5.2007 14:22
Lorenzo og íslenski hesturinn Á hestasýningu sem haldin var um síðustu helgi í Pétursborg í Rússlandi var sýndur í fyrsta skipti þar í landi íslenskur hestur og vakti hann gríðalega athygli. Hestasnillingurinn Lorenzo sem var stjarna sýningarinnar heillaðist svo af íslenska hestinum að hann óskaði eftir því sjálfur við íslensku sendinefndina að fá að fara á bak honum. 17.5.2007 13:26
Sterkasta kynbótasýning til þessa í þýskalandi Ein sterkasta og stærsta kynbótasýning til þessa í þýskalandi var haldin á búgarðinum Lipperthof Wurz um síðustu helgi. Um 150 hross voru þar sýnd í dóm. Naskur von Oed stóð efstur í flokki 6 vetra stóðhesta með aðaleinkunina 8.58. Djáknar frá Hvammi stóð efstur í flokki 7 vetra stóðhesta með 8.46. Urður frá Gunnarsholti fékk einnig mjög góðan dóm en hún fékk 8.48. 17.5.2007 09:58
Úrslit fyrstu skeiðleika 2007 Þá er keppni lokið á fyrstu Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis. Verslunin Baldvin og Þorvaldur gaf gjafabréf fyrir reiðhjálmi í fyrsta sætið í 250m skeiði. Veðrið lék við gesti Skeiðleikanna en meðfylgjandi eru úrslit öll úrslit mótsins. 17.5.2007 09:56
Sevilla Evrópumeistari félagsliða annað árið í röð Sevilla vann í kvöld sigur í Evrópukeppni félagsliða annað árið í röð þegar liðið lagði landa sína í Espanyol 3-1 í vítakeppni eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og 2-2 eftir framlengingu. Í myndbandinu með fréttinni má sjá dramatíkina í vítakeppninni. 16.5.2007 21:27
Cleveland getur klárað dæmið í kvöld Cleveland Cavaliers getur tryggt sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA með sigri á New Jersey Nets í fimmta leik liðanna sem sýndur verður beint á NBA TV á miðnætti í nótt. Síðar í nótt eigast við Phoenix og San Antonio þar sem staðan er jöfn 2-2 og þrír leikmenn taka út leikbann. 16.5.2007 22:26
Sigur í fyrsta leik hjá Roma Lottomatica Roma á Ítalíu spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í 8-liða úrslitum úrvalsdeildiarinnar og þar báru Jón Arnór Stefánsson og félagar í Roma sigurorð af fyrrum félögum hans í Napoli 73-57. Jón Arnór spilaði 13 mínútur í leiknum og skoraði 3 stig. Næsti leikur í einvíginu fer fram í Napoli um helgina og liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í næstu umferð. 16.5.2007 22:23
Töp hjá íslensku liðunum í kvöld Norðurlandamót unglinga í körfubolta hófst með látum í Stokkhólmi í Svíþjóð í kvöld. Íslenska kvennalandsliðið U-16 ára steinlá fyrir Finnum í kvöld 78-49 og síðar um kvöldið tapaði U-18 ára karlaliðið fyrir Dönum 87-52. Íslensku liðin leika sex leiki á mótinu á morgun. 16.5.2007 22:13
Guðjón og Alexander í stuði Heil umferð fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Staðan á toppnum breyttist lítið þar sem toppliðin Kiel og Hamburg unnu bæði leiki sína, en íslensku leikmennirnir voru að vanda áberandi í leikjum kvöldsins. 16.5.2007 20:54
Derby og West Brom leika um sæti í úrvalsdeildinni Það verða Derby og West Bromwich Albion sem leika til úrslita um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni, en West Brom lagði Wolves 1-0 í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Kevin Phillips, sem skoraði tvö mörk í æsilegum fyrri leik liðanna, skoraði eina mark leiksins í kvöld. Úrslitaleikurinn um laust sæti verður á Wembley síðar í þessum mánuði. 16.5.2007 20:51
Kaupþingsmótaröðin að hefjast Golfssamband Íslands hefur skrifað undir samning við Kaupþing banka vegna íslensku mótaraðarinnar í golfi og mun Íslandsmótið ganga undir nafninu, Kaupþingsmótaröðin. Fyrsta mót sumarsins fer fram á Garðavelli við Akranes og hefst á laugardaginn en 123 keppendur eru skráðir til leiks. 16.5.2007 19:13
Ronaldinho verður ekki með í Ameríkukeppninni Vonir Brasilíumanna um að verja titil sinn í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, hafa nú dvínað nokkuð eftir að snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona tilkynnti að hann væri of þreyttur til að taka þátt í keppninni. Ronaldinho hefur staðið í ströngu með Barcelona og landsliðinu á öllum vígstöðvum undanfarna mánuði, en landi hans Kaka hjá AC Milan bað fyrir stuttu um að fá draga sig út úr hópnum af sömu ástæðum. 16.5.2007 18:45
Eiður Smári: Ekki tímabært að ræða framtíðina Eiður Smári Guðjohnsen segist vera bjartsýnn á að Barcelona geti varið titil sinn í spænsku deildinni og segir liðið eiga allt að vinna á lokasprettinum. Hann vill lítið tjá sig um framtíð sína hjá félaginu. 16.5.2007 17:14
Kahn: Leikmenn skorti hungur Oliver Kahn, fyrirliði Bayern Munchen, segir að leikmenn liðsins hafi skort hungur í vetur og segir það ástæðu þess að liðið á ekki möguleika á að enda ofar en í fjórða sæti deildarinnar. 16.5.2007 17:04
Þjálfari Sevilla lofar góðum leik í kvöld Juande Ramos, þjálfari spænska liðsins Sevilla, hefur lofað frábærum leik í kvöld þegar hans menn mæta löndum sínum í Espanyol í úrslitaleik UEFA bikarsins á Hampden Park í Glasgow. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 18. 16.5.2007 16:17
Moyes ætlar að versla í sumar David Moyes, stjóri Everton, segir félagið ætla að vera duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar. "Við gerum okkar besta í að finna leikmenn og ég held að Everton gæti verið aðlaðandi möguleiki fyrir menn sem komast ekki í byrjunarlið fjögurra efstu liðanna í deildinni," sagði Moyes sem hefur augastað á þeim Joey Barton og David Nugent, sem báðir voru stuðningsmenn Everton í æsku. 16.5.2007 15:59
Miðvikudagsslúðrið á Englandi Íslendingalið West Ham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. Daily Express greinir frá því að Ítalíumeistarar Inter Milan séu að undirbúa 25 milljón punda kauptilboð í framherjann Carlos Tevez. 16.5.2007 14:49
Warnock sagði af sér í dag Neil Warnock sagði í dag starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Sheffield United. Þetta var niðurstaða fundar sem hann átti með stjórn félagsins, en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni um síðustu helgi. Hann er 58 ára gamall og hafði verið við stjórnvölinn hjá United í meira en sjö ár. 16.5.2007 14:42
Saha verður ekki með United á laugardaginn Forráðamenn Manchester United staðfestu í dag að franski sóknarmaðurinn Louis Saha muni ekki geta leikið með liðinu í úrslitaleik enska bikarsins gegn Chelsea á laugardaginn vegna hnémeiðsla. 16.5.2007 14:40
Jose Mourinho handtekinn Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var handtekinn af lögreglu vegna deilu um hundinn hans. Hann slapp með áminningu en deildi hart við lögreglumenn sem vildu meina að hann hefði ekki leyfi fyrir hundinum sínum. Mourinho hélt því fram að hann væri keyptur af virtum ræktanda á Englandi en málið er nú úr sögunni. 16.5.2007 14:36
Stóri-Sam tekur til í herbúðum Newcastle Sam Allardyce var ekki lengi að byrja að taka til í herbúðum Newcastle eftir að hann tók við stjórastöðunni hjá félaginu og í dag lét hann fimm leikmenn taka pokann sinn. Varnarmaðurinn Titus Bramble og Craig Moore fá þannig ekki endurnýjaða samninga og sömu sögu er að segja af Pavel Srinicek, Oliver Bernard og Oguchi Onyewu. 16.5.2007 14:33
Reading kaupir Cisse Enska úrvalsdeildarfélagið Reading hefur gengið frá kaupum á hinum 22 ára gamla miðjumanni Kalifa Cisse frá Boavista í Portúgal. Cisse er franskur og kostaði eina milljón punda. 16.5.2007 14:31
Coppell stjóri ársins Steve Coppell hjá Reading var í dag kjörinn knattspyrnustjóri ársins af kollegum sínum annað árið í röð eftir að hann stýrði nýliðum Reading í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar. Hann fékk þessi verðlaun einnig í fyrra þegar hann stýrði Reading upp í úrvalsdeild. Roy Keane fékk verðlaunin í Championship deildinni. 16.5.2007 14:28
Barton handtekinn Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City var handtekinn í dag vegna árásar hans á félaga hans Ousmane Dabo á æfingasvæði liðsins þann 1. maí. Barton var sleppt gegn tryggingu eftir yfirheyrslu, en hann verður í gæsluvarðhaldi til 11. júlí. 16.5.2007 14:25
Utah í úrslit Vesturdeildar Utah Jazz tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir 100-87 sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Salt Lake City. Chicago heldur enn lífi í einvíginu við Detroit eftir nokkuð óvæntan stórsigur á útivelli í nótt 108-92. 16.5.2007 14:03
Ungverji þjálfar handknattleikslið Fram Handknattleiksdeild Fram hefur samið við ungverska þjálfarann Ferenc Buday um að þjálfa meistaraflokk karla næstu tvö árin. Hann tekur við af Guðmundi Þórði Guðmundssyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem ákvað að hætta með liðið í vor. 16.5.2007 11:40
Íslenska landsliðið upp um eitt sæti á lista FiFA Íslenska landsliðsið í knattspyrnu er í 96. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Liðið fer upp um eitt sæti frá því í síðasta mánuði. 16.5.2007 10:16
Warnock hættur Neil Warnock, framkvæmdastjóri Sheffield United, er hættur hjá félaginu. Frá þessu var sagt í morgun. Félagið féll sem kunnugt er úr úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar það tapaði fyrir Wigan, 1 - 2. Félagið mun halda fréttamannafund klukkan tíu vegna málsins. Warnock hafði verið við stjórn hjá félaginu frá árinu 1999. 16.5.2007 09:56
Matthías Guðmundsson er leikmaður 1. umferðar Eins og venja er orðin frá fyrri Íslandsmótum mun Fréttablaðið standa fyrir vali á liði og leikmanni hverrar umferðar að henni lokinni. Í þetta sinn varð Matthías Guðmundsson, sóknarmaður FH, fyrir valinu. Hann skoraði eitt marka FH í 3-2 sigri liðsins á ÍA á útivelli í opnunarleik mótsins. 16.5.2007 07:00
NBA: Þrír leikmenn í bann Handalögmál leikmanna Phoenix og San Antonio í leik liðanna í úrslitakeppni NBA í fyrrakvöld höfðu alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir liðin. Robert Horry, leikmaður San Antonio var í kvöld dæmdur í tveggja leikja bann og þeir Amare Stoudemire og Boris Diaw hjá Phoenix í eins leiks bann. 15.5.2007 23:41
Björgólfur bjargaði toppsætinu fyrir FH-inga Í lok hverrar umferðar í efstu deild Íslandsmóts karla mun Fréttablaðið gera upp liðna umferð með þeim hætti sem sést nú. Lesendur geta glöggvað sig á ýmissi tölfræði, velt fyrir sér vali á liði og leikmanni umferðarinnar auk þess sem við veljum þau bestu ummæli sem látin voru falla í tengslum við leikina fimm. 15.5.2007 23:28
Allardyce: Vill ekki missa framherja sína Sam Allardyce, nýráðinn stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segir ekki koma til greina að selja framherjann Michael Owen frá félaginu eins og bresku blöðin hafa slúðrað um síðustu vikur. 15.5.2007 22:15
Ronaldo hafði áhyggjur af hárinu Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Cristiano Ronaldo hafi látið bíða eftir sér á bikarafhendingunni hjá Manchester United um helgina því hann hafi þurft að laga hárgreiðsluna sérstaklega áður en hann gekk inn á völlinn til að taka við bikarnum. 15.5.2007 21:45
Framtíð Warnock óráðin Á morgun verður haldinn blaðamannafundur í herbúðum Sheffield United og þar mun væntanlega koma í ljós hvernig verður með framtíð knattspyrnustjórans Neil Warnock. Liðið féll úr úrvalsdeildinni á lokadeginum um helgina eftir að hafa verið í ágætri stöðu á lokasprettinum. 15.5.2007 20:30
Jewell lofar að fara ekki til Manchester City Paul Jewell, fyrrum stjóri Wigan, segist hafa lofað stjórnarformanni Wigan að hann muni ekki taka við liði Manchester City. Veðbankar á Englandi eru harðir á því að Jewell verði eftirmaður Stuart Pearce hjá City, en hann segist ætla að hlaða rafhlöðurnar á næstu mánuðum í stað þess að fara beint í þjálfun á ný. 15.5.2007 19:25
Davis og Richardson mega spila í kvöld Þeir Baron Davis og Jason RIchardsson mega báðir leika með liði Golden State Warriors gegn Utah Jazz í úrslitakeppni NBA í kvöld þrátt fyrir að hafa gerst sekir um agabrot í síðasta leik. Fimmti leikur liðanna verður í beinni á NBA TV klukkan hálf þrjú í nótt. 15.5.2007 19:14
Nowitzki tók við verðlaunum sínum í dag Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas var í dag formlega sæmdur verðlaunum fyrir að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar í NBA, en fréttir þess efnis höfðu löngu lekið í fjölmiðla. Nowitzki er fyrsti Evrópubúinn sem hlýtur þennan heiður, en verður leikmanninum líklega lítil huggun eftir að lið hans var niðurlægt í úrslitakeppninni á dögunum. 15.5.2007 18:31
Mourinho íhugar að setja markvörð í framlínuna Jose Mourinho segir að til greina komi að markvörðurinn Hilario verði notaður sem varaframherji í úrslitaleiknum í enska bikarnum um helgina. Chelsea er í miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna og því íhugar knattspyrnustjórinn að grípa til þessara örþrifaráða. 15.5.2007 18:08
Neville missir af úrslitaleiknum Manchester United verður án fyrirliða síns Gary Neville í úrslitaleiknum í enska bikarnum á laugardaginn vegna ökklameiðsla hans. Þetta staðfesti félagið í dag. Þegar hefur verið staðfest að Chelsea verður án Ricardo Carvalho, Andriy Shevchenko og Michael Ballack. Leikurinn um helgina verður sýndur beint á Sýn. 15.5.2007 16:38
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn