Tvöfaldur sigur McLaren 8. apríl 2007 12:03 Fernando Alonso og Lewis Hamilton fagna sigri sínum í Malasíu í morgun. MYND/Getty Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Malasíu í morgun með miklum yfirburðum en félagi hans hjá McLaren, hinn breski Lewis Hamilton, stal senunni með frábærum akstri. Alonso og Hamilton tóku fram úr Felipe Massa strax í fyrstu beygju, en sá brasilíski var á ráspól, og stungu keppinautana frá Ferrari hreinlega af. "Þetta var frábær sigur í dag og hann kom mér mikið á óvart. Bifvélavirkjar McLaren unnu heimavinnuna sína um helgina," sagði Alonso eftir keppnina og hrósaði liðsfélögum sínum. "Það skipti öllu máli að komast framúr Felipe Massa svona fljótt og svo skemmdi ekki fyrir að hafa Hamilton á eftir mér, í stað ökumanna Ferrari," bætti hann við. Þetta reyndist ekki verða dagur Massa því hann missti einnig liðsfélaga sinn Kimi Raikönnen og Nick Heidfield á BMW fram úr sér og hafnaði að lokum í fimmta sæti. Raikönnen varð þriðji og Heidfield fjórði. Eins og áður segir sigraði Alonso örugglega, kom í mark rúmum 17 sekúndum á undan Hamilton, en Raikönnen kom í mark rétt á eftir þeim breska. Heidfeld og Massa voru síðan rúmri hálfri mínútu á eftir Alonso í mark. Alonso er núkominn með tveggja stiga forskot á Raikkönen í stigakeppni ökumanna, hefur hlotið 18 stig eftir að hafa hafnað í 1. og 2. sæti á þeim tveimur mótum sem lokið er. Raikkönen hefur 16 stig en Hamilton er í þriðja sæti með 14 stig. Í keppni bílasmiða hefur McLaren hlotið 32 og er efst en Ferrari er með 23 stig. Formúla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Malasíu í morgun með miklum yfirburðum en félagi hans hjá McLaren, hinn breski Lewis Hamilton, stal senunni með frábærum akstri. Alonso og Hamilton tóku fram úr Felipe Massa strax í fyrstu beygju, en sá brasilíski var á ráspól, og stungu keppinautana frá Ferrari hreinlega af. "Þetta var frábær sigur í dag og hann kom mér mikið á óvart. Bifvélavirkjar McLaren unnu heimavinnuna sína um helgina," sagði Alonso eftir keppnina og hrósaði liðsfélögum sínum. "Það skipti öllu máli að komast framúr Felipe Massa svona fljótt og svo skemmdi ekki fyrir að hafa Hamilton á eftir mér, í stað ökumanna Ferrari," bætti hann við. Þetta reyndist ekki verða dagur Massa því hann missti einnig liðsfélaga sinn Kimi Raikönnen og Nick Heidfield á BMW fram úr sér og hafnaði að lokum í fimmta sæti. Raikönnen varð þriðji og Heidfield fjórði. Eins og áður segir sigraði Alonso örugglega, kom í mark rúmum 17 sekúndum á undan Hamilton, en Raikönnen kom í mark rétt á eftir þeim breska. Heidfeld og Massa voru síðan rúmri hálfri mínútu á eftir Alonso í mark. Alonso er núkominn með tveggja stiga forskot á Raikkönen í stigakeppni ökumanna, hefur hlotið 18 stig eftir að hafa hafnað í 1. og 2. sæti á þeim tveimur mótum sem lokið er. Raikkönen hefur 16 stig en Hamilton er í þriðja sæti með 14 stig. Í keppni bílasmiða hefur McLaren hlotið 32 og er efst en Ferrari er með 23 stig.
Formúla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti