Handbolti

Íslendingar töpuðu fyrir Pólverjum í handboltalandsleik

Úr leik liðanna á HM fyrr á árinu
Úr leik liðanna á HM fyrr á árinu Getty Images
Íslendingar töpuðu fyrir Pólverjum 36-32 í landsleik í handbolta í Frakklandi í dag. Þetta var fyrsti leikur á móti sem haldið er þar í landi nú um páskana. Íslendingar mæta á næstu dögum Frökkum og Túnisum á mótinu. Pólverjar voru með forystu allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru markahæstir Íslendinga með 8 mörk hvor, Ragnar Óskarsson, Vignir Svavarsson og Bjarni Fritzson skoruðu þrjú mörk hver.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×