Wetterich heldur forystu á Masters 7. apríl 2007 10:16 Tiger Woods er ennþá inni í myndinni á Masters þrátt fyrir að hafa ekki náð sér á strik. Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Stjörnukylfingum á borð við Tiger Woods, Ernie Els og Phil Mickelson hefur ekki gengið sem skyldi og hefur það vakið nokkra athygli að Wetterich, sem er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, skuli vera að skáka bestu kylfingum heims. Meistarinn frá því í fyrra, Phil Mickelson, er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods er á þremur höggum yfir pari. Woods hóf keppni með afleitum hætti á þessum öðrum keppnisdegi og á tíma leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. Tiger klóraði sig þó út úr vandræðunum og sagan hefur sýnt að honum líkar það vel á Mastersmótunum að fara nokkuð undir inn í þriðja keppnisdag. Árið 2001 var Tiger á tveimur yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið. Árið 2002 var Tiger á fjórum yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið og árið 2005 var Tiger á sex yfir pari fyrir þriðja keppnisdag og náði með eftirminnilegum hætti að smeygja sér í þann iðjagræna. Það skyldi því enginn afskrifa Tigerinn að svo stöddu því sagan hefur sýnt að nú er Tiger tíminn á Masters runninn upp. Kylfingur.is Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Stjörnukylfingum á borð við Tiger Woods, Ernie Els og Phil Mickelson hefur ekki gengið sem skyldi og hefur það vakið nokkra athygli að Wetterich, sem er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, skuli vera að skáka bestu kylfingum heims. Meistarinn frá því í fyrra, Phil Mickelson, er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods er á þremur höggum yfir pari. Woods hóf keppni með afleitum hætti á þessum öðrum keppnisdegi og á tíma leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. Tiger klóraði sig þó út úr vandræðunum og sagan hefur sýnt að honum líkar það vel á Mastersmótunum að fara nokkuð undir inn í þriðja keppnisdag. Árið 2001 var Tiger á tveimur yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið. Árið 2002 var Tiger á fjórum yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið og árið 2005 var Tiger á sex yfir pari fyrir þriðja keppnisdag og náði með eftirminnilegum hætti að smeygja sér í þann iðjagræna. Það skyldi því enginn afskrifa Tigerinn að svo stöddu því sagan hefur sýnt að nú er Tiger tíminn á Masters runninn upp. Kylfingur.is
Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira