Fleiri fréttir

Kitson eyðilagði endurkomu Owen

Michael Owen spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með liði Newcastle í eitt ár þegar hans menn töpuðu 1-0 fyrir Reading á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Owen skoraði reyndar mark eftir 7 mínútna leik en það var dæmt af vegna rangstöðu. Það var Dave Kitson sem skoraði sigurmark Íslendingaliðsins eftir 52 mínútna leik og heldur liðið enn í von um sæti í Evrópukeppninni.

Strigakjafturinn Bruce Willis (Myndband)

Hasarmyndahetjan Bruce Willis var í gær mættur til að horfa á fjórða leik New Jersey Nets og Toronto Raptors í úrslitakeppninni í NBA. Willis notaði tækifærið og kynnti nýju Die Hard myndina sem er að koma út fljótlega, en orðbragðið á kappanum þótti heldur ruddalegt fyrir beina útsendingu í sjónvarpi. Spurning hvort kappinn hafi fengið sér einum öl of mikið á hliðarlínunni.

Stefán skoraði fyrir Lyn í tapleik

Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Stefán Gíslason og félagar í Lyn töpuðu 3-1 á útivelli fyrir Lilleström. Stefán skoraði mark gestanna á 29. mínútu og jafnaði þá metin í 1-1. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn í kvöld.

Shevchenko verður ekki með gegn Liverpool

Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko verður ekki með liði sínu Chelsea þegar það sækir Liverpool heim í síðari undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Þegar er ljóst að liðið verður án þeirra Ricardo Carvalho og Michael Ballack, sem báðir eru meiddir.

Duncan og Bowen í varnarúrvali NBA

Varnarlið ársins í deildarkeppni NBA var tilkynnt í dag og þar ber hæst að fastagestirnir í úrvalsliðinu og samherjarnir Tim Duncan frá San Antonio voru á sínum stað. Auk þeirra voru þeir Marcus Camby frá Denver, Kobe Bryant frá LA Lakers og Raja Bell frá Phoenix í varnarliði ársins.

Finnan og Essien verða með annað kvöld

Bakvörðurinn Steve Finnan verður leikfær með Liverpool annað kvöld þegar liðið tekur á móti Chelsea í síðari leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þá kemur miðjumaðurinn Michael Essien aftur inn í lið Chelsea. Leikurinn er á Anfield í Liverpool og verður sýndur beint á Sýn.

Benitez: Hringlið í Mourinho kostaði Chelsea titilinn

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur nú bætt enn í sálfræðistríðið við Jose Mourinho kollega sinn hjá Chelsea fyrir síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Benitez segir að Mourinho hafi eyðilagt möguleika Chelsea á Englandsmeistaratitlinum um síðustu helgi með því að gera of miklar breytingar á byrjunarliði sínu.

Houston - Utah í beinni í kvöld

Fimmti leikur Houston Rockets og Utah Jazz í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á miðnætti í kvöld. Hér er á ferðinni mest spennandi einvígið í úrslitakeppninni til þessa ef marka má stöðuna, því Houston vann fyrstu tvo leikina og Utah síðustu tvo á heimavelli og því er um algjöran lykilleik að ræða í Houston í kvöld.

Kevin Nolan: Allardyce er ekki að taka við öðru liði

Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, segist enn vera í miklu uppnámi vegna ákvörðunar Sam Allardyce að hætta sem knattspyrnustjóri hjá félaginu. Hann segist hlakka til þess að spila fyrir Sammy Lee, en fullvissar alla um að Allardyce hafi ekki verið að hætta hjá félaginu til að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá öðru liði í úrvalsdeildinni. Hann hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City.

Grískir lögreglumenn hóta verkfalli

Lögreglumenn í Aþenu í Grikklandi hafa nú skapað nokkra spennu þar í borg, því þeir hóta að fara í verkfall daginn sem úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu fer fram í borginni þann 23. maí næstkomandi. Lögreglumennirnir ætla að nota þessa hótun í kjarabaráttu sinni þar sem þeir fara fram á bætta vinnuaðstöðu og hærri tekjur.

Thierry Henry skýtur föstum skotum á Tottenham

Litlir kærleikar eru milli grannliðanna Arsenal og Tottenham í norðurhluta Lundúna og nú hefur framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal skvett olíu á eldinn með því að gera grín að leikmönnum Tottenham.

Peruzzi hættur

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Angelo Peruzzi hjá Lazio tilkynnti í dag að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið því hann ætli að leggja hanskana á hilluna. Peruzzi er 37 ára gamall og var í landsliði Ítala á HM í sumar. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Roma árið 1987 en náði besta árangri sínum með Juventus á síðasta áratug þar sem hann vann þrjá Ítalíutitla og báðar Evrópukeppnirnar. Hann spilaði 31 landsleik fyrir Ítala.

Messi hefur ekki áhuga á Inter

Argentínumaðurinn ungi Lionel Messi hjá Barcelona segist ekki hafa áhuga á að ganga í raðir Inter Milan á Ítalíu þó eigandi félagsins hafi lýst yfir aðdáun sinni á honum undanfarið. "Ég veit að Massimo Moratti hefur miklar mætur á mér og ég er sáttur við það, en ég vil ekki fara frá Barcelona. Ég hef engan áhuga á að spila á Ítalíu - ekki núna að minnsta kosti," sagði Messi.

Lee tekinn við Bolton

Sammy Lee hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Bolton í stað Sam Allardyce sem hætti störfum um helgina. Lee er 48 ára gamall og var áður aðstoðarmaður Allardyce. Hann hefur einnig starfað með Liverpool og enska landsliðinu. Lee segist ætla að halda áfram því góða starfi sem Allardyce hafi verið að vinna hjá félaginu.

Ævintýrið heldur áfram hjá Warriors

Úrslitakeppnin í NBA náði nýjum hæðum í nótt þegar öskubuskulið Golden State náði 3-1 forystu gegn Dallas með 103-99 sigri í fjórða leiknum á heimavelli. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og bauð upp á allt það besta sem körfuboltinn hefur upp á að bjóða.

Ívar Ingimars: Mitt hlutverk að halda aftur af Owen

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Reading tekur á móti Newcastle. Þetta verður fyrsti leikur Michael Owen með liði sínu síðan hann meiddist illa á HM í sumar og það kemur í hlut Ívars Ingimarssonar að gæta þess að Owen skori ekki í endurkomunni.

Auðvelt hjá New Jersey

New Jersey Nets er komið með þægilega 3-1 forystu gegn Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA eftir auðveldan sigur í fjórða leik liðanna í New Jersey í nótt 102-81. New Jersey valtaði yfir mótherja sína strax í byrjun og leiddi 56-37 í hálfleik á bak við annan stórleik frá Jason Kidd og Vince Carter.

Verplank sigraði á Byron Nelson mótinu

Bandaríkjamaðurinn Scott Verplank sigraði á Byron Nelson PGA-mótinu, sem lauk í Dallas í Texas í kvöld. Hann lék lokahringinn á 66 höggum og hringina fjóra á samtals 267 höggum, eða 13 höggum undir pari.

Scwartzel sigraði á opna spænska

Suður-afríski kylfingurinn Charl Schwartzel sigraði á Opna spænska mótinu sem lauk í Madríd í dag og var þetta annar sigur hans á Evrópumótaröðinni. Hann lék lokahringinn á 67 höggum og var samtals á 16 höggum undir pari, einu höggi á undan Indverjanum Jyoti Randhawa, sem varð annar. Heimamaðurinn Carlos Rodiles varð þriðji á samtals 14 höggum undir pari.

Nash með 23 stoðsendingar í sigri Phoenix

Phoenix Suns er komið í afar vænlega 3-1 stöðu í einvígi sínu við LA Lakers í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Phoenix vann sannfærandi sigur 113-100 í Los Angeles í kvöld þar sem Steve Nash var nálægt því að slá metið yfir flestar stoðsendingar í leik í úrslitakeppni.

Sven Göran: Ég er vel liðinn á Englandi

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist aldrei hafa fundið fyrir öðru en að hann væri vel liðinn á Englandi í stjórnartíð sinni. Hann viðurkennir að liðið hefði átt að standa sig mun betur á HM í sumar.

Sannfærandi sigur hjá Real Madrid

Real Madrid styrkti stöðu sína í þriðja sæti spænsku deildarinnar í kvöld með öruggum 4-1 sigri á Atletic Bilbao á útivelli. David Beckham lagði upp fyrsta markið fyrir Sergio Ramos, Ruud Van Nistelrooy skoraði sitt hvoru megin við hálfleikinn og Guti bætti við fjórða markinu á lokamínútunni eftir að heimamenn höfðu minnkað muninn. Real á enn möguleika á spænska meistaratitlinum og hefur leikið ágætis knattspyrnu í undanförnum leikjum.

