Fleiri fréttir Redknapp sektaður Harry Redknapp stjóri Portsmouth var í dag sektaður og aðvaraður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna hegðunar sinnar eftir leik liðsins við Manchester City í síðasta mánuði. 22.3.2007 18:45 Pizarro hótar að hætta hjá Bayern Perúmaðurinn Claudio Pizarro hjá Bayern Munchen segist ætla að fara frá félaginu ef honum verði ekki boðinn nýr og betri samningur fljótlega. Samningur hans rennur út í sumar og sagt er að hann vilji fá allt að 50.000 pund í vikulaun. 22.3.2007 18:34 Birgir á tveimur yfir pari Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk fyrsta hringnum á Meideira mótinu í golfi á 74 höggum í dag eða tveimur höggum yfir pari. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Hann er sem stendur í kring um 70. sætið af 144 keppendum, en 70 efstu komast í gegn um niðurskurð á morgun. 22.3.2007 18:30 Filip Jicha til Kiel Tékkneska stórskyttan Filip Jicha hefur gengið frá þriggja ára samningi við stórlið Kiel í Þýskalandi og gengur í raðir þess í sumar. Jicha er samherji þeirra Loga Geirssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar hjá Lemgo. Hann var einn besti leikmaður Tékka á síðasta heimsmeistaramóti og verður 25 ára gamall í vor. 22.3.2007 18:26 Ólafur tilnefndur sem leikmaður ársins Ólafur Stefánsson er einn sjö handboltamanna sem Alþjóða Handknattleikssambandið hefur tilnefnt sem leikmenn ársins. Allir geta gefið Ólafi sitt atkvæði með því að fara inn á heimasíðu sambandsins eða með því að smella á hlekkinn hér í fréttinni. 22.3.2007 17:28 Dapur leiktíð hjá Milwaukee Lið Milwaukee Bucks hefur valdið miklum vonbrigðum í NBA deildinni í vetur. Meiðsli hafa þar sett stórt strik í reikninginn og í gær varð ljóst að tveir af lykilmönnum liðsins munu ekki spila meira með liðinu það sem eftir er leiktíðar. 22.3.2007 16:15 Rivaldo á fallegasta mark í sögu Barcelona Mark Brasilíumannsins Rivaldo gegn Valencia í lokaleik spænsku deildarinnar árið 2001 hefur verið kosið fallegasta og um leið mikilvægasta mark í sögu Barcelona á vefsíðu El Mundo Deportivo. Smelltu á hlekk í fréttinni til að sjá myndband af markinu. 22.3.2007 15:31 Schuster ekki í viðræðum við Real Madrid Þýski þjálfarinn Bernd Schuster hjá Getafe segir ekkert til í skrifum AS sem í dag fullyrti að hann væri í viðræðum við Real Madrid um að taka við af Fabio Capello. Schuster hefur áður lýst því yfir að hann vilji einn daginn taka við stóra liðinu í Madrid, en þvertekur fyrir að hafa rætt við forráðamenn félagsins nú. 22.3.2007 15:30 Getafe mætir Barcelona í bikarnum Í dag var dregið í undanúrslit Konungsbikarsins á Spáni. Smálið Getafe frá Madrid mætir þar Spánarmeisturum Barcelona, en liðið er komið í undanúrslit keppninnar í fyrsta sinn í sögunni. Barcelona hefur unnið keppnina 24 sinnum. Hin undanúrslitaviðureignin verður einvígi Sevilla og Deportivo. Leikirnir fara fram dagana 18. apríl og 9. maí en úrslitaleikurinn er ekki fyrr en 23. júní. 22.3.2007 15:06 Woodgate spilar ekki með Englendingum Miðvörðurinn Jonathan Woodgate hjá Middlesbrough er nýjasta nafnið á sjúkralista enska landsliðsins. Hann dró sig í dag út úr hópnum sem mætir Ísrael og Andorra vegna hnémeiðsla. Mikil meiðsli eru í röðum enska landsliðsins, sérstaklega í vörninni. 22.3.2007 14:18 Beiðni Sevilla vísað frá Fyrri leikur Sevilla og Tottenham í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða fer fram fimmta apríl eins og til stóð. Spænska liðið vildi láta færa leikinn til vegna hátíðarhalda í borginni á skírdag, en Knattspyrnusambandið neitaði beiðninni. 22.3.2007 14:14 Belgar ætla að slátra Cristiano Ronaldo Stijn Stijnen, markvörður Brugge og belgíska landsliðsins, segir sína menn muni slátra Cristiano Ronaldo þegar Belgar mæta Portúgölum í landsleik í Lissabon á laugardaginn. George Boateng hjá Middlesbrough lét svipuð orð falla um Ronaldo í viðtali í gær, þar sem hann sagði að stutt væri í að einhver myndi meiða hann alvarlega ef hann hætti ekki að reyna að niðurlægja andstæðinga sína. 22.3.2007 13:26 Of margir útlendingar í norska boltanum Norðmenn hafa áhyggjur af fjölgun erlendra knattspyrnumanna í landinu. Á síðustu leiktíð voru 4 af hverjum 10 leikmönnum erlendir. Alls voru 136 leikmenn í norsku úrvalsdeildinni útlendingar. Ungir norskir knattspyrnumenn fá færri mínútur í deildinni en áður og fyrir vikið fara færri Norðmenn í atvinnumennsku til útlanda. Núna eru 14 íslenskir knattspyrnumenn á mála hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni. 22.3.2007 11:38 Rijkaard í stað Mourinho strax í vor? Enska blaðið Independent segir að Hollendingurinn Frank Rijkaard sé efstur á óskalista Romans Abramovic sem næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Það er ekki bara í tilhugalífi Romans sem gustar því sambúðin við Jose Mourniho þykir stormasöm. Jason Burt blaðamaður Independent reiknar með því að Abramovic reki Mourinho í sumar. 22.3.2007 11:36 Birgir Leifur á pari eftir tíu holur Birgir Leifur Hafþórsson er á pari eftir 10 holur á opna Madeiramótinu í golfi. Birgir Leifur fékk fugl á 3. holu en skolla á þeirri áttundu. Hann hefur parað hinar holurnar. Englendingurinn Peter Baker hefur forystu, á 5 undir pari eftir 13 holur en annar er Daninn Mats Vibe-Hastrup, höggi á eftir. 22.3.2007 11:30 Betra seint en aldrei Spánverjar og Danir mætast í undankeppni Evrópumóts landsliða á laugardag. Í nóvember 1993 unnu Spánverjar 1-0 í Sevilla og tryggðu sér þar með keppnisrétt á HM í Bandaríkjunum árið eftir. Danir sem þá voru Evrópumeistarar sátu eftir með sárt ennið því Írar náðu 2. sætinu. Núna 14 árum síðar viðurkennir spænski harðjaxlinn Fernando Hierro að Spánverjar hafi ekki haft farið eftir settum reglum. 22.3.2007 10:54 Dýrkeyptur sigur Gummersbach Íslendingaliðið Gummersbach burstaði Melsungen 38-26 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 12 mörk og Róbert Gunnarsson 8. En sigurinn var Gummersbach dýrkeyptur. Franski landsliðsmaðurinn Daniel Narcisse fingurbrotnaði og spilar ekki næstu 6 vikurnar. 22.3.2007 10:43 19 ára í brasilíska landsliðið Mikill áhugi er í Svíþjóð á leikjum brasilíska landsliðsins við Chile í Gautaborg á laugardag og Gana á þriðjudag. 19 ára strákur sem er varamarkvörður hjá Gremio var í morgun valinn í landsliðshóp Brasilíumanna. 22.3.2007 10:32 Markvörðurinn klúðraði vítaspyrnu Brasilíumeistaranir í Sao Paulo urðu loks að lúta í gras í fyrsta sinn frá í september. Sao Paulo tapaði fyrir mexikóska liðinu Necaxa í Suður Ameríkukeppninni í gærkvöldi. Sao Paulo skoraði fyrsta markið og markvörðurinn Rogerio Ceni gat komið liðinu í 2-0 en honum mistókst að skora úr vítaspyrnu, Alexandro Alvarez varði frá honum. Mexikóarnir skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og unnu 2-1. Þetta var fyrsti ósigur Sao Paulo í 29 leikjum frá því í september. 22.3.2007 10:25 Roy Keane samur við sig Fyrrverandi fyrirliði írska landsliðsins, Roy Kenae, gagnrýnir harðlega marga af landsliðsmönnum Íra og segir þá eingöngu gefa kost á sér í liðið til þess að baða sig í sviðsljósinu. Roy Keane, sem núna er knattspyrnustjóri Sunderland, gagnrýndi landsliðsþjálfarann Steve Staunton harðlega í síðustu viku fyrir að velja ekki Sunderlandmennina, David Connolly og Liam Miller í landsliðið. Írar mæta Walesverjum í undankeppni Evrópumótsins á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 22.3.2007 10:21 Benítez fer hvergi Bandaríkjamennirnir Gillett og Hicks sem keyptu Liverpool á dögunum sáu ástæðu til þess að gefa út yfirlýsingu um knattspyrnustjórann Rafa Benitez. Benitez er eftirsóttur og forystumenn Real Madríd sagðir ólmir vilja fá hann til þess að stýra Madrídarskútunni. 22.3.2007 10:11 Birgir Leifur byrjaður á Madeira Birgir Leifur Hafþórsson er á einu höggi undir pari eftir 4 holur á opna Madeira mótinu í golfi sem hófst á Santo da Serra vellinum í morgun. Birgir Leifur paraði tvær fyrstu holurnar en fékk síðan fugl á fjórðu holu. Hann er á einu undir pari eftir 5 holur. 22.3.2007 10:10 Enn vinnur Dallas Dallas sigraði Cleveland 98-90 í Cleveland í gærkvöldi í NBA körfuboltanum. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig en hann hitti illa í leiknum. Jason Terry skoraði 21 stig í 56. sigurleik Dallas. LeBron James var langstigahæstur hjá Cleveland með 31 stig. 22.3.2007 08:31 Sir Alex vill Eið Smára Enska blaðið The Sun greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vilji fá Eið Smára Guðjohnsen í raðir Manchester liðsins. Samkvæmt The Sun er Eiði ætlað að taka við hlutverki sænska framherjans Henriks Larson. 22.3.2007 08:01 Fimm mörk í 2 æfingaleikjum Hannes Þ. Sigurðsson byrjar vel hjá norska liðinu Viking en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur æfingaleikjum liðsins. Hannes skoraði þrennu í 7-1 sigri á Start og bætti síðan við tveimur mörkum á fyrstu 22 mínútunum í 3-3 jafntefli á móti Bryne í gær. Hannes lagði einnig upp mark og var nálægt því að innsigla þrennuna annan leikinn í röð en mark sem hann skoraði var dæmt af. 22.3.2007 00:01 Myndband af tilþrifum vikunnar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson þótti eiga tilþrif vikunnar í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar hann tryggði liði sínu Roma sigur á toppliði Siena í vikunni 84-83. Frá þessu var greint á heimasíðu KKÍ. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá tilþrifin. 21.3.2007 22:15 Bandaríkjamenn heppnir með mótherja Landslið Bandaríkjanna í körfubolta sleppur við að leika með liði Ólympíumeistara Argentínu í riðli í Ameríkukeppninni sem fram fer í sumar, en dregið var í riðla í dag. Tvö af liðunum tíu sem taka þátt tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. 21.3.2007 21:02 Keane á enn í deilum við Íra Roy Keane, stjóri Sunderland og fyrrum fyrirliði írska landsliðsins, er ekki hættur að deila á írska knattspyrnusambandið þó hann sé búinn að leggja skóna á hilluna. Keane átti í frægum deilum við landsliðsþjálfarann þegar hann spilaði með liðinu á sínum tíma og nú hefur hann gagnrýnt hreppapólitík hjá knattspyrnusambandinu í heimalandi sínu. 21.3.2007 21:00 Toronto - Orlando í beinni í kvöld Leikur Toronto Raptors og Orlando Magic í NBA deildinni verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 23:00 í kvöld. Hér er á ferðinni athyglisverður slagur í Austurdeildinni þar sem tveir af bestu stóru mönnunum í deildinni kljást - þeir Chris Bosh og Dwight Howard. 21.3.2007 20:20 Berbatov fer ekki frá Tottenham Umboðsmaður búlgarska framherjans Dimitar Berbatov hjá Tottenham segir engar líkur á því að markaskorarinn fari frá félaginu. Berbatov er búinn að skora 19 mörk á leiktíðinni og hefur slegið í gegn síðan hann kom frá Leverkusen í sumar. 21.3.2007 20:15 Valur biðst afsökunar á ummælum sínum Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum í viðtali við Arnar Björnsson á Sýn í gærkvöld. Þar lýsti Valur yfir óánægju sinni með störf dómara og lét í það skína að hallaði á lið utan af landi í dómgæslu. Félag körfuknattleiksdómara hefur leitað sér aðstoðar lögfræðinga og íhugar að kæra Val. 21.3.2007 19:41 Drogba og Cole sleppa Didier Drogba og Ashley Cole hjá Chelsea verða ekki ákærðir fyrir afskipti sín af manninum sem réðist að félaga þeirra Frank Lampard eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum á mánudaginn. Aganefnd fór yfir myndband af atvikinu og fann ekkert athugavert við framkomu leikmannanna, en Drogba var um tíma sakaður um að hafa stigið á manninn þegar öryggisverðir höfðu yfirbugað hann. 21.3.2007 18:17 Sevilla vill ekki spila á skírdag Forráðamenn spænska knattspyrnuliðsins Sevilla hafa farið þess á leit við Knattspyrnusamband Evrópu að fyrri leikur liðsins við Tottenham í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verði færður. Leikurinn er á dagskrá 5. apríl, en það er skírdagur. 21.3.2007 18:00 Blótsyrðaflaumur Ferguson skemmdi viðtal BBC Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Sir Alex Ferguson hafi ráðist harkalega að starfsmanni Sky eftir leik Manchester United og Middlesbrough á mánudaginn. Skotinn öskraði og blótaði svo hátt að breska sjónvarpið þurfti að klippa til viðtal sitt við knattspyrnustjóra Boro eftir leikinn. 21.3.2007 17:04 Bann Navarro gildir í öllum keppnum Varnarmaðurinn David Navarro hjá Valencia getur nú farið að einbeita sér að golfinu næsta hálfa árið eða svo eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni þess evrópska um að láta sjö mánaða keppnisbann hans í Meistaradeildinni gilda í öllum keppnum. Navarro fékk bannið eftir alvarleg agabrot í uppþoti sem varð eftir leik Valencia og Inter Milan á dögunum. 21.3.2007 16:56 Andy Cole lánaður til Birmingham Framherjinn Andy Cole hefur gengið til liðs við 1.deildarlið Birmingham á lánssamning til loka leiktíðar. Cole hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir lið sitt Portsmouth í úrvalsdeildinni í vetur. Hann gekk í raðir Portsmouth frá Manchester City fyrir hálfa milljón punda í fyrra. 21.3.2007 16:42 Bargnani fékk botnlangakast Ítalski framherjinn Andrea Bargnani hjá Toronto Raptors fékk botnlangakast í nótt og var fluttur á sjúkrahús. Botnlanginn var tekinn úr honum og er hann nú á batavegi. Bargnani er 21 árs gamall og var tekinn númer eitt í nýliðavalinu í NBA síðasta sumar. Hann er almennt talinn eiga góða möguleika á að verða valinn nýliði ársins og skorar 11 stig og hirðir 4 fráköst. Ekki er vitað hvenær leikmaðurinn getur byrjað að æfa á ný. 21.3.2007 16:35 Drogba undir smásjá knattspyrnusambandsins Aganefnd enska knattspyrnusambandsins er nú að rannsaka hvort Didier Drogba gerðist brotlegur þegar áhorfandi réðist inn á völlinn eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum á dögunum. Dagblaðið Mirror segir myndir af leiknum sýna að Drogba hafi reynt að traðka á árásarmanninum þar sem hann lá bugaður á vellinum í haldi öryggisvarða. Maðurinn reyndi að kýla Frank Lampard og hefur verið settur í lífstíðarbann á White Hart Lane. 21.3.2007 16:15 Treyja Kobe Bryant nú vinsælust í Kína Kobe Bryant á nú vinsælustu keppnistreyju allra leikmanna í NBA deildinni í Kína á meðan treyja heimamannsins Yao Ming hefur hrapað niður lista þeirra söluhæstu. Treyja Bryant er sú vinsælasta í Bandaríkjunum, en Yao Ming er aðeins í sjötta sæti í heimalandi sínu. 21.3.2007 15:59 Drullusvað á Tóftum Leik Færeyinga og Úkraínumanna í undankeppni EM sem fara átti fram á Tóftum á Austurey verður að öllum líkindum frestað. Vallarskilyrði þar eru ekki góð um þessar mundir eftir snjókomu og rigningar og til greina kemur að leikurinn verði færður til 22. ágúst. Úkraínumenn hafa samþykkt að fresta leiknum ef völlurinn verður ekki í leikhæfu ástandi. 21.3.2007 15:45 Englendingar eru úr leik ef þeir tapa Miðjumaðurinn Idan Tal hjá Bolton segir að Englendingar muni ekki komast á EM 2008 ef þeir tapa fyrir Ísraelsmönnum í leik liðanna í Tel Aviv á laugardaginn. Tal er ísraelskur landsliðsmaður og segir það sama uppi á teningnum hjá sínum mönnum. Englendingar og Ísraelar hafa 7 stig líkt og Makedónar í 3.-5. sæti E-riðilsins. 21.3.2007 15:30 Grindavík - Njarðvík í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn mun halda áfram að gera úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla góð skil og næsta beina útsending stöðvarinnar verður annar leikur Grindavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitunum mánudaginn 26. mars. Allir leikir í keppninni þar eftir verða sýndir beint. 21.3.2007 14:49 Hermann og Jóhannes Karl ekki með gegn Spánverjum Tvö stór skörð voru í dag höggvin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Spánverjum í undankeppni EM þann 28. mars næstkomandi. Þeir Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson geta ekki tekið þátt í leiknum. 21.3.2007 14:37 Bann Van Bommel stytt Marc van Bommel hjá Bayern Munchen hefur fengið leikbann sitt í Meistaradeildinni stytt og verður því löglegur í síðari leik Bayern og AC Milan í 8-liða úrslitum keppninnar. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir nokkrum dögum, en Bayern áfrýjaði og hefur bannið nú verð stytt. "Ég trúði ekki öðru en að banninu yrði breytt í einn leik," sagði van Bommel. 21.3.2007 14:23 Ronaldo: Ég er enginn Galactico Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United vill ekki láta tengja sig við Real Madrid á Spáni og segist ekki vera neinn Galactico - en það er orð sem spænskir nota yfir stórstjörnur liðsins. Ronaldo virðist ætla að einbeita sér algjörlega að því að spila með enska liðinu þrátt fyrir þrálátan orðróm um að hann sé á leið til Spánar. 21.3.2007 14:17 Sjá næstu 50 fréttir
