Fleiri fréttir

Ferguson: Chelsea mun misstíga sig

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur litlar áhyggjur af minnkandi forskoti sinna manna á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, en eftir tap liðsins gegn Portsmouth í gær munar aðeins þremur stigum á Man. Utd. og Chelsea. Ferguson býst fastlega við því að Chelsea eigi eftir að tapa stigum í þeim leikjum sem eftir eru.

Beckham segir Ronaldo að vera áfram hjá Man. Utd.

David Beckham hefur ráðlagt portúgalska vængmanninum Cristiano Ronaldo að fara ekki frá Manchester United þar sem hann sé með knattspyrnustjóra þar sem kann best allra að höndla leikmenn sem hafa lent í mótlæti, líkt og því sem Ronaldo varð fyrir eftir leik Englands og Portúgals á HM í sumar.

Tiger kominn í hóp efstu manna

Miklar sviptingar urðu á þriðja degi Masters-mótsins í golfi í gær og hefur Ástralinn Stuart Appleby nú náð forystu í mótinu. Appleby hefur eins höggs forystu á Justin Rose og Tiger Woods, en sá síðastnefndi lék sinn besta hring til þessa í gær. Enginn kylfingur er undir pari vallarins.

Dallas færist nær deildarmeistaratitlinum

Dallas þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sigur í deildarkeppni NBA en eftir að hafa sigrað Portland í nótt, 86-74. Dallas hefur nú unnið 63 leiki en tapað 13 það sem af er leiktíð. Vince Carter hjá New Jersey og Eddy Curry hjá New York voru menn næturinnar í NBA-deildinni.

Ísland hafnaði í fjórða sæti í Frakklandi

Íslendingar höfnuðu í fjórða og síðasta sæti á æfingamótinu í Frakklandi eftir að hafa gert jafntefli við Túnisa í lokaleik sínum í dag, 30-30. Túnisar skoruðu jöfnunarmarkið úr hraðaupphlapi þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka eftir. Túnisar höfðu betri markatölu en Íslendingar og hafna því í þriðja sæti.

Tvöfaldur sigur McLaren

Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Malasíu í morgun með miklum yfirburðum en félagi hans hjá McLaren, hinn breski Lewis Hamilton, stal senunni með frábærum akstri. Alonso og Hamilton tóku fram úr Felipe Massa strax í fyrstu beygju, en sá brasilíski var á ráspól, og stungu keppinautana frá Ferrari hreinlega af.

Eiður kom inn á í tapleik Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 25 mínúturnar fyrir Barcelona sem tapaði fyrir Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Zaragoza vann 1-0 en það var argentínski framherjinn Diego Milito sem skoraði eina mark leiksins. Barcelona er áfram með tveggja stiga forystu á Sevilla á toppi deildarinnar en síðarnefnda liðið á leik til góða.

Neill: Eggert seldi mér hugsjón sína

Lucas Neill, hinn ástralski varnarmaður West Ham, segir að ef hugsjón og áætlanir Eggert Magnússonar með West Ham gangi eftir muni ekki líða á löngu þar til stórliðin fjögur í Englandi munu fá einn keppinaut til viðbótar – West Ham.

Man. Utd. tapaði óvænt fyrir Portsmouth

Manchester United mistókst nú síðdegis að auka forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í sex stig á ný en þá tapaði liðið óvænt fyrir Portsmouth á útivelli, 2-1. Aðeins þremur stigum munar nú á Man. Utd. og Chelsea og bendir margt til þess að um hálfgerðan úrslitaleik um titilinn verði að ræða þegar liðin mætast innbyrðis í næsta mánuði.

Benitez hafði litla trú á Finnan í fyrstu

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur viðurkennt að hann hafði stórar efasemdir um að írski bakvörðurinn Steve Finnan væri nægilega góður fyrir Liverpool þegar hann tók við liðinu fyrir tæpum þremur árum. Benitez segir Finnan hafa sýnt gríðarlegar framfarir síðan þá og telur hann nú lykilmann í sínu liði.

Haukastúlkur komnar í góða stöðu gegn Keflavík

Haukastúlkur komust í dag í 2-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en þá unnu þær sannfærandi sigur á útivelli, 115-101. Haukastúlkur eru því komnar með afar vænlega stöðu í rimmunni og geta tryggt sér titilinn með sigri í leik liðanna í Hafnarfirði á þriðjudag.

Wenger: Þetta er ótrúlegt

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, átti bágt með að skilja hvernig lærisveinar hans fóru að því að tapa á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa haft fádæma yfirburði nánast allan leikinn. Wenger segir úrslitin “ótrúleg” en Alan Curbishley, stjóri Charlton, hrósaði varnarleik sinna manna í hástert.

Trezeguet vill vera áfram hjá Juve

Franski framherjinn David Trezeguet hefur lýst yfir ánægju sinni í herbúðum Juventus á Ítalíu og vill helst af öllu vera áfram hjá liðinu á næsta tímabili. Trezeguet hefur þannig skipt um skoðun frá því í haust, en eftir að Juve var dæmt til að spila í B-deildinni á Ítalíu í ár vildi sá franski ólmur fara burt frá félaginu.

Theódór Elmar kom ekkert við sögu

Theódór Elmar Bjarnason, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, sat á varamannabekknum hjá Celtic allan leiktímann og kom ekkert við sögu þegar liðið sigraði Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í dag.

West Ham lagði Arsenal á útivelli

Íslendingaliðið West Ham vann frækinn og jafnframt gríðarlega mikilvægan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og er liðið nú aðeins tveimur stigum frá því að komast úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði mark Reading í 2-1 tapi liðsins gegn Liverpool en hann og Ívar Ingimarsson léku báðir allan leikinn fyrir lið sitt í dag.

Átta marka tap gegn Frökkum

Frakkar sigruðu Íslendinga með átta marka mun, 35-27, á æfingamótinu í handbolta sem fram fer þar í landi yfir páskahelgina. Frakkar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik en í síðari hálfleik bætti liðið smám saman við forskotið og gáfu Íslendingum fá færi á sér.

Mourinho ánægður með sigurgöngu Chelsea

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er afar ánægður með hvernig lærisveinar sínir eru að spila um þessar mundir en með sigrinum á Tottenham í dag heldur liðið áfram að pressa á Man. Utd. í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar. Mourinho segir Man. Utd. heppið að hafa sleppt við heimsókn til Stamford Bridge um næstu helgi.

Ísland tveimur mörkum undir í hálfleik

Íslendingar eru undir, 16-14, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Frökkum á æfingamótinu sem fram fer þar í landi um páskana. Leikurinn hefur verið nokkuð sveiflukenndur en heilt yfir er íslenska liðið að spila ágætlega.

Ferguson: Örlögin eru í okkar höndum

Alex Ferguson var á heimspekilegu nótunum á blaðamannafundi fyrir leik Man. Utd. og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði að örlög liðsins í ár væru í höndum síns og leikmanna liðsins. Ferguson fullyrðir að ef leikmenn náði að forðast það að fara á taugum á lokasprettinum sé meistaratitilinn þeirra.

Munurinn kominn niður í þrjú stig

Aðeins þremur stigum munar á Man. Utd. og Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en síðarnefnda liðið bar sigurorð af grönnum sínum og erkifjendum í Tottenham í dag, 1-0. Það var portúgalski varnarmaðurinn Richardo Carvalho sem skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. Man. Utd. á leik til góða gegn Portsmouth síðar í dag.

Curbishley vill halda Tevez

Knattspyrnustjóri West Ham, Alan Curbishley, hefur greint frá því að hann vilji halda argentínska sóknarmanninum Carlos Tevez í herbúðum liðsins á næsta ári, jafnvel þó að West Ham falli úr úrvalsdeildinni. Eftir erfiða byrjun hefur Tevez verið að spila mjög vel í síðustu leikjum liðsins.

Massa verður á ráspól

Felipe Massa hjá Ferrari verður á ráspól í Malasíukappakstrinum í formúlu 1 sem fram fer á morgun en brasilíski ökuþórinn reyndist hraðskreiðastur í tímatökunum nú í hádeginu. Heimsmeistarinn Fernando Alonso frá Spáni hafnaði í öðru sæti en Kimi Raikönnen, sigurvegari fyrsta mótsins í Ástralíu í síðasta mánuði, ræsir þriðji á morgun.