Sér eftir að hafa barið hestinn

Í þættinum Kompás sem sýndur var nú í kvöld á Stöð 2 var sýnt átakanlegt myndband af manni sem lemur hest sinn ítrekað og sparkar undir kvið hans og lemur hann margoft í hausinn. Hestafréttir höfðu upp á manninum sem um ræðir og heitir hann Hilmar Hróason og heldur hann hesta á Vatnsenda í Kópavogi.

Barthez er farinn frá Nantes

Óvíst er hvort markvörðurinn Fabien Barthez spili meira með franska liðinu Nantes, en hann smalaði börnum sínum upp í bíl og ók burt úr borginni í dag að sögn talsmanns félagsins. Barthez lenti í slagsmálum við nokkra óánægða stuðningsmenn liðsins um helgina og er sagður í losti eftir uppákomuna.

Bremen fór illa að ráði sínu

Werder Bremen fullkomnaði ömurlega viku sína í dag með því að tapa 3-2 fyrir Bielefeld á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bremen átti möguleika að komast á toppinn með sigri, en er nú enn í þriðja sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið steinlá 3-0 fyrir Espanyol í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða fyrr í vikunni. Sigur Bielefeld þýddi að Gladbach er fallið úr deildinni í annað sinn á átta árum.

Meistarar Miami niðurlægðir á heimavelli

NBA meistarar Miami Heat eru úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir 92-79 tap á heimavelli gegn frísku liði Chicago Bulls. Miami tapaði því einvíginu 4-0 og var liðið bókstaflega niðurlægt af sterkari andstæðingi. Leikurinn var sýndur beint á Sýn Extra.

Barcelona á toppinn

Barcelona skaust í toppsætið í spænsku deildinni í dag með 1-0 sigri á Levante á heimavelli sínum. Það var framherjinn Samuel Eto´o sem skoraði sigurmark liðsins í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum hjá Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Nú um klukkan 19 hefst svo bein útsending frá leik Bilbao og Real Madrid sem er lokaleikurinn í umferðinni.

Wenger: Við sköpum flest færi allra liða

Arsene Wenger var ekki ánægður með það hvað hans menn í Arsenal fóru illa með færin í dag þegar liðið lagði Fulham 3-1 á heimavelli. Hann segir liðið skulda stuðningsmönnunum að hirða þriðja sætið í deildinni.

Celtic fékk bikarinn afhentan í dag

Skotlandsmeistarar Glasgow Celtic fengu afhentan bikarinn í dag þó liðið tapaði stórt 3-1 á heimavelli fyrir Hearts. Liðið hafði mikla yfirburði í deildinni í vetur og ekki hægt að segja að Celtic hafi fengið mikla samkeppni þrátt fyrir að dala nokkuð á síðustu vikunum.

Þriðji sigur Nadal í röð í Barcelona

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann vann í dag sigur á opna Barcelona mótinu þriðja árið í röð. Nadal sigraði Guillermo Canas í úrslitaleik 6-3 og 6-4, en þetta var 72. sigur hans í röð á leirvelli. Nadal er í 2. sæti heimslistans á eftir Roger Federer.

HK í úrslit

HK tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik deildarbikarsins í handbolta karla með öruggum sigri á Fram í oddaleik 31-26 eftir að hafa verið yfir 20-13 í hálfleik. HK mætir Stjörnunni í úrslitaleik keppninnar.

Kiel sigraði í Meistaradeildinni

Þýska liðið Kiel tryggði sér í dag sigur í Meistaradeild Evrópu í handbolta með naumum sigri á Flensburg í síðari leik liðanna í úrslitum 29-27. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Kiel, en liðið er eitt allra sterkasta lið heimsins í dag. Leikmenn Flensburg geta nagað sig í handabökin eftir að hafa aðeins náð jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli.

Arsenal lagði Fulham

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arsenal lagði Fulham 3-1 á Emirates vellinum. Heimamenn voru ekki sérstaklega sannfærandi í leiknum en komust yfir með marki Julio Baptista strax eftir fjórar mínútur. Simon Davies jafnaði fyrir Fulham á 78. mínútu en þeir Adebayor og Gilberto (víti) innsigluðu sigur Arsenal í lokin. Heiðar Helguson kom inn sem varamaður hjá Fulham á 60. mínútu.

Magdeburg Evrópumeistari félagsliða

Þýska handboltaliðið Magdeburg varð í dag Evrópumeistari félagsliða í þriðja sinn síðan árið 1999 þegar liðið lagði spænska liðið Aragon 31-28 á heimavelli í síðari úrslitaleik liðanna í dag. Fyrri leiknum lauk með jafntefli 30-30 á Spáni.