Redknapp sektaður Harry Redknapp stjóri Portsmouth var í dag sektaður og aðvaraður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna hegðunar sinnar eftir leik liðsins við Manchester City í síðasta mánuði. 22.3.2007 18:45
Pizarro hótar að hætta hjá Bayern Perúmaðurinn Claudio Pizarro hjá Bayern Munchen segist ætla að fara frá félaginu ef honum verði ekki boðinn nýr og betri samningur fljótlega. Samningur hans rennur út í sumar og sagt er að hann vilji fá allt að 50.000 pund í vikulaun. 22.3.2007 18:34
Birgir á tveimur yfir pari Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk fyrsta hringnum á Meideira mótinu í golfi á 74 höggum í dag eða tveimur höggum yfir pari. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Hann er sem stendur í kring um 70. sætið af 144 keppendum, en 70 efstu komast í gegn um niðurskurð á morgun. 22.3.2007 18:30
Filip Jicha til Kiel Tékkneska stórskyttan Filip Jicha hefur gengið frá þriggja ára samningi við stórlið Kiel í Þýskalandi og gengur í raðir þess í sumar. Jicha er samherji þeirra Loga Geirssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar hjá Lemgo. Hann var einn besti leikmaður Tékka á síðasta heimsmeistaramóti og verður 25 ára gamall í vor. 22.3.2007 18:26
Ólafur tilnefndur sem leikmaður ársins Ólafur Stefánsson er einn sjö handboltamanna sem Alþjóða Handknattleikssambandið hefur tilnefnt sem leikmenn ársins. Allir geta gefið Ólafi sitt atkvæði með því að fara inn á heimasíðu sambandsins eða með því að smella á hlekkinn hér í fréttinni. 22.3.2007 17:28
Dapur leiktíð hjá Milwaukee Lið Milwaukee Bucks hefur valdið miklum vonbrigðum í NBA deildinni í vetur. Meiðsli hafa þar sett stórt strik í reikninginn og í gær varð ljóst að tveir af lykilmönnum liðsins munu ekki spila meira með liðinu það sem eftir er leiktíðar. 22.3.2007 16:15
Rivaldo á fallegasta mark í sögu Barcelona Mark Brasilíumannsins Rivaldo gegn Valencia í lokaleik spænsku deildarinnar árið 2001 hefur verið kosið fallegasta og um leið mikilvægasta mark í sögu Barcelona á vefsíðu El Mundo Deportivo. Smelltu á hlekk í fréttinni til að sjá myndband af markinu. 22.3.2007 15:31
Schuster ekki í viðræðum við Real Madrid Þýski þjálfarinn Bernd Schuster hjá Getafe segir ekkert til í skrifum AS sem í dag fullyrti að hann væri í viðræðum við Real Madrid um að taka við af Fabio Capello. Schuster hefur áður lýst því yfir að hann vilji einn daginn taka við stóra liðinu í Madrid, en þvertekur fyrir að hafa rætt við forráðamenn félagsins nú. 22.3.2007 15:30
Getafe mætir Barcelona í bikarnum Í dag var dregið í undanúrslit Konungsbikarsins á Spáni. Smálið Getafe frá Madrid mætir þar Spánarmeisturum Barcelona, en liðið er komið í undanúrslit keppninnar í fyrsta sinn í sögunni. Barcelona hefur unnið keppnina 24 sinnum. Hin undanúrslitaviðureignin verður einvígi Sevilla og Deportivo. Leikirnir fara fram dagana 18. apríl og 9. maí en úrslitaleikurinn er ekki fyrr en 23. júní. 22.3.2007 15:06
Woodgate spilar ekki með Englendingum Miðvörðurinn Jonathan Woodgate hjá Middlesbrough er nýjasta nafnið á sjúkralista enska landsliðsins. Hann dró sig í dag út úr hópnum sem mætir Ísrael og Andorra vegna hnémeiðsla. Mikil meiðsli eru í röðum enska landsliðsins, sérstaklega í vörninni. 22.3.2007 14:18
Beiðni Sevilla vísað frá Fyrri leikur Sevilla og Tottenham í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða fer fram fimmta apríl eins og til stóð. Spænska liðið vildi láta færa leikinn til vegna hátíðarhalda í borginni á skírdag, en Knattspyrnusambandið neitaði beiðninni. 22.3.2007 14:14
Belgar ætla að slátra Cristiano Ronaldo Stijn Stijnen, markvörður Brugge og belgíska landsliðsins, segir sína menn muni slátra Cristiano Ronaldo þegar Belgar mæta Portúgölum í landsleik í Lissabon á laugardaginn. George Boateng hjá Middlesbrough lét svipuð orð falla um Ronaldo í viðtali í gær, þar sem hann sagði að stutt væri í að einhver myndi meiða hann alvarlega ef hann hætti ekki að reyna að niðurlægja andstæðinga sína. 22.3.2007 13:26
Of margir útlendingar í norska boltanum Norðmenn hafa áhyggjur af fjölgun erlendra knattspyrnumanna í landinu. Á síðustu leiktíð voru 4 af hverjum 10 leikmönnum erlendir. Alls voru 136 leikmenn í norsku úrvalsdeildinni útlendingar. Ungir norskir knattspyrnumenn fá færri mínútur í deildinni en áður og fyrir vikið fara færri Norðmenn í atvinnumennsku til útlanda. Núna eru 14 íslenskir knattspyrnumenn á mála hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni. 22.3.2007 11:38
Rijkaard í stað Mourinho strax í vor? Enska blaðið Independent segir að Hollendingurinn Frank Rijkaard sé efstur á óskalista Romans Abramovic sem næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Það er ekki bara í tilhugalífi Romans sem gustar því sambúðin við Jose Mourniho þykir stormasöm. Jason Burt blaðamaður Independent reiknar með því að Abramovic reki Mourinho í sumar. 22.3.2007 11:36
Birgir Leifur á pari eftir tíu holur Birgir Leifur Hafþórsson er á pari eftir 10 holur á opna Madeiramótinu í golfi. Birgir Leifur fékk fugl á 3. holu en skolla á þeirri áttundu. Hann hefur parað hinar holurnar. Englendingurinn Peter Baker hefur forystu, á 5 undir pari eftir 13 holur en annar er Daninn Mats Vibe-Hastrup, höggi á eftir. 22.3.2007 11:30
Betra seint en aldrei Spánverjar og Danir mætast í undankeppni Evrópumóts landsliða á laugardag. Í nóvember 1993 unnu Spánverjar 1-0 í Sevilla og tryggðu sér þar með keppnisrétt á HM í Bandaríkjunum árið eftir. Danir sem þá voru Evrópumeistarar sátu eftir með sárt ennið því Írar náðu 2. sætinu. Núna 14 árum síðar viðurkennir spænski harðjaxlinn Fernando Hierro að Spánverjar hafi ekki haft farið eftir settum reglum. 22.3.2007 10:54
Dýrkeyptur sigur Gummersbach Íslendingaliðið Gummersbach burstaði Melsungen 38-26 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 12 mörk og Róbert Gunnarsson 8. En sigurinn var Gummersbach dýrkeyptur. Franski landsliðsmaðurinn Daniel Narcisse fingurbrotnaði og spilar ekki næstu 6 vikurnar. 22.3.2007 10:43
19 ára í brasilíska landsliðið Mikill áhugi er í Svíþjóð á leikjum brasilíska landsliðsins við Chile í Gautaborg á laugardag og Gana á þriðjudag. 19 ára strákur sem er varamarkvörður hjá Gremio var í morgun valinn í landsliðshóp Brasilíumanna. 22.3.2007 10:32
Markvörðurinn klúðraði vítaspyrnu Brasilíumeistaranir í Sao Paulo urðu loks að lúta í gras í fyrsta sinn frá í september. Sao Paulo tapaði fyrir mexikóska liðinu Necaxa í Suður Ameríkukeppninni í gærkvöldi. Sao Paulo skoraði fyrsta markið og markvörðurinn Rogerio Ceni gat komið liðinu í 2-0 en honum mistókst að skora úr vítaspyrnu, Alexandro Alvarez varði frá honum. Mexikóarnir skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og unnu 2-1. Þetta var fyrsti ósigur Sao Paulo í 29 leikjum frá því í september. 22.3.2007 10:25
Roy Keane samur við sig Fyrrverandi fyrirliði írska landsliðsins, Roy Kenae, gagnrýnir harðlega marga af landsliðsmönnum Íra og segir þá eingöngu gefa kost á sér í liðið til þess að baða sig í sviðsljósinu. Roy Keane, sem núna er knattspyrnustjóri Sunderland, gagnrýndi landsliðsþjálfarann Steve Staunton harðlega í síðustu viku fyrir að velja ekki Sunderlandmennina, David Connolly og Liam Miller í landsliðið. Írar mæta Walesverjum í undankeppni Evrópumótsins á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 22.3.2007 10:21
Benítez fer hvergi Bandaríkjamennirnir Gillett og Hicks sem keyptu Liverpool á dögunum sáu ástæðu til þess að gefa út yfirlýsingu um knattspyrnustjórann Rafa Benitez. Benitez er eftirsóttur og forystumenn Real Madríd sagðir ólmir vilja fá hann til þess að stýra Madrídarskútunni. 22.3.2007 10:11
Birgir Leifur byrjaður á Madeira Birgir Leifur Hafþórsson er á einu höggi undir pari eftir 4 holur á opna Madeira mótinu í golfi sem hófst á Santo da Serra vellinum í morgun. Birgir Leifur paraði tvær fyrstu holurnar en fékk síðan fugl á fjórðu holu. Hann er á einu undir pari eftir 5 holur. 22.3.2007 10:10
Enn vinnur Dallas Dallas sigraði Cleveland 98-90 í Cleveland í gærkvöldi í NBA körfuboltanum. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig en hann hitti illa í leiknum. Jason Terry skoraði 21 stig í 56. sigurleik Dallas. LeBron James var langstigahæstur hjá Cleveland með 31 stig. 22.3.2007 08:31
Sir Alex vill Eið Smára Enska blaðið The Sun greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vilji fá Eið Smára Guðjohnsen í raðir Manchester liðsins. Samkvæmt The Sun er Eiði ætlað að taka við hlutverki sænska framherjans Henriks Larson. 22.3.2007 08:01
Fimm mörk í 2 æfingaleikjum Hannes Þ. Sigurðsson byrjar vel hjá norska liðinu Viking en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur æfingaleikjum liðsins. Hannes skoraði þrennu í 7-1 sigri á Start og bætti síðan við tveimur mörkum á fyrstu 22 mínútunum í 3-3 jafntefli á móti Bryne í gær. Hannes lagði einnig upp mark og var nálægt því að innsigla þrennuna annan leikinn í röð en mark sem hann skoraði var dæmt af. 22.3.2007 00:01
Myndband af tilþrifum vikunnar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson þótti eiga tilþrif vikunnar í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar hann tryggði liði sínu Roma sigur á toppliði Siena í vikunni 84-83. Frá þessu var greint á heimasíðu KKÍ. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá tilþrifin. 21.3.2007 22:15
Bandaríkjamenn heppnir með mótherja Landslið Bandaríkjanna í körfubolta sleppur við að leika með liði Ólympíumeistara Argentínu í riðli í Ameríkukeppninni sem fram fer í sumar, en dregið var í riðla í dag. Tvö af liðunum tíu sem taka þátt tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. 21.3.2007 21:02
Keane á enn í deilum við Íra Roy Keane, stjóri Sunderland og fyrrum fyrirliði írska landsliðsins, er ekki hættur að deila á írska knattspyrnusambandið þó hann sé búinn að leggja skóna á hilluna. Keane átti í frægum deilum við landsliðsþjálfarann þegar hann spilaði með liðinu á sínum tíma og nú hefur hann gagnrýnt hreppapólitík hjá knattspyrnusambandinu í heimalandi sínu. 21.3.2007 21:00
Toronto - Orlando í beinni í kvöld Leikur Toronto Raptors og Orlando Magic í NBA deildinni verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 23:00 í kvöld. Hér er á ferðinni athyglisverður slagur í Austurdeildinni þar sem tveir af bestu stóru mönnunum í deildinni kljást - þeir Chris Bosh og Dwight Howard. 21.3.2007 20:20
Berbatov fer ekki frá Tottenham Umboðsmaður búlgarska framherjans Dimitar Berbatov hjá Tottenham segir engar líkur á því að markaskorarinn fari frá félaginu. Berbatov er búinn að skora 19 mörk á leiktíðinni og hefur slegið í gegn síðan hann kom frá Leverkusen í sumar. 21.3.2007 20:15
Valur biðst afsökunar á ummælum sínum Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum í viðtali við Arnar Björnsson á Sýn í gærkvöld. Þar lýsti Valur yfir óánægju sinni með störf dómara og lét í það skína að hallaði á lið utan af landi í dómgæslu. Félag körfuknattleiksdómara hefur leitað sér aðstoðar lögfræðinga og íhugar að kæra Val. 21.3.2007 19:41
Drogba og Cole sleppa Didier Drogba og Ashley Cole hjá Chelsea verða ekki ákærðir fyrir afskipti sín af manninum sem réðist að félaga þeirra Frank Lampard eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum á mánudaginn. Aganefnd fór yfir myndband af atvikinu og fann ekkert athugavert við framkomu leikmannanna, en Drogba var um tíma sakaður um að hafa stigið á manninn þegar öryggisverðir höfðu yfirbugað hann. 21.3.2007 18:17
Sevilla vill ekki spila á skírdag Forráðamenn spænska knattspyrnuliðsins Sevilla hafa farið þess á leit við Knattspyrnusamband Evrópu að fyrri leikur liðsins við Tottenham í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verði færður. Leikurinn er á dagskrá 5. apríl, en það er skírdagur. 21.3.2007 18:00
Blótsyrðaflaumur Ferguson skemmdi viðtal BBC Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Sir Alex Ferguson hafi ráðist harkalega að starfsmanni Sky eftir leik Manchester United og Middlesbrough á mánudaginn. Skotinn öskraði og blótaði svo hátt að breska sjónvarpið þurfti að klippa til viðtal sitt við knattspyrnustjóra Boro eftir leikinn. 21.3.2007 17:04
Bann Navarro gildir í öllum keppnum Varnarmaðurinn David Navarro hjá Valencia getur nú farið að einbeita sér að golfinu næsta hálfa árið eða svo eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni þess evrópska um að láta sjö mánaða keppnisbann hans í Meistaradeildinni gilda í öllum keppnum. Navarro fékk bannið eftir alvarleg agabrot í uppþoti sem varð eftir leik Valencia og Inter Milan á dögunum. 21.3.2007 16:56