Ribery má fara frá Marseille

Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hefur greint frá því að hann hafi náð samkomulagi við stjórnarformann Marseille um að hann megi yfirgefa liðið í sumar. Talið er að fjölmörg lið munu beina sjónum sínum að Ribery í ljósi þessara yfirlýsinga leikmannsins, til dæmis Arsenal, Manchester United, Bayern Munchen og Real Madrid.

Toronto efstir í Atlantshafsriðlinum

Toronto Raptors tryggði sér í nótt sigur í Atlantshafsriðli NBA-deildarinnar í körfuknattleik með því að sigra Philadelphia, 94-85. Denver kom í veg fyrir að Dallas gæti unnið 70 leiki á tímabilinu með því að leggja lærisveina Avery Johnson af velli í nótt og Kobe Bryant var í miklu stuði gegn Seattle.

Wetterich heldur forystu á Masters

Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum.

Everton valtaði yfir Fulham

Everton lögðu Fulham sannfærandi á Goodison Park í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. Carlos Bocanegra kom Fulham yfir snemma leiks en það varð ekki til annars en að kveikja duglega í Evertonmönnum sem settu þrjú mörk áður en hálfleikurinn var úti. Það voru Lee Carsley, Alan Stubbs og James Vaughan sem skoruðu mörkin.

Charlton ekki lengur í fallsæti

Charlton lyftu sér úr fallsæti með markalausu jafntefli gegn Manchester City í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var fátt um fína drætti í leiknum sem einkenndist af varnarleik á báða bóga. Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í vörn Charlton. Charlton eru fyrir vikið með jafn mörg stig og Sheffield United og sama markamun en hafa skorað meira og eru því í sautjánda sæti en Sheffield í því átjánda.

Íslendingar töpuðu fyrir Pólverjum í handboltalandsleik

Íslendingar töpuðu fyrir Pólverjum 36-32 í landsleik í handbolta í Frakklandi í dag. Þetta var fyrsti leikur á móti sem haldið er þar í landi nú um páskana. Íslendingar mæta á næstu dögum Frökkum og Túnisum á mótinu. Pólverjar voru með forystu allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru markahæstir Íslendinga með 8 mörk hvor, Ragnar Óskarsson, Vignir Svavarsson og Bjarni Fritzson skoruðu þrjú mörk hver.

Rose og Wetterich í forystu eftir fyrsta dag

Fyrsta keppnisdegi er nú lokið á Masters mótinu sem fram fer á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum og eru tveir kylfingar í efsta sæti. Englendingurinn Justin Rose og Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich léku manna best í dag og komu inn á þremur undir pari. Rose fékk par á síðustu fjórum holunum en Wetterich fékk skolla, tvö pör og fugl á síðustu fjórum.

Miami unnu Cleveland og San Antonio unnu Phoenix

Tveir risaslagir voru í NBA-deildinni í nótt. Meistarar Miami Heat mættu LeBron James og félögum í Cleveland og höfðu sigur, 94-90 í framlengdum leik. Miami léku án Dwayne Wade og munar heldur betur um minna.

Terry segir að Chelsea geti enn unnið titilinn

John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea er sannfærður um að liðið eigi enn möguleika á að ná Manchester United og standa uppi sem Englandsmeistarar þriðja árið í röð. Chelsea er sem stendur sex stigum á eftir Manchester. Chelsesa mætir Tottenham á morgun en Tottenham hafa verið á mikilli siglingu undanfarið.

Njarðvíkingar mæta KR í úrslitum

Það verða Njarðvík og KR sem leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Njarðvíkingar unnu í dag sannfærandi sigur á grönnum sínum í Grindavík 93-70 í oddaleik liðanna í Njarðvík.

KR-ingar í úrslit

KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í kvöld með ævintýralegum sigri á Snæfelli 76-74 í framlengdum oddaleik í vesturbænum. Darri Hilmarsson skoraði sigurkörfu KR þegar nokkrar sekúndur voru eftir af framlengingunni. Brynjar Björnsson hafði áður skotið KR í framlengingu með þriggja stiga körfu í lokin. Snæfell var með forystu lengst af í leiknum í dag en heimamenn stálu sigrinum í lokin.

Einar Árni: Við Benni ætluðum að mætast í úrslitum

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með leik sinna manna í kvöld þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar með sigri á Grindavík í oddaleik. Hann segir Njarðvík og KR bestu lið landsins í sínum huga og reiknar með spennandi einvígi.

Benedikt Guðmunds: Ég er gjörsamlega búinn

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var að vonum uppgefinn eftir rafmagnaðan spennuleik KR og Snæfells í kvöld þar sem vesturbæingar tryggðu sér sæti í úrslitum eftir framlengdan oddaleik. Benedikt sagði að hjarta leikmanna og karakter hafi tryggt liðinu sigur öðru fremur.

Sigurður Þorvaldsson: Ég er orðlaus

"Þetta var alveg skelfilegt. Ég er bara orðlaus. Við áttum fullan séns í framlengingunni og skoruðum fyrstu körfuna, en við vorum að taka slæmar ákvarðanir í lokin. Menn voru bara ekkert að spila saman og við vorum ekki að gera það sem við áttum að vera að gera. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og ég er bara orðlaus," sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells í viðtali á Sýn eftir leikinn í kvöld

Brynjar Björnsson: Losers go home

Brynjar Björnsson var hetja KR-inga í kvöld þegar hann tryggði sínum mönnum framlengingu gegn Snæfelli í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Brynjar spilaði meiddur í kvöld og var því mjög ánægður með niðurstöðuna.

Enskir stuðningsmenn enn til vandræða

Enskir stuðningsmenn komust annan daginn í röð í fréttirnar fyrir ólæti sín á erlendri grundu í kvöld þegar fylgismenn Tottenham flugust á við óeirðalögreglu í Sevilla. Til harðra átaka kom á áhorfendabekkjunum á meðan leik stóð, en þeir höfðu reyndir verið með ólæti fyrir utan leikvöllinn nokkru áður en leikurinn hófst.

Tottenham lá í Sevilla

Tottenham tapaði 2-1 fyrir Sevilla í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Robbie Keane kom enska liðinu yfir eftir rúma mínútu, en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, jafnaði skömmu síðar. Alexander Kerzhakov skoraði sigurmark spænska liðsins eftir 36 mínútur.

Grétar Rafn verður í banni í Þýskalandi

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson verður í leikbanni í síðari leik AZ Alkmaar og Werder Bremen í Evrópukeppni félagsliða. Grétar fékk að líta gula spjaldið á 75. mínútu leiks í kvöld og fer því í bann vegna gulra spjalda. Staðan í leiknum er enn jöfn 0-0 en leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur engu að síður.

Sevilla yfir í hálfleik

Sevilla hefur yfir 2-1 gegn Tottenham á heimavelli þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Robbie Keane kom gestunum yfir á 2. mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham Freddie Kanoute jafnaði skömmu síðar. Það var svo Alexander Kerzhakov sem kom heimamönnum yfir á 36. mínútu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra og á VefTV hér á Vísi.

Reyes fór úr axlarlið

Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Real Madrid fór úr axlarlið á æfingu liðsins í dag og því verður ekkert af endurkomu hans í liðið í bráð. Reyes hafði verið meiddur á hné og átti að snúa aftur í hóp liðsins um næstu helgi. Hann er lánsmaður frá enska liðinu Arsenal.

Hamilton sigurviss

Ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1 segist fullviss um að hann muni næla í sinn fyrsta mótsigur á sínu fyrsta keppnistímabili. Hamilton hafnaði í þriðja sæti í sinni fyrstu keppni í Ástralíu á dögunum og hinn 22 ára gamli Breti ætlar sér stóra hluti í sumar.

Stenson og Rose efstir - Els í vandræðum

Svíinn Henrik Stenson og Englendingurinn Justin Rose eru efstir nú þegar Masters mótið á Augusta National vellinum í Georgíu er rétt skriðið af stað. Báðir eru þeir Stenson og Rose á tveimur höggum undir pari en Stenson hefur lokið við 9 holur en Rose 6.

Arenas missir af úrslitakeppninni

Nú hefur verið staðfest að Gilbert Arenas, leikmaður Washingto Wizards, muni missa af úrslitakeppninni vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í nótt. Arenas verður frá keppni í 2-3 mánuði, en aðeins nokkrir dagar eru síðan annar stjörnuleikmaður, Caron Butler, meiddist hjá liðinu og verður tæplega með í úrslitakeppninni.

Sjá næstu 50 fréttir