Luca Toni á leið til Bayern?

Ítalskir fjölmiðlar fullyrða í dag að landsliðsframherjinn Luca Toni hjá Fiorentina sé á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Sagt er að kaupverðið sé um 12 milljónir punda og að hann verði í kjölfarið hæst launaðasti leikmaður Bayern með um 3,75 milljónir punda í árslaun. Toni hefur skorað grimmt í A-deildinni á síðustu árum og er með 16 mörk á þessari leiktíð. Forráðamenn Bayern neita að staðfesta þessar fréttir.

Barthez flaugst á við stuðningsmenn Nantes

Franski markvörðurinn Fabien Barthez hjá Nantes er enn kominn í sviðsljósið og nú fyrir að slást við tvo af stuðningsmönnum liðsins. Nantes er átta stigum frá öruggu sæti í frönsku 1. deildinni þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

PSV meistari með minnsta mögulega mun

PSV EIndhoven tryggði sér í dag meistaratitilinn í hollensku knattspyrnunni þriðja árið í röð. Liðið burstaði Vitesse 5-1 í síðustu umferðinni, en Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar töpuðu leik sínum gegn Excelsior 3-2 og misstu af lestinni. Ajax varð í öðru sæti eftir sigur á Willem II 2-0. PSV og Ajax voru jöfn að stigum en PSV vann deildina með minnsta mögulega markamun.

Arsenal Evrópumeistari

Kvennalið Arsenal varð í dag Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli á heimavelli við sænska liðið Umea. Arsenal vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli. Liðið varð einnig enskur meistari fjórða árið í röð fyrir skömmu, en Arsenal sló Breiðablik út úr 8-liða úrslitum keppninnar í haust.

Birmingham og Sunderland í úrvalsdeild á ný

Topplið Birmingham og Sunderland í ensku Championship deildinni tryggðu sér bæði sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar keppinautar liðsins í Derby County töpuðu fyrir Crystal Palace. Fyrrum samherjarnir Steve Bruce og Roy Keane hjá Manchester United eru knattspyrnustjórar liðanna, en stutt er síðan bæði lið voru í úrvalsdeildinni.

Sam Allardyce hættur hjá Bolton

Sam Allardyce sagði í dag af sér sem knattspyrnustjóri Bolton. Þessi tíðindi koma eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir stuðningsmenn liðsins. "Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið, en það er kominn tími á breytingar hjá Bolton," sagði Allardyce. Hann hefur undanfarið verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City.

Jafnt hjá Utah og Houston

Utah Jazz náði í nótt að jafna metin í einvígi sínu við Houston Rockets í 2-2 í úrslitakepninni í NBA deildinni. San Antonio vann mikilvægan útisigur á Denver og náði forystu 2-1 í einvíginu og Cleveland er komið í þægilega 3-0 forystu gegn Washington.

Stephen Jackson verður ekki stöðvaður

Villingurinn Stephen Jackson lék vel með liði Golden State í fyrrinótt þegar liðið náði mjög óvænt 2-1 forystu gegn Dallas í úrslitakeppni NBA. Jackson hefur verið duglegur við að koma sér í vandræði undanfarin ár og var sektaður um rúmar þrjár milljónir króna fyrir ruddalega framkomu í leik tvö.

Fékk 30 milljónir fyrir hvern spilaðan leik

Framherjinn Grant Hill hjá Orlando Magic sagðist í gær vera að íhuga að leggja skóna á hilluna í sumar. Lið hans féll úr úrslitakeppninni fyrir Detroit í gær og Hill er með lausa samninga í sumar. Ferill kappans hefur einkennst af erfiðri baráttu við meiðsli, en hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af peningamálunum.

Barcelona - Levante í beinni

Leikur Barcelona og Levante í spænska boltanum er nú hafinn og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona. Þá er fjórði leikur Miami og Chicago í úrslitakeppni NBA kominn á fullt og hann er í beinni útsendingu á Sýn Extra í lýsingu Svala Björgvinssonar og Friðriks Inga Rúnarssonar.

Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni í beinni á Sýn

Nú klukkan 15:30 hefst síðari úrslitaleikur þýsku liðanna Kiel og Flensburg í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Leikurinn er sýndur beint á Sýn þar sem Guðjón Guðmundsson og Atli Hilmarsson lýsa með tilþrifum.

Sjá næstu 50 fréttir