Andy Cole lánaður til Birmingham Framherjinn Andy Cole hefur gengið til liðs við 1.deildarlið Birmingham á lánssamning til loka leiktíðar. Cole hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir lið sitt Portsmouth í úrvalsdeildinni í vetur. Hann gekk í raðir Portsmouth frá Manchester City fyrir hálfa milljón punda í fyrra. 21.3.2007 16:42
Bargnani fékk botnlangakast Ítalski framherjinn Andrea Bargnani hjá Toronto Raptors fékk botnlangakast í nótt og var fluttur á sjúkrahús. Botnlanginn var tekinn úr honum og er hann nú á batavegi. Bargnani er 21 árs gamall og var tekinn númer eitt í nýliðavalinu í NBA síðasta sumar. Hann er almennt talinn eiga góða möguleika á að verða valinn nýliði ársins og skorar 11 stig og hirðir 4 fráköst. Ekki er vitað hvenær leikmaðurinn getur byrjað að æfa á ný. 21.3.2007 16:35
Drogba undir smásjá knattspyrnusambandsins Aganefnd enska knattspyrnusambandsins er nú að rannsaka hvort Didier Drogba gerðist brotlegur þegar áhorfandi réðist inn á völlinn eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum á dögunum. Dagblaðið Mirror segir myndir af leiknum sýna að Drogba hafi reynt að traðka á árásarmanninum þar sem hann lá bugaður á vellinum í haldi öryggisvarða. Maðurinn reyndi að kýla Frank Lampard og hefur verið settur í lífstíðarbann á White Hart Lane. 21.3.2007 16:15
Treyja Kobe Bryant nú vinsælust í Kína Kobe Bryant á nú vinsælustu keppnistreyju allra leikmanna í NBA deildinni í Kína á meðan treyja heimamannsins Yao Ming hefur hrapað niður lista þeirra söluhæstu. Treyja Bryant er sú vinsælasta í Bandaríkjunum, en Yao Ming er aðeins í sjötta sæti í heimalandi sínu. 21.3.2007 15:59
Drullusvað á Tóftum Leik Færeyinga og Úkraínumanna í undankeppni EM sem fara átti fram á Tóftum á Austurey verður að öllum líkindum frestað. Vallarskilyrði þar eru ekki góð um þessar mundir eftir snjókomu og rigningar og til greina kemur að leikurinn verði færður til 22. ágúst. Úkraínumenn hafa samþykkt að fresta leiknum ef völlurinn verður ekki í leikhæfu ástandi. 21.3.2007 15:45
Englendingar eru úr leik ef þeir tapa Miðjumaðurinn Idan Tal hjá Bolton segir að Englendingar muni ekki komast á EM 2008 ef þeir tapa fyrir Ísraelsmönnum í leik liðanna í Tel Aviv á laugardaginn. Tal er ísraelskur landsliðsmaður og segir það sama uppi á teningnum hjá sínum mönnum. Englendingar og Ísraelar hafa 7 stig líkt og Makedónar í 3.-5. sæti E-riðilsins. 21.3.2007 15:30
Grindavík - Njarðvík í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn mun halda áfram að gera úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla góð skil og næsta beina útsending stöðvarinnar verður annar leikur Grindavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitunum mánudaginn 26. mars. Allir leikir í keppninni þar eftir verða sýndir beint. 21.3.2007 14:49
Hermann og Jóhannes Karl ekki með gegn Spánverjum Tvö stór skörð voru í dag höggvin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Spánverjum í undankeppni EM þann 28. mars næstkomandi. Þeir Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson geta ekki tekið þátt í leiknum. 21.3.2007 14:37
Bann Van Bommel stytt Marc van Bommel hjá Bayern Munchen hefur fengið leikbann sitt í Meistaradeildinni stytt og verður því löglegur í síðari leik Bayern og AC Milan í 8-liða úrslitum keppninnar. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir nokkrum dögum, en Bayern áfrýjaði og hefur bannið nú verð stytt. "Ég trúði ekki öðru en að banninu yrði breytt í einn leik," sagði van Bommel. 21.3.2007 14:23
Ronaldo: Ég er enginn Galactico Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United vill ekki láta tengja sig við Real Madrid á Spáni og segist ekki vera neinn Galactico - en það er orð sem spænskir nota yfir stórstjörnur liðsins. Ronaldo virðist ætla að einbeita sér algjörlega að því að spila með enska liðinu þrátt fyrir þrálátan orðróm um að hann sé á leið til Spánar. 21.3.2007 14:17