Golf

Birgir Leifur áfram í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson lék í morgun á tveimur höggum undir pari á TCL-mótinu á Hainan eyju í Kína. Birgir er í 37-54. sæti á 6 höggum undir pari og heldur áfram keppni tvo næstu dagana. Birgir Leifur fékk 3 fugla og einn skolla á hringnum í morgun. Tælendingurinn Chapchai Nirat hefur örugga forystu, er á 17 höggum undir pari og er 6 höggum á undan 5 kylfingum sem eru jafnir í 2-6. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×